Morgunblaðið - 16.12.1988, Síða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUÐAGUR 16. DESEMBER 1988
Stelpnafræðaranum
grípum við niður í kafla
sem ber heitið „Allt um
kynlif" og birtum upphaf
hans:
Flestir unglingar hafa
mjög blendnar tilfinningar
gagnvart kynlífi og undar-
legt ef svo væri ekki. Margir full-
orðnir telja kynlíf unglinga sið-
laust eða a.m.k. afar óæskilegt
og sum trúfólög fordæma kynlíf
utan hjónabands. En myndin
sem kvikmyndir, sjónvarp, aðrir
fjölmiðlar, auglýsingar og ungl-
ingablöðin bregða upp gerir ráð
fyrir að kynlíf unglinga sé í hæsta
máta eðlilegt, ef ekki beinlínis
æskilegt. Mjög oft eru skilaboðin
frá foreldrunum aðeins til að
rugla unglingana. Þeir halda oft
fram siðsemi en líta í reynd mjög
frjálslega á kynlíf innan hjóna-
bands sem utan. Engin furða er
þótt unglingum finnist oft erfitt
að gera upp hug sinn þegar þeim
finnst foreldrarnir ekki vera
komnir að niðurstöðu sjálfir.
Samkvæmt könnun sem ég gerði
um kynfræðslu hjá unglingum
hafa þeir oft mjög mótsagna-
kenndar hugmyndir um kynlíf.
Oft finnur þú fyrir töluverðum
þrýstingi, baeði jákvæðum og
neikvæðum. í fyrsta lagi getur
verið að þú sért ósátt við hegðun
vina þinna og skólafélaga en
dragist engu að síður í sama far-
veg til að vera með hópnum og
halda áliti innan hans. Sumar
stelpur eru forvitnar um kynlíf
og vilja kynnast því betur, en eru
hræddar um að fá á sig óorð.
Verst er þó að mjög lítið tiltækt
er af áreiðanlegum upplýsingum.
Þú getur óvíða leitað hjálpar við
að koma lagi á tilfinningar þínar.
Fæstar unglingsstelpur eiga eldri
vinkonu sem er vingjarnleg og
gefur góð ráð og upplýsingar.
Gott er ef þú tekur þér örlitla
stund til að hugleiða til hvers
kynlíf er. Þetta kann að virðast
einkenniieg spurning og svarið
liggja í augum uppi, en fæst ger-
um við okkur Ijósa grein fyrir
málinu. Ef þú hugleiðir viðhorf
annarra til kynlífs í alvöru hjálpar
það þór ef til vill til að gera þér
þínar eigin tilfinningar Ijósar.
Ef litið er á kynlff í allra
þrengstri mynd er það til að við-
halda tegundinni. Það tryggir að
mannkynið haldi áfram að marg-
faldast. Auk þess vill svo til að
fólki finnst kynlíf ánægjulegt og
það tryggir að fólk heldur áfram
að búa til börn og þar með við-
hald mannkynsins.
Frá fólagslegu sjónarmiði og
fjölskyldusjónarmiði treystir
kynlíf tengsl miili hjóna á einstak-
an hátt, styrkir þau og gerir þau
varanleg. Fjölskyldan verður ein
heild og hjón gleðjast yfir því að
eignast saman börn. Gift fólk lítur
fyrst og fremst á kynlíf sem
ánægjulegan þátt hjónabandsins
sem staðfestir sambandið. Eng-
inn vafi leikur á því að það er ein
öflugasta leiðin sem hjón geta
tjáð tilfinningar sínar með. En
það sem kannski skiptir mestu
máli að í kynlífi er hægt að sína
umhyggju, ást og væntumþykju
á þann hátt sem annars væri
ómögulegt.. .
. . . Foreldrarnir ættu að vera
þeir fyrstu sem þú leitar til þegar
þú ert að reyna að henda reiður
á tilfinningum þínum og hug-
myndum um kynlíf. Hjá mörgum
unglingum er þetta þó nánast
útilokað. Margir segja t.d. „ef ég
nefndi kynlíf heima myndi pabbi
kasta mér á dyr“ eða „ef ég gerði
tilraun til að tala um kynlíf myndu
mamma og pabbi læsa mig inni
og hleypa mér aldrei aftur út“,
eða þá „mamma og pabbi halda
að ég sé engill og ef ég myndi
reyna að tala um kynlíf við þau
Margir unglingar
hika við að ræða
viðkvæm mál
eins og kynlíf við
foreldra sína, en
það erauðveld-
ara efmaður
hugsar sér það
sem æfingu í að
tala um erfið mál
við ókunnuga.
Þaðmuntþú
þurfa að gera oft
á ævinni og er
margt vitlausara
enaðæfasigá
fjölskyldunni...
myndi þeim finnast ég gjörspillt;
mella“.
Ef svona er ástatt heima hjá
þér ættir þú að reyna að finna
fullorðna konu, t.d. ættingja eða
kennara sem þú geturtreyst, eða
vinkonu sem er eldri og sem þú
virðir og getur leitað ráða hjá.
Mestu máli skiptir að þú getir
fengið að tala um kynlíf við ein-
hvern, hver sem fyrir valinu verð-
ur. Nær allir unglingar hafa mikla
löngun til að ræða þessi mál en
engan til að tala við. Mörgum
finnst lausn allra sinna vanda-
mála vera að tala við einhvern
og sannleikurinn er sá að næst-
um alltaf er hjálp í að tala við
einhvem og það leiðir til lausnar
á flestum vanda sem upp kemur.
Ef gott er að tala við foreldra
þína og þú heldur að þið getið
talað saman um ást og kynlíf
skaltu endilega reyna það. Það
borgar sig því þeir hafa mikla
reynslu og þú munt sennilega
komast að raun um að þeir eiga
ýmsar nytsamar ráðleggingar til
að miðla þér, þótt þú takir e.t.v.
ekki mark á þeim öllum. Engum
er eins annt um þig og foreldrum
þínum og þeir gæti komið með
ýmislegt sem hefur ekki einu
sinni hvarflað að þér.
Þú getur líka treyst því að for-
eldrar þínir fari ekki að slúðra um
þig, eins og mögulegt er að sum-
ir vina þinna gætu gert. Þau fara
með allt sem þú segir þeim sem
algert trúnaðarmál. Eitt það mik-
ilvægasta við að tala við foreldra
sína er það að það hjálpar þeim
að treysta þér, minnkar líkurnar
á togstreitu milli ykkar og bætir
sambandið.
Jafnvel þótt þér finnist þú vel
geta komist af ein og án foreldr-
anna leikur enginn vafi á því að
líf þitt og velferð eru tryggari ef
foreldrar þínir styðja við bakið á
þér.
Margir unglingar hika við að
ræða viðkvæm mál eins og kynlíf
við foreldra sína, en það er auð-
veldara ef maður hugsar sér það
sem æfingu í að tala um erfið
mál við ókunnuga. Það munt þú
þurfa að gera oft á ævinni, svo
það er margt vitlausara en að
æfa sig á fjölskyldunni, sem tek-
ur mistökum ekki eins alvarlega
og aðrir og auðveldara er að
treysta aftur sambandið við.
Éitt að lokum. Ef foreldrar þínir
standa með þór verður þú í raun
styrkari og öruggari. Aðrir munu
ekki geta misnotað þig eða farið
illa með þig. Þú finnur fyrir meira
trausti og sjálfsöryggi. Það er
gott að skipuleggja þetta vel.
konur
III
„Mannslíkaminn ar failag og fjölhæf vól og því er
ástæöa tll aö fara val meö hann, gæta þass aö allt sé
í lagi og sinna vlðhaldi hans. Þatta fæst launað
hundraðf alt af maður notar svolítlnn tíma og orku
til að fyrirbyggja að eitthvað farl úrskeiðis og grípur
nógu snamma í taumana af það gerist. Mað þessu
móti geta konur notlð sín tll fulls, þær líta betur út
og þelm líður betur.“ Á þessa leið kemst Mlrlam
Stoppard, höfundur bókarinnar Stórl kvennafræðar-
inn, að orði, en bókaforlagið Iðunn gefur þessa bók
út nú fyrir jólin, í þýðingu Nönnu Rögnvaldsdóttur.
Er um að ræða einar432 blaðsíður af efni um konur
fyrir konur og hafa ýmsir kaflar bókarinnar verið
staðfærðir og lagaðir að íslenskum aðstæðum. Bók-
Inni er sklpt í 9 aðalkafla sem svo skiptast aftur í
allt að 15 undirkafla hver. Aðalkaflarnir bera yfir-
skriftirnar hellbrlgði og hreystl, dagleg líkamshirða,
kyneðli og kynlíf, frjósemisskeiðið, sérstök vanda-
mál kvenna, sálrænir erfiðleikar kvenna, sórmeð-
ferð, lífshættlr og að halda sór unglegrl. Sem dæml
um undirkafla má nefna að í kaflanum um sálræna
erfiðleika kvenna má finna undirtltla á borð við
streitu, kvíða, þunglyndl, fælnl, lýti, áfenglssýki,
nauðgun og ofbeldi á heimlllnu og fleira.
Reyndar er Stórl kvennaf ræðarinn ekki elna bók-
inn é markaðnum eftlr Stoppard, sem er breskur
læknir og hefur um árabll sáð um f ræðsluþætti þar
í sjónvarpl, skrifað grelnar f tímarlt og bækur, s.s.
foreldrahandbóklna sem kom hór út árið 1984.
Stelpnafræðarinn nefnist bók eftir hana sem kom út
í fyrra hjó Iðunni og er endurútgef In nú fyrir jólin, _
en þar er á ferðlnnl bók með lelðbelnlngum og upplýs-
Ingum ætluðum stúlkum sem eru í þann mund að
breytast í ungar konur. Sú bók er 162 blaðsíður að
stærð og fjaliar m.a. um þær breytingar sem verða
á Ifkamanum, lífl og tllflnnlngum stúlkna á kyn-
þroskaskelðlnu, ráðleggingar um líkamsrækt, mat-
aræði, útlitið, sambandið vlð fálagana og ekki síst
foreldrana, kynlff og getnaðarvarnlr, ráðleggingar
varðandl skólastarf og ýms vandamál sem þar kunna
að koma upp, sem og Innan helmillslns. Vlð birtum
hár úrdrættl úr þessum tveimur bókum eftlr Mlriam
Stoppard.
VE