Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAÖUR 6. JANÚAR 1989 i i l 1 \ 2 Framúrstefna í húsgagnahönnun \v': W'3:£-'í:Ík Það var álitamál hvort væri nýstárlegra, klæðnaður þeirra sem sóttu „Objekt & De- sign“ sýninguna sem haldin var hér í Munc- hen í nóvember, eða húsbúnaðurinn sem þar var kynntur, en hann var frá framúr- stefnuhönnuðum úr öllum áttum og í hæsta máta frumlegur. Fyrsta Objekt & Design húsmunasýningin var haldin í Munchen sl. vor og fékk svo góðan hljómgrunn meðal hönnuða og sýn- ingargesta að ráðist var í næstu sýningu þegar í no\T ember, enda þótt að undirbúningstíminn væri naum- ur. Um 50 hönnuðir, innlendir sem erlendir, kynntu húsgögn og húsbúnað sinn á sýningunni nú sem bar yfirskriftina „Avantgarde". Húsbúnaðurinn á sýningunni var misjáfnlega framúr- stefnulegur, margt býsna snoturt en annað út í hött að mínum dómi, eins og t.d. hinn sérdeilis skrýtni hægindastóll sem gefur að Títa hér á síðunni. Gott og vel þó að hann sé nokkuð öðruvísi en flestir eiga að venjast, settur saman úr gömlum gormum og rör- um og í þokkabót frekar óþægilegur. Það ótrúlega er þó að herlegheitin kosta litlar 130 þúsund íslen- skar krónur! Téxti: Bergljót Friðriksdóttir Munchen Athyglisvert samansafn af borðum frá franska hönn- uðinum Christ- ophe Masson. Loftljós með áföstum skrautfuglsfjöðrum (gervi að sjálfsögðu). Hönnuður er Þjóð- verjinn Michael Schubert. „Hœgindastóllinn“ frumlegi sem um er fjallað hér á -síðunni. Hönnuður er Frin Koelling frá Þýskalandi. Bókahilla úr viði frá Þjóðverjunum Dieter Brell og Leif Trenkler. ■ r—- --i -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.