Morgunblaðið - 07.01.1989, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989
Fjöldi listamanna frá öllum
Norðurlöndum sýnir verk á
norrænum veflistarþríæringi
■ SKÚLPTUR 81x179x70 sm.
Eftir Seppo Manninen frá Finn-
landi.
■ SAMAN 240x180 sm. Eftir
Ragnhild Monsen frá Noregi.
á Kjarvalsstöðum
immti norræni veflistarþríæring-
urinn opnar á Kjarvalsstöðum
næstkomandi laugardag-, þann 6.
janúar. Þetta er yíírgripsmikil sýn-
ingþví 64 listamenn frá öllum
Norðurlöndunum sýna 81 verk og
eru báðir salir Kjarvalsstaða, gang-
ar og forsalir lagðir undir. Hönnuður sýningar-
innar er fínnski arkitektinn Hannele Grönlund.
Af Islands hálfu eiga textíllistamennirnir Guðrún
Gunnarsdóttir, Anna Þóra Karlsdóttir, Guðrún
Marínósdóttir og Ina Salóme verk á sýningunni
að þessu sinni. Að loknum sýningartíma á Kjar-
valsstöðum þann 22. janúar opnar þríæringurinn
í Þórshöfíi í Færeyjum, síðan í Oðinsvéum í Dan-
mörku, þar næst í Osló, svo í Stokkhólmi og
Gautaborg í Svíþjóð og norræna veflistarþríær-
ingnum 1989 lýkur svo í Helsinki í Finnlandi í
byrjun janúar 1990.
Gunnar Kvaran listráðunautur á
Kjarvalsstöðum sagði að þríæringn-
um væri ætlað að gefa yfirlit um
það helsta sem væri að gerast í
norrænni textíllist þessi misserin.
„Þríæringurinn á að sýna hvernig
textíllistin hefur breyst og hvernig
listamennimir hafa tileinkað sér ný
efni og nýja tækni. Að öðru leyti
er ekki hægt að tala um „sér-
norræna" textíllist, því listamenn-
imir em fijálsir og óbundnir og
leita víða fanga eftir efnum að vinna
dír og hugmyndum að vinna með.
Þá em tengsl við málverk og skúlpt-
úr augljós í verkum margra lista-
mannanna á sýningunni," sagði
Gunnar Kvaran listráðunautur
Reykj avíkurborgar.
Listamiðstöðin í Sveaborg
Norræni veflistarþríæringurinn
hefur verið haldinn reglulega síðan
1974 og er umsjón og framkvæmd
þríæringsins nú í fyrsta sinn í hönd-
um safnstjómar norrænu listamið-
stöðvarinnar í Sveaborg í Finn-
landi. Auk fulltrúa listamiðstöðvar-
innar var dómnefnd sú sem valdi
verk á sýninguna skipuð einum
listamanni frá hverju Norðurland-
anna. Fulltrúi íslands í dómnefnd
að þessu sinni var Ragna Róberts-
dóttir. Þá vom í dómnefnd fulltrúi
Kulturhuset í Stokkhólmi og ritari
þríæringsins.
Alls bámst um 600 verk til dóm-
nefndar þríæringsins og vom valin
úr þeim mikla fjölda 81 verk til
sýningar. Þetta fyrirkomulag við
framkvæmd þríæringsins er nýjung
því til þessa hefur þríæringurinn
verið alfarið í höndum listamann-
anna sjálfra; þeir hafa skipað dóm-
nefnd úr sínum röðum og vinnuhóp-
ar í hverju landi séð um framkvæmd
og uppsetningu sýningarinnar og
notið fjárhagslegs stuðnings Nor-
ræna menningarsjóðsins og ann-
arra opinberra aðila. Að sögn þeirra
þriggja viðmælenda Morgunblaðs-
ins sem rætt var við á Kjarvalsstöð-
um fyrr í vikunni, Önnu Þóm Karls-
dóttur, Guðrúnar Gunnarsdóttur og
Hannele Grönlund, stafar þessi
skipulagsbreyting á þríæringnum
af því að hann er nú styrktur beint
af fastri ijárhagsáætlun Norræna
menningarsjóðsins. Við þessa
breytingu hefur öll umsjón og
skipulag þríæringsins færst yfir á
HfitBi tí ranoveid wrí-i(i«iiijw.
Morgunblaðið/Sverrir
■ Textíllistamennirnir Guðrún
Gunnarsdóttir og Anna Þóra
Karlsdóttir ásamt Hannele Grön-
lund við eitt verkanna á sýning-
unni ÞRJÁR SÚLUR eftir norsku
listakonuna Gertrud Hals.
Norrænu listamiðstöðina í Svea-
borg. „Úr því að Norræni menning-
arsjóðurinn fjármagnar þríæringinn
er eðlilegt að sjóðstjórnin vilji að
umsjónin færist í hendur einhvers
samnorræns aðila,“ sagði Anna
Þóra Karlsdóttir. Hún bætti því við
að annars sé sýningin með svipuð-
um hætti og tíðkast hafi til þessa.
„Nýju stjórnendumir ákváðu að
gera ekki of miklar breytingar að
þessu sinni heldur nota tækifærið
og læra af þessu og koma síðan
með breytingar seinna ef þörf verð-
ur talin á því,“ sagði Anna Þóra.
Finnskur arkitekt
hannar sýninguna
Hannele Grönlund er finnskur