Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 8
8 B
' MOR'GUNBLAÐIÐ’ LÁUGÁRDÁGÚR 1 JaNUÁR' 1§8§
Hnákméíí uppnámi
Fyrri grein
Eftir Matthías ViÖar
Sœmundsson
Arið 1924 var Fritz Haarman,
kynferðislegnr öfuguggi,
fjöldamorðingi og mannæta léiddur
fyrir rétt í Hannover. Haarman var
gefíð að sök að hafa dregið á tálar
umkomulausa drengi á jámbrautar-
stöðinni í Hannover og farið með
þá heim til sín en hann bjó fyrir
ofan matvöruverslun í gamla borgar-
hlutanum. Eftir að hafa svalað fysn-
um sínum myrti Haarman piltana
með því að halda þeim föstum með
aðstoð yngismannsins Hans Grans
og bíta þá á barkann. Var hann af
þeim sökum kallaður „Hannover-
blóðsugan" í blöðum. Talið er að
Haarman hafi framið um 50 morð
á fimm árum. Hann var mannæta
eins og fyrr getur og sauð kjöt fóm-
arlamba sinna eftir að hafa úrbeinað
það. Át hann sumt en seldi hitt í
versluninni fyrir neðan sem hafði
dag hvem úrvals nautahakk á boð-
stólum. Haarman var afhöfðaður
með sverði í apríl 1925.
Öld áður, árið 1829, losaði sam-
félagið sig við annan stórmorðingja
með öllu rosalegri hætti. Það var
Burke sem ásamt Hare er talinn
hafa myrt sextán manns í Edinborg
í Skotlandi. Refsing Burkes var eftir-
farandi: Hann var kæfður líkt og
fómarlömb hans, síðan var skinnið
flegpð utan af líkamanum og sútað,
en búkurinn saltaður ofan í tunnu,
síðar var hann kmfinn opinberlega
og beinagrindinni komið fyrir ti)
sýnis í Háskólasafni. Skinnið var
hins vegar selt heldri mönnum í
borginni og notað í tóbakspunga.
Aðfarir af þessu tagi vom ekki
nýjar af nálinni og þóttu í sjálfu sér
lítið fréttaefni. Þær tengdust réttar-
vitund sem ennþá setur mark sitt á
viðhorf fólks þótt henni sé í orði
kveðnu hafnað. Réttarvitund sem
best verður lýst með dæmi um af-
töku í París á 18du öld:
„Böðullinn notaði barefli úr jámi
líkt þeim sem notuð vom í slátur-
húsum. Hann sló því af alefli í enni
vesalingsins sem hlunkaðist dauður
niður. Síðan kom mortis exactor og
. skar fómarlambið á háls með sveðju.
Gaus blóðið þá um hann allan og
þótti það hiyllileg sjón. Síðan skar
hann á fótsinar líksins, opnaði þá
magann, og dró út hjartað, lifrina,
miltað og lungun sem fest vom á
jámkrók, og sneidd niður í hluta sem
festir vom á aðra jámkróka líkt og
gert var við slátrun dýra.“ (Michel
Foucault)
Aftökur em ekki lengur opinberar
helgiathafnir þar sem samfélagið
færir sjálfu sér fóm. Nú á dögum
er öðmm aðferðum beitt enda virð-
ast viðhorf manna til líkamans hafa
breyst og hann orðið sálrænni en
áður ef svo má að orði komast. í
samfélagi okkar er hugurinn kallað-
ur til ábyrgðar en ekki líkaminn.
Okkur óar við grimmd forfeðranna
af því að hún sýnist með öllu skyn-
laus og ómennsk. Hún brýtur gegn
hugmyndum okkar um mannhelgi
er við tengjum í senn líkama og
sál. Hugmyndum sem okkur hafa
verið innrættar um tveggja alda
skeið. Engu að síður er Burke tekinn
af lífi kvöld hvert nú á tímum þótt
með öðmm hætti sé en árið 1829.
Þörfin, ógnin og nautnin hafa ekki
horfíð heldur flust til eða öðlast
nýjan búning. Núna fer athöfnin
ekki fram á borgartorgi eða í fang-
'élsisgarði heldur á þúsund heimilum
til sjávar og sveita frammi fyrir
skínandi skjá eða gulum bókarblöð-
um. Þar blöndumst við múgnum
fyrir neðan aftökupalla Parísarborg-
ar og gleymum lærdómi tveggja
alda. Valinkunnar sómakonur verða
að blóðþyrstum böðlum með morð í
augum og upp rís þeirra sál í magn-
þmngnu ákalli: Drepið’ann, drepið-
’ann, helvítið atarna! Er þá ekki
spurt um mannhelgi eða málsbætur
né heldur mögulegt ósakhæfi. Og
vondur verður dauðinn að vera. Ein-
ungis hroðalegt helstríð getur full-
nægt kvalalosta þessara sóma-
kvenna áður en þær syngja bömin
sín í svefn.
Ótti og útrás
Hrollvekjulist nútímans veitir
úrlausn af framangreindu tagj. Hún
er veruleiki í böndum. Í henni fáum
við útrás fyrir ótta okkar við eigin
hvatir, merkingarleysi og vondan
dauða. Um leið minnir hrollvekjan
á hvað við erum í raun með því að
draga fram veruleika sem í senn
er kynferðislegur og dulvitaður, sið-
laus og kennimarkalaus. Veruleika
sem er falinn eða bannfærður í
menningu okkar og fæstir vilja vita
af, þótt hann móti að miklu leyti
sjálfsímynd þeirra og hugsun um
heiminn.
Hrollvekjan veitir nauðsynlega
útrás að margra dómi. „Öskraðu
hærra, lifðu lengur!” kallast grein
eftir virtan fræðimann um ofbeldi
á hvíta tjaldinu. William Castle
gerði eitt sinn kvikmynd er hann
kallaði The Tingler (Stinginn) með
Vincent Price í aðalhlutverki. Efnis-
þráðurinn er í stuttu máli þessi: 1
upphafi myndar birtist Castle sjálf-
ur á tjaldinu og segir áhorfendum
að þeir verði að öskra af öllum lífs
og sálar kröftum þegar hryllingur-
inn nái hámarki. Að öðrum kosti
magnist spenna innra með þeim og
geri þá vitskerta. Síðan er sýnd
mynd þar sem Vincent Price leikur
vísindamann sem er sannfærður um
að heft eða bæld hræðsla valdi því
að örvera sem hann kallar „sting“
þrengi að taugum neðst í mæn-
unni. Slíkt leiði í fyrstu til líkamlegs
áfalls en síðan sársaukafulls dauð-
daga. Eina leiðin til að halda
„stingnum" { skefjum sé að öskra
eins og skelfdur api. Price sannar
síðan mál sitt með sögu. Dag nokk-
um uppgötvar daufdumb kona að
blóð streymir úr krönum í bað-
herbergi hennar. Sér hún hönd
teygjast upp úr baðkerinu og rekst
loks á eigið dánarvottorð í bað-
herbergisskápnum. Er henni þá nóg
boðið sem vonlegt er, fellur á gólfið
og deyr með harmkvælum því ekki
getur hún öskrað. Seinna er fram-
kvæmdur líkskurður og bregður þá
svo við að „stingurinn" sleppur úr
höndum líkskerans. Hann sleppur
raunar úr myndinni sjálfri og fleyg-
ist með ógnarhraða út í sal til áhorf-
enda. Á sama augnabliki byrja áður
tengdir stólar í salnum að nötra og
skjálfa. Hrollvekjan breytist úr list
í raunveruleika. Mænustingurinn
leikur lausum hala í bókstaflegum
skilningi og áhorfendum er nauðug-
ur einn kostur að öskra og öskra.
Það eitt heldur stingnum í skcfyum.
William Castle vissi gjörla hver
gangvirki hrollvekjunnar eru. Að
hún byggist í senn á sérstöku mynd-
máli og taugakerfi áhorfenda.
Myndin bregst öllum væntingum:
Hvað er leikstjórinn að gera í mynd-
inni? Hvers vegna flæðir blóð úr
krönum? Hvemig getur myndin
brotist út úr tjaldinu og niður til
okkar? Áhorfendur hafa hins vegar
engan tíma til að íhuga slík túlkun-
arvandamál í hita leiksins. Hið eina
sem þeir geta er að hrökkva í kút
og öskra. Þeir hafa sogast inn í
rökleysu þar sém vitið má sín einsk-
is.
Bannfærð þjáning-
Hrollvekjan hefur öðlast sívax-
andi vinsældir á seinni ámm jafn-
framt því sem fólska af ýmsu tagi
hefur aukist að mun í lýsingum
bókmennta og kvikmynda. Ég hygg
að orsakirnar séu að hluta félags-
legar. Ofbeldi virðist skipa æ stærra
rúm í vitund okkar um heiminn
enda eru ódæðisverk daglegt brauð
— stríð, pyndingar, sifjaspell,
nauðganir o.s.frv. Sagan er þó ekki
öll þar með sögð. I daglegu lífi
höldum við yfirleitt sársauka og
dauða í ákveðinni fjarlægð. Við vit-
um hvað er að gerast en forðumst
að láta það hafa áhrif á tilfinninga-
líf okkar. Þannig fylgjumst við með
fjöldamorði í sjónvarpi á næsta
kaldrifjaðan hátt eða þá það gleym-
ist á örskömmum tíma. Það vekur
óhugnað en er samt undarlega fjar-
lægt. Þjáningin kemur okkur ekki
við. Dauðinn kemur okkur ekki við.
Ástæðan er m.a. fólgin í því að
samfélag okkar hefur myndað
ákveðið vamarkerfi gegn þessum
fyrirbærum lífsins. Kerfi sem ekki
var til fyrir svo sem einni öld. Þá
máttu börn þola líkamlegar mis-
þyrmingar án þess að skorist væri
í leikinn. Þau sáu jafnaldra sína
kafna úr barnaveiki unnvörpum
saman eða veslast upp úr öðmm
sjúkdómum. Þau sáu mæður sínar
fæða böm í næsta rúmi og í öðru
sáu þau gamalmenni geispa gol-
unni. Þau sáu lömbin aflífuð og
hestana gelta. Töluðu við geðsjúkl-
inga og krabbameinssjúkt fólk. Þau
gengust undir læknisaðgerðir án
deyfingar og máttu jafnvel þola
hungur. Þessi börn vissu ekki að-
eins um sannleikann líkt og yngri
kynslóðir nú á dögum. Þau upplifðu
á líkamlegan hátt sársauka, ofbeldi
og dauða — tilurð og sundrun lífs.
Nú á dögum er fólk að vissu leyti
ofvemdað. Hið óhugnanlega er
geymt á stofnunum þar sem það
er ekki í augsýn. Margir upplifa
aldrei fæðingu eða andlát nema á
sjálfum sér. Það hafa verið búin til
einskonar bannsvæði þar sem
óhreinu börnin hennar Evu em
geymd: vanskaplingar, geðsjúkir —
þeir sem ijúfa form mennskunnar
með einhveijum hætti. Form sem
meðal annars er byggt á hugmynd-
um um æskilegt útlit mannslíkam-
ans. Okkur finnast þessar hug-
myndir vera sjálfsagðar og jafnvel
algildar en raunin er þó sú að þær
tengjast hugsunarhætti sem á sér
menningarlegar og sögulegar for-
sendur. Hann býr eins og sjálfgef-
inn sannleikur að baki dómum okk-
ar og stýrir þeim þótt við höldum
að þeir séu okkar eigin. Nærtækt
dæmi er afstaða íslendinga sem og
annarra Vesturlandabúa til fitu.
Áður fyrr var þétt og svellandi hold
mælikvarði á mannlega fegurð. Nú
á dögum þykir flæðandi spik frekar
til lýta í flestum tilvikum.
Við byrgjum þjáninguna inni á
hælum eða stofnunum. Rekum
hana úr augsýn okkar og gefum á
þann hátt til kynna að hún sé af-
brigðileg og viðbjóðsleg. Hið sama
gildir raunar um tilfinningar al-
mennt. Margir kunna til dæmis
hvorki að veita gleði sinni né reiði
útrás í líkamlegri athöfn. Sársauki,
ofbeldi og dauði eru vanheilög
þrenning sem halda verður í skefj-
um hvað sem það kostar. Slík bæl-
ing kallar óhjákvæmilega á and-
hverfu sína. Við hrífumst af því sem
afneitað er með ómótstæðilegum
hætti. í ljósi þess er útbreiðsla of-
beldiskvikmynda á seinni árum
skiljanleg. Einnig það að hrollvekjur
hafa orðið sífellt líkamlegri eða
sóðalegri (svo ég noti gildishlaðið
orð): hausar klofna, splundrast og
fljúga í allar áttir, afhöggnir fingur
slíta í sundur hálsa o.s.frv. Þessi
verk sýna að ákveðin þróun hefur
átt sér stað í tilfinninganæmi Vest-
urlandabúa. Þeir tengja nú hið
hryllilega við árás á holdið öðru
fremur andstætt því sem áður var.
Þá voru erótíkin og hið yfirnátt-
úrulega framar öðru aflvakar
hrolls og ógnar.
Gamla samfélagið leyfði sorgar-
viðbrögð, reiði og líkamlegt ofbeldi
innan vissra marka en lagði afar
sterkar hömlur á kynlífið. Kyn-
hvötinni var nánast skipað í and-
stætt skaut við menningu og skipu-
lag. Nú er öldin önnur. Óhugnaður
okkar tengist öðru fremur holdi sem
svipt hefur verið merkingu. Okkur
hryllir við eigin efnisleika, saur og
vökva, því sem eyðir útlínum líkam-
ans og bræðir hann saman við ann-
að. Við óttumst hold sem er siðvana
og meðvitundarlaust kerfi atóma
er helst líkist iðandi maðkaveitu.
Vísindin hafa magnað þennan hroll
þótt við leiðum þau að mestu hjá
okkur. Enn höldum við í hugmynd-
ina gömlu um heildstæðan líkama
þar sem hreyfing og stöðugleiki
haldast í jafnvægi. Allt sem ógnar
henni vekur andstyggð, viðbjóð,
annarleika. Slíkar kenndir kristall-
ast í afstöðu okkar til hins dauða
líkama sem í senn er síkvikur og
óhræranlegur. Hann er nú á dögum
eitt helst forboð (tabú) vestræns
þjóðfélags. Eru hrollvekjur seinni
ára til marks um það. I þeim hafa
líkamningar og sombíur rutt sér
mjög til rúms á kostnað blóðsugna
og venjulegra drauga sem þykja
heldur gamaldags. Ástæðan er m.a.
fólgin í þeirri firringu sem getið var
um áðan.