Morgunblaðið - 24.01.1989, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989
B 3
BADMINTON / EVROPUKEPPNI B-ÞJOÐA
KNATTSPYRNA
„Ásgeir er hættuleg-
asta vopn Stuttgart"
segirJosef Stabel, þjálfari Kaiserslautern
JOSEF Stabel, hinn ákveðni þjálf-
ari Kaiserslautern, telur Ásgeir
Sigurvinsson, fyrírllða Stuttgart,
einn af hœttulegustu leikmönnun-
um íVestur-Þýskalandi.
Asgeir er hættulegasta vopn
Stuttgart. Tii að stöðva Stuttg-
art-iiðið verða mótheijamir að stöðva
Ásgeir með öllum ráðum. Þegar Kais-
erslautem lék gegn
Stuttgart sagði ég
mínum mönnum að
ra allt til að klippa
ir út úr leik
Broddl Krlstjánsson var óstöðvandi í einliðaleik karla á Gvrópumóti b-þjóða í badminton,
sem lauk um helgina.
„Viðerumaðná
upp meiri breidd"
- sagði Broddi Kristjánsson, sem var óstöðvandi
í einliðaleik karla. ísland hafnaði í 5. sæti
„MÓTIÐ var gífurlega spennandi.
Flestir leikirnir voru jafnir og tvísýnir
og þess vegna hefðum við getað
spilað um verðlaunasœti, en óverð-
skuldað tap gegn Finnum í fyrsta
leik gerði þann draum að engu,“
sagði Broddi Kristjánsson f samtali
við MorgunblaðitJeftir að Evrópu-
keppni b-þjóða í badminton lauk f
Budapest í Ungverjalandi um helg-
ina.
Eftir 4:3 tap gegn Finnum sigraði
íslenska liðið í fimm leikjum í röð og
hafnaði í fimmta sæti af 15 liðum. Fyrir-
fram var gert ráð fyrir að Pólland, Wales,
Belgía og írland væru með sterkustu liðin
og var þeim raðað í riðlana. ísland var í
riðli með Belgíu. Finnlandi og Ítalíu; vann
Belgíu 5:2 og Ítalíu 7:0. Pólland sigraði
í keppninni, Finnland hafnaði í 2. sæti,
írland í þriðja og Wales í fjórða. í keppni
um 5.-8. sætið keppti íslenska liðið við
Norðmenn, Austurríkismenn og Ungveija
og sigraði í öllum leikjunum 4:3.
Gegn Norðmönnum sigraði Broddi í
einliðaleik karla, Þórdís Edwald og Guð-
rún Júlíusdóttir í einliðaleik kvenna og
Þórdís og Guðrún í tvíliðaleik kvenna.
Gegn Austurríki sigruðu Broddi og
Þórdís í einliðaleiknum, og Broddi og
Þorsteinn Hængsson annars vegar og
Þórdís og Guðrún hins vegar í tvíliðaleik.
Síðast var keppt gegn Ungveijum. Þá
sigruðu Broddi og Þorsteinn í einliðaleik,
Broddi og Armann Þorvaldsson í tvíliða-
leik og Þorsteinn og Guðrún í tvenndar-
leik.
Broddi Kristjánsson var óstöðvandi í
einliðaleik karla og Þórdís Eðwald tapaði
aðeins einum leik í einliðaleik kvenna —
gegn Ungveijum. „Þetta er besti árangur
hingað til, en í Belfast fyrir tveimur árum
höfnuðum við í sjöunda sæti. Við erum
að ná upp meiri breidd, sem skilar sér í
keppni," sagði Broddi.
Inga Kjartansdóttir sleit liðbönd í ein-
liðaleik kvenna gegn Austurríki og hélt
heimleiðis í gær, en hópurinn kemur ann-
ars heim á morgun. Hrólfur Jónsson
dæmdi á mótinu og stóð sig vel, en þetta
var í fyrsta sinn, sem íslandi var boðið
að senda dómara á Evrópumótið.
Þórdís Edvalds stóð sig vel í Búdapest.
KNATTSPYRNA
Barcelona borgaði
metupphæð fyrir
Ronald Koeman
Hollenski landsliðsmaðurinn Ronald Koeman skrifaði
undir fjögurra ára samning við Barcelona á sunnu-
daginn. Koeman er þar með orðinn dýrasti knattspymu-
maður heims, en Barcelona borgar Eindhoven 500 millj.
ís. kr. fyrir þennan 25 ára vamarleikmann. Koeman, sem
gengur til liðs við Barcelona í júlí, fær 50 millj. kr. í sinn
vasa.
Þeir leikmenn sem hafa verið keyptir fyrir himinháar
upphæðir, eru Ruud Gullit og Diege Maradona. AC Mflanó
keypti Gullit frá Eindhoven á 425 millj. kr. í fyrra og
Napólí keypti Maradona frá Barcelona á 375 millj. kr.
1984.
„Það verður örugglega skemmtilegt að leika fyrir
Barcelona, sem er eitt ríkasta félag heims," sagði Koe-
man.
Stuttgart-iiðsins — gefa honum aldrei
tækifæri til að ógna vöm okkar með
hinum hættulegu langsendingum
sínum," sagði Stabel, sem vildi þakka
þessu hemaðarbragði sínu að Kaisers-
lautem náði að leggja Stuttgart að
velli, 6:1.
Stabel sagði að Ásgeir væri sérfræð-
ingur í að sundra vömum andstæðing-
anna með nákvæmum, löngum spym-
um. Þá sagði hann að Júgóslavinn
Srecko Katanec væri mjög hættulegur
við hliðina á Ásgeiri.
KNATTSPYRNA
Léttæfing
hjá Amóri
og félögum
Þessi leikur var létt æfíng hjá
okkur. Við unnum fyrri leikinn
stórt, 8:0, þannig að leikmenn vom
áhugalausir," sagði Amór
Guðjohnsen, eftir að
Anderlecht varð að
sætta sig við jafn-
tefli, 1:1, gegn 3.
deildarliðinu
Hamme í 16-liða úrslitin belgísku
bikarkeppninnar.
Bosmann skoraði §ögur mörk -
þar af þijú úr vítaspymum, þegar
Mecelen vann Boom, 6:0. Óvænt-
ustu úrslitun urðu að 3. deildarliðið
Rijkevarsel gerði jafntefli, 0:0, við
Antverpen og komst áfram þar sem
liðið gerði jafntefli, 1:1, í Antverpen
á dögunum.
Þau félög sem leika í 8-liða úrslit-
unum em: Anderlecht, Mecelen,
Zarte Leeuw, Standard Liege, FC
Liege, FC Briigge, Lokeren og
Westerlo.
HANDKNATTLEIKUR / BALTIC CUP
Sovétmenn lögðu V-Þjóðverja
„VIÐ höf um ekki leikið gegn
svona sterku liði að undan-
förnu - ekki einu sinni á
Ólympíuleikunum í Seoul. V-
Þjóðverjar eru með skemmti-
legt llð,“ sagði Anatoli
Euvtuchenko, þjálfari iands-
liðs Sovótmanna, eftir að það
hafði unnið V-Þjóðverja,
21:16,í úrslitaleik Baltic Cup
íDortmund.
V-Þjóðveijar byijuðu leikinn
betur og sýndu mjög góðan
leik í fyrri hálfleik. Þegar flautað
FráJóni
Halldóri
Garðarssynií
V-Þýskalandi
var til leikshlé vom þeir yfir, 11:8.
Þeir höfðu frum-
kvæðið í byijun
seinni hálfleiksins,
en þegar staðan
var, 13:12, fyrir
þá, datt botninn úr leik þeirra.
Sovétmenn gengu á lagið og kaf-
sigldu V-Þjóðveija. Viascheslav
Atawin fór á kostum og skoraði
tíu mörk.
Petre Ivanescu, þjálfari V-
Þjóðveija, var ánægður með leik
sinna mann á mótinu, þrátt fyrir
að þeir hefðu klúðrað niður leikn-
um gegn Sovétmönnum. „Þetta
er allt að koma hjá okkur. þess
má geta að við komum beint I
mótið eftir miklar og erfíðar æf-
ingar," sagði Ivanescu.
Jochen Fraatz, Essen, sem er
veikur og Andreas Thiel, mark-
vörður Gummarsbach, sem er
meiddur á hné, léku ekki með
V-Þjóðveijum í mótinu. Mesti
höfðuverkur v-þýska liðsins er lftil
ógnun sem er vinstra megin fyrir
utan. Stephen Schöne er veikur
og Riidiger Neitzel, Gummers-
bach, hefur ekki náð sér á strik.
Þeir leikmenn sem komu best
frá mótinu voru Stefan Hecker,
markvörður hjá Essen, línumaður-
inn Christian Fitzek, Gummers-
bach og hægri homamaðurinn
Peter Quarti, Essen.
A-Þjóðveijar urðu í þriðja sæti.
Þeir unnu Pólveija, 30:22. B-lið
V-Þýskalands varð í fímmta sæti
eftir sigur á Tékkum, 21:19. Ung-
veijar urðu í sjöunda sæti. Þeir
unnu Finna, 29:20.
FráBjama
Markússyni
i Belgiu
$fúm
FOLK
■ BRASILÍUMAÐURINN
Romario skoraði mark eftir aðeins
38 sek. þegar Eindhoven vann
MW, 3:1, í hollensku 1. deildar-
keppninni og hann bætti síðan öðru
marki við.
■ VESTMANNAE YINGAR
fara í æfingabúðir til Stuttgart um
páskana. Þeir koma til með að leika
þar nokkra leiki. Stjaman fer einn-
ig í æfingabúðir til Stuttgart.
I FREYR Sverrisson hefur
ákveðið að leika með KeÐavík í
sumar, eftir að hafa leikið með
Grindavik sl. keppnistímabil.
■ SÆVAR Bjamason, mark-
vörður, hefur gengið til liðs við KR,
eftir að hafa verið í herbúðum FH
í fyrra.
MBERND Schuster, leikmaðurinn
kunni hjá Real Madrid, er greini-
lega ákveðinn að snúa aftur heim
til V-Þýskalands, eftir að samn-
ingur hans við Real
Madrid rennur út
1991. Schuster hef-
ur fest kaup á stór-
um bóndabæ fyrir
- heimaborg sína.
Schuster segir að hann sé ákveðinn
að setjast þar að. „í Köln era flest-
ir bestu vinir mínir. Þetta segir þó
ekki að ég ætli að leika með mínu
gamla félagi, Köln, þegar ég kem
aftur heim. Eg hef ákveðið að leika
aldrei framar í Bundesligunni,"
sagði Schuster.
FráJóni
Halldóri
Garöarssyni
iV-Þýskalandi
utan Köln