Morgunblaðið - 24.01.1989, Side 8

Morgunblaðið - 24.01.1989, Side 8
SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM KARLA Girardelli fyrstur til að vinna bran tvisvar í röð í Lauberhom-brautinni Hefur nú 75 stiga forskot á Pirmin Zurbriggen M ARC Girardelli, sem keppir fyrir Luxemborg og er fœddur í Austurríki en er af ítölskum œttum og býr nú í Svíss, hefur heldur betur slegið í gegn f heimsbikarnum. Hann sigraði í bruni á föstudag og laugardag í Wengen f Sviss og varö fjórði f svigi á sunnudag og vann tvíkeppnina og hlaut samtals 82 stig. Hann hefur nú hlotlð samtals 306 stig f keppninni saman- lagt. Helsti keppinautur hans, Pirmin Ziirbriggen, er með 231 stig og ítalinn Alberto Tomba er í þriðja sseti með 133 stig. Girardelli varð fyrstur til að sigra tvo keppnisdaga í röð í hinni erfíðu Lauberhom-brun- braut í Wengen. Hann var hálfri sekúndu á undan Markus Was- meier frá Vestur-Þýskalandi á föstudag. Luxemborgarinn var tæpri sekúndu á undan Pirmin Ziirbriggen, sem varð annar, á laugardaginn. Daniel Mahrer, Sviss, varð þriðji báða dagana. Á sunnudag var keppt í svigi og þar hafnaði Girardeili ( fjórða sæti og tryggði sér þar með sigur- inn í tvíkeppninni. Rudolf Ni- erlich, Austurríki, varð hins vegar sigurvegari í sviginu og var 2/100 hlutum úr sekúndu á undan Al- berto Tomba frá Ítalíu, sem varð annar. Hubert Strolz frá Aust- urríki varð þriðji. Góðurárangur Eftir þann góða árangur sem Girardelli hefur náð í heimsbik- amum að undanfömu er ekki úr vegi að glugga í metabækur heimsbikarkeppninnar. Þá kemur í ljós að Girardelli er fyrstur allra til að vinna tvö brunmót í röð í Wengen og í bæði skiptin setti hann nýtt brautarmet. Hann er fyrstur til að vinna þijár mismun- andi greinar á sama tímabili: svig, bmn og stórsvig, slðan Jean- Claude Killy gerði það 1968. Hann er næstur á eftir Ziirbriggen til að vinna allar fjórar greinamar í heimsbikarkeppninni: svig, stórs- vig, risastórsvig og bmn. Hann er einn af níu sem unnið hafa tvö bmnmót í röð og þannig mætti lengi telja. Þetta vom sfðustu heimsbikar- mótin fyrir heimsmeistarakeppn- ina í alpagreinum sem hefst í Vail í Colorado í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Þar verða m.a. tveir íslendingar á meðal kepp- enda, þau Guðrún H. Kristjáns- dóttir og Ömólfur Vaidimarsson. Rauter Úrslit/B6 Mare Qlrardalll frá Luxemborg jók enn frekar forskot sitt í heimsbikar- keppninni um helgina. Hér er hann í brunbrautinni fWengen á laugardaginn. HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM KVENNA Reuter Svlssneska skfðadrottnlngln Vreni Schneider hefur nú þegar jafnað met Moser-Pröll og á góða möguleika á að gera enn betur. Hér er hún í stór- svigskeppninni á laugardaginn. Schneider jafnaði 15ára gamalt met Moser-Pröll - með því að vinna 11. heimsbikarmótið Vreni Schneider jafnaði 15 ára gamalt met austurrísku skfða- drottningarinnar, Annemarie Mos- er-Pröll, er hún sigraði í stórsvigi í Tignes í Frakklandi á laugardag. Þetta var ellefti sigur hennar á keppnistímabilinu. Schneider hafði þriðja besta brautartímann eftir fyrri umferð, en eins og svo oft áður í vetur sýndi hún yfírburði sína í síðari umferð- inni og skaut þeim Carole Merle frá Frakklandi og Mariu Walliser, Sviss, aftur fyrir sig. „Mér er sama hvemig ég stend mig f heimsmeistarakeppriinni í Vail. Árangur minn í heimsbikam- um til þessa verður alltaf í minnum hafður hvað svo sem ég kem til með að gera í Vail. Ég mun mæta mjög afslöppuð til leiks vestra," sagði Schneider. Schneider á góðan möguleika á að slá nýtt met í heimsbikamum í bæði karla og kvennaflokki. Hún þarf aðeins einn sigur til að slá met Moser Pröll og met Ingemars Stenmark, 13 sigrar á sama keppn- istímabili, er í mikilli hættu. Á föstudag var keppt í risastór- svigi á sama stað. Þar sigraði Ca- role Merle á heimavelli. Anita Wachter frá Austurríki varð önnur og Sigrid Wolf, Vestur-Þýskalandi, þriðja. Schneider hafnaði aðeins í 12. sæti. ■ Úrsllt/B6 Claudla Lelstner frá Vestur- Þýskalandi varð Evrópumeistari kvenna í listhlaupi á skautum í Birm- ingham í Englandi um helgina. Érim FOLK ■ CLAUDIA Leistner varð um helginaEvrópumeistari í listhlaupi kvenna á skautum. Evrópumótið fór að þessu sinni fram í Birming- ham f Englandi. Leistner hafði nokkra yfirburði. Natalia Lebedeva frá Sovétríkjunum varð önnur og Patricia Neske frá Vest- ur-Þýskalandi þriðja. í parakeppn- inni sigraði sovéska parið Sergei Ponomarenko og Marina Klimova nokkuð örugglega. ■ OLE GUNNAR Fidjestoel frá Noregi sigraði skíðastökki af 70 metra palli í Oberhof í Austur- Þýskalandi á laugardag. Hann stökk 90,5 metra og 85 metra og hlaut samtals 216,6 stig og var aðeins 0,1 stigi á undan Austur- Þjóðveijanum Jens Weissflog. Ingo Zuechner frá A-Þýskalandi varð þriðji og Jan Bokloev frá Svíþjóð Qórði. Þoka og vindur ollu því að fresta varð keppninni í fjóra klukkustundir. Á sunnudag var keppt á sama stað og varð Jens Weissflog þá hlutskarpastur. Hann stökk 90 metra og 87,5 metra og hlaut 229 stig. Ole Gunnar Fidj- estoel varð annar og Jon Inge Kjörum frá Noregi þriðji. Jan Bokloev frá Svfþjóð er enn efstur í heimsbikamum með 175 stig, Dieter Thoma, V-Þýskalandi, kemur næstu með 163 stig og Risto Laakonen frá Finnlandi er fjórði með 130 stig. Matti Nykaenen er í fímmta sæti með 106 stig. ■ NORÐMAÐURINN Baard Jörgen Elden sigraði í norrænni tvíkeppni heimsbikarsins sem fram fór í Breitenwang í Austurríki á laugardag og sunnudag. Elden náði sér ekki á strik í stökkinu og var aðeins í 15. sæti, en í 15 km göngunni sigraði hann með nokkr- um yfírburðum og það nægði hon- um til sigurs í tvíkeppninni. Pól- veijinn Stanislaw Ustupski varð annar og Klaus Sulzenbacher, Austurríki, þriðji. í stökkkeppn- inni, sem fór fram á laugardag, sigraði Klaus Oflier frá Aust- urríki, stökk 79 og 75,5 metra og hlaut 213 stig, en Elden hlaut aðeins 197 stig. Á sunnudaginn sigraði Elden með yfírburðum f 15 km göngunni á 33:25.4 mínútum og var 23 sekúndum á undan Frantisek Repka frá Tékkósló- vakíu, sem varð annar. Sulzenbac- her hefur forystu í heimsbikamum með 61 stig. Trond Arne Bredes- en frá Noregi er í öðru sæti með 59 stig og Hipployt Kempf frá Sviss og Elden jafnir í þriðja sæti með 55 stig. GETRAUNIR: X11 1X2 122 X11 LOTTO: 6 8 9 26 32 + 25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.