Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Runar Schildt LINUDANS . október sl. voru liðin hundrað ár frá fæðingu finnlands- sænska smá- sagna- og leikritaskáldsins Runars Schildts. Framúrskarandi smásögur Runars Schildts hafa skapað sér fastan sess í bókmenntum Finn- lands og er óhætt að segja, að þær hafí sömu þýðingu fyrir fínnlands- sænskar bókmenntir og ljóð eftir Edith Södergran, Elmer Diktonius, Gunnar Björling og aðra fínnlands- sænska módemista, sem ruddu nýj- um hugmyndum um eðli ljóðlistar- innar braut á fyrstu áratugum þess- arar aldar. Runar Schildt fæddist í Hels- inki 26. október 1888. Faðir hans, sem var af borgaralegum ættum, átti vanda til þunglyndis og var geðheilsa hans yfírleitt afar tæp. Runar Schildt mun hafa erft þessa geðveilu, enda fékk hann oft þunglyndisköst. Faðirinn dó geðveikur, á meðan Runar var ungur strákur. Runar sjálfur skaut sig 25. september 1925 og dó tveimur dögum seinna aðeins tæglega 37 ára að aldri. Á heimili sínu kynntist Runar Schildt lifnaðarháttum fínnlands- sænsku borgarastéttarinnar. Á unglingsárunum var hann tíður gestur á herragörðum í grennd Helsinki. Móðir hans var komin af almúgafólki — faðir hennar hafði verið klæðskerameistari í þorpi ná- lægt Lovisa, smábæ í Austur- Nýlandi — þannig að Runari gafst snemma kostur á að kynnast lífí og lífskjömm venjulegs fólks. Á sumrin dvaldist hann í átthögum móður sinnar, þar sem lífið var allt öðruvísi en í höfuðborginni. Ferli Runars Schildts sem rithöf- undar má skipta í tvö virk tímabil: 1912-20 og 1922-23. Á fyrra tímabilinu sendi hann frá sér átta smásagnasöfn, en á seinna tímabil- inu skrifaði hann leikritin sín, Galg- mannen, Den stora rollen og Lyckoriddaren-. Verk hans náðu hylli lesenda, og margar bóka hans voru prentaðar í mörgum upplög- um. Hér má nefna sem dæmi, að fyrsta smásagnasafn hans, Den segrande Eros, kom út í íjórum upplögum á milli 1912 og 1921. Fáar fínnlandssænskar bækur öðl- uðust slíkar vinsældir á þeim tíma. En líf Runars Schildts einkennd- ist alltaf af andstæðum. Þrátt fyrir hinn ótvíræða árangur serp hann náði sem rithöfundur varð hann fyrir vonbrigðum og mótlæti bæði í starfí og einkalífí. Hér er átt við efnahagsvanda og óstöðuga geð- heilsu. Runar Schildt var að mörgu leyti utangarðsmaður, sem gat ein- göngu séð lokaðar dyr í kringum sig. Sú tilfínning að vera utangátta í tilverunni var e.t.v. sterkasta til- finningin, sem Runar Schildt upp- lifði í sambandi við umheiminn, og kemur hún aftur og aftur fram í smásögum hans, þar sem aðalper- sónur eru oftast óstyrkar og fram- andi í umhverfi, þar sem þeirra bíður ekki annað en tap og ósigur. Runar Schildt tók lokapróf frá háskólanum í Helsinki árið 1910 og þremur árum seinna kvæntist hann. Háskólaprófið reyndist ekki neinn lykill að öryggi og efnahagur- inn fór síversnandi eftir að hann var kominn með fjölskyldu. Hann hafði að vísu starfað við háskóla- bókasafnið í Helsinki frá árinu 1908, en starfíð var aukastarf, þannig að tekjur hans voru ekki mjög háar. Árið 1913 gerðist Runar Schildt forstjóri sk. innlendrar deildar Sænska leikhússins í Hels- inki, en tveimur árum seinna sagði hann starfi sínu lausu, þreyttur á rifrildinu í leikhúsinu. Árið 1915 hóf hann starf sem bókmenntaráð- gjafi hjá forlagi, sem sonur föður- bróður hans Holger Schildt hafði stofnað í Porvoo (Borgá). Samstarf Runars og Holgers Schildts stóð í sjö annrík ár. Runar Schildt sinnti skyldustörfum sínum hjá forlaginu oftast á vetuma, en á sumrin reyndi hann að einbeita sér að ritstörfum. En smám saman varð hann hund- leiður á hinum þrúgandi vanagangi sem starfíð hjá forlaginu reyndist vera og sem tók allan tíma hans og orku. Hann vildi vera frjáls rit- höfundúr og í þeim tilgangi sleit hann sig frá vinnunni. En honum tókst ekki að lifa eingöngu á rit- eftir Timo Karlsson störfum. Hann lenti í æ dýpri ör- væntingu vegna versnandi efna- hags flölskyldunnar og auk þess olli það honum skelfingu að sköpun- argáfunni virtist hraka. Óttinn við að geta ekki skrifað lengur hafði lengi valdið honum angist. Hann hafði verið allan 3. áratuginn með slíkar vangaveltur og koma þær skýrast í ljós í sögunni Háxskogen frá árinu 1920, sem er ein af frá- sögnunum í síðasta smásagnasafni hans. Til þess að reyna að bæta efna- haginn gerðist Runar Schildt hlut- hafí í bókabúð í Porvoo (Borgá) en dró sig úr leiknum eftir stuttan tíma. Sumarið 1925 fékk Schildt lokkandi tilboð frá sænska forlag- inu Bonnier. Verkefni hans hafði samkvæmt tilboðinu verið að ferð- ast til Suður-Evrópu og skrifa ákveðinn fjölda af ferðasögum, sem Bonnier hefði síðan gefíð út í tíma- ritum sínum. Schildt gerði samning við Bonnier, en það leið ekki á löngu áður en hann fór að efast um hæfni sína til að ljúka þessu verkefni, sem hann var búinn að taka að sér, enda hafði hann ekki sent frá sér neitt í tvö ár. Hann hafði á tilfinn- ingunni, að hann hefði tapað inn- blæstrinum, og þess vegna gat hann ekki hugsað sér, að honum gæti tekist að þvinga sig til ritstarfa. Rétt áður en hann ætlaði að leggja af stað til Suður-Evrópu, svipti hann sig lífi. E.t.v. gat hann ekki fundið aðra leið til að losna úr þeim aðstæðum sem hann hafði lent í og ekki getað sigrast á. Meistari í finnlandssænskri smásagnagerð Á öðrum áratug þessarar aldar myndaðist fínnlandssænskur bók- menntahópur, sem varð þekktur undir nafninu „dagdrivare", slæp- ingjar eða iðjuleysingjar. Þennan hóp mynduðu fyrst og fremst yfír- stéttarmenn, sem vildu halda áhugalausu áhorfendahlutverki í hringiðu heimsatburðanna. Afstaða þeirra til lífsins einkenndist af lífsþreytu, hroka, kaldhæðni og efa- hyggju. Þessi einkenni eiga að hluta til rætur að rekja til tískufyrirbæra í evrópskum bókmenntum á þeim tíma, en að hluta til líka til breyttr- ar stöðu sænskumælandi minni- hluta í Finnlandi, þar sem menning fínnskumælandi meirihlutans hafði eftir margra áratuga baráttu orðið að aðalmenningu í landinu. Það var því engin furða, þótt sumir Finn- landssvíar hefðu fundið til ráðleysis við nýjar aðstæður og tileinkað sér hugmyndir eins og þær, sem ein- kenna dagdrivarehópinn. Bók- menntafræðingurinn Thomas War- burton segir, að í dagdrivare-hópn- um sé um að ræða kynslóð í upp- reisn, en uppreisn þeirra sé alger- lega stefnulaus. Dagdrivare-menn nota fágaðan og fínan, en frekar þunnan og stundum uppskrúfaðan stfl; sál- fræðilegar greiningar gegna mikil- vægu hlutverki í verkum þeirra, en ef litið er á heildina kemur greini- lega í ljós, að bækur þeirra eru oftast mjög yfírborðskenndar. Runar Schildt umgekkst dagdriv- are-menn og hugmyndir þeirra um stfl höfðu varanleg áhrif á hann. í fyrstu tveimur smásagnasöfnum hans, Den segrande Eros (1912) og Asmodeus och de tretton sjfiJ- arna (1915), gætir jafnvel svipaðr- ar stemmningar og lífsviðhorfa og í verkum dagdrivare-hópsins. Schildt segir í þessum bókum frá skemmtanalífí fínnlandssænsku yfírstéttarinnar í Helsinki og á herragörðum Suður-Finnlands. Sögurnar eru að mörgu leyti snið- ugar en líka frekar yfírborðskennd- ar. Andstætt dagdrivare-mönnum var Runar Schildt í eðli sínu skap- andi rithöfundur, sem vildi leita að nýjum leiðum. Þannig festist hann ekki í kaldranahætti félaga sinna. í næstu verkum sínum, Regnbágen (1916) og Rönnbruden (1917), snýr hann baki við lífsviðhorfum dagdrivare-hópsins, sem hann hafði aldrei tileinkað sér til fulls. í nýjum smásögum sínum leggur hann að- aláherslu á dýpri mannlýsingu og í staðinn fyrir kaldhæðni kemur næm tilfínning fyrir hinu harm- sögulega í lífinu. I Regnbágen og Rönnbruden lýsir Schildt sveitum og sveitamönnum á Lovisa-svæð- inu, þar sem hann hafði dvalist á bemskuárunum hjá ömmu sinni. Sveitasögur Schildts einkennast af hlýju og samúð og í þeim hefur hroki fyrri bókanna breyst í auð- mýkt. Borgarastyijöldin, sem geysaði í Finnlandi frá janúar til maí 1918, hafði gífurleg áhrif á Runar Schildt. Það má segja, að stríðið hafi vakið þjóðfélagslega samvisku hans og það gætir líka verulegra breytinga á afstöðu hans til þjóðfélagsins í næstu smásagnasöfnum hans, Perdita (1918), Hemkomsten (1919) og Armas Fager (1920). í þeim eru sterkar lýsingar á fátæku fólki í Helsinki, vonum þess og von- brigðum. Titilsagan í Hemkomsten er auk þess talin vera uppgjör Schildts við. borgarastríðið. Áðal- persónur smásagnanna eru oftast utangarðsmenn, sem fást við smá- borgaralegt eða skilningslaust um- hverfí sitt og bíða ósigur. Sömu þemu fínnast í síðasta smásagna- safninu Haxskogen (1920) og leik- ritunum þremur, sem Schildt skrif- aði á árunum 1922—23. Smásögur Runars Schildts eru í eðli sínu frásagnir og lýsingar. Schildt sýnir og greinir atburði, en hann reynir aldrei að færa rök að þeim. í mannlýsingum tekst honum að skapa sterkar persónur, sem gleymast seint. Smásögur Runars Schildts eru líka sígildar í því, að þær eru óháðar tíma og stað. Vandamálin sem persónur Schildts glíma við — einangrun sem þær reyna að bijótast út úr, máttleysi frammi fyrir hinum sterkari — eru alls staðar eins. Spár i sanden eða Spor í sandinum birtist í síðasta kveri Runars Schildts Haxskogen (1920). Sagan segir frá tvennum hjónum og einhleypum húsameist- ara, Róbert Wiesel, sem hefur árum saman verið ástfanginn af annarri Það varð að segj a söguna svona ANTTI Tuuri, sem íslendingar þekkja sem höfúnd skáldsögunnar Dagur í Austurbotni, heimsótti landann í haust til að kynna aðra skáldsögu Vetrarstríðið, sem komin er út í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Vetrarstríðið var háð milli Finna og Rússa veturinn 1939—40 og stóð í 105 daga. Bókin lýsir upplifun einnar herdeildar af stríðinu, bænda sem aldrei vissu til fúllnustu um hvað var barist, fóru í stríðið eins og hveija aðra vinnu og fylltust skelfíngu þegar farið var að skjóta á bræður þeirra og vini. Þeir höfðu alltaf staðið í þeirri meiningu að í stríði dæju ekki aðrir en hermenn. Antti Tuuri var beðinn að segja nánar frá sögunni og tildrögum hennar. Iskáldsögu minni Dagur í Aust- urbotni er ein persónan kennari, sem sífellt er að segja sögur úr vetrarstríðinu. Lesendum fannst hann óhemju fyndinn og hlógu mik- ið að þessum manni og sögum hans. En þetta átti alls ekki að vera fynd- ið. Ég notaði þessa persónu sem tæki til þess að segja frá stríðinu. Eftir þessa reynslu ákvað ég að skrifa bók um stríðið, þar sem les- endur hlægju ekki á röngum stöð- um, og Vetrarstríðið er sú bók.“ Hvemig safnaðir þú þeim upplýs- ingum sem nauðsynlegar voru um gang vetrarstríðsins í einstakri her- deild? „í þorpinu heima var mikið um gamla hermenn sem kunnu sögur úr vetrarstríðinu. En það sem hjálp- aði mér mest var að í hemum var Antti Tuuri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.