Morgunblaðið - 28.01.1989, Side 3

Morgunblaðið - 28.01.1989, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 B 3 konunni, Maríu von Wahl. Sagan gerist á yndislegum sumardegi úti í skerjagarðinum. Róbert og hjónin tvenn ætla að taka á móti kappsigl- endum, sem eru að nálgast strönd- ina. Meðal þeirra er ungt ljóðskáld, sem María er orðin ástfangin af. Róbert hefur tekið eftir tilfínning- um Maríu. Þegar þau verða eip í stuttan tíma, snýst málið að ástum þeirra og tilfínningum. Sögunni lýk- ur á eftirfarandi hátt: María styður hönd undir kinn og horfir þögul út í sjóndeildarhring- inn. Róbert Wiesel grunar hvert hún er að horfa, og flýtir sér að hefja máls að nýju, eins og hann vildi ekki unna henni þar athvarfs. „Þér farið að eins og allir heimsk- ingjar, María. Þér starið á línuna, þar sem haf og himinn mætast — hvorki meira eða minna. En þaðan er engrar hjálpar að vænta. Við getum ekki falið okkur þar. Leitaðu ekki vængja til að komast til hins yzta hafs, því að hérna á ströndinni verðum við að lifa.“ María lítur við og horfir á hann. Hjarta hans berst í ákafa og hann skelfist við þá tilhugsun að hann fái að sjá tár spretta fram í augum hennar, að hann fái einmitt að sjá það, sem hann hefur svo mjög keppt að. En María talar hægt og rólega: „Ef maður gæti nú gengið inn í skógpnn þama og komið út úr hon- . um á annarri strönd og byijað allt að nýju.“ „Nú ætlið þér að fara að setja skóginn í staðinn fyrir sjóndeildar- hringinn, en Rhodos er héma, það er hérna, sem við eigum að stíga okkar spor einhveijum óþekktum til ánægju. Það er annars ennþá eitt, sem mig langar til að spyija yður að: Eruð þér vissar um að það sé hann, einmitt hann sjálfur, sem yður þykir vænt um. Er hann ekki öllu fremur sendiboði, óvenjulegur og ágætur fulltrúi æskunnar? .. María hristir höfuðið. „Ég veit það ekki. Ég veit aðeins eitt. Róbert, viljið þér lofa mér því að hvað sem ég geri og hvað sem fyrir mér kann að liggja, þá verðið þér alltaf vinur minn?“ „Þó að þér biðuð mig um hið gagnstæða, þá gæti ég ekki lofað því, þannig ...“ „Þakka yður fyrir. En þér segið það eins og það væri þung refsing, sem á yður væri lögð. Er það þá rangt, er allt of mikils krafíst að óska sér mikillar hamingju einu sinni á ævinni?" „Onei. Að óska sér má hver og einn, og óskin verður uppfyllt fyrr eða síðar á sinn hátt. Ég skal koma með dæmi. Fyrir tíu, fímmtán árum hugsaði ég stundum með mér: Að sitja einsamall við hafið með henni. í því væri fylling hamingjunnar fólgin. Það hlotnast mér aldrei. Og sjáið þér nú til: sit ég ekki einmitt við hliðina á yður? Er ekki hafið og einveran allt í kring? Þama get- ið þér séð, hvemig lífíð lætur heit- ustu óskir okkar rætast?" Hún ber sig til eins og hún vildi taka í hönd hans, en hikar á miðri leið. „Róbert,“ segir hún, og hreimur- inn brennir og svalar í senn. „Þér emð svo beiskur. Ég hélt að þér hefðuð fyrir löngu — Mér líður svo illa af þessu.“ „Það var ekki ætlunin með dæm- inu, sem ég tók.“ „Hafið þér aldrei verið veralega hamingjusamur? Viljið þér ekki segja mér það?“ „Jú, ég hef verið mjög hamingju- samur. Einu sinni.“ Hún kinkar kolli. „Þarna sjáum við, ég vissi það vel. Enginn verður afskiptur með öllu.“ Og allt í einu brosir hún. „Þetta er þó kynlegur dagur. Hérna sitjum við og segjum hvort öðra hluti, sem — sem fólk ekki er vant.“ „Sökin er víst mín. Var það mjög illa gert af mér?“ „Nei, nei. Yður er það velkomið. Mér finnst heil eilífð siðan ég talaði seinast við manneskju, nema — ja, það er alveg víst, hann er ekki eins og hinir. En viljið þér ekki segja mér hvemig það bar við í það sinnið. Mér fínnst ég geti beðið um það, ég hef aldrei sjálf reynt hvað það er að vera mjög hamingjusöm." Róbert Wiesel skrifar í ákafa í sandinn, stafí, sem hann þurrkar út jafnóðum. „Þannig er það,“ segir hann, „ég var 16 ára gamall og gekk vetrar- kvöld eitt heim af skautafélags- dansleik með lítilli stúlku. Hvoragt mælti orð af vöram, en allt í einu námum við staðar, litum hvort á annað og tókumst í hendur. Al- stimdur himinninn hvelfdist yfir okkur: ég hef síðan séð Suðurkross- inn en hann var ekki sambærilegur við Norðurhöfnina eins og hún var þetta kvöld. Allt í kringum okkur ljómaði endalaus hvít ísbreiðan með óteljandi ótroðna vegu í allar, allar áttir, og inni í borginni loguðu leiftr- andi hátíðarblys í endalausum röð- um. Skammt frá okkur gnæfði við næturhiminn, dularfullt skip, far- kostur Hollendingsins fljúgandi, hamingjunnar eða Guð má vita hvers, og hafði að geyma alla leynd- ardóma og ógnarfegurð, sem sext- án ára ungling dreymir. Og í eyram mínum ómaði einkennileg dýrðleg hljómlist meðan við stóðum þarna og héldumst í hendur. Það var ham- ingja lífs míns, og aðra meiri hefur enginn reynt." Já, María, þannig var það. Leyndardómsfulla skipið var inni- frosin kartöfluskúta, hijómlistin kom frá nokkram helbláum lúður- þeyturam í hrörlegu skýli úti á ísnum. En stúlkan vorað þér.“ María lítur á hann og tárin spretta fram í augum hennar. En hann hefur ekki enn lokið máli sínu. „Manneskjan er býsna skrítin sköpun — eða er það ef til vill bara ég, ég veit það ekki. En sannleikur- inn er sá: ég hef séð marga staði, kunna fyrir náttúrafegurð, ég hef séð höggmyndalist Grikkja og mál- verk ítala og ég hef lesið ekki svo lítið í bestu bókmenntum heimsins. Og samt sem áður veit ég að ef ég fengi að taka með mér aðeins eina minningu héðan, þá yrði það Norð-_ urhafnarísinn, kartöfluskútan og bláfrosna hljómlistin ...“ María rís upp til hálfs. Hönd hennar titrar, andlit hennar er fölt af djúpri meðaumkun. Af gnægtum sínum vill hún gefa honum nokkum deil. Hún vill að hann fái að geyma minninguna um einn koss. En hann stendur upp í skyndi, eins og hann væri að um- flýja mikla hættu. „Nei, nei,“ segir hann, „ekki. Ekki bijóstgæði." Hann gengur að eldstæðinu og lýtur yfír það. „Eldurinn er að slokkna,“ segir hann og bætir á smálurkum og næfraflögum. Nú heyrast skellirnir í vélbátnum nálgast og hækka sig. María gengur nokkur skref í átt- ' ina til hans. „Það er að vísu engin huggun," segir hún, „en þess skuluð þér minnast, Róbert: ég hef ekki verið hamingjusamari en þér.“ Róbert Wiesel reynir að brosa. „Sjáið þér sporin okkar hér í sandinum,“ segir hann. „Þar eru spor eftir fót yðar og minn og Eiríks og hinna, hver innan um önnur, fram og aftur. Bráðum bæt- ast fleiri við, spor skáldsins og vina hans, svo að sporin verða enn ragl- ingslegri. En á morgun er ekkert eftir, nema sólin og hafið, vindurinn og sandurinn. Það er að minnsta kosti nokkur huggun. ' Og þér skuluð ekki kenna í bijðsti um mig, fyrir alla muni ekki. Það veldur óþægindum í nokkur ár enn, en einhvern tíma, fyrr eða síðar, þegar þið hin sitjið auðum höndum og hugsið í beiskju um, að það var ekki sérlega skemmtilegt í hinum bátnum, þá á ég enn óhagganlega vissu um að hamingjan er til, að hamingja mín er til, heil og stór- kostleg, þó að ég fengi aldrei höndl- að hana. Og þá er ég ríkari en nokkurt ykkar hinna ...“ Þau þegja bæði. Og nú kemur allt á tilsettum tíma. Vélbáturinn, ijóminn í kaffið, „Maíblómið" og skáldið unga. Rökkrið færist yfír. Sigurjón Guðjónsson þýddi Rætt við Antti Tuuri um skáldsögu hans Vetrarstríðið það skylda að hver herdeild héldi dagbók þar sem skráð væri allt sem gerðist frá degi til dags. Eftir stríðið voru þjær dagbækur, sem ekki eyði- lögðust, fluttar á stríðsminjasafn í Helsinki, þar sem ég átti að þeim greiðan aðgang. Það var því ekkert vandamál að finna efnið en það vafðist lengi fyrir mér að finna rétt sjónarhom. Þá var ég svo heppinn að gamall hermaður las fyrir mig sína eigin sögu af stríðinu og þar fann ég hinn rétta tón. Svona segir hermaður frá 40—50 áram eftir að stríðinu lýkur. Skelfílegustu at- burðimir og þeir fallegustu hætta að vera andstæður í frásögninni, allt er sagt í sama tón eins og um hversdaglegar upplifanir væri að ræða. Og þá skildi ég að til þess að ná áhrifum varð að segja söguna svona. Lesandanum er eftirlátið að finna mun á blæbrigðum, geðhrif og annað sem textinn felur, og ef hann fínnur það verða áhrifin mjög sterk. Margir Finnar hafa sagt mér að þeir hafi fyrst skilið vetrarstríðið eftir að hafa lesið bókina og ég hlakka til að sjá hvernig aðrar þjóð- ir upplifa hana.“ Hefur sagan verið þýdd á önnur tungumál en íslensku? „Já, á sænskú en þar er hún ekki komin út svo ísland er fyrsta landið utan Finnlands þar sem hún er gefín út. Það er verið að gera kvikmynd eftir sögunni og ríkir mikill áhugi á þessu efni i Finn- landi. Fólk sem aldrei hafði leitt hugann að vetrarstríðinu segir í blaðaviðtölum að svona eða hinseg- in hafi þetta nú verið. En hvernig það í raun og veru var veit kannski enginn lengur, enda verða liðin 50 ár frá því að vetrarstríðið hófst þann 30. nóvember 1989.“ Hvers vegna varð einmitt þetta stríð þér svo hugleikið? „Þegar ég var að skrifa Dagur í Austurbotni talaði ég við marga gamla hermenn og þeir sögðu allir allt öðravísi frá vetrarstríðinu en framhaldsstríðinu. Þeir áttu margar skondnar sögur úr framhaldsstríð- inu en allt sem þeir sögðu um vetr- arstríðið var þungt og alvarlegt. Þetta vakti forvitni mína og mig langaði til þess að komast að því hvers vegna allt í sambandi við vetrarstríðið var svona alvarlegt, hvað hefði í rauninni gerst. Eitt af því sem gerði stríð svo erfið í Finn- landi á þessum tíma var sú regla að allir innan sömu herdeildar yrðu að vera úr sama þorpi. Faðir minn barðist í framhaldsstríðinu og mér er í fersku minni heimsókn með honum í hermannagrafreit þar sem hvíldu allir samstúdentar hans með tölu, allir úr sömu herdeild. Þetta varð til þess að stríðið varð persónu- legra, það var ekki verið að drepa einhveija hermenn, það vora bræð- ur og vinir sem féllu í kringum menn. Líkin voru aldrei skilin eftir, menn lögðu sig í stórhættu til að ná í fallna félaga svo hægt væri að senda þá heim. Vetrarstríðið var stutt og mjög erfitt stríð, menn höfðu engan tíma til annars en að beijast og frostið og snjórinn gerðu sitt til að auka á erfiðleikana. En eitt af því sem mig furðaði hvað mest á í samtölum við hermennina var að þeir sem vora úr sveit virt- ust ekki hafa átt í miklum erfiðleik- um eftir heimkomuna. Þeir höfðu litið á hermennskuna sem hvert annað starf og nú var því lokið og þeir sneru sér aftur að því að yrkja jörðina og fóðra skepnurnar. Aðrir, til dæmis þeir sem snera aftur til náms áttu í miklu meiri erfíðleikum. Það tók föður minn sjö ár að ljúka námi eftir að stríðinu lauk.“ Má búast við fleiri stríðssögum frá þér? „Eg er með bók um framhalds- stríðið á pijónunum og hef þegar sent 500 hermönnum, sem þar börð- ust spurningalista með 100 spum- ingum, sem ég ætla síðan að vinna úr, en hvenær sú bók verður tilbúin til birtingar er önnur saga.“ FB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.