Morgunblaðið - 28.01.1989, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 28.01.1989, Qupperneq 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 K H ristján Guðmundsson fæddist á Snæfellsnesi en ólst upp í Reykjavík. Þar gekk hann í barna- og unglinga- skóla en undi sér illa og hætti því námi 16 ára að aldri. Hann stefndi þó ekki strax inn á listabrautina, heldur fékkst hann við ýmis tilfall- andi störf, var kokkanemi í Lídó um skeið, lærði að fljúga, en flaug ör- sjaldan. Þegar talað er um upphafið á list- ferlinum, koma oft upp nöfn Sigurð- ar bróður hans og Þórðar Ben Sveinssonar, en þeir voru í Handíða- og myndlistarskólanum í byrjun sjö- unda áratugarins, m.a. nemendur Sverris Haraldssonar, en höfðu þó sínar eigin hugmyndir um listina. Kristján Guðmundsson fór aldrei í listaskóla, kannski vegna þess að honum fannst hann vera orðinn of gamall til að setjast þar inn á sama tírria og vinir hans voru að fara það- an út. Það er erfitt að segja til um hvað varð til þess að Kristján hóf að vinna að myndlist. Faðir hans, Guðmundur Ámason, rak innrömmunarverk- stæði og listaverkasölu, og þangað komu margir listmálarar á þeim tíma. Þaðan sá Kristján inn í mynd- listarheiminn strax sem unglingur. Sjálfur segir hann að ekki hafi verið um neina sérstaka hvatningu að ræða heldur samsafn af mörgu. Þegar Sigurður bróðir hans og Þórður Ben Sveinsson ákváðu að fara til Amsterdam, árið 1963, kom Kristján þangað þann sama vetur og dvaldi í um mánaðar tíma. Honum leist vel á borgina, en stoppaði þó stutt. Sumarið eftir fór hann til Bandaríkjanna, en þar var hann far- inn að gera smámyndir í hálfgerðum poppstíl. Næsta vetur dvaldi Kristján svo á Spáni. Þetta var 1964-1965, en því næst hélt hann aftur tii ís- lands. Þótt Kristján Guðmundsson sé oft orðaður við SÚM-hópinn tók hann ekki þátt í fyrstu samsýningu hans. Hann var áhorfandi. Sjálfur sýndi hann fyrst á samsýningunni UM’67, Ungir myndlistarmenn, í Laugar- dalshöll árið 1967. Fyrsta einkasýn- ingin var hins vegar árið eftir á Mokkakaffi. Verkin á eftir þeirri sýningu voru náskyld popplistinni, en í þeim má þó merkja tilfínningu listamannsins fyrir einföldun og kerfisbundnum vinnubrögðum. Um verkin á þessari sýningu segir Kristj- án: „Hugsunin var að gera eitthvað einfalt, skýrt og ögrandi og sem bæri vott um tiltölulega lítið hug- myndaflug. Uppistaðan í sýningunni voru þrjú atriði. Þannig hét ein myndin hönd-ljós-kanína og næsta hét kannski kanína-hönd-ljós og sú þriðja ljós-hönd-kanína, og áfram þannig, þangað til möguleikarnir voru tæmdir. í öllum myndunum var rafmagnsljós. Þetta var mjög flatt og ólistrænt, nokkurs konar „öfugt“ hugmyndaflug, enda uppskeran í samræmi við það — mjög lítil." Á sýningunni í Gallerí SÚM árið eftir var hins vegar annað uppi á teningnum og greinilegt að listamað- urinn hafði komist í kynni við list- hugmyndir á borð við Arte Povera, Umhverfislist, og síðast en ekki síst Fluxus. Árið 1970 fluttist Kristján ásamt fjölskyldu sinni til Hollands. Bróðir hans Sigurður var búinn að festa þar rætur og hjálpaði hann Kristjáni að finna íbúð. Á þessum tíma áttu sér stað mikil straumhvörf í heims- listinni. Nýir straumar flæddu yfir listheiminn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Ítalíu. Hér var um að ræða concept-listina, Land Art og Arte Povera. Concept-listin, sem varð afar fyr- Frá sýningu Kristjáns Guómundssonar í Galerie Van Gelder, Amsterdam 1987. og útfærslu, auk þess sem hún hafði til að bera ljóðrænna yfirbragð. Sagt hefur verið að hollenskir concept- listamenn hafi aldrei verið jafn af- dráttarlausir andstæðingar formalis- mans og gerðist annars staðar. Það var mikið um að vera í Amst- erdam á þessum árum. Sýningar í Stedelijk safninu vöktu heimsathygli og áttu þær ekki lítinn þátt í að ryðja framsæknum listhugmyndum braut. Þar kynntist Kristján því sem efst var á baugi hveiju sinni og gat jafnframt endumýjað kynni sín við eldri listamenn, svo sem Malevitch, Fontana, Manzoni og De Stijl-hreyf- inguna. Greinilegt er að áðurnefndar list- stefnur hafa haft djúpstæð áhrif á listsköpun Kristjáns Guðmundsson- ar, sem tileinkar sér strax í byijun áttunda áratugarins listhugmyndir concept-listarinnar. En það sem meira er, verk hans frá þessum árum eru mun fræðilegri heldur en al- mennt var meðal hollenskra lista- manna. Fyrstu teikningar sínar nefnir Kristján „Yfirhljóðhraða teikningar" og eru þær gerðar með því að skjóta riffilkúlum eftir pappírsörkum, þannig að þær rétt sleiktu pappírinn._ Það sem sést á þessum teikningum er rák þar sem kúlan hefur líttillega sært pappírinn og brennt púður. Þessar teikningar urðu til á u.þ.b. 1/1500 úr sekúndu, sem Kristján segir að sér hafi þótt „óumræðilega fallega stuttur tími“ og hann bætir við: „Ég vildi táka brot af eilífðinni og virkja það til fullnustu — því þá varð svo mikið eftir." Árið 1972 komu út tvær bækur eftir Kristján Guðmundsson. Annars vegar Ijóðabókin „Punktar/Periods" sem samanstendur af uppstækkuð- um punktum í ljóðum Halldórs Lax- ness og er þar um að ræða eins konar lágmarksljóð; og hins vegar stærri bók sem heitir „Niður/Down“ irferðarmikil í Hollandi á þessum árum, var upphaflega andsvar við fagurfræðilegum áherslum minim- al-listarinnar og almætti hlutarins eins og hann birtist m.a. í popp- listinni. Concept-listamenn álitu að formrænn og huglægur þáttur listar- innar væri ekki það sem skipti máli heldur merking hennar. Þeir lögðu sig fram við að sundurgreina eðli hennar, virkni og notagildi. Af þessu leiddi að fræðilegar vangaveltur og rökræður komu oft í stað þess að búa til eða skapa raunverulega list- hluti í hefðbundnum skilningi. Tungumálið var tæki sem hæfði con- cept-listamönnum og var oft notað í samspili við ljósmyndir. Arte Povera náði einnig mikilli útbreiðslu á þessum tíma. Þessi list- stefna, sem ættuð var frá ítallu, var um margt náskyld concept-listinni. Hugmyndir Arte Povera listamanna áttu rætur sínar að rekja til amerísku neo-dadaistanna og frö'nsku ný- realistanna. Þeir voru ennfremur afar uppteknir af menningarfélags- legu gildi listarinnar og höfnuðu listaverkinu algjörlega sem afurð. Til að losa listaverkið undan þeim örlögum að kallast „neysluvarning- ur“ notuðu Arte Povera listamenn oft forgengileg efni sem áttu litla möguleika á því að öðlast nýtt form- rænt efnislíf hjá hefðbundnum list- neytendum. „Auðvirðileg" efni voru því einkennandi fyrir listamann Arte Povera. Og ekki var það óalgengt að þeir, líkt og concept-listamennirn- ir, létu sér stundum nægja að vinna aðeins með hugtök og lýsingar á verkum án þess að klæða þau efnis- legum búningi. Sú concépt-list, sem spratt undan þessum áhrifavöldum í Hollandi, var um margt frábrugðin því sem þekkt- ist í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. Er þar helst til að nefna að hún varð sjaldnast eins strangvísindaleg í skilgreiningu Kristján Guðmundsson: Án titils 1986. B 5 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Kristján Guðmundsson: Án titils 1987. og er það prósi, — Land Art prósi. Þessi bók íjallar um bilið milli hæsta tinds jarðar og mesta hafdýpis. Árið eftir var Kristjáni boðið að sýna í Stedelijk-safninu í Amsterdam, og í stað þess að gera sýningarskrá út- bjó hann litla bók, „Circles", sem er afar beinskeytt concept-verk. Innihald þeirrar bókar er þijár ljós- myndir af hringum á vatni, prentað- ar á jafn þung blöð og steinarnir voru, sem ollu hringunum; skýrt stefnumót orsaka og afleiðinga. Hér er um að ræða „gjörmerkingu á efn- inu“ eins og hann kallar það sjálfur. Um þetta leyti var Kristján kom- inn á starfslaun hjá Amsterdamborg og hollenska ríkinu og fékkst næstu árin meðst við bókagerð og teikning- ar. Hann leggur drög að bók sinni „Onee Around the Sun“ sem er stórt verk, yfir 1400 blaðsíður í tveim bindum. Á sama tíma hófst hann handa við gerð tveggja ólíkra mynd- flokka, sem þó falla báðir undir konstrúktífan conceptualisma. Ann- ar þessara myndflokka var „Jafntíma línurnar", sem allar eru teiknaðar með bláu bleki og sjálf- blekungi á þunnan þerripappír. Þetta eru dæmigerð concept-verk þar sem formin (línumar) eru skilgreind og áhorfendum er ekki gefinn neinn kostur á eigin túlkun á verkinu. Til- finningar listamannsins búa ekki í verkinu. Það hefur verið leyst undan huglægum vangaveltum. Hinn myndflokkurinn fékk sam- heitið „Orsök og afleiðing" og eru þær myndir allar gerðar með „tippex“, sem er leiðréttingarpappír fyrir ritvélar. Þar eru línunni þrykkt af tippexpappírnum á gráan flöt og notað til þess lítið skrúfjárn. Hér er afleiðingin látin svara orsökinni á ýmsa vegu. í myndröðunum I-III og I-IX er orsökin til dæmis alltaf eins, en afleiðingin ávallt mismunandi, þótt hún sé í föstum grunnstrúktúr. Þessi augljósa klifun milli heitisins og verksins, milli formsins og inn- taksins, lokar fyrir alla túlkunar- möguleika hjá áhorfandanum. Þann- ig á sér stað ákveðin og skýr tæm- ing milli formsins og forsendu verks- ins. Form og forsendur standast á og getur hvorugt án hins verið. Þetta eru einmerkingarverk. Kristján segir að hann líti gjaman á efni sem ílát fyrir mynd eða hugmynd. Og að ílát- ið og hugmyndin renni saman í einn hlut. Þegar Pompidou-listamiðstöðin í París var opnuð 1977, bauð þáver- andi forstöðumaður nútímalista- safnsins, Pontus Hulten, fjónim íslenskum listamönnum að sýna þar. Þeir voru Hreinn Friðfinnsson, Þórð- ur Ben Sveinsson, Sigurður Guð- mundsson og Kristján Guðmunds- son. Sýningin bar yfirskriftina „ca va? ?a va?“. Á þessari sýningu var að finna teikningu eftir Kristján sem hefur að geyma þessa grunnhug- mynd um ílát: „Ég ákvað að teikna hring sem væri jafnstór að flatar- máli og það sem hann lykist um — jafn stóran innihaldi sínu, sjá hvern- ig hann samsvaraði sér.“ En hug- myndin um ílát er hér aðeins hluti af myndinni, því hann tengir hana tíma, og lætur árið, sem myndin er gerð, ákvarða stærð hennar. Flötur- inn sem teiknaður er skal því verða 1972 sm2 og auðu svæðin innan hans og utan sömu stærðar. Næsta ár gerði hann svo sams konar teikn- ingu og notaði þá töluna 1973 og þar með var komin hreyfmg á þessa annars kyrrstæðu jöfnu. Árið 1979 fluttist Kristján Guð- mundsson ásamt fjölskyldu sinni aftur til íslands. Honum fannst vera komið að þeim tímamótum að hann gerði upp við sig, hvort hann settist að I Hollandi til frambúðar eða snéri aftur. Eftir heimkomuna settist hann að norður á Hjalteyri uns hann flutt- ist til Reykjavíkur árið 1982. Á síðustu árum hafa orðið grund- vallarbreytingar á listsköpun Krist- jáns Guðmundssonar. Hann er hætt- ur að mæla og vinna með jöfnur. Þess í stað eru verk hans orðin form- ræn. Kristján skilgreinir 'þau sem teikningar. En þetta eru ekki teikn- ingar í venjulegum skilningi; Kristj- án gengur ekki inn í hefðina og teiknar út frá akademískum forsend- um, hvað þá að hann bregði nýni sýn á raunveruleikann; — þetta eru fullkomlega óhlutlæg verk. Við get- um miklu fremur sagt að hann bæti við nýjum víddum inn í teikninguna. Línan er orðin hlutur óháð blaði eða öðrum grunni. Hún ber í sér eigin stoð. Efnið í þessum teikningum eru renningar úr bókfellspappa, sem eru límdir saman. -Þessir samlímingar hafa ekki til að bera þá tæmingu eða samsvörun sem við kynntumst í fyrri verkum listamannsins. Þeir eru formrænir, óskilgreindir og lifa einungis fyrir þá ljóðrænu sem þeir geisla frá sér. Á sama hátt og Kristján miðlaði skýrum og afgerandi hugmyndum í fýrri verkum einbeitir hann sér nú að því að einfalda formræna út- færslu í þeim nýrri. Allt miðar að því að hreinsa myndina af öllum aukaatriðum og að komast að hinum eiginlega kjama. í slíkum verkum fá smáatriði aukna virkni og virðist oft sem hin ljóðræna miðlun tengist minnstu einingum í verkum lista- mannsins. Þetta kemur m.a. fram I hinu umfangsmikla verki „Blá færsla" sem Kristján sýndi á sam- sýningu í Norrænu menningarmið: stöðinni í Sveaborg sumarið 1988. Þar setur hann fimm pappírsrúllur í röð; hver rúlla vegur um 600 kg. Fyrir ofan pappírsrúllumar, við hvom enda verksins, hengdi hann flöskur með bláu bleki, sem fékk í dropatali niður á/í rúllumar. Þessi tæming/fýlling tók u.þ.b. 35 klukku- stundir. Hér er enn á ferð grunn- hugmyndin um ílát. En hér er efníð „frelsað" á meðan það skiptir um ílát. Kristján hefur einnig gert verk — installationir — sem em úr tveim hráefnum, pappír og grafíti (ritblýi). Þessi frumlegu verk bjóða, ólíkt því sem áður var, upp á fjölþætta túlk- unarmöguleika. Hann stillir upp pappírsrúllum og grafítlengjum og segir þessar teikningar vera efnis- banka sem liggi hvomm megin sem vera skal við núllpunktinn. Það er ljóst að þessi verk fjalla um listina, og áhorfandinn freistast til að sjá í þeim opinberaða stundina þegar er Kristján ekki aðeins búinn að finna nýjar brautir innan teikningar- innar, heldur er hann ennfemur bú- inn að sprengja utan af sér myndlist- arrammann. Við getum ekki síður skilgreint þessi verk sem bókmenn- taleg, — ritlist í ætt við konkret-ljóð. Allt frá upphafí virðist list Krist- jáns Guðmundssonar íjalla um list- ina með stóru L-i, hvort sem það er með jákvæðum eða neikvæðum' formerkjum. I fyrri verkum lista- mannsins miðast allt við að géra list- ina ekki að list í hefðbundnum skiln- ingi, heldur hefta hana og loka frá allri löngun, ímyndun og hillingum, sem annars gæfu henni vængi. Verkin voru lokuð utan um eigin kenningar og klifun. Á síðustu árum hefur Kristján hins vegar opnað fyr- ir þátttöku áhorfandans í verkum sínum, líkt og fleiri concept-lista- menn áttunda áfatugsins, og boðið honum að njóta fagurfræðilegra unaðssemda myndverksins. Merk- ingarkjarnanum hefur verið sundrað og í stað hans er komið, svo að not- uð séu orð listamannsins sjálfs, „burðarafl hráefnisins — staðbundin orka þess.“ Kristján Guómundsson: Án titils 1986. sköpun á sér stað! I þessum verkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.