Morgunblaðið - 28.01.1989, Síða 6

Morgunblaðið - 28.01.1989, Síða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Einar Guömundsson skrifar frá Diisseldorf: ■ Meg Webster: „Jörft“. „Binationale í tveimur heimsborgum fóru samtímis fram myndlistársýningar undir yfirsettri fyrirsögn. „Þýzk myndlist og amerísk myndlist á ofanverðum áttunda áratugnum“ var aftur á móti undirtitill framtaksins. Diisseldorf og Boston bjuggu til og skiptust svo á sýningum, sem ætlað var að sýna hvað efst væri á baugi í hvoru landi fyrir sig, á myndlistarsviðinu. Stóð undirbúningur yfir í þrjú ár. að er bandaríska framlagið sem hér er ætlunin að íj'aila um; þar er einmitt að finna ýmsa listamenn sem verið er að koma á framfæri í Evrópu. Er því kominn að segja frá viðkomandi nöfnum í Morgunblaðinu; verður stiklað á nokkrum þeim sem oftast heyrast: Jeff Koons, Haim Steinbach, Tim Rollins & K.O.S., Richard Prince, Meyer Vaisman, Robert Gober — og gripið er niður í viðtöl, sem prentuð eru í veglegri sýningarbók, hvar við- komandi listamenn lýsa viðhorfum sínu, og ljósmyndir af viðeigandi verkum fylgja með. Sýningarpláss í Diisseldorf var í húsakynnum Kunstsammlung Nordrhein-Westfalen, Kunsthalle og Kunstverein; allir staðir við Grabbe- platz. Og er þá bezt að gefa nokkrum listamönnum orðið ... Jeff Koons, 1955; býr í New York. Verk hans á sýningunni eru tilvitn- anir í raunveruleikann, hann notar hluti úr daglegu lífi, sem hann lætur steypa eftir í ryðfrítt stál og setur fram sem listaverk. Segist honum svo frá: „Loðvík (XIV) er verk úr ryðfríu stáli, sem hafði mikla þýð- ingu fyrir mína höggmyndagerð þar sem það táknaði lokapunkt þeirrar heildarsýnar er ég gerði mér í hugar- lund um vestræna myndlist. Sjónar- homið líktist tertusneið þar sem annar tveggja skurðflatanna er Loðvík, tákn þess hvað gerist þegar listin var í höndum einvaldskonunga, hvernig hún að lokum endurspeglar egó þeirra, verður glysgjöm og talar svæfandi máli þeirra sem með völdin fara. Á hinum skurðfleti tertusneið- arinnar em Bob Hope og kanínan, sem standa fyrir fjöldann; þegar list- in er framseld almenningi endur- speglar hún um síðir egó fjöldans og að lokum verður þessi list líka glysi að bráð. Loðvík er fyrir mér tákn þess sem kom fyrir listina eftir að henni var gefið frelsi. Tákn þess hvernig listamenn hafa gert sér list- ina að féþúfu. Ég vildi ljá þessu verki falskan lúxusblæ. Þess vegna er það úr gljáandi eðalstáli. Verkið reynir að vera eins tælandi og hægt er, það gerir allt hvað það getur til að fleka áhorfandann. Ég held að verkið fjalli um erfiðleika þess í nútíma þjóðfélagi, að greina muninn á milli fórnarlambs og þess er lamb- inu fómar.“ Haim Steinbach, 1944; búsettur í New York. Hann hefur þetta að segja: „Verk mitt „generic black and white“ er fullt af tilvísunum í popp- list og mínimalisma. Komflexpakk- amir, sem em tiltekin framleiðsla almenns matvælaframleiðanda, sýn- ir mótsagnir markaðssetningar. Hin tilætlaða smækkandi, eða hlutlausa pökkun, minnir á táknræna Brillo- pakka Warhols eða Campell-súpu- dósir hans. Gmnnform hins hvíta rétthyrnings tengist geómetríu þrístrendrar hillunnar. í keramískum draugafígúmm á sér stað sammni popp- og mínimal-listar. Með skírskotun þeirra til líkamans kunna þessar fjöldaframleiddu myndastytt- ur að hafa að inntaki brotthvarf frá óhrekjandi hugmyndakerfi listar og formfræði.“ Tim Rollins, 1955, býr í New York. Hann starfar með börnum er eiga við hegðunarvandamál, lestrar- og námsörðugleika að stríða og hann er sérkennari og listamaður með búsetu í skóla í Bronx. Tim Rollins & K.O.S. (Kids of survival) taka bækur í sundur og líma blaðsíðumar upp á striga. Þá er lesið fyrir hóp- inn, sem síðan gerir skreytingu á tilbúinn flötinn. Þessa aðferð notar kennarinn sem listamaður út á við. Aðspurður um krakkaná, gaf T.R. eftirfarandi svar: „Alveg eins og Hester (söguhetjan) er ranglega dæmd til að búa við fátækt og þögn, þannig er með of marga einstaklinga í South Bronx. Krakkamir em virki- lega inni í mikilvægi þess að vera þau sjálf. Þetta er helzta hvötin á bakvið graffíti — sjálfsstaðfestingu í fjandsamlegu umhverfi. Og þannig er það með okkar „Scarlet Letter", að við tökum ranglátan smánarblett og breytum í glæsilega táknmynd stolts. Við setjum fram okkar túlk- anir sem væm þær bænir. Verk okkar em jafn gagnslaus eða kröft- ug og bænir geta verið.“ Richard Prince, 1949; býr í New York og Los Angeles. Notar brand- ara í verkum sínum, sem em akrýl og silkiþrykk á striga. Á óranslituð- um gmnni stendur brandari: Bleikur fíll, græn kengúra og tveir gulir snákar löbbuðu á barinn. „Þið erað aðeins of snemma í því, piltar," sagði barþjónninn, „hann er rétt ókom- inn.“ — Hvernig það vildi til að hann fór að nota brandara í málverkum sínum? Því svaraði listamaðurinn þannig: „Ég lifi hér. Ég lifi í New York. Ég lifi í Ameríku. Ég lifi í heiminum. Ég lifi á árinu 1988. Þetta kemur til af því að teikna skopmyndir. Þetta kemur til af því að langa til að setja fram staðreynd. Það er ekkert til þess að tjá. Það er ekkert til þess að vera þakklátur fyrir. Það er ekkert til þess að velta vöngum yfir. Mig langaði til að benda á þetta og segja hvað það er. Það er brandari." Meyer Vaisman (fæddur 1960 og. búsettur í New York) segir „portrett- in“ vera karíkatúr af sjálfum sér, sem götulistamaður teiknaði fyrir > Jeff Koons: „Loftvík XIV“. framan Uffizigalleríið. Minntur á það, að gagnrýnendum þætti list hans ekki vera alvarlegs eðlis, benti Vaisman á að þetta væri eins og með kómedíuna,.........sem er mér jafn mikilvæg og hún var impres- sjónistunum og popplistamönnun- um. Einhvern veginn finnst fólki erfitt að kyngja kómedíu þegar hún fer inn á svið myndlistarinnar, sem ætlazt er til að íhugi bara sjálfa sig. Eins og við vitum, þá er afar fínleg- ur strengur á milli tragedíu og kómedíu. Charlie Chaplin útskýrði þetta er hann sagði að tragedían væri lífið í nærmynd og kómedían lífið í fjærmynd." — Listamaðurinn, kornungur og kjaftaglaður, fór úr einu í annað. í upphafi hafði hann reyndar tekið það fram, hvort ekki væri rétt að lýsa því yfir að svona viðtöl væru að mestu leyti skáld- skapur: „í heimi hálfsannleika ber enga nauðsyn til að útskýra hálflyg- ar.“ Robert Gober, fæddur 1954 og búsettur í New York, kaus að láta ekki hafa við sig viðtal.. . Ekkert er nær lagi en það að byggja þessa grein upp á tilvitnun- um, það er alveg í stíl við sýninguna sem sjálf skírskotar í allar áttir lista- sögunnar; það er svonefndur post- modern-andi sem svífur yfir vötnum, kaldhæðinn, goggybbandi, að ógleymdri hinni fjarlægðarlausu fjarlægð listaverkanna frá uppruna sínum. Post-modemismi þykir reyndar vera orðinn útjaskaður merkimiði. Farið er að tala um að gengið sé í garð nýtt tímabil án reglna; sagt er að allt gangi — er þessi nýi tími kallaður post-ideological og einkenni hans sagt vera ríkjandi misnotkun menningarlegra verðmæta. List þessa „hugmyndafræðilausa" tíma er á hinn bóginn líkt við jarðsjálfta- mæli er bregzt við straumum samtí- ðarinnar og hleypir þeim umbreytt- um í gegnum sig í flæði listaverka. Meðfylgjandi Ijósmyndir gefa von- andi nokkra vísbendingu um, hvaða upplýsingum listin er að reyna að koma á framfæri. Mun og gefast tækifæri innan skamms til að fara aftur út í þessa amerísku sálma í Evrópu. Er enda hér frétt á ferð, sem fylgja verður eftir . .. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sveinbjörg' Vilhjálmsdóttir og Ástmar Ólafsson Tveir flyglar eða fjórar hendur Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og Ástmar Ólafsson, píanóleikarar, leika á tónleikum á vegum Musica Nova, í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, klukkan 20.30. Á efhisskránni verða eingöngu verk fyrir tvö píanó og eru það allt 20. aldar verk. Fyrsta verkið sem þau Sveinbjörg og Ástmar leika er Fantasi I, eftir japanska tónskáldið Mariko Kabe. Síðan flytja þau Sónötu eftir Hollendinginn Pýper. Þá em á efn- isskránni verk eftir tvö bresk tón- skáld; Capriccio, Noctumo og polki eftir Lennox Berkeley og Intro- duction and Rondo a la Burlesca og Mazurka Elegica eftir Benjamin Britten. Síðasta verkið á tónleikun- um er eftir John Speight og var sérstaklega samið fyrirþau Svein- björgu og Ástmar. Það er ekki á hveijum degi sem tækifæri gefst til að hlýða á tón- leika fyrir tvö píanó. Halldór Har- aldsson og Gísli Magnússon hafa Ieikið saman sem píanódúó og vom þau Sveinbjörg og Ástmar spurð að því hvers vegna þetta væri svo sjaldgæf sámsetning í tónleika- haldi. „Það er fremur erfitt að koma svonatónleikum saman, því það er eiginlega hvergi hægt að koma tveimur flyglum fyrir í stofu. Síðan er erfitt að nálgast nótur fyrir þessa samsetningu. Við pöntuðum helling af verkum að utan og völdum úr því sem við fengum. Þetta er eina leiðin hér, ef maður ætlar að hafa hljóðfæra skipan sem er ekki mjög

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.