Morgunblaðið - 28.01.1989, Page 7

Morgunblaðið - 28.01.1989, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 B 7 I Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Dag SoLi ílátaðtyndum tíma eftir Óskar Vistdal Róman 1987 eftir Dag Solstad samanstendur af mörgum tilbrigðum við sígilda stefið Ma la recherche du temps perdu“ eða „í leit að týndum tíma“. Sögu- hetjan er sagnfræðing- ur að mennt og bókin fjallar í ríku mæli um skilning á mannkynssögunni. Með hvaða hætti getum við skilið hana og hvemig getum við lýst atburðun- um eins og þeir voru þegar sögu- skilningurinn er háður skilningi okkar á okkur sjálfum? Þessum spumingum er reynt að svara í fjögur hundmð blaðsíðna langri lýsingu á flökkulífi graflarans Fjord úr Sandafirði frá byijun sjö- unda áratugarins til upphafs hins níunda. Þar að auki era fleiri tímaskeið Noregssögunnar skoð- uð í ljósi samtíðar sögumannsins, þ.e.a.s. frá sjónarhóli hinna norsku jafnaðarstefnu árið 1987 — nákvæmlega 100 áram frá því að norski Verkamannaflokkurinn var stofnaður, sú hreyfing sem öðram fremur hefur mótað sögu landsins á þessari öld og þar með söguskilning Fjords og landa hans. Það má kannsi líta á Ró- man 1987 sem eins konar af- mælisrit þeirrar stefnu sem ber aðalábyrgð á nútímasamfélaginu og — að mati bókarinnar — vafa- sömu hugarfari þess. Róman 1987 hefur verið kölluð söguleg skáldsaga sem afneitar sjálfri sér. Aðalpersónan, sem er cand. mag. í sagnfræði, kemst að því að söguritun sé óframkvæm- anleg sökum þess að textinn muni einlægt draga dám af samtíð höf- undarins, að lesandanum ógleymdum. í lýsingu á fortíðinni er söguritarinn ávallt fangi sinnar samtíðar og tímabundinna að- ferða hennar. Þeim sem lítur aftur í tímann er ekki kleift að lýsa því sem eiginlega átti sér stað, honum tekst aðeins að skýra frá því inn- an ramma þeirra skilyrða sem móta skilning hans á eigin samtíð. Þetta era hin óbifanlegu örlög söguritarans, hvort sem hann heitir Dag Solstad, Snorri Sturlu- son eða meistari Absalon Ped- ersson Beyer, hallarpresturinn í Björgvin sem árið 1567 samdi hið veigamikla rit Um Noregsveldi, verkið sem aðalpersónan í Róman 1987 notar sem efnivið í cand. mag. ritgerð sína í sagnfræði. Ytri rammi frásagnarinnar er eigið Iífshlaup Fjords frá tvítugu til rúmlega fertugsaldurs. Áhrifa- mest era námsár hans og því næst sjö ára verksmiðjustarf, samtals 14 ára flökkulíf. Fyrst hittum við hann að loknu stúdentsprófi árið 1961 í Lille- hammer, þar sem hann hefur starfsferil sinn sem blaðamanna- nemi hjá landsmálablaðinu Dag- renningu, málgagni Verka- mannaflokksins í Lillehammer og Guðbrandsdal. Sagan af nemanum Fjord í Lillehammer er hin skemmtileg- asta aflestrar, einkum vegna þess að frásagnarlist Dags Solstad nýtur sín allra best í þessum köfl- um. Hér eru margar kostulegar skopsögur, sem era dæmigerðar fyrir frásagnarhátt hans. Hann opnar sögu sína með því að segja frá ómerkilegum atburði sem hann þróar síðan í átt að kjama málsins, sem í þessari bók er leit söguhetjunnar að því sem hann kallar innihaldsríkt líf eða hinstu rök lífsins sem Fjord ætlar að komast að með því að kanna svo- kölluð leyndarmál mannkynsins. Blaðamennskan reynist ekki vera annað en blindgata í þessari leit; hún hefur ekki upp á annað að bjóða en tómleika og yfirborðs- skilning. í þessu hlutverki lítur Fjord á sjálfan sig sem „fanga augnabliksins", og að hans mati er hvert augnablik fráleitt ef manni tekst ekki að sameina það einhveiju utan þess. Leitin að til- gangsríku lífi felst í því að bijót- ast út úr fangaklefa hins fárán- lega. Fyrsti áf angi á leiðinni úr þessu fangelsi era námsár söguhetjunn- ar við háskólann í Ósló. Þaðan brautskráist hann sem cand. mag. í sagnfræði, með hæstu einkunn, árið 1969 og tekur skömmu síðar við sem lektor í sagnfræði við háskóiann í Lillehammer. En í samræmi við hina akademísku tísku tímans ákveður hann að „próletarísera sig“ — gera sig að öreiga — eftir að hafa orðið fyrir áhrifum frá marx-lenínísmanum, hugmyndum félaga Mao Tse- tungs um nauðsyn þess að stíga niður í alþýðudjúpin til þeirra sem þjást. Fjord lætur háskólakennsl- una lönd og leið og gerist verka- maður í kassagerð til þess að búa starfsfélaga sína undir byltinguna sem hann hyggur standa fyrir dyram. „Ég reyndi að dreifa boð- skapnum um nauðsyn byltingar- innar eins vel og unnt var, en það tókst illa,“ viðurkennir hann. Von- lausri tilraun lektors-öreigans er lýst með nöpra háði. Um leið og Fjord yfirgefur háskólann, býst hann við því að öðlast nýjan skiln- ing á samhengi hlutanna sem muni áuðvelda honum að túlka mannkynssöguna í nýju og sann- ara ljósi. En sjö ára dvöl í óþol- andi tilbreytingarleysi verksmiðj- unnar leiðir ekkert af sér nema andstæðu túlkunarinnar — þögn- ina. Það eina sem honum hefur tekist, er að binda enda á háskóla- feril sinn. Að vísu snýr hann aftur til háskólans í Lillehammer, en aðeins sem lausráðinn stunda- kennari. Við kveðjum hann sem mann sem á enga framtíð fyrir sér. Tilraunin til að öðlast tilgang og samhengi í tilveranni hefur misheppnast. Róman 1987 hefur margt upp á að bjóða: glettnislegt skopskyn, áhrifamikla mælskulist og nána umhverfislýsingu. Sem hug- myndaskáldsaga er hún aftur á móti engin nýjung. Hún fer troðn- ar slóðir sem era vel þekktar úr bókum sem Dag Solstad hefur áður skrifað. Eins og endranær hefur honum að vísu tekist að skapa góðar bókmenntir úr frekar lélegum efniviði. Bókin hefur hlotið fremur mis- jafnar viðtökur. Að sumra mati er hún „skrök af evrópskri gerð“, hvað sem það nú þýðir. Aðrir hneigjast til þeirrar skoðunar að Dag Solstad endurtaki sjálfan sig í of miklum mæli frá einni skáld- sögu til annarrar. En hvað sem því líður. Dag Solstad hefur þegar um aldarijórðungsskeið verið í fremstu röð norskraskáldsagnahöfunda. Með Róman 1987 hefur hann verið tilnefndur af hálfu Norðmanna til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs í Ijórða sinn. Dag Sol- stad er fæddur árið 194 l og hef- ur sent frá sér samtals 18 fagur- bókmenntalégar bækur. Höfiindur er norskur sendi- kennari við Háskóla íslands. I venjuleg." Er ekki orðið aðkallandi að koma tónlistarsafni á laggimar hér? „Það er eiginlega undarlegt að það skuli ekki vera komið, því hér er svo mikil gróska í tónlistarlífínu. Það er mjög erfitt að panta svona nótur erlendis frá, sérstaklega þeg- ar maður getur ekki nýtt nema lítinn hluta af því.“ Sveinbjörgu þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um tónlist. Hún hefur kennt við Tónskóla Sigur- sveins um árabil, er skólastjóri Tón- listarskóla Bessastaðahrepps og hefur tekið virkan þátt í tónleika- haldi hér á landi. Ástmar Ólafsson er hinsvegar að koma fram í fyrsta skipti hér á landi. Eftirtónleikana hjá Musica Nova verður hann síðan einleikari á Háskólatónleikum í Norræna hús- Tónleikar Musica Nova í Norræna húsinu-. Sveinbjörg Vilhjólmsdóttir og Ástmar Ólafsson leika verk eftir 20. aldar tónskóld inu, miðvikudaginn, 1. febrúar, þar sem hann leikur píanósónötu ópus 31, nr. 2, eftir Beethoven og sónötu eftir Sir Michael Tippett. Ástmar er fyrrverandi nemandi Sveinbjargar. Hóf nám hjá henni 15 ára gamall í Tónskóla Sigur- sveins. Hann lauk þaðan burtfarar- prófi árið 1978. Fór þá til London og stundaði nám við Royal Aca- demy of Music í fimm ár. Aðalkenn- ari hans þar var Philip Jenkins. Eftir það var hann í tvö ár í einka- tímum hjá Louis Kentner. Síðan lá leiðin aftur heim til íslands og þijú undanfarin ár hefur hann kennt við Tónskóla Sigursveins, en í haust flutti hann afturtil Bretlands, býr rétt utan við Manchester og segist vera að safna nemendum. Aðspurð- ur um muninn á tónlistarlífínu hér og í Bretlandi sagði Ástmar: „Hér er miklu auðveldara að koma sér áfram og öðlast tónleika- reynslu, því maður getur bara pant- að sér hús og farið að æfa. Hér er hægt að vera virkur ef maður vill það. Þetta er ekki hægt í Bret- landi. Þar er gífurlegt framboð af mjög góðu tónlistarfólki og sam- keppnin er geysihörð, eins og kannski má sjá á því hversu marg- ir breskirtónlistarmenn koma hing- að. Þetta ástand fer versnandi. Ég veit af mörgu mjög frábæra tónlist- arfólki í Bretlandi sem kemst ekki að, vegna þess að þar snýst allt um umboðsmenn og sambönd og það kallar á mjög sérstaka persónuleika að koma sér áfram í þeirri hörku sem þar ríkir. Það er nær óhugs- andi þar, að tónlistarmenn taki sig saman, æfí og haldi síðan tónleika. Ég bý í borg sem er á stærð við Reykjavík; smápláss á breskan mælikvarða og þar er nánast ekk- ert tónlistarlíf. En maður getur allt- af skroppið til Manchester þegar eitthvað er þar að gerast. En konan mín hefur nrjög góða vinnu þama og ég hef mikinn og góðan tíma til að æfa mig. Það er ólíkt því sem var hér heima, því brauðstritið hér er svo tímafrekt og það er svo dýrt að lifa héma, að maður var nánast alltaf að vinna við eitthvað annað. Það má eigin- lega segja að helsti munurinn sé sá, að í Bretlandi getur maður æft og æft, en hér getur maður spilað og spilað. Það má kannski segja að ég sé ágætlega settur, með að geta æft mig í Bretlandi og spilað hér.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.