Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR U. MARZ 1989 B 3 framkalla allt það besta, sem þeir eiga til. En við ákveðnar aðrar að- stæður geta þessar sömu ástir snú- ist upp í ándstæðu sína. Það á við um Fuhrmann og Appolóníu." Maður heyrir oft talað um „samstöðu karlmanna," en í leik- riti þínu er ekki nein sérstök „samstaða kvenna.“ Er hún kannski ekki til? „Konur hafa ekkert kerfi til að vemda á sama hátt og karlmenn, Þessvegna betjast þær ekki með klóm og kjafti til að vernda sameig- inlega hagsmuni. Þeir eru engir : eða að minnsta kost mjög litlir. I þessu verki er svo sem ekki mikil samstaða milli karlmanna heldur. Þetta eru allt einstaklingar og þeir tortímast allir í þessari örlagasögu. Inn í hana koma einstaklingar sem svífast einskis. Það koma lika inn einstaklingar sem em áhorfendur að átökunum, þótt þeir séu um leið þátttakendur. Ég er til dæmis með eina persónu í verkinu, Hans sem er sonur Kat- arínu, sem var ekki til. Hann er minn uppspuni. Mig, vantaði mót- vægi við Fuhrmann, einhvern sem gat sagt honum til syndanna. í ein- um annál er sagt „frú Holm og hennar sonur,“ sem er sennilega prentvilla, en sú villa varð að stórum og mikilvægum þætti í þessu verki.“ Svo eru það hagsmunirnir... „Já, svo em það hagsmunirnir. Katarína Holm er alltaf að tosa sig upp fyrir lýðinn. Það er alltaf til fólk sem hangir utan á þeim sem hafa völd. Samfélagið er fullt af litl- um poturum sem klifrar upp bakið á þeim sem hafa völd. Ef þetta hef- ur átt við á 18. öld, þá á það enn frekar við í dag. En eins og Aristóte- les sagði: „Engi skal þá menn hátt setja, er náttúran vill að lágt sitji, því að þeirra metnaður þrútnar svo skjótt af metorðum, sem lítill lækur af miklu vatni.“ Nú flallar verkið um atburði sem gerðust snemma á 18. öld. En er þetta dæmigert nútíma- verk? „Það verða aðrir að dæma um það. Ég hef aldrei reynt að flokka þetta verk. Ég get bara sagt'fyrir sjálfa mig að ég er undir miklum áhrifum frá Lorca. Ég hugsa mest um nautaat þegar ég er að leikstýra. Ég vil hafa leikhús heitt og grimmt með fullt af flóknum ástríðufullum persónum. Ég nenni ekki að fást við litlar og hamingju- samar ástir.“ Og hvað svo? „Eg veit að þetta er það sem ég á eftir að gera alla ævi. Að skrifa. Mér finnst það hryllilegt og stór- kostlegt í senn. Þetta verk hefur gerbreytt mér sem persónu. Ég hef mest þurft að vera ein og nýta eig- in orku - allt annað hefur þurft að víkja. Ég nálgaðist viðfangsefnið með miklum eldmóð. Síðan hefur allur tíminn farið í að slípa og tálga textann og svo alla sýninguna á sviðinu til að fá út það allra minnsta og tærasta mögulega. Það þótti dálítil klikkun að ætla að leikstýra þessu, ofan á það að skrifa verkið. En það var mér svo mikið mál að hafa ekki fleiri milli- liði milli persónanna og leikaranna. Það er ákaflega mikilvægt að finna fólk sem getur gefið mikið af sjálfu sér. Að fá að velja sjálfur alla áhöfn- ina. Það er ekki hægt að segja þessa sögu nema gefa allt og það sem hefur verið mest virði fyrir mig er að finna þá fyrirvaralausu alúð sem allir leikarar og aðrir í sýningunni hafa sýnt verkinu. Öll vinnan hefur stjómast af löngun til að gera þetta eins gott og hægt er. Þannig að þetta fólk hefur í rauninni tekið þessar persónur í fóstur frá mér. Og ég á þær ekki lengur. Svo verður maður sjálfsagt hræðilega einmana þegar maður hefur endanlega skilað þeim af sér u Viðtal/Súsánna Svavarsdóttir Ljósmyndir/Grímur Bjarnason Þórunn Siguröardóttir leikstjóri Appolónía og Níels að tafli Nýja vatnið Skáldsagan Det nye vannet (Nýja vatnið) er reyndar ékki nýjasta bók höfundar, en samt sem áður höfum við ákveðið að taka hana sérstaklega til umfjöllunar hér, ekki síst vegna þess að fyrirhugað er að gefa hana út á íslensku. Det nye vannet er bæði sakamálasaga og ástarsaga. Sögusviðið er lítið byggðarlag á eyju einhversstaðar úti fyrir Norður-Noregi. Sú mynd sem lesandinn fær af þessu byggðar- Iagi og íbúum þess getur tæplega talist upplífgandi. Neysluvatnið er mengað. Lands- lagið virðist vera mýrarfen eða illkleif fjöll. Það snjóar og rignir á víxl. Persónur sögunn- ar eru vonsviknir kennarar, drykkjurúturinn Karl, öldungurinn Níels, fátækir bændur og sjómenn og Jón, sem ekki er eins og fólk er flest. En hvað er að þá sem gerir þessa skáld- sögu svo athyglisverða og spennandi að les- andinn leggur hana tæplega frá sér fyrr en að lestri loknum? Jú, það er aðalpersóna sög- unnar, Jón. í gegnum hann miðlar höfundurinn upplýs- ingum til lesanda. Lesandinn fær að vita hvað Jón segir en aldrei nema hluta af því sem hann hugsar. Jón er ekki allur þar sem hann er séður. Hann sétur af stað atburðarás sem hann hefur eflaust ekki séð fyrir endann á, en hver hefur þræði hennar í hendi sér og hvar lausn hennar liggur er samspil höfundar og lesanda. Sú mynd sem höfundur gefur af Jóni er bæði innileg og sannfærandi. Hún lýsir miklum skilningi og þekkingu að aðstæðum þeirra sem eru á einhvern hátt homrekur í samfélaginu. Jón er ekki vangefinn en getur þó ekki bjargað sér sjálfur. Hann býr hjá systur sinni Elísabet sem er frásk'lin en á í ástarsam- bandi við kvæntan starfsfélaga sinn, Hans, Jón er mjög háður Elísabetu og honum er illa við Hans sem hann álítur að taki systurina frá honum og eigi sök á því að hún vill flytja burt úr byggðarlaginu, en það óttast Jón mest af öllu. Hann vill hafa allt eins og það var á æskuárunum þegar hann lék sér með vinkonu sinni Lísu. En nú eru bæði Lísa og æskuárin horfin. En það sem í raun og veru knýr atburði sögunnar áfram er hvarf Lísu og sú vitneskja sem Jón kann að hafa um það. * * * Til að varpa ljósi á samband systkinanna er hér þýðing á stuttum kafla úr bókinni: „Hún sat á rúmstokknum þegar hann vakn- aði. Sólin skein skáhallt inn um gluggann úr suðri, svo það hlaut að vera áliðið dags. — Ég gat ekki látið þig sofa Iengur, sagði hún móðurlega. — Hvað ertu annars að gera í rúminu mínu? Hann leit í kringum sig, fyrst um herberg- ið síðan rannsakandi á hana, til að athuga hvort hún hefði nokkuð breyst aftur; hún var nefnilega alltaf að breytast, já hún hafði verið í deiglunni allt frá fæðingu, farið úr einu í annað eftir því sem hugdetturnar komu og fóru. Núna var hún komin yfir þrítugt og var næstum utan seilingar fannst honum, hann sem hafði ekkert breyst allt lífið, gert sig ánægðan með sömu hlutina og verið trúr því besta allan tímann. — Ég heyrði að þú kallaðir, sagði hún. — Varstu með martröð? — Ja... hann mundi það ekki alveg. Hún hafði bólginn munn, rauðar kinnar og var sljó til augnanna eins og alltaf eftir nótt með Hans. Hann horfði á sítt hárið sem alltaf var greitt og fléttað, vafið saman í hnút undir húfu eða skýluklút — það hafði alltaf verið sítt. Núna var það úfið og féll í stórum flókum niður á ávalar axlirnar. Honum fannst það líkjast geislabaug í sólarljósinu og hún engli — hvers vegna var henni svona mikið í mun að flytja frá eynni? Hvers vegna gat hún ekki unað hér, eins og foreldrarnir, afi og amma eða Jon? — Fyrst á að fara að leggja vatn hingað þá þurfum við ekki að flytja, sagði hann. — Við lifum ekki á vatni, sagði hún hlæj- andi. Hann minnti hana á blaðadeilurnar sem höfðu orðið út af þessu vatni síðustu árin, og hún sjálf hafði tekið þátt í, hún og Hans og samkennarar þeirra. — Ég held þú ættir ekki að taka það svo hátíðlega, sagði hún. — Og manstu ekki hvað það var kalt í vet- ur? ískalt allan tímann hvernig sem við kynt- um? Húsið er of gamalt og illa einangrað ... Hann vildi blása lífi í gamalt þrætumál um viðgerðir en hún stöðvaði hann snöggt með því að það kostaði stórfé. Þar að auki væri næstum ekki sála eftir héma úti í eynni. Það voru hennar eigin vinir sem hún átti við, starfsfélagarnir og bæjarstarfsmenn sem nú yfirgáfu bæði skóla og stöðluðu einingahúsin. — Við búum nú hérna, sagði hann. Slakaðu á. Það eru meir en þrír mánuðir þangað til og á þeim tíma verður þú líka bú- inn að skipta um skoðun. Þú átt eftir að kunna vel við þig í bænurri, það er ég alveg hand- viss um. Þér líður miklu betur þar en hérna. Hann hafði enga trú á því. Hann hafði komið til bæjarins — það var ömurlegt þar. — Ég meina það. Mikið eru þetta annars fallegar gæsir. Fékkstu þær niður á tjöm? Við renndum okkur þar á skautum þegar við vorum lítil — manstu eftir því? — Ég fer ekki. — Auðvitað gerirðu það. Komdu nú á fæt- ur, ég er búin að hafa til mat. — Ertu búin að sjá spóluna í tækinu? — Nei, er það eitthvað handa mér? Hann fór niður, tók hana úr myndatökuvél- inni og stakk henni inn á milli hinna spóln- anna í hillunni. Þar stóðu um það bil tvö ár af ævi hans, að mestu leyti einmanaleg skila- boð til Elísabetar, vægar ásakanir og taum- lausar úthellingar. Hún horfði aldrei á þær. Hann náði sér í föt, klæddi sig og gekk fram í eldhús. — Hvað þetta eru dásamlegir fuglar, sagði hún, potaði í einn vænginn og hryllti sig. — Eigum við ekki að hengja þá upp í hjallinn?“ * * * Bókin Det nye vannet minnir um margt á hina kunnu skáldsögu Taijei Vesaas Fuglane (Fuglarnir). Ýmsir gagnrýnendur álíta jafn- vel að Jón í Det nye vannet sé eins konar nútímaútfærsla á Mattis í Fuglane. Aðalpersónumar í báðum bókunum em ungir menn sem ekki geta staðið á eigin fótum í lífinu. Þeir búa báðir hjá eldri systrum sínum sem þeir em mjög háðir og álíta öryggi sínu alvarlega ógnað þegar þær eignast elskhuga. En lengra nær samlíkingin þó ekki. Samfélagið í Fuglane er mun stöðugra og félagsleg samskipti íbúanna allt önnur og já- kvæðari en í Det nye vannet, og síðast en ekki síst eru aðalpersónurnar í sögunum afar ólíkar. Mattis í Fuglane er bæði saklaus og hjálparlaus, en náttúran og dýrin og þó sér- staklega fuglamir gefa lífi hans tilgang og gleði. Jón aftur á móti skýtur fuglana og er upp á kant bæði við náttúrana og samfélagið. Det nye vannet er sérstæð bók sem veitir djúpa innsýn í sálarlíf pilts sem er utanveltu, bók sem vekur til umhugsunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.