Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 • • Gunnar Orn sýnir í New York: Veröld manns og náttúru eftirGunillu Faring-er Sýning á hinum litaglððu, hugmyndariku og eggjandi verkum íslenska málarans Gunnars Araar stendur nú yfir í Achim Moeller Fine Art Gallery í New York. Um er að ræða 14 málverk og flórar hðggmyndir í stein og voru verkin sýnd á tviæringnum I Feneyjum 1988. Munurinn á spillingu, mót- sögnum og stanslausum málamiðlunum raunveruleikans hjá nútímamanninum annars veg- ar og hins vegar óspilltum heimi Gunnars Amar þar sem gagn- kvæm tengsl manns og náttúru eru óslitin er sérstaklega sláandi þar sem myndimar em sýndar hér í sjálfum nomakatlinum Man- hattan. í myndum Gunnars ríkir andi klettaklungra og eyðisanda íslands í landslagi forfeðra okkar þar sem samband manns og nátt- úm er enn eðlilegt, uppmnalegt. Náttúran verður aldrei að leik- Ijöldum eða baksviði heldur vold- ug og sjálfsögð vídd í samleik manna og hálfmenna í myndun- um. Samt sem áður sökkvir lista- maðurinn sér ekki í tilfínninga- sjúkt afturhvarf til fortíðar, hann fegrar ekki ímjmdaða sældarvist frummannsins. Hann túlkar frem- ur órofna áherslu á hið mannlega, óháð tíma, með aðferðum sem sameina íslenska arfleifð og afar frumlega þróun í nútímamyndlist. List Gunnars Amar, sem öll er fígúratív, er gjörsamlega laus við alla tilgerð. Hann notar liti og táknmál expressionismans til að sýna hvað sameinar og hvað skil- ur á milli manns og náttúru, á milli hins mannlega og hins guð- dómlega. Myndimar sýna samskipti manns og náttúm, fyrst og fremst fund karlmannsins og hins kven- lega, með augum karlmanns sem sjálfur er hluti af náttúranni. Fundur karls og konu, stundum er hún dulbúin sem karl, stundum sem eðla að hálfu, slanga eða fisk- ur, en stundum í líki furðuskepnu með höggtennur. Okkur koma strax í hug biblíu- tilvísanir en gengur erfiðlega að finna þeim stað - dulargervin virð- ast fremur vera myndlíkingar sem tákna eldfoma drauma, ef til vill ótta, karlmannsins við kvenlega dulhyggju sem gæti þurrkað út skilin milli manns og náttúra, milli náttúra og menningar. Þetta er önnur sýning Gunnars Amar hjá Achim Moeller Fine Art. Verk eftir hann era á The Solomon R. Guggenheim-safninu „The Poet“ eft- ir Gunnar Örn hér í New York, Nútímalistasafn- inu í Stokkhólmi, Seibu-safninu í Tókíó og söfnum á íslandi. (Höfundur er sænskur blaða- maður og starfar í New York). Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar Stefánsson við hluta þeirra verka sem hann mun sýna seinni hluta mánaðarins í FÍM-salnum við Garðastræti 2. „ Verkin eiga að endurspegla hvað mérfinnst gaman að vera til “ — segir Ragnar Stefánsson listmálari um fyrstu einkasýningu sína Á leið inn í ævintýrið: Sembalsonata um risann og kastalann — íslenskt listamannatríó i New York Listaverkin á þessari sýningu era unnin í harðplast, ál og jám að mestu og önnur viðlíka efni,“ sagði Ragnar Stefánsson myndlistarmaður í samtali við Morgunblaðið um sýningu sem hann opnar í næstu viku í FÍM- salnum Garðastræti 2, en sýningin mun standa frá 17. marz — 4. apríl, liðlega 10 verk. „Þetta eru veggmyndir," sagði Ragnar, „tvívíð verk og sum með þrívídd, en ég nota stundum leikföng í verk mín. Með þessari sýningu er ég að hvíla mig frá penslinum um stund.“ Þetta er fyrsta einkasýning Ragnars, en hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, síöast sýningu udir beram himni við Seltjöm í Grindavík þar sem hann sýndi ásamt tveimur öðram ungum lista- mönnum og vakti sýningin mikla athygli og fékk góða aðsókn, eða um 1.000 manns. Nafn þeirrar sýn- ingar var Undir beram himni. „Þessi sýning er eins konar fram- haíd á málverkinu," sagði Ragnar, „ég velti mikið fyrir mér formum og myndbyggingu og liturinn verð- ur meira afleiðing af forminu. Sum form era skemmtileg, önnur leiðin- leg og þróunin er að einfalda þetta sem mest. í efnistökum á þessari sýningu geng ég einu skrefi lengra en ég hef gert áður í málverkinu. Ég hef notað málmliti, silfur og gull, hef reynt að líkja eftir hlutum til dæmis með því að mála slétta fleti eins og fínustu húsamálarar gera. En nú líki ég ekki lengur eft- ir, fer beint inn í efnið sjálft og til dæmis teikna ég mig inn í harð- plastið með handfræsara. Málverkið er minn bakgrannur, þaðan kem ég, en með þessum vinnubrögðum er ég að hvfla pensilinn um sinn. í nokkram verkanna nota ég leikföng og þannig leyfí ég mér ansi mikið, en verkin eiga að endurspegla hvað mér finnst óstjómlega gaman að vera til. Mörg listaverkin era full af kátínu, önnur alvarlegri. í þeim kemur fram sú þróun sem ég hef stefnt að með því að fara sífellt inn á svæði þar sem ég er að ögra sjálf- um mér. í myndlistamámi lærir maður ákveðin handverk og með mikilli vinnu getur maður orðið góður handverksmaður, en hin fijálsa sköpun vill þá gjaman sitja á hakanum. Ég vil sækja inn á ný svið til þess að ögra sjálfum mér, skapa meiri spennu í markmiðinu að skapa verkin. Viðurkenndir og góðir málarar era stundum að mála sömu myndina í þúsundasta sinn, en þá hættir mjög til þess að mynd- imar verði ekki lengur spennandi. Eins konar kyrrstaða dregur úr sjálfstæðum möguleikum þeirra og hreyfingunni sem fylgir öllu sem lifír er þá haldið niðri. Ég held að það sé mikið atriði að hleypa því fram án þess að ritskoða það of mikið. Mér líkar að fara inn á óvissusvæði og takast á við ný verk- efni. Með því móti er ég þó alls ekki að ögra öðram og maður getur ekki krafist þess að menn séu að breyta breytinganna vegna. Það er ekki eftirsóknarvert að keppast við nýjungar, því þá er maður að bjóða dauðanum heim, en menn verða hins vegar að hafa svigrúm til þess að hreyfa sig á þeim vettvangi sem þeir era að fást við.“ — áj. Sonata fyrir sembal eftir Leif Þórarinsson, var frumflutt af Helgu Ingólfsdóttur semballeikara í New York fyrir skömmu. Eins konar íslenskt listatríó varð til í tengslum við sýningu á verkum Gunnars Amar listmálara í New York, málverk eftir Gunnar Öm, tónverk eftir Leif Þórar- insson og Helga var með tónleika í sýningarsalnum á opnunardaginn. Tónskáldið var viðstatt frumflutn- inginn. Gunnari Emi var upphaflega boðið að sýna málverk í Gallery Arc- him Moeller í New York. Leifur hafði samið Sonötu sem hugleiðingu við eitt málverka Gunnars Amar, Á leið inn í ævintýri, en myndin túlkar risa sem heldur á kastala. Sonata var samin fyrir sembal og þar með var Helga komin inn í listatríóið og leik heila tónleika á sýningunni, en síðan hélt hún til Boston og lék á tónleikum fyrir MIT-háskólann. „Tónleikamir í Gallery Archim Moeller vora haldnir að kvöldi opnun- ardagsins," sagði Helga i samtali við Helga Ingólfsdóttir Morgunblaðið," það voru aðeins boðsgestir, um 40 manns, en mjög skemmtilegt. Leifur samdi Sonötu sem hugleiðingu við eitt málverk Gunnars Amar og málverkið var haft við hliðina á sembalinu á tónleik- unum. Fyrir hlé lék ég baroktónlist en eftir hlé Leif Þórarinsson, frum- flutninginn á Sónötu og Da sinfóníu fyrir sembal. Þessi verk eru í raun ein heild, taka alls 40 mínútur í flutn- igi og ég lék þau í striklotu án þess að hafa hlé á milli. Það var mjög skemmtilegt. Sonata er í mörgum stuttum köflum í fijálsu formi, í raun nokkur stef sem tónskáldið leikur sér með á alla kanta, aftur á bak og áfram. Sömu stef og stefjabrot eru í Fantasíunni, sami efniviðurinn og sonatan byggir á þannig að Sonatan er í raun framhald verksins og því flutti ég það án hlés. Það er feikilega spennandi hvemig Leifur getur unn- ið svona efnivið og mér finnst mjög gaman að fást við þessa tónlist." -á.j. Leifiir Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.