Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 7
e$ej Jtt IRiÓASSifÆSJM 0i9A,taKuafl0M MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 B 7 Beethoven, Chopin, Debussy og Ravel: Guðmundur Magnússon píanó- leikari í Islensku óperunni TjTrrrrareirTT Aðrir tónleikamir í tónleika- röð EPTA (Evrópusambands píanókennara) á þessu vormiss- eri verða í íslensku óperunni mánudaginn 13. mars næstkom- andi. Á þessum tónleikum verður það Guðmundur Magnússon sem leikur verk eftir Beethoven, Chopin, Debussy og Ravel. Guðmundur Magnússon er upp- runalega Rangæingur, en fluttist á unglingsaldri til Reykjavíkur. Hann hóf nám í píanó- leik níu ára gamall og þegar til Reykjavíkur kom, settist hann í Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk píanókennaraprófi þaðan 1979 og aðalkennarar hans voru þau Margrét Eiríksdóttir og Ámi Kristj- ánsson. Guðmundur hélt til fram- haldsnáms í Þýskalandi árið 1980 við Tónlistarháskólann í Köln. Það- an lauk hann burtfararprófi 1983 og tók síðan tveggja ára fram- haldsnám við sama skóla. Frá 1985 hefur Guðmundur aðal- lega fengist við kennslu, í Tónlistar- skólanum í Garðabæ, Keflavík og á Seltjamamesi. Hann hefur haldið tónleika víða um land og var í vet- ur einleikari með Sinfóníuhljóm- sveit íslands; á Egilsstöðum í sept- ember og í Reykjavík í janúar. Hann var spurður hvort hann hefði reiknað með að fara út í kennslu, meðan á námi stóð. „Mér var alltaf Ijóst að aðalstarf mitt yrði við kennslu," svaraði Guð- mundur. „Markaðurinn hér er ein- faldlega of lítill, til að hægt sé að stunda tónleikahald eingöngu. En auðvitað tekur maður þátt í tónleik- um eins oft og unnt er — og það kostar stöðuga vinnu. Maður má aldrei fara úr þjálfun, því það er svo mikið átak að koma sér af stað aftur. En það er gífurleg vinna að vera í fullri kennslu og ætla að halda sér í þjálfun." Hvað geturðu sagt mér um efnis- skrána á tónleikunum hjá þér? „Hún er mjög hefðbundin. Deb- ussy og Ravel era náttúrlega löngu orðnir klassískir, þótt þeir séu 20. aldar tónskáld. Eg hef ekkert leikið tónlist sem er samin eftir 1950. Skólinn sem ég var í leggur ekki mikla áherslu á að maður leiki þá tónlist sem verið er að semja í dag. Það má kannski segja að þar gæti einhverrar íhaldssemi." Af hveiju velurðu hefðbundna efnisskrá? „Það er nú svo að það var ekk- ert ýtt á mann að leika nútímatón- list á meðan maður var í námi. Það er nefnilega töluvert mikill munur á því að leika klassík og nútímatón- list. Menn sérhæfa sig oft þegar þeir fara að leika nútímatónlist, því hún gerir aðrar kröfur til flytjenda — í henni er oft erfið og flókin tækni. Ennþá læt ég mér nægja að leika tónlist frá 1750 til 1950, held mig innan þessara 200 ára. Hinsvegar er hugsanlegt, ef ég fengi eitthvert nútímaverk upp í hendurnar — yrði ýtt út í að leika það — að ég færi að gefa þeirri tónlist meiri gaum.“ Þú byijar tónleikana á verki eft- ir Beethoven. „Já. Ég leik Sónötu í B-dúr ópus 22. Þessi sónata er talin „klassísk- ust,“ hvað varðar form af öllum 32 sónötum Beethovens. Hún er ein af fimm sónötum hans sem heyrast hvað sjaldnast. Það er nokkuð gegnumgangandi að sömu sónöt- uraar era spilaðar — sem er allt í lagi, því þær era mjög góðar. Síðan leik ég tvö verk eftir Chop- in; Barcarolle ópus 60 og Ballade nr. 1 í g-moll ópus 23. Chopin var einna fyrstur til að semja ballöður sem vora hrein hljóðfæratónlist. Ballaðan var áður söngverk við píanóundirleik. Þessi ballaða er meðal þeirra verka hans sem heyr- ast hvað oftast og er mjög dram- atískt verk. Barcarolle er hinsvegar mjög lýrískt verk og er meðal þess seinasta sem Chopin samdi. Og þá er komið að impressionist- unum. Eftir Debussy leik ég Est- ampes og L’isle joyeuse. Estampes er í þremur þáttum. Estampes þýð- -ir „myndir“ og það má segja að höfundur leiti víða fanga í þessu verki. Fyrsti þátturinn heitir „pag- óður“ (hof). Það má segja að í þess- um þætti séu áhrif frá svokallaðri „gamelan“-tónlist frá Indónesíu, sem Debussy kynntist á heimssýn- ingunni í París fyrir 100 áram, eða 1889. Annar þáttur nefnist „Kvöld S Granada“ og hefur mjög spænskt yfírbragð. Það lýsir kvöldstemmn- ingunni í Andalúsíu. Maður heyrir ávæning af arabísku — eða márísku — stefi. Habanara-ryþmi er líka gegnumgangandi í þessum þætti. Þriðji þátturinn nefnist „Garður í regni,“ og á að vera um garða ParSs- arborgar og þar bregður fyrir stef- um úr frönskum þjóðlögum. „L’ile joyeuse“ eða Gleðieyjan er næst. Kveikjan að þessu verki á að hafa verið málverk eftir Vattean og eyj- an á að vera eyja ástargyéjjunnar Afródftu. Seinast leik ég tvö verk eftir Ravel. Eftir hann leik ég Pavante og Alborada del Grazioso. Þessi verk era bæði til f hljómsveitarbún- ingi og fyrir píanó. Pavante er nijög þekkt verk. Alborada, sem á. íslensku heitir „Morgunsöngur tráðsins“, er rpjög spænskt verk. Það ber spænskt heiti, sem er iryög sjaldgæft þjá frönskum tónskáld- um. Þetta er danskennt verk og er mjög fjöragt og leikandi — með rólegum millikafla." ssv Eru leikstjórar vanmetnir? - eftirSigurð Karlsson Leikhúsfræðingar hafa að undanförnu haldið uppi um- ræðu um hlutverk leikstjóra og mat á starfí þeirra á síðum Morg- unblaðsins og mun umræðan hafa byijað með grein Hávars Sigur- jónssonar sem sfðan varð Sveini Einarssyni og Jóni Viðari Jónssyni tilefni til greinaskrifa. Umræðan snýst m.a. um það að starf leikstjóra sé stórlega van- metið og leikstjórar fái ekki þá viðurkenningu sem þeim ber fyrir störf sín. Fyrmefndir greinahöf- undar virðast sammála um að við- urkenningarskorturinn starfi m.a. af því að leikstjórar geri of lítið af pvf að kynna starf sitt og gera opinberlega grein fyrir þeim list- rænu hugmyndum sem liggja til grandvallar verkum þeirra. Ekki held ég þó að það væri leið til að auka virðingu leikstjóra- starfsins ef leikstjórar færa að leggja stund á að útskýra verk sín. Ætli hér gildi ekki það sama og f öðram listgreinum að lista- verk sem þarf að útskýra sé ekki gott listaverk? Ef listamaður get- ur ekki komið því til skila í verki hvað fyrir honum vakir þá bætir það litlu við að segja frá því með öðram hætti. Hvaða viðurkenning er það svo sem verið er að auglýsa eftir og mönnum finnst leikstjórar ekki fá? Kvartað er yfir því að gagnrýn- endur fjalli ekki af nægum skiln- ingi um verk leikstjóra og bent er á að leikstjórar séu ekki í hópi þeirra sem fá listamannalaun. Ef það er sú eina upphefð sem menn sakna leikstjóram til handa geta þeir varla talist miklu verr settir en flestir aðrir listamenn og mega vel við una. Stundum er það haft til marks um hve gagnrýnendur eru illa starfi sínu vaxnir að þeir hafi ekki getað greint á milli þess hver hlutur leikstjórans er í leiksýningu og hver er hlutur annarra lista- manna leikhússins. En hversu al- varlegt vandamál er það? Leiksýn- ing, eins og hún kemur fyrir sjón- ir áhorfenda, er árangur sam- vinnu margra listamanna sem all- ir eiga sinn hlut að máli. Og oft- ast, einkum þegar þessi samvinna hefiir tekist sem best, getur eng- inn sagt nákvæmlega hver á hvað í leiksýningunni, ekki einu sinni listamennimir sjálfir — hvað þá gagnrýnendur. Þá finnst mér varla taka því að ergja sig yfir því þó þeir, sem útdeila svokölluðum listamanna- launum, hafi ekki séð ástæðu til að heiðra leikstjóra með þeirri „viðurkenningu”. Ég læt liggja á milli hluta hversu dómbærir menn það eru sem þar um fjalla en svo mikið er víst að þeim er falið óvinnandi verk og niðurstaða þeirra engan veginn marktækur dómur um hæfni eða getu lista- manna. (Má reyndar furðu gegna að hægt skuli að fá menn til þess- ara starfa ár eftir ár.) Kannski finnst einhveijum leikstjóram bágt að hafa ekki hlotið náð fyrir augliti þessara úthlutunamefndar en ég geri ráð fyrir að hinir séu fleiri sem láta sér slíkan hégóma í léttu rámi liggja. Ég hef sem sé ekki miklar áhyggjur af því þó leikstjórum finnist þeir ekki fá nægilega opin- bera viðurkenningu fyrir verk sín enda ættu þeir sem era á höttun- um eftir slíku að leita sér annarr- ar vinnu en sem listamenn í leik- húsi. Aftur á móti er annað sem komið hefur upp í þessari umræðu sem ég vil gera að frekara umtals- efni. Ég ætla mér ekki þá dul að skilgreina hér starfssvið eða hlut- verk leikstjórans en mér þykir það einkennileg fullyrðing og vafasöm alhæfing hjá Jóni Viðari að leik- stjóranum beri „fullur og óskorð- aður réttur til að hafa síðasta orðið í listrænum ágreiningsmál- um“ — vegna þess að „verk hans verða vegin og metin — af áhorf- endum, gagnrýnendum og að sjálfsögðu af stjómendum leik- húsanna". Ahorfendur, gagnrýn- endur og stjórnendur leikhúsa vega og meta verk allra þeirra listamanna sem þátt eiga í leik- sýningu og hvers vegna á þá bara leikstjórinn að hafa þennan rétt? Þeim listamönnum leikhússins fer sem betur fer fjölgandi, líka í hópi leikstjóra, sem telja það vafasamt sjónarmið að leikstjór- inn eigi alltaf að hafa „síðasta orðið í listrænum ágreiningsefn- um“, t.d. hvað varðar verk leikar- ans. Það er leikarinn sem á endan- um kemur fram fyrir áhorfendur og þá kann ekki góðri lúkku að stýra að hann sé aðeins að fram- kvæma ákvaiðanir leikstjóra — kannski þvert ofan í eigin listræna sannfæringu — f stað þess að bera fram það verk sem hann hefur skapað sjálfur í samvinnu við leiksijóra. Hér er ekki ætlunin að gera lítið út því hlutverki leikstjórans að hafa forystu um listræna stefnumótun í uppsetningum og halda utan um alla þætti leiksýn- ingarinnar. Og það skal séstak- lega undirstrikað að það er feikn- arlegt starf og mikil ábyrgð sem leikstjóram er jafnan lögð á herð- ar. En leikstjóri sem ekki skilur það grandvallaratriði að góð leik- sýning er árangur af samvinnu listamanna og heldur að leikstjórn felist í því að gefa öðram iista- mönnum fyrirmæli og tilskipanir um hvað þeir eigi að gera og hvemig, mun aldrei verðskulda neina viðurkenningu fyrir störf sín. Því virðist slegið föstu, a.m.k. í grein Sveins og ekki mótmælt af Jóni Viðari, að vanmat á starfi leikstjóra sé fyrst og fremst „út ávið“ en innan leikhússins sé allt á hreinu með þetta mat. Ef sú er raunin skil ég ekki að ástæða sé til að skrifa miklar greinar í blöð um málið; ef leikstjórnin er rétt metinn innan leikhússins má hitt einu gilda. Sannast sagna fér því þó ijarri að innan leikhússins séu allir á einu máli um starfs- svið og hlutverk leikstjóra, á sum- um sviðum má segja að mikilvægi leikstjóra sé ofmetið en á öðram sviðum er það líka vanmetið. Um það mál er þó ekki ástæða til að ræða hér, sú umræða á heima innan leikhússins en ekki í fjöl- miðlum. Höfundur er leikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.