Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 þeim. Brotið, ef brot skyldi kalla, virtist liggja þannig, að þeir urðu að beina hestunum skáhallt undan straumnum. Þannig mjökuðust þeir lengra og lengra niðureftir flóðinu og §ær og ij'ær ströndinni, sem við horfðum af á eftir þeim. Vatnið var stigið uppundir miðjar síður. Úr þessu virtust öll sund lokuð um afturhvarf til sama lands. Og ég beið þess í ofvæni við hvert skref að sjá hvað nú yrði djúpt, næst þegar þeir stigju niður framfætin- um. Sund í þessum brimsollna flaumi myndi kasta hestunum flöt- um, og tveim hraustum drengjum yrði færra á íslandi. En vatnið hélzt í sömu hæð. Það var næstum óskilj- anlegt, að svona mikill og úfínn hafsjór skyldi þó ekki vera dýpri en þetta. Þannig lónuðu þeir áfram snið- hallt undan straumnum all-langan veg niðureftir og röskan þriðjung af breidd árinnar. Þá viku þeir hest- unum til hægri handar og stefndu nú beint yfír að vestra landinu. Við þessa stefnubreytingu urðu hest- amir þverir fyrir straumþunganum og í sömu andrá hóf vatnið sig uppfyrir miðjar síður. Það var ein- manaleg sjón að sjá hestana með mennina einsog svolitlar strýtur uppaf sér sveima þama áfram úti í þessu breiða, fiaumósa hafi, líkt og sökkhlaðna smábáta, og maður stendur á öndinni á fjarlægri strönd og býst við að sjá þá hverfa þá og þegar niður í djúpið. Hvílíkir undra- kraftar, sem þessum blessuðum skepnum hljóta að vera gefnir, að geta staðið af sér þvílíka straum- skriðu, sem bylur á þeim hvíldar- laust uppfyrir miðjar síður! Þegar þeir áttu ófarinn allt að þriðjung vatnsbreiðunnar, breyttu þeir enn um stefnu og bmtust nú skáhallt á móti flaumþunganum. Straumflugið brotnaði hvítfyssandi á bijóstum þeirra og klauf sig freyð- andi aftur með síðunum, og þeir sýndust streitast áfram í rykkjum. Hægt og hægt mjókkaði hafið milli þeirra og vesturstrandarinnar. Og loksins — guði sé lof — sjáum við hilla undir þá uppi á sólbjartri ströndinni fyrir handan, næstum beint á móti þar sem við biðum. Hér virtist afstaðið óskiljanlegasta kraftaverk í heimi. Þeir höfðu enga viðstöðu á vest- urströndinni. Það varð að hafa hraðan á. Þetta brot gat breytzt í ófæm á stuttri stund. Þeir lögðu hestunum tafarlaust aftur útí og röktu sig sömu krókaleiðina til baka, og nú sýndist vatnið stíga ívið hærra en þegar þeir fóru vest- uryfir. Var þetta brot að verða ófært? Mér fannst einsog þeir kæmu úr svaðilför úr fjarlægu landi, þegar þeir komu seint og síðar meir aftur uppá ströndina til okkar. Vatnið streýmdi niðurúr hestunum, og mér sýndist þeim hlyti að vera ákaflega kalt. Samstundis tókum við að tygja okkur til. Gjarðimar vom hertar. Svo fómm við á bak. Löguðum okkur til í hnakknum. Mátuðum fyrir taumhaldinu. Gefðu tauminn hálf lausan! Stattu ekki í ístöðunum! Haltu þér fast í faxið! Horfðu ekki á strauminn! Einblíndu á Lóma- gnúp. Hún heyrir ekkert... Hest- amir vom komnir á rás fram af hafsbakkanum. Fýrst Runólfur í Skaftafelli, svo Runólfur í Svína- felli og pósturinn með Margréti á milli sín og ég fast á eftir þeim. Runólfur reið forstreymis og hélt um tauminn á hesti Margrétar. TTT>--n---1-rTT-I-------1--n-r—<---- Pósturinn hinumegin og hafði gæt- ur á hreyfingum hennar í hnakkn- um. Vatnið var komið uppí kvið og þiýstist í sama vetfangi uppá miðj- ar síður. Hestamir svömluðu skref fyrir skref sniðhallt niðureftir straumflákanum. Stundum var ein- sog þeir svifu í rykkjum afturábak. Ef hestur hrasaði fæti, þá væri allt búið. Ef straumflugið skákaði hon- um tvö skref til vinstri, þá væri ekkert fyrir nema botnlaus dauðinn. Það er ekkert annað líf til, þegar maður er staddur útií miðri Skeið- ará eftir fímm daga haustrigningu. Bilið milli okkar og austurlandsins varð breiðara og breiðara. Vestur- ströndin var ennþá í órafjarlægð. Loks sneri Runólfur í Skaftafelli hesti sínum þvert vesturyfír. Við fylgdum á eftir. Straumflugið hopp- aði uppfyrir miðjar síður. Hestarnir hölluðu sér ennþá meira á móti vatnsaflinu. Stundum var einsog þeir lægju flatir í vatninu. Stundum eins og þeir hentust til hliðar uppá móti straumnum. Stundum einsog þeir losnuðu við botninn og flytu með flaumiðunni. Straumhafíð valt áfram í einni lotulausri síbreiðu einsog stormúfínn brimsjór, kolmó- rautt og hamslaust. Allt umhverfis sýndist á ferð og flugi. Vestur- ströndin rann upptil jökla einsog endalaus trossa af jámbrautarlest- um. Skýlaust himinheiðið hring- hvolfdist yfír höfði okkar. Og Lóma- gnúpur, sem átti að halda Margréti lóðréttri á hestinum, var á harða- hlaupum inntil óbyggða. Þarna sit- ur hún í hnakknum, elskan litla, og riðar dálítið útí hliðamar, dregst annað veifið að straumnum, einsog hún sé dáleidd af seiðmögnuðum hreimi einhverra kynngikrafta, en svo er einsog hún rámki við sér og tekst að tosa sér aftur uppí lóðrétta stellingu. Runólfur og póstur ríða meðfram hesti hennar. Og nú titrar hún af átökunum að halda sér í faxið. Ég gæti þess að halda hesti mínum straumhallt aftan við höm- ina á hrossi hennar. Það er alltaf vissara að vera ofantil á brotinu. Straumfossinn bylur á hestinum og flýgur framhjá okkur í ótal myndum og teiknum; bungandi hólar, upp- mjóar strýtur og strókar, hring- sveipir, sem líkjast óðum hundum, sem hlaupa kringum skottið á sér, veltandi holskeflur, risavaxnar kryppur, sem skjótast uppúr jökul- morinu, — ein svarrandi flaum- breiða trylltra kynjamynda, sem geysast uppá yfírboðið og sogast niðurí leirmyrkrið í þrotlausum umskiptum og endurtekningum. Loksins sneri Runólfur í Skafta- felli hesti sínum skáhallt uppí strauminn. Síðan viku þau Runólfur í Svínafelli og pósturinn og Margrét hestum sínum í sömu stefnu og svo ég mínum. Straumurinn valt hvítfreyðandi uppá bóghnútur á hestunum og bullaði í gúlgrandi Morgunblaðið/Ól.K.M. görðum afturmeð síðunum, og nú virtust þeir hendast áfram uppeftir vatnsflóðinu eins og þeir væru í kapphlaupum við eimvagnatross- una á vesturströndinni. En í raun réttri boluðu þeir sig áfram hægt og sígandi á móti straumaflinu, sem gnúði á bijóstum þeirra. Skref fyrir d/ 'C $ 6-K c % jjc^U'K cUCO-H éff&t 'hoe.Í A<j úrrnUecjcHT &A cdCra. 'pett'rcx 0<j nx4~, £4 'fCLyn du. cc% frcja. nmtcj ■Ccyip d xHtðcC'íéa. ctý'motócí* <píx o ) i cncorrt OJrrS Orrctr^í 'Kcm - CW tötpX4Ór Jflfai £<$ \0ccr -jtÍJcnio-t<j ejtxsiluf-rct £4lond<*- o— TC4-r\«l44Í V ei OrírCi. /jirSo., xi C rusf/n <44 {iÁ4^AxcJ4<X ci'líots Uciyta <J-cjr Wmcmd-i <6<toma.) £rm- (sirm <6-rrí> cfzj x!n'l/t n <jccr -fvf- é&o/o. Ctcyfa. yncoyxot. ‘Zfif-O fiíj /cj 'VnCnCt tccccsi ftdm ÍiA pcrt, A , oxj rj'KoTO ct cc2 fi4jcj/c<. pe-votc -Ve-tx/Cf’jcJSa. t j-tf.i'TT rnoyta. £4 rx-i icö-j Onecfn cc <j.<i fxa-ncAj ptcjcct l/t'Zlc'a ptrn *)£4 pl'í ■'ái’Zt f/T.'tntct. Aíz J 'trÍ04'tc\ /cTOC-rdTÍj fi-l'yíy->toc Ac’ifXnSyn- . jcct /< j-cs/cc c/ct -l 'l-m tcc l < Ci 14 (l- CJ ‘ýj C’T cy. «4 'j(4cv-ö cc<Da-yt. skref þokuðumst við sniðhallt nær vesturströndinni. Þetta sýndist aldrei ætla að taka enda. Ennþá bogaði vatnið uppá miðjar síður. Seint og síðar meir tók þó hestana að bera hærra yfir straumflötinn. Hann varð í kvið, svo í hné, síðan milli hnés og hófskeggs, og að-end- ingu hófu þeir sig uppá sólbakaða strönd fyrirheitna landsins, gegn- væstir og kaldir, hristu sig, frísuðu og lötruðu svo áfram. Ég leit snöggvast um öxl. Þá fyrst skildi ég það innanfrá, að hér hafði gerzt eitt af furðulegustu átökum í vatna- sögu Islendinga. Er nú Skeiðará búin? Skeiðará búin? Maður veit aldrei, hvenær Skeiðará er búin. Það er ekki stanzað. Það er einsog ennþá sé eitthvað eftir. Það er alltaf siður að stanza, þegar allt er búið. Það er víst ekki ennþá allt búið. Og það leið ekki á löngu. Rétt fyrir framan okkur brunar fram stærðar vatns- fall, nýtt Markarfljót. Ennþá foss- andi straumur uppá miðjar síður. Er Skeiðará nú búin? Við riðum vestur dálítinn aur- rima, og handan við hann valt fram ennþá annað stórfljót uppundir miðjar síður. Vestan við það lá leið okkar uppá allháa sandöldu. Þaðan sást yfir miklar víðáttur. Skeiðará var loksins búin. Ég dró úrið uppúr vasanum. Það vantaði tíu mínútur í tíu. Nákvæmlega tvær klukku- stundir höfðum við verið að komast yfír Skeiðará. Og okkur var innan- bijósts einsog engir erfiðleikar yrðu framar til í lífínu, og þó voru ekki nema liðugir 20 kílómetrar útað Núpsvötnunum með sandbleytum í botni. Við fórum af baki á sandöld- unni, því að nú var allt búið. Mar- grét tók upp sígarettupakka og bauð samferðamönnunum. Dag- málasólin skein í fögru heiði. I norð- austri fyrir handan vatnabreiðuna stóð Skaftafell í grænum sumar- ljóma. Þama neðantil í hæðartung- unni, niðri undir sandinum, djarfar fyrir gilinu, kannski fegursta bletti á öllu íslandi. í norðri og norð- vestri blasa við leirgráir skriðjöklar. Þeir búa til Skeiðará. í suðri og vestri umgerðarlaus sandslétta með tíbrá og hillingum. Lómagnúpur við heiðan himin lengst í vestri. Vatnið gufar upp af hestunum og gráir kerlingarreykir standa hér og þar upp úr heitri sandauðninni. Svo kvaddi Runólfur í Skaftafelli og hélt af stað heimleiðis. Við biðum á sandöldunni, meðan hann var að komast austuryfir vatnaflákana. En hvað hann sýndist langt frá guði, þar sem hann stóð eins og lítill tittur upp úr vatnshafinu í flarska. Ég gekk fram og aftur um sand- ölduna og orti hjartnæmasta ástar- kvæði, sem ort hefur verið á íslenzka tungu. Það hefur aldrei verið birt á prenti. En það er verið að kompónera lag við það vesturí Ameríku. Hvað er EPTA? egar röð píanótónleika á vegum íslandsdeildar EPTA fór af stað 20. febrúar sl. með tónleikum Þorsteins Gauta Sig- urðssonar varð okkur í stjóm EPTA ljóst, að fjöldi fólks sem að jafnaði sækir tónleika hafði óljósar hug- myndir um hvað EPTA er. Til að upplýsa þá sem áhuga hafa og leið- rétta um leið villandi hugmyndir um markmið og starf EPTA sem fram hafa komið eru þessar línur ritaðar. EPTA er skammstöfun fyrir European Piano Teachers Assoc- iation (Evrópusamband píanókenn- ara). EPTA stofnaði rúmenskur píanókennari sem kennt hefur við Guildhall School of Music í London, Carola Grindea, í marsmánuði 1978. Markmið sambandsins er þríþætt: 1) að vinna að því að bæta píanókennslu; 2) að efla samvinnu og kynningu píanóleikara og píanó- kennara; og 3) að beita sér fyrir námskeiðum og ráðstefnum, þar sem kennarar geta borið saman hugmyndir sínar og viðhorf til píanóicennslu. Rétt til að gerast félagar eiga píanókennarar, píanó- leikarar, píanónemendur og allir þeir, sem áhuga hafa píanóleik og píanókennslu. EPTA hefur haldið árlegar ráð- stefnur allt frá stofnun þess á Eng- landi, sem hafa orðið stærri og umfangsmeiri með ári hveiju. Einn- ig eru haldin námskeið og minni ráðstefnur í flestum aðildarlöndun- um, en aðalráðstefna EPTA er hald- in árlega í einu aðildarlandanna og skiptast löndin á að halda hana. EPTA gefur út tímarit um píanó- kennslu, Piano Joumal, sem dreift er til allra aðildarlandanna. Þá hef- ur EPTA komið á fót upplýsinga- miðstöð í London, Þar sem unnt er að sjá allar nýjar bækur og nótur um píanóleik, hljóð- og myndbands- upptökur af þekktum kennurum og píanóleikurum o.fl. Það sem fram kemur á ráðstefnum, svo sem „Master-class", fyrirlestrar, sýni- kennsla, fyrirlestur-tónleikar, tón- leikar o.fl., er oftast tekið upp á myndband og er fáanlegt frá upp- lýsingamiðstöðinni. Frá stofnun EPTA fyrir 11 áram hefur vöxtur þess verið mjög ör. Þess má geta að ísland var fyrsta landið sem gekk í sambandið (1979), en síðan hafa flest lönd V—Evrópu gengið í það eða 13 lönd. Stöku kennarar frá A-Evrópu hafa sótt ráðstefnur EPTA, en nú era A-Þýskaland, Tékkóslóvakía og Sovétríkin að kanna inngöngu í sambandið, sem yrði sannarlega mikill ávinningur. Þá eru EPTA- deildir á Ítalíu og Tyrklandi um það bil að sjá dagsins Ijós. Auk Evrópu- landa hafa þekktir kennarar og píanóleikarar frá Bandaríkjunum, Israel, ýmsum löndum Asíu og jafn- vel frá Ástralíu og Japan sótt ráð- stefnur sambandsins í Evrópu (Fé- lag japanskra píanókennara hefur reyndar félagsleg tengsl við EPTA). Af þessu má sjá að Evrópusam- band píanókennara hefur eflst gífurlega undanfarin ár og hleypt nýju Iífí í píanókennslu í mörgum löndum, frætt og upplýst, eytt mis- skilningi og komið á tengslum milli kennara í ýmsum löndum. Hingað til lands hafa allmargir þekktir kennarar og píanóleikarar komið og haldið námskeið og tónleika á vegum EPTA. Þá hafa íslenskir píanóleikarar og kennarar farið og haldið tónleika og fyrirlestur-tón- leika bæði á Englandi og í öðram löndum Evrópu. Þar má auk undir- ritaðs nefna Jónas Ingimundarson, Gísla Magnússon ásamt undirrituð- um (tvö píanó), Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur, Guðmund Magnús- son, Þorstein Gauta Sigurðsson og Snorra S. Birgisson. Halldór Haraldsson (formaður íslandsdeildar EPTA)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.