Alþýðublaðið - 22.10.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.10.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ <j>Qrmingar-úrin, í gull-, silfur- og nikkelkössum, er eins og venja er til, lang1 ódLýrost hjá Æéfri cffljalÍQsteó, JSaugavog 23. vantar til að bera Alþýðublaðið til kaupenda. Komið í dag á afgreiðsluna. Triilofunarhringar. Fjölbreytt úrval altaf fyrirliggjandi af trúlofunarhringum. Pétur Hjaltested, Laugaveg 23. Fulltrúaráðsfundur verður á laugardaginn kl. 9 síðd. á venjulegum stað. Burtför skipsins tii V e s t f j a r ð a er frestað til mánudagskvölds. Típqam andinn. Amerisk /andnemasaga. (Framh.) „Þetta er bara iausafrétt", mælti einn piltanna, „Hrólfur er nýbúinn að segja okkur söguna; hann sagði, að enginn í Lexing- ton tryði hersni". „Þá hefir Hróifi skjátlast", sagði Nathan biíðlega; „eg get fullviss- að ykkur um það, að meðfram atlri Kentuckyánni sjást spor rauð- skinna. En eg hefi sagt sögu mína, og ef þú vinur minn, To- mas Bruce, gefur mér púður og blý fyrir skinnin mín, þá fer eg leiðar minnar*'. „Það er synd og skömm að því, að eyða því handa manni, sem notar það að eins til að skjóta hirti, birni og skógarfugla með“, sagði Bruce, „en ekki má láta mann svelta til dauðs. Farðu með syni mínum til búðarinnar, hann mun láta þig fá, það sem skinnin þín kosta”. Að svo mæltu sneri hann sér á hæl, og fór með Forrester liðs- foringja tii baka til vígisins, þar sem kvöidverðurinn beið þeirra. Telie Doe. Edith Forrester, sem orðinn var dauðuppgefin af hinni löngu leið, varð glöð, þegar hún gat lagst til hvíldar, að loknum kvöldverði. Meðan hún var að afklæða sig í herberginu, sem henni hafði verið vísað til, skaust Telie Doe alt í einu inn úr dyruaum. „Hvað sendir þig til mín, svo síðla?“ spurði Edith hissa. „Eg hefi heyrt, að þá sért hefðarmey", svaraði Telie eftir nokkurt hik með lágri, en hrærðri röddu, „og að þú hafir eitt sinn haft.um þig marga þjóna; og nú ert þú kominn hingað f skógana og meðal ókunnugra. Taktu mig með þér, eg er skógunum vön og vil verða þerna þín“. „Þú?“ hrópaði Edith undrandi, „það mundi móðir þín víst ekki leyfa“, „Móðir mín?“ hvíslaði Telie, „eg á enga móðir lengur, og enga ættingja". „Hvað þá? Bruce ofursti et þá ekki faðir þinn?“ „Nei, eg er föðurlaus. — Jú, eg á reyndar föður; en — hana er — hann er — hann er orðínn rauðskinni". Orð þessi, sem hún hvíslaði, voru sv® blandin auðmýkt og angurværð, að Edith varð hrærð við. Telie las samúðina J hinum fögru andlitsdráttum ókunnu mær- innar, laut niður að hendi hennar og snart hana með vörura sínum. „Eg má skammast mín að vera þerna", hélt Telie áfram, „og hversu sem eg er fátæk og távís, get eg þó orðið þér að liði. fá, hefðarmey", bætti hún við áköf í máli, „eg get unnið þér meira gagn, en þú heidur, og þig mun aldrei iðra þess að hafa tekið mig í þína þjónustu, því eg kann alt það, sem kona þarf að sýsla við í ókunnu landi, og þú ekki veist deiii á". Greriö svo vel og lítið inn í verzlunina Von og kaupið til vetrarins egta harðfisk, stein- bít og rikling, íslenzkt smjör við, hangikjöt, ágætur lax reyktu r, saltfiskur þur, kæfa nr. i, kjöt nýtt, ostar margar tegundir, baun- ir, hrísgrjón, ssgaógijón, hveiti nr. i, haframjöl, jarðeplamjöl, dósa- mjóikin góða, túgmjöl, kandísr strausykur, kex margar tegundir< kaffi, export, te, cakaó og margt fleira. Líki ykkur viðskiftin, segið öðrum. Lfki ykkur ekki, segið tnét- Virðingaríylst. Cíuimar Sigurðsson. Sfmi 448. Sími 448'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.