Morgunblaðið - 01.04.1989, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989
„Kvenverkamadur, “ 1933.
„Stúlka meó rauóa stöng, ‘
1932-33.
m „Súprcmatismi, “ 1921—27 (?)
■ „Eng-
lendingur
i
Moskvu, “
1914.
ALLT SEM ER EKKIFAGURT í SJALFU SÉR
VERÐURFAGURT
ÞEGAR ÞAÐ ER SETT FRAM Á LISTRÆNAN HÁTT."
að er búið að
vekja Rússland;
lifi listin! Þökk
j sé Malewitsch."
' Tilvitnuð orð
voru skrifuð í
gestabók Rúss-
neska listasafns-
ins í Leníngrad í nóvemberbyrjun
1988. Þá var í fyrsta skipti opnuð
yfirlitssýning á verkum Kazimir
Malewitsch (1878-1935), þar sem
öllum þáttum myndgerðar hans voru
gerð skil. Malewitsch er talinn til
mikilvægustu brautryðjenda ab-
straktlisarinnar, ásamt Kandinsky
og Mondrian; hann er jafnvel sagður
hafa orðið fyrstur listamanna til að
koma fram með óhlutbundið mál-
verk. Árið 1915 sýndi hann svartan
ferning á hvítum grunni — og þar
með var kominn súprematisminn.
Þá fór nefnd yfirlitssýning til
Moskvu og var þar sett upp í Tretj-
akov-galleríinu fyrr á þessu ári; og
nú síðast er viðkomustaður Stedelijk
Museum, Amsterdam. í nefndum
borgum er einmitt að finna þijú
helztu söfn verka Malewitsch. Það,
að tekizt hefur að ná þessum safna
verkum saman og mynda eina sýn-
ingarheild, er í fyrsta skipti sem slíkt
var hægt. Er það til marks um
umbótastefnu Gorbatsjovs, perestro-
ika; og lýsandi tákn um breytt sam-
skipti milli Austurs og Vesturs er
sýningin í Amsterdam. Hún er við-
burður ársins í myndlistarheiminum.
Malewitsch fæddist í Kiev og voru
foreldrar hans af pólskum uppruna.
í uppvextinum vaknaði hjá honum
sterk hvöt til að mála náttúruna og
sitt næsta umhverfi; hann fikraði sig
áfram með pentskúfinn af eigin
rammleik til að byija með. — Þá var
milikafli, þar sem hann fór í gegnum
fimm ára nám í landbúnaðarskóla.
En að lokum tókst honum að kom-
ast inn á listaakademíuna í Kiev.
Málaraferill gekk þannig fyrir sig,
að smám saman fékk Malewitsch
nýja sýn á náttúruna. Náttúran varð
ekki lengur málað samansafn hluta
á lérefti, heldur meira leikur með
ljós og liti. Hann færðist frá rússn-
eskum natúralisma yfir til þess im-
pressjónisma er átti franskar rætur.
Til Moskvu flutti Malewitsch í
árslok 1905, til þess að verða sér
úti um frekari skólun og taka þátt
í ólgandi listalífi. Myndgerð hans fer
í gegnum symbólisma og síð-impres-
sjónisma. — Það er upptendraður
áhugi samtíðarmanna fyrir þjóðlegu,
rússnesku málverki: Malewitsch
enduruppgötvar íkona- og alþýðu-
list. I sjálfsævisögu skrifaði hann:
„Viðkynning mín af list íkonsins
sannfærði mig um, að málið snýst
hvorki um anatómíu 'eða fjarvídd,
■ „Súprematismi (meó 8 rauóum
rétthymingum), “ 1915.
né það að myndgera sjálfa náttúr-
una, heldur það að skynja listina og
listrænan veruleika í gegnum tilfinn-
ingarnar. Með öðrum orðum, sá ég,
að veruleikinn eða þemað er nokkuð
sem umbreytist yfir í hugkvæmileg-
asta form þess er risið getur upp
úr djúpum fagurfræðinnar. Allt sem
er ekki fagurt í sjálfu sér verður
fagurt þegar það er sett fram á list-
rænan hátt.“
Áfram liggur leið — í gegnum
ný-primitívisma má rekja þróunar-
ferilinn, þar sem bændur og náttúr-
an eru viðfangsefni — og er svo loks-
ins komið að þætti kúbismans. Síðla
árs, 1912, sýnir Malewitsch í fyrsta
skipti abstrakt, kúbískt málverk á
sýningum í Moskvu og Skt. Péturs-
borg Rússland var á þessum tíma í