Morgunblaðið - 29.04.1989, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.04.1989, Qupperneq 3
neita honum um tækifæri að leita sér fyrirgefningar þessa heims með iðrun og yfirbót. Viðstaddir undrast að hún skuli bera í bætifláka fyrir slíkan mann. Karlmennirnir hafa formælt Tannháuser og álasað hon- um fyrir þann glæp að hafa dvalið í dyngju Venusar. Þegar Tannháuser verður ljóst hve alvarlegur glæpur hans er, þá er sem sektarkenndin yfirbugi hann gersamlega. Þá hljómar fagur sjö- radda söngur: 21. — Ein Engel stieg aus lichtem Ather. — Hann rís að tignarlegu hámarki. Sannarlega með því besta í drama- tík Wagners en því miður æði oft misþyrmt með vondum söng. Nú deila menn um þetta unz landgreifínn býður fram lausn: 22. — Ein furchtbares Verbrech- en . . . Versammelt sind. — Raddir pílagrímanna hljóma nú í dalnum. Landgreifmn kunngerir skilyrði þess að Tannháuser megi á ný hljóta fyrirgefningu: Hann á að slást í för pfla- grímanna til Róms: 23. — Mit ihnen sollst du wallen. — Þar geti hann leitað á náðir páfa og beðið sér fyrirgefningar. En hljóti hann ekki syndaaflausn má hann aldrei snúa aftur og skal vera réttdræpur ef hann brýtur gegn því. Við heyrum söng pflagrímanna er þeir halda af stað: 24. — Nach Rome. — Tannháuser gengur af stað með pilagrímunum og hefur Rómar- göngu sína. 3. þáttur. Enn erum við í Wartburg-daln- um. Sama svið og í 1. þætti, 2. atriði. Það er haust — og tekið að kvölda. Elísabet er hvítklædd (ath. vísun í brúðarklæði) og krýpur við kross- inn í innilegri bæn. Wolfram stend- ur álengdar og horfir á hana ástúð- legum augum. Hann syngur dapur- legt resetatív (sunginn framsagnar- kafli, eins konar söngles). Hann vonar að bænir hennar um að Tann- háuser snúi aftur megi rætast: 25. — Wohl wusst’ich hier. — Söngur pílagrímanna heyrist í fjarlægð. Þeir hafa snúið aftur frá Rómaborg: 26. — Begliickt darf nun dich. — Þeir syngja stefíð sem gaf að heyra í forleiknum og í fyrsta þætti. Við heyrum þá nálgast þegar tónlistin magnast og vex að styrk- leika í störbrotnu cresendo er þeir koma á sviðið — og hverfa svo á braut. Elísabet er full angistar og sorg- ar. Hún virðir pílagrímana ná- kvæmlega fyrir sér hvem og einn er þeir fara hjá — til að sjá hvort Tannháuser er meðal þeirra. Þegar síðasti pílagrím- urinn er farinn gerir hún sér ljóst að hann hefur ekki snúið aftur. Aftur fellur hún á kné frammi fyrir krossinum og syngur bæn sína: „Volduga Guðs- móðir, heyr mínar sorgir." 27. — Allmacht’ge Jungfrau. — Þessi tónlist sameinar undurfag- urt djúpa sorg en þó um leið trú og traust á vilja almættisins. Hún rís á fætur og snýr aftur í kastal- ann. Hún biður Guðsmóður taka líf sitt sVo hún megi deyja og fara til himna. Þar ætlar hún að biðja Tannháuser náðar. Hinn tryggi Wolfram spyr hana hvort hann megi fylgja henni til kastalans — en hún hafnar því og gengur ein þungum skrefum upp fjallið. Það er kvöldsett — og kvöld- stjaman blikar mildu skini yfir kastalanum. Þá syngur Wolfram hinn undurþýða og fagra óð til kvöldstjömunnar: „0, du mein hold- er Abendstern," og leikur undir á lým sína. Þar játar hann ást sína hinni dyggðugu Elísabetu. 28. — Wie Todesahnung . . . O, du mein holder Abendstern. — Hann syngur um þrá Elísabetar að hverfa burt úr þessum heimi og biður kvöldstjömuna að bera hinni flýjandi sálu kveðju þess sem ávallt ann henni. Þá birtist Tannháuser; rauna- mæddur, fótsár og örþreyttur: 29. — Ich hörte Harfenschlag. — Wolfram þekkir hann ekki í fyrstu — en Tannháuser þekkir hann. Þá spyr Wolfram hann hvern- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 B 3 ig honum hafi vegnað í Rómarför. Tannháuser biður Wolfram hálf- brostinni röddu að vísa sér veg í Venusberg. Wolfram biður hann staldra við og fær talið hann á að segja sér af pílagrímsgöngu sinni til Róms. Tannháuser fellst loks á það: 30. — Inbrunst um Herzen. — í eldheitum söng sínum segir Tannháuser frá öllum þeim raunum og mótlæti sem hann hefur mátt reyna á leið sinni til borgarinnar eilífu. Þúsundir hlutu fyrirgefningu. En þegar páfí heyrir af för hins ólánssama manns og dvöl hans í Venusberg þá kveður hann upp hinn ógurlega úrskurð sinn: Tannháuser geti ekki vænst fyr- irgefningar fremur en að bagall páfa taki að laufgast. Þetta er afar áhrifamikið atriði og greinilegur vísir þess hvemig •'Wagner hefur söngles eða sunginn framsagnarkafla er hann semur síðari verk sín. Aðeins allrabestu söngvarar geta gert þessu söng- formi verðug skil. Tannháuser lýsir því yfir að þar sem hann eigi sér enga von um sáluhjálp vilji hann enn á ný gefa sig á vald munaðarfullu lífí í Venus- berg. 31. — Zu dir, Frau Venus. — Wolfram gerir hvað hann getur til að telja vini sínum hughvarf: 32. — Halt ein! Halt ein!. — Rósrauðri birtu bregður á fj allið Venusberg í fjarska og heiðnum vættum sem skipa hirð gyðjunnar bregður fyrir í svip. Venus teygir fram arma sína mót Tannháuser og fagnar honum. Tannháuser virð- ist ekki fá staðist seiðandi rödd Venusar öllu lengur og ekkert geta orðið honum til bjargar. Á síðustu stundu minnir Wolfram hann á hina flekklausu Elísabetu. Þá bráir af Tannháuser. Villuljósið dofnar og töfraljómi Venusbergs hverfur ásamt gyðjunni, sem öðra sinni hefur orðið af bráð sinni. Nú lýsist sviðið upp af logandi kyndlum. Við heyram klukknahljóm og sorgþrangnar raddir. Líkfylgd kemur gangandi niður fjallið, skip- uð ridduram og aðalsmönnum. Wolfram leiðir Tannháuser að líkböranum og hinn ógæfusami maður þekkir þar Elísabetu. Hann er að dauða kominn og hnígur niður við líkama hennar og deyr. í sömu mund ber þar að annan hóp pflagríma: 33. — Heil! Heil! Der Gnade Wunder Heil! — Þeir era með bagal páfa og þau stórmerki orðin að hann hefur nú laufgast. Þá má augljóst vera að syndir Tannháusers era honum fyr- irgefnar. Pflagrímamir syngja há- stemmt Halelúja, lofa Drottinn Guð — og þar með lýkur óperunni. ORÐSKÝRINGAR: Wartburg: Kastali í A-Þýzkalandi í Thiir- ingen, rétt l\já Eisenach; þar þýddi Lút- er Nýja testamentið 1521—1522. Landgrave: Landgreifi — þýzkur greifi á miðöldum, sem réð töluverðu land- svæði og var oft settur yfir aðra greifa. Venusberg: Fjall í Mið-Þýzkalandi. Skv. miðaldasögnum hélt ástargyðjan Venus þar hirð sína. Nymfiir: Sbr. grískar og rómverskar goðsögur; dísir. Sírenur: Sbr. gríska goðafræði; radd- fagrar sjávardísir, að hálfú í fúglsliki, er seiddu sæfarendur með söng sínum og var þeim þá glötun ein vfs ef þeir brutu skip sfn á klettum, sbr. Oddiseif. Satýri: Sbr. griska goðafræði; heiti nátt- úruvætta, sem eru að hluta til menn og að hluta geithafúr; lylgifiskar Bakkus- ar, kunnir fyrir kerskni, svall og kvenna- veiðar. Leda: Sbr. gríska og rómverska goða- fræði. Gyðjan Leda átti með manni sínum Tyndareusi þau Castor og Clyxt- emnestu; og með Seifi sem var í svanslíki átti hún Pollux og Helenu. Allegóría: Likingasaga, táknsaga, laun- sögn. Saga (í máli eða myndum) þar sem persónur og atvik hafa aðra merkingu samhliða þeirri sem tjáð er með beinum orðum. Samantekt byggð á ýmsum heimildum og grúski, gerð í tilefni af konsertupp- fierslu á Tannháuser hjá Sinfóníu- h(jómsveit íslands 27. aprfl 1989. Hötiindur starfar í Útvegsbanka íslands oghefur veríð með tónlist- arþætti í Ríkisútvarpinu um klassíska tónlist, m.a. um Richard Wagner. Viðtal: Haraldur G. Blöndal AÐ GEFA KLISJUNUM IANGT NEF Sex stórar, litríkar, frískar olíumyndir prýða veggi FÍM-salarins við Garðastræti næstu tvær vikumar. Það er Daði Guð- björnsson listmálari sem stendur að baki þessarar sýningar en undanfaraa mánuði hefiir hann málað af kappi í vinnustofunni sinni steinsnar ofar í Garðastrætinu. Þar hitti blaðamaður hann að máli og er Daði hress, eins og myndirnar, eins og þeir bræður allir, en syngur hannlíka? Nei, ekki opinberlega að minnsta kosti. Það er næg músík í kringum mig án þess,“ sagði Daði en engu að síður er mikil tónlist í myndum hans; þær eru fantasíur um listina, skáldskapinn og tónlistina. Daði segist liggja lengi með myndir sínar. „Eg byija á þeim og vinn við þær um tíma og legg þær svo til hliðar og byija á annarri. Svo tek ég fyrri myndina fram aftur og bæti við hana. Eftir að ég hef lokið við mynd vil ég helst horfa á hana í tvo til þijá mánuði áð- ur en ég sýni hana. Myndirn- ar á sýningunni núna era því málaðar á tíma- bilinu 1987 til 1989 en ein þeirra nær þó alveg aftur til 1984. Það er myndin af hvalnum." Og viti menn, ein myndanna er af stórum hval sem byltist í sjávar- borðinu með lýs- andi stjömu í sporðinum. „Hún sker sig dálítið úr hinum þessi,“ segir Daði, „en hún á vel við í allri þessari hvalaumræðu. Ég kalla hana Hvalreka því alltaf rekur eitthvað á íjörur landsmanna til að tala og rífast um.“ Daði segir að það togist á hugmyndafræði og hreint mál- verk þegar hann máli. „Það er misjafnt hvort nær yfirhöndinni í það og það skiptið. Maður get- ur ekki lagt niður fyrir sér hveija einastu mynd á hugmynda- grandvelli þegar maður vinnur í þessu upp á hvem einasta dag. Stundum leita hugmyndir mjög fast á mann og ég reyni að gera þeim skil en tilfinning augna- bliksins við vinnuna fær einnig útrás í sömu myndinni." Þessu til skýringar dregur hann fram mynd sem hann segir fjalla um tímann; „Ég byijaði að vinna útfrá ákveðinni hugmynd um tímann en útfærslan verður allt- af tilfmningaleg að einhveiju marki. Ég get til dæmis ekki skýrt með orðum allt sem er í myndinni, þó grannhugmyndin hafí verið skýr.“ Ákveðin form og tákn ganga í gegnum þessar myndir Daða og ég spyr hann hvort þau eigi sér einhveija ákveðna merkingu í hans huga. „Nei, og ég hef verið dálítið skammaður fyrir þetta, að vera skrautgjam. En þetta er mér algjörlega í blóð borið, þó ég hafi ekki verið sér- lega vinsæll af fræðimönnum fyrir þetta. Þessi form eru tákn fyrir okkar menningu. Eins kon- ar skreyting í kringum menning- una. Ef maður skoðar íslenskan tréskurð þá sér maður þessi form. Ég skoðaði íslenskan tré- skurð mikið í gamla daga. Ég er líka mjög hrifinn af barokklist og sérstaklega Jugend listinni frá því um aldamótin í Evrópu. Gustaf Klint er einn af mínum uppáhaldsmönnum. Annars byggi ég myndimar gjaman upp í kringum þessi tákn og nota gjaman framformin, hring, þríhyming og kassa. Þetta er svolítið vitrænt gert, ég er að gefa ákveðnum klisjum langt nef. Oft er ég að leika mér að hlutum sem mér detta í hug. Myndimar mínar era hvorki vísindalega útpældar né hreint öðruvísi. Við föram auðvitað ekki eftir því. Hrifning þeirra á Kjarv- al stafar kannski af því að mynd- list hans kemur heim og saman við hugmyndir þeirra um hvemig íslensk myndlist á að vera. Hann er gott dæmi um „sveitamann" ef hægt er að orða það þannig. Annars vegar er í myndum hans, expressíonískt landslag en hins vegar þjóðtrú, álfar og huldufólk í hveijum hól og steini. Ég er satt að segja hissa hvað lítið hefur verið gert af því að kynna verk Kjarvals erlendis.“ -Hvað með fullyrðingu tékk- ans Yri Svetska sem sagði að á íslandi væra engir atvinnumenn í myndlist? „Ég held að það sé að sumu leyti rétt. Flestir íslenskir mynd- listarmenn vinna við eitthvað annað, ýmist hluta úr árinu eða meðfram myndlistinni. Ég veit ekki hvað eru margir sem gera ekkert annað en að mála. Ég vinn til dæmis eingöngu við myndlistina að þvi undanskildu að ég kenni í tvo til þijá mánuði á ári i Myndlista- og handíða- skólanum. Þannig er með fleiri. Þar fyrir utan er einkennilegt að meta atvinnumennsku, eða Daói Guóbjömsson listmólari opnaói sýningu í FÍM-salnum í gær. Morgunblaðið/Þorkell tilfínningalegt flæði augnabliks- ins. Það er eitthvað í mínum karakter sem kallar á þetta hvort tveggja án þess að útiloka ann- að.“ Daði bendir á hliðstæður í íslenskri myndlist þar sem and- stæður togast á í verkum lista- Daöi Guöbjömsson listmálari % * sjmr í FIM-salnum mannanna og segir að erlendir listfræðingar ætlist hálfþartinn til þess að hér þrífíst einhvers konar afdalamyndlist. „Við höf- um orðið fyrir miklum áhrifum frá Mið-Evrópu, en erlendu list- fræðingarnir vilja að við séum öllu heldur fagmennsku, útfrá svona mælikvarða. Annars varð ég ekki var við heimsókn þessa manns því hann kom ekki til mín. Það eru ákveðnir hlutir í tísku hjá listfræðingum héma heima og ég fell ekki inn í þann ramma í augnablikinu. Það ríkir ákveðin ein- stefna í list- fræðinni hérna og hefur gert lengi. Það er alltaf eitthvað eitt í tísku í einu. Málarar komast allt í einu í tísku og verk þeirra blásin upp eins og þeir séu að gera eitthvaðglænýtt, en í mörg- 'Um tilvikum er um að ræða menn sem hafa verið að vinna að því sama árum saman. Það eru list- fræðingamir sem „uppgötva" þá allt í einu og skella þeim fram,“ sagði Daði Guðbjömsson listmál- ari. Hávar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.