Morgunblaðið - 29.04.1989, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989
Einar Hákonarson
Sérfræéinga-
valdié í myndlist
Undirritaður átti þess kost að
hlusta á nokkrar listvitrar mann-
eskjur tala um list og listgagnrýni
einn sólríkan föstudagsmorgun
fyrir stuttu í Norræna húsinu. Var
þar um að ræða upphaf á dagskrá
sem Norræna húsið stóð að með
stuðningi Menningarsjóðs Norður-
landa og ýmissa annarra norr-
ænna stofnana.
Aundanfömum árum hefur
útskrifast fj'öldinn allur af
allskonar fræðingum á
sviði lista og stofnaðar hafa
verið menningarstofnanir
víðsvegar um Norðurlönd til þess að
auka skilning á hinum ýmsu menn-
ingarsvæðum innan þeirra.
Megin hluti þeirra peninga sem
veittur er til samnorrænna verkefna,
hefur farið til þessara stofnana og
fræðinga af ýmsu tagi tengdum
þeim. Þetta væri svo sem allt í lagi
ef einhver árangur væri af starfí
þeirra, en því miður hefur manni oft
fundist að norrænar ráðstefnur um
menningu séu takmark í sjálfu sér,
gerðar til þess að fullnægja ferða-
og fundargleði þeirra, sem að þeim
standa. Það er til dæmis sorglegt
hvemig komið er fyrir norrænu
myndlistarsýningunum sem haldnar
voru hér á árum áður þegar myndlist-
armenn sjálfír réðu gangi mála í
gegnum Norræna listabandalagið,
þær lögðust af.
Nú sér sérfræðingavaldið á Nor-
rænu myndlistar-miðstöðinni í Svea-
borg um allt norrænt sýningarhald
og fær til sín fjármagnið sem til slíks
er úthlutað. Einnig er eitt peningum
í rit eitt sem stöðin gefur út með
tilheyrandi ferðalögum ritnefndar,
einn frá hveiju landi, sem hlýtur að
kosta mikið. En það versta er að
blaðið er hrútleiðinlegt, og fáir lesa
það. Það ætti að leggja þessa mið-
stöð niður sem fyrst eða breyta henni
í venjulegt norrænt hús fyrir Finna
og láta myndlistarmennina sjálfa sjá
um sýningamar. Þá fengjum við
a.m.k. að sjá eitthvað annað en það
sem hefur verið sett á mælistiku al-
þjóðahyggju sérfræðingaveldisins.
Vonandi lesa einhveijir ráðamenn
þetta og fínna sinn vitjunartíma í
því að fá þessu breytt, því þó vel
hafí verið meint í upphafí hefur þessi
listamiðstöð alls ekki náð tilgangi
sínum. Þar fer forgörðum mikið fé,
sem nýta mætti betur.
Sá hluti ráðstefnunnar sem ég
hlustaði á fjallaði um myndlist. Máls-
heflandi var frú Else Marie Buk-
dahl, listsagnfræðingur og rektor
Listaakademíunnar í Kaupmanna-
höfn. Hún flutti langt mál um það
sem hún kallaði hlutverk listgagnrýni
sl. tíu ár, þó að mestur hluti máls
hennar fjallaði um sögulegan bak-
grunn myndlistargagniýni. Síðan
fékk maður að heyra enn einu sinni
staðlaða skilgreiningu
á alþjóðlegum lista-
stefnum samtímans.
Næstur talaði Norð-
maðurinn Hans Jakob
Brun, listsagnfræðing-
ur og forstöðumaður
Ósló kunstforening og
Bergens-kunstforen-
ing. Hann hefur skrif-
að myndlistargagnrýni
í Dagblaðið í Osló og
sagði meðal annars frá
reynslu sinni af því,
sem að hans sögn var
ekki alltaf auðvelt.
Síðastur af frummæ-
lendum var Tryggvi
Ólafsson listmálari,
sem búsettur er í
Kaupmannahöfn.
Hann hafði safnað
saman nokkrum
punktum um það
hvemig er að fá á sig
gagnrýni, vegna þess
að honum hafði verið
boðið á þessa ráð-
stefnu. Margar at-
hugasemdir hans voru
réttmætar og settar
fram á áheyrilegan
hátt.
Nokkrar umræður
spunnust síðan áfram
undir stjóm Bjöms Th.
Bjömssonar listsagn-
fræðings, en fengu
heldur snubbóttan endi
þar sem ekki var fjall-
að um ýmis atriði er
snerta skrif og umíjöll-
un um myndlist í fjöl-
miðlum. En það var ef
til vill af hagnýtum
ástæðum að umræð-
umar urðu ekki lengri,
efni í fleiri samnorræn-
ar ráðstefnur verður
að vera fyrir hendi og
því óskynsamlegt að
eyða öllu púðrinu strax.
Það er kannski skrítið að maður
sem reglulega fær á sig gagmýni
skuli setjast niður og skrifa nokkurs-
konar gagnrýni á gagnrýnendur.
Þeir em óvanir því.
Um hinn vestræna heim hefur
komið fram ný stétt manna, listsagn-
fræðingar sem nú um stundir hafa
náð fmmkvæðinu af myndlistar-
mönnum. Varla er til sá póstur, hvort
sem um er að ræða gagnrýnenda-
starf, listasafn eða listaskóla að þar
sé ekki í forsvari listsagnfræðingur
sem mótar stefnuna. Hér á landi
hefur fjölgað mjög störfum ætluðum
listsagnfræðingum. Á sama tíma er
lítið gert af opinbemm aðilum til
styrktar sjálfstæðri myndlistarsköp-
un._
í raun geta íslenskir myndlista-
menn ekki stundað listsköpun sína
án þess að stunda aðra vinnu eða
aðlaga sig markaðnum, sem lítið vill
annað en natúralisma í landslags-
formi.
Listamennimir sjálfir em sem sagt
algjört aukaatriði, annað en að vera
peð í leiksýningum listsagnfræðing-
anna. Þeir fá völd til að ákveða hveij-
ir fái að vera með á sýningum, þeir
sjá um innkaup á listaverkum og
þeir era settir í það að búa til sýning-
ar og hengja myndir í söfn.
Nú er það svo að innan hinnar
nýju stéttar verða til sjömulistsagn-
fræðingar sem gefa tóninn um hvað
sé frambærilegt eða ekki og allir
hinir minni spámennimir, hvort sem
þeir em á íslandi eða annars staðar
reyna að fylgja eftir með þeim
árangri að það er sama hvert litið
er, öll nútímalistasöfn em að verða
eins.
í litlum samfélögum eins og okkar
verða tískubylgjur í listum mjög
áberandi og fær fátt náð fyrir augum
hinna ráðandi listsagnfræðinga hér
á landi annað en nýjustu eftirapanir
úr alþjóðlegum listatímaritum. Þetta
gengur orðið svo langt að svokölluð
nútímalist verður að ríkjandi aka-
demisma og þykir ýmsum skrýtið.
Því miður era margir myndlistar-
menn það ósjálfstæðir að þeir þora
ekki annað en að taka þátt í leiknum
af hræðslu við að vera útskúfað af
nýju stéttinni, sem öllu ræður. Þær
úttektarsýningar sem Listasafn ís-
lands og Kjarvalsstaðir keppast um
að halda á seinni tímabilum íslenskr-
ar myndlistar hafa ekki náð til al-
mennings. Bæði er að ekki er nógu
langt um liðið frá því hlutimir vora
gerðir og ekki hefur verið lagður
nægur undirbúningur í þær.
Mikils misskilnings gætir meðal
almennings um menntun listsagn-
fræðinga, enda stuðla þeir sjálfír að
þessum misskilningi með því að kalla
sig listfræðinga, alvitra á alla list.
En sannleikurinn er sá að þeir læra
sögu og sem sagnfræðingar hafa
þeir nokkra þekkingu á Evrópskri
myndlistarsögu. í þeirra námi erlend-
is er ekki Ijallað um íslenska mynd-
listarsögu. Þeir em ekki hæfari en
hver annar til þess að meta list nút-
ímans enda byggist þeirra röksemda-
færsla á hugmyndum komnum beint
frá áðumefndum stjömulistsagn-
fræðingum. Geti þeir ekki tengt
hugsanir sínar ýmsum erlendum list-
stefnum og formúlum verða skrif
þeirra heldur rýr.
Annars er mín skoðun á gagnrýni
sú að hún sé sjálfstæð sköpun þess
er skrifar hana. Þegar best lætur er
hún sjálfstæð listsköpun og segir
oftast meir um þann er skrifar, en
þau verk sem um er ijallað. Hún á
fyllilega rétt á sér sé hún vel skrifuð
og af heilindum, laus við þá rætni
sem oft einkennir skrif um myndlist
og myndlistamenn á íslandi.
Maður fær oft á tilfínninguna þeg-
ar lesin er gagnrýni hjá sumum
gagnrýnendum hér á landi að þeir
skrifí fyrir mjög þröngan hóp vina
og kunningja eða pólitíska samheija.
Orðalagið er fyrir ofan skilning hins
venjulega manns, kannski til að slá
um sig og slá ryki í augu fólks og
auka með því gloríu og mikilvægi
sérfræðikunnáttu sinnar. Mál er að
linni.
Frsðingur fsðist
Kvikmyndir oggagnrýni
EKKI í HÁVEGUM
Gagnrýnendur horfa á myndina í tvo tíma og eyða, efþú ert hepp-
inn, öðrum tveimur í að skrifa um hana. Þeir slá fram ótrúlegvm
staðhæSngum, einfalda hryllilega og eru svo undrandiáþvíafhverju
fólk eins og ég er að æsa mig. Alan Parker, kvikmyndaleikstjóri.
Ég hefði áttaðgagnrýna kvikmyndir, éta poppkom og rugla aldr-
ei hárinu. Ævintýrablaðakonan Brenda í Myndasögum Morgxmblaðsins.
I bíómyndum er iðulega annað
hvort gert gys að kvikmynda-
gagnrýnandanum eða hann er
drepinn á hroðalegan hátt.
Alan Parker lýsir honum sem
vitleysingi og hann er brandarinn
i myndasögum.
A ráðstefnu um list og listgagn-
rýni í Norræna húsinu fyrir
skömmu dró norski kvikmynda-
gagnrýnandmn Dan Tagesen upp
dökka mynd af stöðu gagnrýnand-
ans í heimalandi sínu, mynd sem á
vel við hér á landi eins og fundar-
stjórinn, Ingólfur Margeirsson rit-
höfundur, var fljótur að benda á;
starf kvikmyndagagnrýnandans
nýtur lítillar virðingar miðað við
aðra gagnrýnendur. Lifandi myndir
eru ekki teknar alvarlega miðað við
leiklist og bókmenntir og þó em
lifandi myndir fyrir augunum á fólki
í marga tíma á degi hveijum og
það innbyrðir þær að mestu gagn-
rýnislaust. Kvikmyndagagnrýnina
skortir hefðir, sagði Tagesen, það
vantar nægilega umfjöllun, það
vantar vettvang fyrir umræður, það
vantar kvikmyndaskóla, það vantar
að meta starf kvikmyndagagnrýn-
andans til jafns við aðra. Norðrið á
engar stjömur á sviði kvikmynda-
gagnrýni sem hægt er að lesa og
læra af — enga Pauline Kael.
Allt fylgir þetta því hvemig kvik-
myndin er metin sem listgrein og
hún virðist ekki vera höfð í háveg-
um í Noregi, á íslandi og miklu
víðar — nema hún sé innlend. Fjöl-
miðlar líta varla á innfluttar kvik-
myndir sem list til jafns við innlend-
an tónlistarflutning, leiklistampp-
færslur og bókmenntaskrif og ef
um mjög listrænar bíómyndir er að
ræða á annað borð (við fáum ekki
mikið af þeim hingað) er það inn-
flutt list og ekki eins fín. Fyrir utan
það nú að massalist er ólist.
í framsöguræðu sinni, Ögmn og
ábyrgð, tók sænski gagnrýnandinn
Jurgen Schildt öllu heimspekilegri
pól í hæðina og velti fyrir sér spurn-
ingum eins og hvort gagnrýnin
væri dauð eða hvort hún næði nokk-
umtíman takmarki sínu? Og ef
kvikmyndagagnrýnandi ber yfirleitt
einhveija ábyrgð, gagnvart hveij-
um þá? Listinni? Lesandanum?
Sjálfri sér? Verður ekki að gera þá
kröfu að hún sé fyrst og fremst
samkvæm sjálfri sér? Það er ekkert
til sem heitir að vera hlutlaus. Lista-
maðurinn er hlutlægur þegar hann
býr til list sína og af 'hveiju ætti
gagnrýnandinn ekki að geta verið
það líka?
Finnski rithöfundurinn og kvik-
myndagerðarmaðurinn Jöm Donn-
er tók undir orð Schildts um hlut-
lægnina í framsöguræðu sinni og
sagði að sér virtist sem innlendar
myndir á Norðurlöndum mættu
meiri skilningi gagnrýnenda en aðr-
ar af því þeir þekkja betur til þeirra.
Við lifum í litlum samfélögum og
samgangur er mikill á milli þeirra
sem gera myndir og þeirra sem
skrifa um þær en líka er það svo
að þegar gagnrýnendur skrifa um
myndir frá heimalandi sínu hafa
þeir meiri skilning en aðrir á að-
stæðum, umhverfi, bakgranni, sögu
°g þjóðháttum. Gagnrýnendur í öll-
um löndum em bundnir af sinni
menningu. Fólk leggur mismunandi
skilning í myndir eftir því hvar það
býr og þess vegna er gagniýni af-
stæð. Það er alltaf talað um að bió-
myndir skiljist um allan heim, þær
séu á heimsmáli, en það er ekki
rétt, sagði Donner og tók dæmi af
vissri tegund japanskra mynda sem
byggja á fomum japönskum hefð-
um sem hann t.d. ætti erfitt með
að setja sig inní.
Síðustu framsöguræðuna hélt
Láras Ýmir Óskarsson kvikmynda-