Morgunblaðið - 29.04.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.04.1989, Qupperneq 7
a b B '7 e?Ci HU0A<3flA0UA.I GKiAJgMUOflOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁPRÍLY989 Auöur Bjamadóttir skrifar „Komast ekki einu sinni í slúöwdólkana" Málþing um listir og listgagn- rýni var opnað hátíðlega í Norræna húsinu á sumardag- inn fyrsta. En fyrr ómuðu raddimar. Heyrst hafði að íslenskir listgagnrýnendur ætluðu ekki að mæta. Með fjarveru sinni væru þeir að gagnrýna forsvarsmann þingsins (Lisu von Schma- lensee) fyrir að gagniýna íslenska gagnrýnendur fyrir að gagnrýna ekki sérlega vel. En látum slúðrið um sig. Hvað áttu svo dansunnend- ur svo að gera á málþingi? Eiga ekki dansarar bara að dansa? Til Iandsins voru nefni- lega mættir sérfræðingar í hinum ýmsu listum og/eða listgagnrýni, nema sá úr dans- listinni, sem hafði forfallast. Áttum við dansarar ekki bara að fara í fylu og sitja heima. Eins og um flestar samkom- ur mannfólksins, svo ekki sé nú talað um þær sem leitast við að tengja ólíka hópa, í þessu tilfelli listamenn og gagnrýnendur .. ,,ja, þáer engu hægt að lofa um árang- ur. En það má reyna. Virða ber slíka tilraun og þakka að- r standendum og stuðningsaðil- um fyrir þeirra hlut. í forsvari fyrir danslistina á þessu málþingi voru þær Nanna Ólafsdóttir danshöf- undur og Ingibjörg Bjöms- dóttir, skólastjóri Listdans- skóla Þjóðleikhússins. Báðar töluðu þær um vanda þann að vera dansgagnrýnandi á ís- landi, með ábyrgð lítils dans- flokks í hendi sér, sem allt of sjaldan kemur fram. Upp- byggjandi gagnrýni er alltaf til góðs, en íslensk dansgagn- rýni hefur verið litrík og kannski ekki alltaf hjálpað, jafnvel þótt velvilji lægi að baki. Nanna taldi að fyrir utan að hafa góða dansmenntun þurfí dansgagniýnandi að hafa auga málarans, penna skáldsins og eyra tónlistar- mannsins, því að dansinn teng- ist hreyfíngu, tónlist, leiklist, bókmenntum og myndlist. Þá má ekki gleyma menntunar- þættinum, því að góður gagn- rýnandi getur auðveldað áhorfendum að nálgast og meta dansinn. Gagnrýnendur eru því nauðsynlegur tengilið- ur milli áhorfenda og listarinn- ar. Ingibjörg sagði, að eins og í öllum öðrum listformum væru gagnrýnendur auðvitað ekki aðeins þeir sem skrifa í blöðin eða nota aðra fjölmiðla til að nátil íjöldans. Ahorfend- ur eru einnig gagnrýnendur okkar. En hvemig er mögulegt fyrir listdansinn að ávinna sér áhorfendur og halda þeim, mennta þá, kveikja áhuga, þegar eini ballettflokkur landsiiis er með svo fáar sýn- ingar á ári, sem raun ber vitni og er um leið ætlað að spanna svið klassísks og nútímadans? Lítið er íjallað um dans í fjöl- miðlum, einhver brot úr danslífi hér á landi, en varla nokkuð frá öðrum löndum. „Dansarar komast ekki einu sinni í slúðurdálkana“, hélt Ingibjörg áfram. En hvað er til ráða? Hvem- ig fáum við góða gagnrýnend- ur og hvemig fáum við góðan dans? Dansmenning á íslandi á langt í land. Ekki skortir áhuga og ekki skortir dans- skóla. Við læmm að dansa, en við læmm ekki um dans, sjáum varla dans og fjöllum því ekki um hann. LÍtil þekking á forsögu dansins ásamt sam- bandsleysi við nýja strauma í dansheiminum hlýtur að hindra fijótt danslíf. Að sjálf- sögðu hljóta síðan danssýning- amar sjálfar að vera mið- punktur ræktarlegrar sköpun- ar, bæði fyrir dansara, dans- höfunda, dansgagnrýnendur og ekki síst fyrir áhorfendur. í almennum umræðum um dansinn komu upp ýmsar hug- myndir, meðal annars sú að sameina listaskólana eða örva samvinnu milli til dæmis dans-, myndlistar- ogtónlist- amema. Góða hugmynd, sem gæti stuðlað að gjöfulli sam- vinnu listamanna. „Fjalla-lyvíndur ogHolla'.aða „Fjall Idvind odi HoHo'ains og mnflfo listo~ konan Edno Cer»- Winborg, kallar (msso batikmynd sina. Íslcandsmyndir í Hdsselby Frá Pjetri Hafstein Lárussyni, fréttarit- ara Morgnunbladsins. Á því herrans árí 1986 var efat til íslandsfarar norrænna lista- manna og tóku um áttatíu manns þátt I fórinni. í fímm vikur ferðað- ist hópurinn um fjöll og firnindi þeira erinda að drekka í sig kyngi- mögnuð áhrif hrauns og Qalla til þess svo að færa iistagyðjunni að fórn er heim kæmi. Síðar slógu tíu af þessum „Ijallakúnstnerum" saman í púkk o g efndu til farandsýn- ingar á árangri sínum af ferðinni. Víkur nú sögunni til Hásselby- hallar í útjaðri Stokkhólms en þar hangir nú sýning þeirra félaga á veggjum, mönnum til gamans, og fylgir myndskreyttur ljóðapési. Raunar er sýningin ekki í höllinni sjálfri, heldur í gömlu útihúsi sem kallast Café Plaisiren og stendur steinsnar frá höllinni. Það verður að segjast eins og er að flestar myndanna eru heldur til- þrifalitlar. Minna þær meira á það bræðraþel sem tíðkast í hátíðaraeð- um stjómmálamanna á norrænum mannamótum en kraft íslenskrar náttúru. Ljóðin í áðumefndum pésa em þó enn nettari. Er enda ekki annað að sjá á ýmsum þeirra en „skáldunum" hafí orðið svo um að hafna á reginfjöllum, að þau hafí orðið þeirri stund fegnust, er þau gátu kastað sér í dúnmjúka hæg- indastóla heima hjá sér að lokinní ferð. Svo eilítið sé vikið að Hásselby- höll, þá var hún reist um miðja sautjándu öld. Sátu heldrimenn þar á titlum sínum fram að síðustu alda- mótum. Eftir það gekk á ýmsu í sögu hallarinnar þar til í byijun sjöunda áratugarins að höfuðborgir Norðurlanda komu þama upp menningarsetri. Meðal annars gefst listamönnum kostur á að dvelja þama við iðju sína og hafa fjöl- margir íslendingar notið góðs af því. leikstjóri og ræddi hann um hvað kvikmyndagagnrýni í dag væri orð- in stuttaraleg miðað við hér áður fyrr. Miðillinn sem flestir njóta fá minnsta rýmið í fjölmiðlunum, sagði Láras en benti líka á að íslenskar myndir fengju ailtaf meira pláss og þær fengju iðulega hliðholla gagn- rýni. Hann skýrði það með því að segja að gagniýnendur væra mann- legjr eins og annað fólk og veigruðu sér við að bæta á efnahagslegar hörmungar fólks sem fómaði gjarna öllu sem það á til að gera bíómynd. Stundum væru gagnrýnendumir þeir einu sem líkaði við íslenskar myndir. Kvikmyndagagnrýni hér á landi væri oft mál venjulegra blaða- manna frekar en fræðilegar útiist- anir og sami gagnrýnandinn skrif- aði um Lögregluskólamyndimar og Rambó og alvarlegri listrænar myndir. Taldi Láras rétt að viðhafa svipaða hlutverkaskiptingu og tíðkast í tónlistarumsögnum þar sem einn §allar einungis um popp- tónlist og annar um klassíska tón- list og svo framvegis. Amaldur Indriðason Tónlistarfélagid Leif Ove Andsnes Þriðjudaginn 2. maí nk. heldur norski píanóleikarinn Leif Ove Andsnes píanótónleika í íslensku óperanni á vegum Tónlistarfélags- ins í Reylqjavík. Að öllum þeim efnilegu, ungu tónlistarmönnum, sem fram komu á Biennalnum, hátíð ungra norrænna ein- leikara hér í Reykjavík í október sl., vakti hinn ungi norski píanóleikari, Leif Ove Andsnes, sér- staka athygli, bæði fyrir einleikstón- leika sína, en ekki síst fyrir glæsilega frammistöðu í 3. píanókonsert Pro- koíjevs. Var þá þegar ákveðið að hann kæmi og héldi tónieika fyrir Tónlistarfélagið í Reykjavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi ungi Norðmaður vekur slíka hrifningu áheyrenda. Leif Ove Andsnes fæddist árið 1970 og byijaði að leika á píanó fímm ára gamall undir leiðsögn foreldra sinna, sem bæði eru tónlistarkennar- ar. Frá átta ára aldri stundaði hann tónlistarnám við Tónlistarskólann í Karmöy, fæðingarbæ sínum, en þar naut hann leiðsagnar Laila Pedersen I planóleik sex fyrstu árin og þá tvö ár hjá Teije Mathisen. Síðan þá hef- ur hann stundað nám hjá Jiri Hlinka við Tónlistarháskólann í Bergen. Leif Ove hefur unnið til verðlauna í píanókeppni nokkrum sinnum, hlaut t.d. Hindemith-verðlaunin í Frank- furt 1987. Þá vöktu fyrstu opinberu tónleikar hans í Bergen og Osló mikla athygli sama ár. Síðan hefur hann haldið tónleika víða. Sem dæmi um hrifningu gagnrýnenda birtust eftir- farandi orð í Dagens Nyheter haust- ið 1987: „Hann býr yfir tæknilegu LoH Ove Andines valdi fullþroskaðs tónlistarmanns og túlkun hans ber ótvírætt merki snill- igáfunnar. Persónulega hef ég aldrei á ævi minni heyrt verk Liszts gædd slíkum sannfæringarkrafti... Ég velti þeirri spumingu fyrir mér, hvort nokkum tíma hafi komið fram slíkt efni í hljóðfæraleikara sem Leif Ove Andsnes og væri ég illa svikinn ef nafn hans á ekki eftir að verða í röð fremstu píanóleikara okkar tíma." (Runar Mangs, 14. mars 1988.) Að Biennal hér sl. haust loknum lék Leif Ove píanókonsert Griegs f Osló á eftirminnilegan hátt. Árinu lauk með tónleikum í Hollandi. Á þessu ári mun Leif Ove leika píanó- konsert með ýmsum hljómsveitum og þekktum hljómsveitarstjórum eins og Salonen, Kitaenko og Yanson. Áður en hann kemur hingað á hann að leika á tónleikum í Camegie Recit- al Hall í New York. Þá hefur verið ákveðið að hann leiki píanókonsert Griegs á Edinborgar-hátíðinni í ágúst nú í sumar. Leif Ove Andsnes hefur sannarlega vakið hriftiingu hvar sem hann hefur komið, svo að nú er búið að panta tónleika hjá honum út árið 1990. Á tónleikunum hjá Tónlistarfélag- inu í íslensku óperunni mun Leif Ove leika Sónötu í b-moll op. 35 eftír Chopin (með sorgarmarsinum), Sex lýrísk stykki op. 65 eftir Grieg, Mo- ment musicaux nr. 1, 2 og 4 op. 90 og Sónötu í a-moll op. 143 eftir Schu- bert Halldór Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.