Morgunblaðið - 19.05.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 19.05.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 B 7 talgallar hjá bömum Helstu mál- og talgallar Framburðargallar. Barnið á erfitt með að segja ákveðin hljóð, algengast er r, s, þ, f, ð, g og k. Stam. Talstraumur í tali verður sundur- hogginn og óreglulegur Raddveilur. Ef álag á raddböndin verður of mikið eða rangbeiting á vöðvum raddbandanna getur raddveila átt sér stað. Klofinn gómur/ skarð í vör Það segir sig sjálft að það verð- ur erfitt með góðan framburð þar sem vöðvar í vörum og góm eru sundurskornir. Síðast en ekki síst, seinn mál- þroski sem getur orsakast af mörgu, til dæmis félagslegum vandamðlum, heilaskaða, sjúk- dómum, slysum og skynjunar- vandamálum. Að sögn þeirra Hrafnhildar og Svanhildar er það tvennt ólíkt að hafa mái- eða talgalla og foreldrar eru iðulega meðvitaðri um fram- burðargalla en málskilning. „Það þarf ekki heldur að reynast' erfitt að ráða við framburðargalla. Um málskilning er þessu oft öðruvísi farið. Börn eru dugleg við að túlka aðstæður og bendingar og fá þannig réttu útkomuna úr setning- unni sem við þau er sögð þó þau viti í raun ekkert hvað verið er að segja við þau. Þegar þau síðan fara í skóla án þess að hafa fullnægjandi mál- skilning geta risið upp erfiðleikar. Börnin fá boð og fyrirskipanir frá kennara og skilja ekki vegna þekk- ingarskorts á hugtökum um af- stöðu, stærð, fjölda, form og lög- un. Þau verða óörugg og kíkja á hjá sessunaut sínum. Þetta er hægt að koma í veg fyrir með réttri þjálfun bæði heima og heim- __ II an. - Hvenær kemur málgalli í Ijós hjá börnum? „Algengasta tímabilið er frá þriggja og upp í fimm ára.“ - Fylgjastmál-ogtalgallarað? „Það er nokkuð algengt að börn með lélegan málskilning séu með talgalla." Haldið þið að mál- og talgallar fari vaxandi? „Það er nokkuð erfitt að segja til um það því fleiri eru starfandi við greiningu í dag en fyrir nokkr- um árum og þeir vísa foreldrum með þörn sín í meðferð og þjálfun. Hinsvegar eru alltof fáir talmeina- fræðingar starfandi hérlendis og geta á engan hátt sinnt öllum þeim börnum er þurfa á aðstoð að halda." Þær segja þó að líklega hafi mál- og talgallar aukist frekar en hitt. „Það þarf ekki annað en horfa á þær breytingar sem hafa átt sér stað í þjóðfélaginu undanfarin ár. Börnum er boðið upp á myndrænt efni í vaxandi mæli, myndabækur og nú er það sjónvarpið og mynd- böndin sem eiga stóran hluta af degi barnsins. Það má segja að börnin heyri orðið með augunum. Foreldrar vinna tíðum úti allan daginn og á kvöldin gefst kannski ekki nægur tími tl að setjast niður með barninu og spjalla við það um heima og geima. Það hafa engar vísindalegar rannsóknir verið gerðar á þessum málum heldur er þetta meira eitt- hvað sem þeir hafa á tilfinningunni sem vinna með börn.“ - Hvernig geta foreldrar örvað barnið sitt? „Spyrja barnið spurninga sem krefjast langra svara, hvernig? hvenær? af hverju? hvers vegna? og svo framvegis. Það þarf að sýna því áhuga þegar það talar og ræða við barnið um það sem er að ger- ast í nánasta umhverfi þess.“ Þær Svanhildur og Hrafnhildur segja að skilyrði fyrir því að örvun komi að gagni sé að sá sem vinn- ur með barnið geti sett sig inn í reynsluheim þess. Það er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir mik- ilvægi umræðna um daglegar at- hafnir í lífi barnsins eins og hvers vegna burstum við tennurnar? Af hverju þarf að þvo fötin? Einnig þegar farið er út að vekja áhuga barnsins á umhverfinu, árs- tíðinni, birtunni, blómum og fleiru. Barnið má örva með umræðu um fjölskyldu og umhverfi, eitt- hvað sem tengist því tilfinninga- lega,“ segja þær Svanhildur og Hrafnhildur að lokum. grg í actacyd léttsápan fyrir viokvæmanúá! Ungböm hafa viðkvæma húð sem verður fyr- ir mikilli ertingu, t.d. á bleiusvæði. Þvottur með Lactacyd léttsápunni dregur verulega úr kláða og sviða. Húðin er í eðli sínu súr og er það vöm hennar gegn sýklum og sveppum. Þetta þarf að hafa í huga við val á sápu. Mikilvægt er að eðlilegt sýmstig húðarinnar raskist ekki við þvott. „Venjuleg" sápa er lútarkennd (hefur hátt pH-gildi, 10-11) og brýtur niður náttúmlega vöm húðarinnar. Lactacyd léttsápan hefur hins vegar lágt pH- gildi (3,5) eins og húðin sjálf og styrkir því eðlilegar vamir hennar. Það er því engin tilviljun að margir læknar mæla með Lactacyd léttsápunni fyrir ung- böm og fólk með viðkvæma húð. Þegar Lactacyd léttsápan er notuð á ungböm skal þynna hana með þremur hlutum vatns. Lactacyd léttsápan fæst í helstu stórmörkuð- um og að sjálfsögðu í næsta apóteki. 'v «i*i —• I-étlsápii

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.