Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 8

Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 2. JÚNÍ 1989 Ferðalög Veitingahús og barir í London og París ítalskir sjávarréttir í London Jafnvel þó veitingastaðurinn The Waterfront við Chelsea Harbour í Lundúnum líkist einna helst ófullgerðri leikmynd í kvik- mynd utan frá séð, þá á slík lýs- ing ekki við þegar komið er inn fyrir. Staðurinn er nýtískulegur og snotur að innan með útsýni yfir höfnina. Á sumrin er borðun- um komið fyrir á stórri verönd sem nær alveg niður að ánni. Eins og nafnið gefur til kynna sérhæfir staðurinn sig i sjávar- réttum, matreiddum að ítöskum hætti. Þar eru líka tveir barir frá- teknir handa þeim sem aðeins vilja fá sér í glas með nokkrum ostrum. The Waterfront er við Harbour Yard, Chelsea Harbour, SW 10 London og símanúmerið er 352.4562. Næturlífið á The Dive Bar The Dive Bar er lítill bar í tveimur kjöllurum, þessa stundina vin- sæll af lista-, húsgagna- og tísku- hönnuðum, sem sitja í kringum formika borðin og láta sig dreyma um frægð og frama. Um helgar er þarna allt troðið af fólki. Skífuþeytarinn Earl Gateshead spilar bæði gamla tónlist, be- bop, jass og fönk tónlist áttunda- áratugsins. Allt fer þetta vel við innréttingarnar. The Dive Bar er opinn frá mánudegi til laugar- dags frá 17.30 til 23 og á sunnu- dögum frá hádegi til kl. 15 og frá 19 til 23. Hann er staðsettur í kjallaranum við King's Head 48, Gerrard St., W 1 London. Síminn er 437.5858. Breskar nýlendur í Mýrarhverfinu í París var nýverið opnaður staður þar sem innréttingarnar flytja mann í hug- anum til breska nýlendutímans. Þarna eru bleikir veggir, grænar jurtir, indversk antík og 19. aldar húsgögn. í þessu andrúmslofti eru bornirfram „ensk-indverskir“ réttir. Morgunverðurinn er Ijúf- fengur og notalegt í te tímanum eins og hjá Bretum. Þarna er salur fyrir þá sem ekki reykja og breskur klúbbur í kjallaranum. Lokað á mánudögum, en annars opið til kl. 23. A sunnudögum er morgunverður framreiddur frá kl. 11 til 18. British Colonies er við 40, rue Vielle du Temple í fjórða hverfi í París. Síminn er 42.72.40.96. Hreyfing er nauðsynleg 1. Líkamsæfingar eru jafnvel veigameiri þáttur í megrun en fækkun hitaeininga. Megruna- rkúr dregur aðeins úr fitu og minnkar vöðva, en líkamsþjálfun hjálpar til að losna við fitu um leið og vöðvar styrkjast. 2. Reglulegar líkamsæfingar halda fólki ungu lengur. Frá 30 ára aldri minnkar hæfileikinn til að vinna súrefnið úr loftinu um 1% á ári. Líkamsæfingar draga úr þessari þróun. Æfingarnar halda viðkvæmum liðamótum liðugum og styrkja stoðkerfið. 3. Hitaeiningar brenna ekki aðeins hraðarvið líkamsæfingar heldur brenna þær í allt að 48 klukkustundir eftir æfingarnar, að sögn sumra sérfræðinga. 4. Líkamsæfingar byggja upp og viðhalda beinum — sem er nauðsynlegt til að draga úr hættu á beinrýrnun síðar á ævinni. 5. Líkamsæfingar í tólf mínut- ur eða fleiri á dag draga úr löng- un í mat. Sú staðreynd gengur þvert á þá kenningu að miklar líkamsæfingar verði til að auka á hungurtilfinningu. Æfingarnar geta því hjálpað fólki í megrun við að hafa hömlur á matarlist- innni. — Úr Woman's Day M. Þorv 1 4 ; 4.V ! c ;; r_ ■■; Framboðið er ótakmarkað. Indverskirokk- urlitir, indígó liturfrá Kólombíu og maskari frá Ankara. Það er endalaust hægt að kaupa snyr- tivörurog vera jafnframt nátt- úruleg í útliti. Því að nú er í tísku að vera með farða sem „erenginn farði“. Hverju Ijóstrar hálsinn upp um þig? „Skítugir skór segja mér heil- mikið um eigandann" sagði eitt sinn maður sem var að ráða fólk í vinnu. „Þegar ég hef virt fyrir mér skó umsækjandans virði ég fyrir mér hendurnar. Ef viðkom- andi er líka skítugur undir nöglun- um get ég kvatt hann samstund- is.“ En skyldi þessi atvinnurekandi í miðbænum hafa velt því fyrir sér hvernig háls umsækjandans væri í laginu? í nýlegu bresku tímariti er vitnað í franskan lækni sem segir að ýmislegt megi lesa af því hvernig háls fólk hafi. Ekki þorum við að ábyrgjast sannleiks- gildi þessa en látum þetta til gam- ans fljóta hér með. Fínlegur háls bendir til yfir- burða. Stuttur, feitur háls þýðir að viðkomandi er ástríðufullur en langur og mjór háls gefur til kynna jafnlyndi. Línur á hálsi koma upp um eigandann líka. Ef á hálsi eru margar láréttar línur gefur það til kynna að um mjög Ijúfa manneskju sé að ræða. Fólk sem ber höfuð hátt er stolt og öruggt með sig en ef fólk ber höfuð það hátt að auð- veldlega rigni upp í nefið fer í verra. Þá er það merki um frá- hrindandi persónuleika sem telur sig betri en aðra. Halli fólk iðu- lega undir flatt er það feimið. Þá vitið þið það! Leiðrétting Á miðopnu Daglegs lífs í síðustu viku voru birtar myndar af munum nokkurra íslenskra gullsmiða og sagt frá þeim. Rangt var farið með nafn föðurs Sigurðar G. Steinþórs- sonar, en hann hét Steinþór Sæ- mundsson, gullsmiður. Einnig var sagt að Félag íslenskra gUllsmiða hafi verið stofnað 24. október 1924 en það ku hafa verið 19. október sama ár. Daglegt líf biðst velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.