Morgunblaðið - 06.06.1989, Page 4

Morgunblaðið - 06.06.1989, Page 4
4 B MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ - 1. DEILD „Anægður með stigin en ekki leikinn" - sagði Hörður Helgason, þjálfari Vals. Bikarmeistararnir í efsta sæti „ÉG er ánægður með stigin, en ekki leikinn. Við náðum ekki að spila almennilega, en við höfum ekki enn fengið á okkur mark og það er ánægjulegt að sigra — um það snýst þetta allt saman," sagði Hörður Helgason, þjálfari Valsmanna, við Morgunblaðiðe ftir 1:0 sig- ur gegn FH-ingum f Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Hörður hefur úr góðum efnivið að moða og bikarmeistaramir eru efstir í deildinni að þremur umferðum loknum, en umræddur leikur var ekki upp á marga fiska. Sam- spil var takmarkað á báða bóga, en meira um lang- spymur upp á von og óvon. Liðanna vegna verður að vona að vindurinn hafi sett þar strik i reikninginn. FH-ingar mótmæltu vítaspym- unni, sem dæmd var á Ólaf Jóhann- esson fyrir að sparka aftan í Heimi Karlsson, sem var kominn í ákjós- anlegt færi innan teigs eftir send- ingu frá Ingvari Guðmundssyni ut- an af vinstra kanti. „Þetta var ekk- FH - Valur 0 : 1 Islandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla, Kaplakrika í Hafnariirði, sunnu- daginn 4. júní 1989. Mark Vals: Atli Eðvaldsson (víta- spyrna á 16. mín.). Gult spjald: Siguijón Kristjánsson, Val. Rautt spjald: Ekki gefið. FH: Halldór Halldórsson, Birgir Skúla- son, Ólafur Jóhannesson, Páimi Jóns- son, Björn Jónsson, Guðmundur Hilm- arsson, Kristján Gíslason, Þórhallur Víkingsson, Hörður Magnússon, Magn- ús Pálsson (Jón Erling Ragnarsson vm. á 87. mín.), Ólafur Kristjánsson. Valur: Bjarni Sigurðsson, Atli Eð- valdsson, Sævar Jónsson, Ingvar Guð- mundsson, Siguijón Kristjánsson (Steinar Adolfsson vm. á 84. mín.), Magni Blöndal Pétursson, Heimir Karlsson (Guðmundur Baldursson vm. á 78. mín.), Einar Páll Tómasson, Lár- us Guðmundsson, Halldór Áskelsson, Þorgrímur Þráinsson. Áhorfendur: 1.100. Dómari: Gylfi Orrason. ert víti — hann datt,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið eftir leikinn. „Hann sparkaði aftan í ökklann,“ sagði Heimir og sýndi farið. Dómar- inn var á sama máli og Atli Eðvalds- son skoraði örugglega úr vítinu. Bæði lið sköpuðu sér ágætis marktækifæri, en markverðirnir, Bjami Sigurðsson hjá Val og Hall- dór Halldórsson hjá FH, áttu mark- teiginn og björguðu oft með góðum úthlaupum. FH-liðið var ekki sannfærandi og í lokin mátti halda að það væri yfir, því leikmennirnir fóm sér frek- ar rólega og reyndu lítt að sækja. Mesta hættan skapaðist eftir fyrir- gjafir Harðar Magnússonar frá vinstri, en Pálmi Jónsson nýtti ekki færin. Ólafur Kristjánsson og Ólaf- ur Jóhannesson áttu ágæta spretti, en liðið í heild var ósamstillt og baráttuna vantaði. Valsmenn eiga góða einstakl- inga, en þeir náðu ekki vel saman að þessu sinni. Sendingar fyrir markið frá köntunum voru sem ætlaðar Halldóri, markverði FH. Halldór Áskelsson nýttist engan veginn á hægri kantinum, Lárus Guðmundsson og Heimir Karlsson vora ekki samstíga í fremstu víglínu. Vömin opnaðist oft illa, en Atli naut sín í frjálsri stöðu. Steinþór Guöbjartsson skrifar Atll Eövaldsson skoraði eina mark leiksins í Hafnarfírði, úr vítaspymu. Hér hefui ínémR FOLK ■ SIGURÐUR B. Jónsson átti 24 ára afmæli á laugardag, en fékk óskemmtilega afmælisgjöf frá sér og félögunum — 2:0 tap gegn Víkingi. ■ RÍKHARÐUR Daðason, dóttursonur Ríkharðs Jónssonar, hins þekkta knattspymukappa af Skaganum, lék fyrsta leik sinn með meistaraflokki Fram í 1. deild í fyrrakvöld. Hann leikur sem tengi- liður. Til gamans má geta þess að Rikharður Jónsson lék síðast með Fram þegar liðið varð íslandsmeist- ari 1947. ■ BRÆÐURNIR Bryiyar og Hjálmar Jónssynir skoraðu fyrstu mörk Ogra á íslandsmótinu í knatt- spymu. Þeir skoraðu gegn Augna- bliki í 4. deild á laugardaginn, en Augnablik sigraði 21:2. ■ JÓN Otti Jónsson, markvörð- ur Stjömunnar, varði vítaspymu frá Jónasi Hallgrímssyni á Húsavík á laugardaginn. Jónas hafði áður skorað úr 33 vítasymum í röð, en lét Jón Otta veija frá sér alveg út við stöng. ■ GUÐLAUGUR Rafnsson, leikmaður hjá Víkingi Ólafsvík, fékk að sjá rauða spjaldið í leiknum gegn Létti á Gervigrasinu á laug- ardaginn. Víkingur sigraði, 0:2, og skoraði Guðlaugur síðara mark- ið, en var rekmn útaf stuttu síðar. M HVÖ' , sem leikur í 4. deild, sigraði LMSE, 1:0, um helgina. Hvatarmenn léku aðeins 10 síðustu 25 mínútur leiksins þar sem þrír leikmenn liðsins meiddust í leiknum og aðeins leyfílegt að skipta tveimur varamönnum inná. m Ólafur Gottskálksson, ÍA. Andri Marteinsson, Goran Micic og Hallsteinn Árnarson, Víkingi. Luka Kostic, Þór. Halldór Halldórsson, FH. Bjami Sigurðsson og Atli Eðvaldsson, Val. Eins og maðurinn sáir... „ÖRUGGU stigin" eru nú farin að reytast af íslandsmeisturum Fram, en á sunnudagskvöldið töpuðust tvö stig gegn Keflvík- ingum, sem spáð hefur verið erfiðri fallbaráttu. Knattspyrn- an sem boðið var uppá var heldur rislág og var fátt um fína drætti. Framarar sóttu þó mun meira en Keflvíkingar, sem höfðu aðailega það hlutverk að verjast og börðust eins og Ijón, staðráðnir í að ná í dýrmætt stig, sem þeir og gerðu. Má segja að uppskeran hafi verið eins og sáðvartil. Ilið Framara vantaði þijá skæða leikmenn; þá Arnljót Davíðsson (Iasinn),Ragnar Margeirsson (meiddur) ogÓmar Torfason (leik- ■■■ bann) en íslands- KristinnJens meistarar eiga að Sigurþórsson geta séð við slíku skrifar fráviki. Guðmundur Steinsson fékk tvö ágæt færi til að koma Frömuram yfir í fyrri hálfleik og eitt í þeim seinni; en þá fór skot hans frá vítateig í stöngina. Keflvíkingar fengu einnig sín færi; Birkir varði glæsilega frá Kjartani Einarssyni og Óli Þór Magnússon skaut yfir úr hörkugóðu færi á 34. mínútu. Mörkin komu svo í síðari hálf- leik. Mark Framara skoraði Guð- mundur Steinsson eftir að Anton Markússon hafði leikið upp miðj- una, dregið til sín varnarmenn og fundið sig í ágætu færi, en í stað þess að skjóta gaf hann til hliðar á Guðmund sem skoraði í nánast autt markið. Keflvíkingar jöfnuðu svo sjö mínútum síðar eftir aukaspymu þegar Jóhann Julíusson skallaði glæsilega í netið. Framarar voru alls ekki nógu ákveðnir í að krækja í þijú stig; hafa sennilega haldið að það kæmi af sjálfu sér að þeir sigraðu botnlið- ið. Sóknaraðgerðir þeirra vora hug- myndasnauðar og Pétur Ormslev sást varla í leiknum. Keflvíkingar sýndu enga glæsi- takta, en þeir gerðu sér vel grein fyrir því hvert þeirra hlutverk var; og treystu á Magnússynina í framlínunni. Þá stóð hinn ungi markvörður liðsins, Ólafur Péturs- son sig með prýði. Morgunblaöið/Einar Falur Luka Kostic, júgóslavneski vamarmaðurinn hjá Þór, var besti maður leiksins er Þór og KA gerðu markalaust jafntefli í Akureyrarslagnum. Tilþrifalrtið á Akureyri Viðureign Akureyrarliðanna tveggj a er alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu nyrðra og svo var einnig nú. Þeir áhorfendur sem komu til að sjá MagnúsMár bræður beijast á skrifarfrá mölinni urðu fyrir Akureyri miklum vonbrigð- um. Markalaus var hann, leikurinn, og aðgerðir leik- manna þess legar að áhorfendum leiddist. Til að gera langa sögu stutta þá voru það KA-menn sem réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik, mestu munaði um að miðjumenn þeirra voru tiltölulega virkir í samleiknum meðan kollegar þeirra úr Þór vora úr takt við leikinn. Þannig fékk KA nokkur úrvalsfæri, en höfðu hvorki kunnáttu né heppni til að ljúka dæmunum að þessu sinni Síðari hálfleikur var jafnari, Þórsarar vora ákveðnari í aðgerðum sínum en marktækifærin vora enn færri en í fyrri hálfleik. Niðurstaðan sum sé sú, markalaust jafntefli og tilþrifalítill leikur. Bestu leikmenn Þórs voru Luca Kostic, Birgir Þór og Þorsteinn Jónsson. Hjá KA voru Bjarrri Jóns- son og Þorvaldur á miðjunni bestir og Halldór Halldórsson í vörninni. Þór - KA 0:0 Þórsvöllur, íslandsmótið - 1. deild, laugardaginn 3. júní 1989. Gult spjald: Erlingur Kristjánsson og Stefán Ólafsson, KA. Rautt spjald: Ekkert Áhorfendur: Um 800 Dómari: Ólafur Lárusson - var ágætur Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Birgir Þór Karlsson, Hlynur Birgisson, Júlíus Tryggva- son, Kristján Kristjánsson, (Bojan Tanevski vm. 80. mín.), Luca Kostic, Nói Bjömsson, Ólafur Þorbergsson, Sveinn Pálsson, Valdimar Pálsson og Þorsteinn Jónsson. Lið KA: Haukur Bragason, Antony Karl Gregory, Erlingur Kristjánsson, Bjami Jóns- son, Gauti Laxdal, (Ámi Hermannsson vm. 72. mín.), Halldór Halldórsson, Jón Grétar Jónsson, Stefán Ólafsson, Steingrímur Birgisson, Þorvaldur Öriygsson, Öm V. Amarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.