Morgunblaðið - 24.06.1989, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR! 24. JÚNÍ 1989
B 3
Skelfingin
hefur eiH
augnablik
oröiö hetju-
skapnum
yfirsterkari.
Sam, Pippin
og Merrý
leita skjóls.
Pertti Sve-
holm, Jarmo
HyHinen og
Timo To-
formleg. og eru ekki þjál í munni.
Það er svo til marks um hæfni leikar-
anna að nánast enginn hefur kvartað
yfir því að samtölin væru stirð.“
Hellström bætir því við að grínið og
gamansemin hafi komið frá leikur-
unum á æfingunum. „Nær allir leik-
ararnir eru geysilega færir gaman-
leikarar og þeir sögðust hreinlega
ekki geta leikið af fyllstu alvöru í
sex klukkutíma. Við létum sýning-
una því ganga töluvert langt í þessa
átt og ég tel að það hafi verið rétt,
því áhorfendur hafa tæplega úthald
í að taka alvarlega sex klukkutíma
langa sýningu sem byggð er á hreinu
ævintýri.“
„Svo eru auðvitað persónur í verk-
inu sem bjóða hreinlega upp á
kómíska útfærslu. Eins og Sméagol
og Sam. Og við reyndum auðvitað
að finna allar leiðir til þess að gera
þetta skemmtilegt." Leppákoski
skýtur hér inn þeirri athugasemd
að Sméagol sé hiklaust orðin vinsæl-
asta persóna sýningarinnar og und-
irritaður getur hikstalaust tekið und-
ir það, því leikarinn Kari Váánánen
fer hreint á ótrúlegum kostum í
þessu furðulega hlutverki. „Það er
einkenni á okkar kynslóð að vondu
persónurnar njóta meiri vinsælda en
þær góðu,“ segir Láppakoski. Og í
beinu framhaldi af því spyr ég hvort
þessi afstaða hafi ráðið einhverju
um það að ofurhetjan Aragon (sem
Kari Váánánen leikur reyndar líka)
er dálítið ringluð í hetjuskapnum —
ekki alltaf alveg með á nótunum.
Sama má segja um töframeistarann
Gandálf (Vesa Vierikko), hann á sín
augnablik þar sem honum bregst
bogalistin og er stórhlægilegur fyrir
bragðið. Hellström hlær þegar ég
nefni þetta. „Báðir þessir leikarar
eru meðal bestu gamanleikara Finn-
lands í dag. Þeir sögðust ekki geta
leikið þetta allt á eina hlið — góðar
hetjur og ekkert annað. Auk þess
hefði það verið hrein mannvonska
af okkar hálfu að banna þeim að
gera þessar persónur fyndnar.
Ahorfendur eru líka komnir til að
njóta gamanleiks uppáhaldsleikar-
anna sinna.“ Leikstjórarnir viður-
kenna fúslega að leikarnir hafi átt
stóran þátt i að móta yfirbragð sýn-
ingarinnar og hinn mannlegi þáttur
sögunnar hafi ráðið mestu um end-
anlegt andrúmsloft hennar.
Litlir strákar verða stórir
Eitt af sterkustu einkennum sög-
unnar eru hin afgerandi skil milli
þess góða og illa og ein af athuga-
semdum mínum við leikstjórana
beinist að því að þessi átök verða
aldrei miðpunktur sýningarinnar.
Hið illa nær sér aldrei verulega á
Konungssonurinn Faramir heitir Denethor föður sínum aö hefna Boromirs.
Perrti Sveholm og Carl-Kristinn Rundman.
strik. „Það var ákvörðun af okkar
hálfu strax í upphafi að leggja
áherslurnar á annan þátt þessarar
sögu en beinlínis átökin milli góðs
og ills. Það er mjög erfitt að sýna
raunverulegan óhugnað af þessu tæi
á leiksviði. Iilmenni, skrýmsli og
draugar verða aldrei verulega skelfi-
leg á sviði. Ég held líka að illskan
og hryllingurinn sem viðgengst allt
í kringum okkur í raunveruleikanum
séu svo mikil að það sé ekki hægt
að veita því samkeppni á leiksvið-
inu,“ segir Leppákoski. „Auk þess
er þetta fyrst og fremst ævintýri.
Ef allt er lagt fyrir áhorfandann á
leiksviðinu þá er ekkert skilið eftir
fyrir ímyndunarafl hans.“
„Við vildum gera úr þessu gamal-
dags leikrit — og fylgjum að miklu
leyti dramatúrgíu Shakespeares og
Molieres þar sem atburðir gerast
utansviðs en er lýst af persónum á
sviðinu,“ segir Hellström. „í mínum
huga er öll þessi saga umgjörð um
ekkert," bætir Leppákoski við.
„Alveg á sama hátt og hringurinn
er umgjörð um ekkert. Það er ekk-
ert inn í honum frekar en utan við
hann. Hann er einfaldlega hringur.
Hið góða og illa og valdið eru afstæð
hugtök og mjög erfitt að hlutgera á
leiksviði. I rauninni eru þetta innan-
tóm hugtök — og hringurinn er tákn
fyrir þennan tómleika. Fródó hefur
í rauninni ekki náð neinu takmarki
þó hann komi hringnum fyrir. Hann
hefur hins vegar öðlast skilning á
sjálfum sér og er orðinn raunsærri;
hann er ekki barn lengur."
„Þetta er kannski fyrst og fremst
saga um litla stráka sem verða stór-
ir. Hobbitarnir eru allir börn í upp-
hafi og í lokin hafa þeir glatað hinu
barnslega sakleysi sínu. Eg held að
Tolkien hafi verið að skrifa sögu um
lok bernskunnar og hvernig við glöt-
um sakleysi okkar og hæfileikanum
til að beita ímyndunaraflinu. Með
hringnum líða dvergarnir, álfarnir,
tijámennirnir, tröllin og skrýmslin
undir lok og maðurinn verður allsr-
áðandi á jörðinni. Þessari þróun var
líka hægt að ná tökum á í leik-
gerðinni og hún er kannski þunga-
miðja sýningarinnar. Fródó, Sam,
Merrý og Pippin leggja af stað í
ferðina miklu og á leiðinni glata
þeir sakleysi sínu og snúa heim aft-
ur fullorðnir menn.“
Þessi leið að sögunni hefur einnig
gefið sýningunni það hlýja, barns-
lega og einlæga yfirbragð sem er
svo sjaldgæft í leikhúsi nútímans.
„Hreinar og einfaldar tilfínningar
eru nánast bannaðar í nútímaleik-
húsi. Það var mjög erfitt fyrir leikar-
ana — sérstaklega karlleikarana að
ná þessu stigi bamslegs sakleysis
sem var alveg nauðsynlegt til að
hobbitarnir yrðu trúverðugir. Við
eyddum löngum tíma í upphafi með
leikurunum til að ná réttum og eðli-
legum tóni í þennan mikilvæga þátt
verksins,"1. segir Leppákoski. Og
Hellström bætir við að takmarkið
hafi verið að gera sýninguna á viss-
an hátt barnalega.„Ekki þannig að
hún væri eingöngu fyrir börn, heldur
á þann hátt að sakleysið og einlægn-
in í öllum tilfinningum næðu beint
til áhorfendanna."
Og undirritaður getur staðfest að
þetta markmið hafi svo sannarlega
náðst. Því áhorfandi, sem ekki skilur
orðin sem töluð eru, verður að reiða
sig á tilfinningarnar sem streyma
frá leikurunum. Og þegar upp var
staðið eftir sex klukkutíma réðu
bamsleg gleði og hlýja ríkjum í
hjartanu.