Morgunblaðið - 24.06.1989, Page 5
MORGUNBLAPIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚtyí 1989
B 5
„Liösmenn" Framó
óskaplega mikla smáþjóð í ríki
þjóða. Utan landamæranna sést
fáni þeirra eiginlega aldrei. Samt
eru Færeyingar mjög víðförlir. Þú
hittir ekki Færeying, sem ekki hef-
ur verið annars staðar. Þeir eru í
senn algerir heimsborgarar og al-
gerir eyjaskeggjar. Og sú sjálfstæð-
isbarátta sem þeir hafa farið í gegn-
um með sitt tungumál er ekkert
lftil. Sú barátta stendur enn. Þeir
halda fast í þjóðlegar hefðir og eru
allt sem við höldum að við séum.
Auðvitað kvarta þeir yfír því, eins
og við, að hinn þjóðlegi arfur sé á
undanhaldi. En eitt dæmi um
hversu fast þeir halda í hefðirnar
er, að þeir kenna færeyska dansa
í skólum, strax í barnaskóla."
Nú er þetta 2. færeyska sýn-
ingin sem við fáum að sjá í Þjóð-
leikhúsinu hér í vor. Hvað kemur
til?
„Já, en þetta er í rauninni í fyrsta
skipti sem færeyskt leikhús kemur
hingað í boði Þjóðleikhússins. Þjóð-
leikhússtjóri taldi að fyllilega væri
kominn til þess.“
Þú hefur greinilega hrifíst af
Færeyingum. Hvað finnst þér við
geta lært af þeim?
„Það er ansi margt. Ég held að
hvergi séu eins margar manneskjur
með tónlistarhæfileika - og finna
sköpunarþörf sinni á þeim vettvangi
útrás. Ég held að hver einasti mað-
ur í sýningunni hjá mér leiki á eitt-
hvert hljóðfæri. Sömuleiðis er
ógrynni af málurum. Við getum
sagt sem svo, að sköpunarþörfin
sé almenningseign í enn ríkara
mæli en hér. Kannski vegna þess
að þeir fengu sjónvarp svo seint.
Það eru um það bil fimm ár síðan
þeir fengu færeyskt sjónvarp. Önn-
ur ástæða getur verið hversu stijál-
K*lar eyjarnar eru. Fjölskyldubönd-
in eru ennþá sterkari en þau eru
hér — jafnvel þótt þau séu með
sterkasta móti hér.
Forsendan fyrir hámenningu og
blómlegri atvinnumennsku í listum
er sú, að kennsla og leið barna og
almennings til að finna þessari þrá
sinni einhvern farveg, sé fyrir
hendi. Það verða að vera aðstæður
til almennrar þátttöku, svo ekki
verði menningarleg stéttaskipting.
Færeyjar eru kannski eins og
ísland var fyrir 20 árum og við
ættum að líta meira til þessarar
þjóðar, án þess að hafna þróun sem
verður hér. Við eigum ekki að hafna
því jákvæða í samfélaginu, sem við
áttum í sköpun og menningameyslu
fyrir fjölmiðlabyltinguna."
staka - svona sér á parti?
„Við förum ekki þessar viður-
kenndu leiðir í listsköpun á íslandi.
Ég er t.d. dálítið sér á parti í minni
ljóðlist. Ég yrki öðruvísi en þessi
geðlausu ljóð sem fá viðurkenningu
bókmenntafræðinga. Ómar hefur
alltaf verið dálítið sér á parti í mynd-
listinni og sérstaklega í gerningun-
um. Óskar Thorarensen er allur í
nítjándu aldar teikningunum og
hann semur einnig tónlist. Svo eru
þeir Einar Melax og Örn Ingólfsson
einnig með okkur núna. Þetta er
hinn núverandi kjarni Inferno 5 en
við framkvæmd gerninganna fáum
við fólk til aðstoðar við okkur og eru
stundum allt að átta manns. Það sem
fyrst og fremst gerir okkur sérsinna
núna eru sjónleikirnir — gerningarn-
ir. Þetta er eins konar þráhyggja
því þetta er mikil vinna, engir pen-
ingar og miklir andlegir timbur-
menn. Grunnhefðin sem við styðj-
umst við er upphaf nútímagerning-
anna 1909. Það var fútúristinn Mari-
netti sem framdi fyrsta nútímagern-
inginn og síðar fylgdu fútúristar í
Rússlandi og dadaistar í Sviss í kjöl-
farið. Þetta er undirstaða okkar þó
við séum auðvitað staddir í nútíman-
um. Fyrir nokkrum árum gekk tísku-
bylgja yfir hér á íslandi í gerningum.
Nánast allir myndlistarmenn þurftu
að framkvæma gerning og fjölmiðlar
gerðu mikið úr þessu. Einkenni á
þessum gerningum var hversu létt-
vægir þeir flestir voru og oft litið á
þá sem einhvern fíflagang. Okkar
gerningar hafa þróast út í stóra sjón-
leiki þar sem mikil alvara er að baki.
Fyrsti stóri gerningurinn okkar
nefnist Klumbudansinn sem við höf-
um sýnt hér í Reykjavík, á Snæfells-
nesi og nú í vor í Kaupmannahöfn.
Klumbudansinn byggist fyrst og
fremst á sjónrænni skynjun. Hann
er nokkurs konar myndlistarverk þar
sem ýmsum myndlistargreinum er
beitt. Kvikmyndir, skyggnur, mál-
verk og risastórar verur sem hreyf-
ast á tjaldi. Næsti stóri gerningurinn
okkar nefnist Rykdjöflar og við
sýndum í Nýlistasafninu í vor og
einnig út í Kaupmannahöfn."
— Orðið gerningur hefur ákveð-
inn framandleika í hugum fólks. Það
er gjaman sett í samband við vitleys-
isgang og alvöruleysi. Hvers vegna
er það? Er ykkur umhugað um að
gerningar hafi þetta dulúðuga yfir-
bragð í huga almennings?
„Nei, alls ekki. Það er okkur ekk-
ert atriði að viðhalda slíkum hug-
myndum um gerninga. Við viljum
gjarnan að fólk skilji hvað við erum
að fara í okkar gerningum," segir
Ómar. „Við heyrum líka frá fólki
að þetta sé svo nýtt og framandi
að það þurfi tíma til að átta sig.
Það er auðvitað mesta vitleysa því
nútímagerninga er búið að stunda í
ein 80 ár.“ Þorri bætir því við að
hræðsla og skilningsleysi vegna
orðsins eins sé ótrúlega mikil víða.
„Við sóttum um styrk til mennta-
málaráðuneytisins til ferðarinnar
með gerningana tvo til Kaupmanna-
hafnar í vor. Þeirri umsókn var hafn-
að vegna þess að þetta væri nýtt
og óreynt listform. Ef við hefðum
beygt okkur og sótt um styrk til að
fara með „sjónleik" til Danmerkur
þá er líklegt að umsókninnni. hefði
verið betur tekið.“ „Það þarf líka
að gera skýran greinarmun á orðun-
um gerningur og gjörningur. Bjorn
Th. Björnsson fann upp orðið gern-
ingur yfir þetta listform, því gjörn-
ingur er fornt íslenskt orð yfír galdra
og hefur allt aðra meiningu," segir
Ómar.
„Gerningur er líka annað en uppá-
koma — happening. Við undirbúum
okkar gerninga vandiega, skrifum
handrit, semjum ljóð, tónlist og
myndverk sem verða hluti af gern-
ingnum. Uppákoma er hugmynd
framkvæmd á augnablikinu sem hún
fæðist á,“ segir Þorri.
Gerningur eða sjónleikur. Ér þetta
ekki bara angi af leikhúsi sem þið
eruð að reka þarna?
„Nei,“ segir Ómar. „í leikhúsi eru
leikarar sem eru lærðir í túlka aðrar
persónur en þeir eru sjálfír í raun-
veruleiþanum. Þeir þurfa að fram-
kalla ýmis konar geðbrigði, grátur,
hlátur og þess háttar án þess að
þeim séu þessar tilfinningar kannski
persónulega í huga. Svona leikur
kemur okkar starfsemi ekkert við.
Við semjum röð athafna og fólk
kemur og framkvæmir þær og það
er raunverulega að framkvæma at-
hafnirnar á því augnabliki sem gern-
ingurinn stendur yfir. Þátttakend-
urnir eru þeir sjálfir. Þetta er raun-
veruleikaleikhús í staðinn fyrir það
blekkingaleikhús eins og viðgengst
í hefðbundinni leiklist. Þar samein-
ast kannski tugir manna við að sann-
færa áhorfendur um einhveija
ákveðna blekkingu. Gerningur er
enginn blekking, hann á sér stað í
tíma og rúmi á þeirri stundu sem
hann fer fram. Hann er hér og nú.“
— Nú munu sumir áreiðanlega
kalla listsköpun ykkar úrkynjaða —
kannski vegna þess að hún er öðruv-
ísi en hefðbundin listsköpun. Hveiju
svarið þið slíku?
„Er ekki öll þróun úrkynjun," spyr
Ómar á móti. „Er ekki tungumálið
og öll þróun mannsins eins konar
úrkynjun frá hinu upprunalega
öskri. Það er talað um úrkynjun
þegar þróunin stefnir niðurávið. Það
er greinilegt að þróunin er frá náttú-
runni og það má kalla úrkynjun.
Maðurinn er á leiðinni frá náttúr-
unni og við erum auðvitað hluti af
þeirri þróun. Hvort við stefnum upp
eða niður er ekki okkar að svara til
um. Við erum að þróa okHar list á
þann hátt sem okkur hentar. Við
viljum hins vegar vera teknir alvar-
lega í okkar list eins og aðrir.“
— Hvers vegna ekki að fara hefð-
bundna leið. Mála málverk, yrkja
ljóð, halda málverkasýningar, gefa
út ljóðabækur og spila inn á plötur?
„Fyrst og fremst fáum við ekki
næga útrás fyrir okkar tjáningu eft-
ir slíkum leiðum og í öðru lagi finnst
okkur þetta tjáningarform — gem-
ingurinn — hæfa nútímanum betur.
Við eru líka alltaf að leita að nýjum
leiðum og möguleikum til að sameina
okkar listform," segir Þorri. „Þetta
er besta leiðin fyrir okkur til að vinna
sameiginlega að okkar listsköpun.
Við erum búnir að vera í mörg ár
að svitna í einrúmi hver í sínu homi.
Hefðbundin listsköpun er einmana-
legt starf og með þessu móti fáum
við útrás fyrir félagsþörf okkar í list-
inni,“ bætir Ómar við í lokin.
Viðtal: Hávar Sigurjónsson
Morgunblaðið/Einar Falur
„Útrás fyrir félagsþörf í listinni," segja gerningalistamennirnir Ómar Stefánsson og Þorri Jóhannsson.