Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 6
6 B
Indíánar
✓ /
rnuitar
í Þjóðminjasafninu var í gær opnuö sýn-
ing sem ber heitið „Fjaðraskúfar og fiski-
klær;" farandsýning í tilefni af tíu ára
afmæli heimastjórnar á Grænlandi. Sýn-
ingin er hingað komin á vegum Norrænu
stof nunarinnar í Nuuk á Grænlandi í sam-
vinnu við Þjóðminjasaf nið, Norræna hús-
ið og Grænlandssjóðinn.
Sýningin fjallar um menningu inúíta
og indíana og er sett upp hér í tengslum
við námskeið í „shamanisma" á vegum
Norrænu leiklistarnef ndarinnar. Nlenn-
irnir á bak við sýninguna eru þeir Stig
Thornsohn og Bo Egelund, frá danska
fyrirtækinu Fenris, en það fyrirtæki sér-
hæfir sig í uppsetningu sýninga, fram-
leiðslu heimildarmynda og -bóka. Ég
ræddi við Stig Thornson og spurði hann
hvernig þessi sýning hefði komið til í
upphafi.
G!
!
rænlenska
heimastjómin
| bað okkur að
setja upp sýn-
ingu í tilefni af
tíu ára afmæli hennar.
Upphaflega vildu þeir að
sýningin fjallaði um
framfarir í menntun og
iðnaði á Grænlandi. Okk-
ur fannst það hinsvegar
ekki rétta leiðin til að
marka þessi tímamót,
sérstaklega það sem það
hefur oft verið gert. Við
óskuðum eftir því að fá
að setja upp sýningu sem
gæfi mynd af menningar-
sögu Grænlands og
tengslum þeirra við
menningarhringinn sem
inúítar tilheyra í raun-
inni. Það eru inúítar í
Síberíu, Alaska, Kanada
og Grænlandi og tengsl
þeirra við indíána eru svo
augljós. Janvel þeir inúít-
ar sem búa á Thule,
nyrstu byggðum jarðar,
fluttu þangað frá Alaska
fyrir þúsund árum. Þang-
að komu þeir frá
Ameríku, eins og allar
inúítaþjóðir á norðurhveli
jarðar. Annað er, að að-
staða inúíta er mjög svip-
uð aðstöðu indíána í
Norður-, Suður- og Mið-
Ameríku. Og þetta eru hlutir sem
þeir sjálfir vita mjög vel og þessar
þjóðir era með starfandi samtök,
ICC, sem era samtök inúíta á norð-
urhveli og ISI, sem eru samtök ind-
íána og inúíta.
Tilgangurinn með þessari sýn-
ingu er ekki pólitískur — við eram
ekki.að rísa upp með krepptan hnef-
ann. En fyrir utan það að sýna fram
á samband indíána og inúíta, viljum
við leggja ríka áherslu á þann þátt
sýningarinnar sem segir okkur
ótvírætt hvers vegna þessar þjóðir
þurfa svo mikið á sjálfstæði að
halda. Einn þáttur sýn-
ingarinnar er helgaður
lagalegri baráttu inúíta
fyrir sjálfstæði — og
þeirri baráttu sem þeir
hafa háð með vopnum,
sem þeir hafa vissulega
gert líka.
Þetta er fyrst og
fremst sýning um menn-
ingarverðmæti. Við reyn-
um að sýna fram á þessi verðmæti
á óhefðbundinn hátt. Við stillum
ekki upp hlutum, eins og algengt
er þegar settar eru um sýningar
frumstæðra þjóðflokka í söfnum.
Það sem við eram að gera er að
setja sögu inúítanna í eitthvert sam-
hengi. I staðinn fyrir að kalla sýn-
inguna „Inúítar og indíánar“, hefð-
um við einfaldlega getað nefnt hana
„Indíánar“. Það fer eftir því hvaða
línu maður velur að fara. Það eru
í rauninni engin rök að baki því að
skipta þeim í þessa tvo hópa. í
Danmörku höfum við háskólakúrsa
í lifnaðarháttum eskimóa og í lifn-
aðarháttum indíána. En í rauninni
er engin tungmálaástæða fyrir
þessari skiptngu. Ekki heldur
Bo Egelund og Slig Thornsohn
pólitísk eða menningarsöguleg. Við
sem berjumst fyrir sjálfstæði þess-
ara þjóðflokka, vildum gjarnan sjá
þessa kúrsa sameinaða.“
Kemur þessi sameiginlegi
menningararfur fram í því hvern-
ig þessir þjóðflokkar tjá sig í list-
um?
„Þarna kemur ein góð ástæða
fyrir því að við völdum þessa leið
með sýninguna. Þessir þjóðflokkar
skilja listina ekki
frá lífinu sjálfu —
ekki fremur en
trúarbrögð sín,
menningu og
stjórnmál, eins og
við gerum hér. Mikill stjórnmála-
maður er mikill listamaður, því allir
þættir lífsins forma eina heild. In-
úítar eru fyrst og fremst veiði-
menn; hval- og selfangarar og þeir
eiga sér orðatiltæki: „Ef þú veiðir,
verðurðu að drepa.“ En ef þú drep-
ur dýrið ekki á réttan hátt, snýr
sál þess til baka og eyðir þinni sál.
Vopnið sem þú drepur dýrið með
skiptir líka máli. Ef það er fallegt
og ríkulega skreytt, ei-tu að sýna
dýrinu sérstakan heiður. Eftir veiði-
ferðina dansa Inúítar sérstaka
dansa; þeir líkja eftir dýrinu sem
þeir veiddu, renna saman við sál
þess. Öll náttúran er hluti af heild-
arsamhengi og þetta samhengi
skiptir öllu máli. Fyrir þeim er allt
í hring og við höfum sett sýninguna
upp í hring, til að leggja áherslu á
þann hugsunarhátt.
Fyrir nokkram áram settum við
upp mannfræðilega sýningu fyrir
Þjóðminjasafnið í Danmörku, en nú
vorum við komin að þeim punkti,
I - rættviöStig
Thornsohn um menningu
indíúna og eskimóa
þar sem við vildum ekki stilla þeim
upp sem sangfræðilegum fyrirbær-
um.
Við Vesturlandabúar sjáum ind-
íána alltaf fyrir okkur sem “úandi“
stríðsmenn í tjöldum. En það búa
ekki allir indíánar í tjöldum og við
höfum, á þessari sýningu, búið til
líkan af litlu indíánaþorpi sem er
raunverulega til, til að sýna hvernig
þeir búa. En hér fyrir utan Þjóð-
minjasafnið höfum við líka sett upp
indíánatjald í fullri stærð, til að
fólk geti séð hvernig þeir indíánar
lifa, sem búa í tjöldum. Við vonum
að þetta geti aukið skilning fólks á
lifnaðarháttum þeirra.
Lifnaðarhættir indíána eru á
ýmsa vegu, þeir era dreifðir um
slétturnar í tjöldum, í litlum sam-
félögum og meira að segja mjög
þróuðum. Það er ótrúlegt hversu
þróaðir lifnaðarhættir þeirra hafa
verið. Ekki tæknilega þróaðir, held-
ur var andlega og hringlaga hugs-
unarháttur þeirra á miklu hærra
plani en hann er í dag.“
Eru helgisiðir indiána og in-
úíta hinir sömu hvar sem er í
veröldinni?
„Já. Það er til dæmis eitt sem
þú finnur hjá öllum þessum þjóð-
flokkum. Það er tjald sem þjónar
hlutverki gufubaðs. Þeir bera inn í
það glóandi steina, ausa vatni yfir
þá og syngja og svitna til að hreinsa
líkamann.
Bandaríkjastjórn hefur farið
virkilega illa með indíána. Hún hef-
ur nærri útrýmt þeim. Og frá þeim
sem eftir lifðu hafa þeir reynt að
taka tungumálið, menninguna og
hefðirnar. Upp.úr seinni heimsstyrj-
öldinni áttu þeir engra annarra
kosta völ, en að flýja aftur undir
feldinn. Þó ekki í bókstaflegri merk-
ingu. Indfánar vilja nota alla tækni,