Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 7

Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 7
.M,OKGUNpLAflip LAUGARUAGUlt ,2j JÚNtl^89 « Hopi-þorpið Walpi hefur sfoðið óbreytt fró þvi órið 1880. eins og bifreiðar og annað. Þeir hafa engan áhuga á að beijast gegn þróun hvíta mannsins og lifnaðar- háttum. En þeir vilja að þeirra eig- in lifnaðarhættir, menning, helgi- siðir og tunga séu virt. Hvíti maðurinn hefur ekki virt helgisiði þeirra og finnst þeir óhugnanlegir; það er talað um að indíánar kvelji sjálfa sig við helgiat- hafnir, til dæmis með því að stinga fleinum í gegnum hold sitt. Eg ræddi þetta eitt sinni við indíána sem sagði: Fyrir 2000 árum höfðuð þið mann sem hét Jesús Kristur og tók út þjáninguna fyrir ykkur með því að láta negla sig á kross. Við höfum engan, svo við verðum að taka okkar þjáningu út sjálf. Eg held að löngu sé orðið tíma- bært að við hættum að leggja okk- ar vestræna mat á helgisiði og lifn- aðarhætti indíána og inúíta og við eigum að hætta að reyna að „sið- mennta" þá. Þeir eru mjög sið- menntaðir ..., ja, ef satt skal segja, þá eru þeirra siðareglur miklu hreinni og klárari en okkar af því að þeir slíta hlutina ekki úr samhengi. Þeir skilja ekki hvernig það er hægt.“ En hvers vegna fá þeir ekki að vera í friði? „Landið sem þeim var úthlutað í Bandarílqunum er mjög ríkt af málmum og verðmætum efnum. Auðvitað vill Bandaríkjastjóm ná því af þeim. En það er ekki hægt því um þetta land hefur verið gerð- ur sáttmáli, undirritaður af báðum þjóðunum. Síðan koma trúboðarnir, sem eru hættulegastir menningu indíána. Trúarsöfnuðir eiga sand af peningum og þeir taka indíán- ana, gefa þeim gjafir — bíla, hvað þá annað — setja þá í kristna skóla og gera þá smátt og smátt háða sér. En þeir eru ekki einu útsendar- amir, eins og ég held að allur hinn „siðmenntaði" heimur viti; sú að- ferð að spilla þeim hefur löngum verið notuð, og það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem indíánar em farnir að sporna gegn þessu. Þeir vita mætavel að ef þeir gera það ekki, þá glata þeir öllu — landinu líka.“ TEXTI: Súsanna Svavarsdóttir ■ ■■ Öll tónlist~ er nútímatónlist „Allt í einu, einn góðan veður- dag, hefur það gerst; maður er tilbúinn að taka við því sem að manni er rétt. Kannski var það búið að vera þar lengi, en þú tókst bara ekki eftir því fyrr.“ Það er Örn Magnús- son píanóleikari sem hefiir orðið; hann hefúr ræktað garðinn sinn afhógværð en ákveðni undanfarin þrjú ár, en þá snéri hann heim til ís- lands eftir sex ára dvöl í er- Iendis við framhaldsnám hjáö nokkrum þekktustu y píanókennurum Jgfe Englands og Þýska- í lands. Élmmi ÍT.'.'r.i Morgunblaðið/Einar Falur rn ætlar að halda ein- leikstónleika í Norræna húsinu á sunnudag og hann segir sjálfur að þetta séu aðrir tónleikamir í fullri lengd sem hann heldur í Reykjavík.„Ég hef haldið þó nokk- uð af tónleikum bæði hér í Reykjavík og úti á landi, komið fram á Háskólatónleikum og við ýmis önnur tækifæri — aðallega úti á landi.“ Örn er Ólafsfirðingur að upp- runa og stundaði tónlistamám sitt við Tónlistarskóla Ólafsfjarðar, en síðan lá leiðin til Akureyrar þar sem hann lauk stúdentsprófi frá MA og burtfararprófi frá Tónlist- arskóla Akureyrar vorið 1979. Þaðan lá leiðin til borgarinnar Manchester á Englandi þar sem Örn sótti einka- tíma til Grikkjans Georgs Hadjinikosar.„Það voru ýmsar ástæður fyrir því að ég fór ekki í formlegan tónlistarskóla. Ein var sú að skólagjöld vora há í Englandi og ég vildi komast til Hadjinikosar umfram allt. Hann hafði komið hingað til íslands og haldið námskeið og ég hreifst af honum og vildi nema af honum. Hann er stórkostlegur maður og mikill músíkant. Ég hafði aldrei kynnst áður svona alþjóðasál eins og honum, sem sá hlutina í allt öðram víddum. Hann sá tónlistina ekki sem afmarkað fyrirbæri á ein- hverjum stalli heldur var hún hluti af öllu sköpunarverkinu. Hann var svo mikill heimspekingur og hafði mikil og góð áhrif á mig. Eg var seinna hjá frægari mönnum en honum en enginn þeirra komst í hálfkvisti við persónuleika hans. Ég var hjá Hadjinikosi í þijú ár og sótti líka tíma til Dennis Mat- hews í Newcastle á sama tíma. Eftir það fór ég til Berlínar og sótti tíma hjá rússneskri konu, frá- bæram píanista. Ég sneri síðan aftur til Englands og var í London síðustu tvö árin mín erlendis. Arin í London finnst mér hafa verið bestu árin mín erlendis; tíminn nýttist mér mjög vel og ég var farinn að taka útlönd í sátt og sættast við að vera íslendingur erlendis, læra málið og heimóttar- skapurinn að hverfa af manni. Mér fannst gaman að lifa erlendis þessi ár.“ — En fékkstu eðlilega fyrir- greiðslu hjá Lánasjóðnum út á svona einkanám öll þessi ár? „Nei, ég lenti í hálfgerðum vandræðum á tímabili. Eftir árið í Berlín neitaði Lánasjóðurinn að styrkja mig frekar í námi vegna þess að ég var ekki í tónlistar- háskóla. Ég kom því heim vorið 1984 og fór norður í Ólafsfjörð og var ekkert allt of hress með lífið. Þá var það sem nokkrir kunningjar mínir fyrir norðan efndu til undir- skriftasöfnunar — án minnar vit- undar — þar sem ýmsir mektar- menn skrifuðu undir áskorun til Lánasjóðsins um að veita mér lána- fyrirgreiðslu til frekara náms. Mér þótti afskaplega vænt um þetta og áskorunin hreif, því Lánasjóður- inn veittí mér lán til námsins í London. Ég fór því út um haustið og sótti tvo tíma á viku allan vetur- inn og vann feykilega mikið. Seinna árið fékk ég reyndar ekk- ert lán fyrr en um vorið og var þá orðinn ansi grannur og nettur í vextinum, en ég naut góðra vina í London þennan vetur og sparaði grimmt." Örn fer hér léttilega yfir sögu og bregður fyrir sig gamansemi, þó heyra megi að sálartötrinu hafi verið mislétt í sinni á þessum áram. Ég impra á því við hann hvort þrengingar séu listamanninunum nauðsynlegar til að þroskast í list sinni. „Þú mátt ekki misskilja mig. Mér leið afskaplega vel í London og bjó hjá eldri hjónum sem tóku mig nánast að sér. Þau vildu allt fyrir mig gera. Það era frekar árin þijú í Manchester sem eru „Þroski er að beina næminu inn ó ókveðnn brout," segir Örn Mognús- son pínnóleiknri. dekkri í minningunni. Og í músík- inni fór mér mikið fram í London. Ég held hinsvegar að öllu fólki séu þrengingar af einhveiju tæi nauð- synlegar til að það verði að mönn- um.“ — Ertu að ýta undir þá goðsögn að listamenn þurfi að þjást til að springa út og blómstra í listinni? „Nei, alls ekki. Ég trúi því ein- faldlega að menn þurfi að safna öllu því í sarpinn sem fyrir þá kem- ur. Þeir þurfa að búa yfir eiginleik- anum að taka við svo þeir geti gefið af sér síðar.“ — Ertu að tala um næmi lista- mannsins fyrir umhverfinu. Að listamenn finni til hvort sem þeir eru svangir eða saddir? „Já, ég þekki listamenn sem finna til, þó þeir séu saddir," segir Örn og hlær. Honum finnst greini- lega að þetta liggi í augum uppi. „Og þó, fyrir listamanninn er stjóm á næminu stór hluti af hin- um listræna þroska, maður verður að geta beint því inn á ákveðna braut, annars er maður stöðugt einsog opið sár fyrir umhverfinu og ræður ekki neitt við neitt." — Hvernig fannst þér svo að koma heim og byija að vinna úr því sem safnast hafði í sarpinn? „Ég var búinn að bíða eftir því lengi að _fá tækifæri til að vinna sjálfur. Ég var hjá svo mörgum kennuram af svo mörgum ólíkum skólum — þeir vora fimm í allt — það var því heilmikið sem ég þurfti að samræma og vinna úr. En mér fannst spennandi að koma heim og byija að búa og vinna í Reykjavík. Ég hafði aldrei verið neitt í Reykjavík áður svo heitið gæti. Ég þekkti ósköp lítið það líf sem fólk lifir hér í borginni — ég fór út hreinn sveitamaður. Nú eins- og flestir aðrir tónlistarmenn fór ég beint í kennslu og kenndi mikið fyrsta veturinn." — Hvemig kanntu við kennsl- una? I- segir Örn Magnússon píanóleikari LJ „Maður þarf að beita sig miklum aga til að geta æft sig samhliða kennslunni. Ef maður æfir sig mikið er maður vondur kennari. Ég var líka alveg óvanur kennslu og kom alveg eins og græningi inn í hana. Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en sumarið eftir hvað þetta hafði verið erfitt — þegar ég horfði til baka. Ég var alveg kúguppgefínn. En ég hef ákveðið yndi af átökum, að bjóða hlutunum birginn. Það er svolítil ögranarsýki í mér.“ — Má þá hafa það til marks um þá tónlist sem þú velur þér til flutn- ings. Ertu hrifínn af átakatónlist? Beethoven til dæmis? „Já, annars hef ég einfaldlega yndi af því að leggja verkefni fyr- ir mig, hvort sem þau eru erfið eða ekki — og horfa bara í verkið sjálft sem fyrir liggur. Jú, ég er búinn að vera upptekinn af Beetho- ven í mörg ár — og Bach. Núna langar mig til að fara meira út í nútímatónlist. Og þá helst sem nýjasta tónlist. Annars er öll tón- list — öll góð tónlist — nútímatón- list. Hún er á því núi sem þá var, þannig að nútímatónlist sem samin er í dag, er ekkert nýrri heldur en Beethoven var þá. Eða Mozart. Þetta er sú tónlist sem leitar framávið á þessum tíma — hér og nú. Þessi hugmynd, að öll tónlist sé nútímatónlist, hefur víkkað all- an minn skilning á tónlist. Hefðin hefur þann eiginleika að drepa tónlist niður í klisju og gera smá- sálir úr stórum meisturum. Tónlist meistaranna verður einsog tugga sem hristir ekki upp í neinum leng- ur og fólk kemur til að hlusta á gömlu lummuna sem það er búið að heyra svo oft og vill helst heyra hana alveg eins og það hefur heyrt hana hundrað sinnum áður. En þessi tónlist er hérna og núna — hún er ný og fersk. Tökum sem dæmi lag Beethovens Fur Elisa sem fær hárin til að rísa á öllum píanókennurum. En þetta er gull- fallegt lag og það er í dag alveg nákvæmlega einsog Beethoven skildi við það. Þetta er einkenni meistaraverkanna. Það er alveg sama þó búið sé að spila þetta lag tvö hundruð milljón sinnum — og oftast illa — þá stendur lagið eftir sem áður.“ - Og það era einmitt meistaramir Bach og Beethoven sem hljóma á einleikstónleikum Arnar í Norræna húsinu annað kvöld. „Fyrir hlé ætla ég að spila Fís moll tokkötu og Enska svítu í A moll eftir Bach og eftir hlé era sónötur ópus 26 og ópus 109 eftir Beethoven." — Ég notaði það orðalag í upp- hafi að þú hefðir ræktað garðinn þinn undanfarin þijú ár og lítt haft þig í frammi. Ertu sáttur við þá umsögn? „Já, það er akkúrat málið. Ég hef reynt að æfa mig reglulega og fínnst ég eiga svo mikið eftir. { fyrrasumar fannst mér ég vera alveg staðnaður og fara aftur frek- ar en hitt en svo allt í einu áttaði ég mig á einhveiju nýju sem ég hef verið að vinna úr síðan. Hvað það er nákvæmlega er ekki svo auðvelt að útskýra.“ — Þú talaðir um áhuga þinn fyrir nútímatónlist og það er ekki nema tæp vika frá því að þú fram- fluttir nýtt píanóverk eftir Hróð- mar I. Sigurbjörnsson á tónleikum Kammersveitar Seltjarnamess. Ertu með eitthvað fleira í þeim dúr á prjónunum? „Já, ég hef fullan hug á að fylgja nútímatónlistinni betur eftir. Ég er búinn að falast eftir verki hjá einu af yngri tónskáldunum og næstu tónleikar sem ég er með á pijónunum yrðu algjörlega helg- aðir nútímatónlist, íslenskri og er- lendri. En það er ekkert ákveðið hvenær af þeim verður, við skulum segja að ég haldi þá tónleika þegar ég er tilbúinn," sagði Örn Magnús- son og sneri sér aftur að meistur- unum ,Bach og Beethoven, sem biðu þöglir í flygli Norræna húss- ins. Raddir þeirra munu hljóma ferskar og nútímalegar annað kvöld sem hið fyrsta kvöld. TEXTLHávar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.