Morgunblaðið - 01.07.1989, Síða 5

Morgunblaðið - 01.07.1989, Síða 5
MQRfiUNgLA.ÐIIj) LftUGARDAGUR ý.JÚLÍ 1,989 5 Loðdýrarækt: Þjóðminjasaftiið Þjóðminjasafii íslands: Miklar endurbætur eru nauðsynlegar á húsinu Heildarkostnaður vegna þeirra gæti orðið 250 milljónir „Þjóðminjasafiiið er mjög illa farið og miklar endurbætur á því til þessa hafa nayðsynlegar endur- verða ekki umflúnar," sagði Júlíus Sólnes, formaður byggingarnefnd- ar Þjóðminjasafiisins, í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Júlíusar er einangrun hússins nánast ónýt, það lekur og viðgerð á múrverki er nauðsynleg. Júlíus telur heildarkostnað vegna viðgerða og endur- bóta geta legið á bilinu 100 tii 250 milljónir. Svavar Gestsson menntamála- upp sýningu þar sem hugmyndir ráðherra skipaði byggingamefnd Þjóðminjasafnsins í apríl sl. til þess að annast endurbætur á húsi Þjóð- minjasafnsins við Suðurgötu í Reykjavík. Upphaflega stóð til að endurbætur hæfust í sumar en að- eins verður hafist handa við nauð- synlegustu viðgerðir, t.d. á múr- verki ’nússins, í ár. Að sögn Júlíusar Sólness getur tekið allt að 3 ár að gera við húsið og endurskipuleggja það að innan. Einangrun þess er nánast ónýt og segist Júlíus ekki sjá aðra leið færa til endurbóta en að einangra húsið að utan. Einnig þurfi að breyta inngangi í safnið svo að fatl- aðir eigi hægara með aðgang að þvi og byggja yfir kaffistofu, snyrt- ingu og verslun með safnmuni. „Þetta þýðir að útlit Þjóðminja- safnsins mun taka einhverjum breytingum," sagði Júlíus. „Bygg- ingarnefndin telur mikilvægt að kynna almenningi tillögur um úr- bætur og breytingar á húsinu og mun í þeim tilgangi eflaust setja verða kynntar." Hús Þjóðminjasafnsins var reist á ámnum 1946 til 1951, sem minn- isvarði um stofnun lýðveldisins árið 1944. Á þessum tíma vom innflutn- ingshöft og mikill skortur á bygg- ingarefnum. Gallar reyndust því vera á húsinu frá upphafi og fram Stefiiir í gjaldþrot hjá fóðurstöðvum bætur ekki verið gerðar. í byggingarnefnd Þjóðminja- safnsins sitja auk Júlíusar Sólness, sem er formaður hennar, Leifur Benediktsson verkfræðingur hjá Innkaupastofnun ríkisins, Lilja Árnadóttir deildarstjóri á Þjóð- minjasafninu og Maríanna Jóns- dóttir viðskiptafræðingur í fjár- málaráðuneytinu. Með nefndinni starfa einnig Þór Magnússon Þjóð- minjavörður og Hjörleifur Stefáns- son arkitekt. REKSTRARVANDI fóðurstöðva í loðdýrarækt er orðinn veruleg- ur, og að sögn Reynis Barðdal, stjórnarformanns Sambands fóð- urframleiðenda, hafa þær að- gerðir, sem ríkisstjórnin sam- þykkti til aðstoðar loðdýrarækt- inni 15. júní siðastliðinn, ekki skilað sér til fóðurstöðvanna. Ríkisstjórnin samþykkti meðal annars að flýta greiðslum á upp- söfiiuðum söluskatti til loðdýra- bænda, og leita samninga við við- skiptabanka um að fresta inn- heimtu á afurðalánum vegna óseldra loðskinna, og jafnframt veita bændum greiðslufrest á lausaskuldum. Halldór Blöndal alþingismaður, sem sæti á í Stjóm Stofnlánadeildar landbúnaðarins, segir ljóst að nokkrar fóðurstöðvanna séu að komast í þrot í næstu viku, og svo virðist sem enginn vilji taka ábyrgð á þeim. „Ég óskaði eftir því fyrir nokkr- um vikum í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins að hún kallaði á sinn fund alla þá sem loðdýramálin varðar, viðkomandi ráðherra og fulltrúa frá öðmm lánastofnunum, þar sem Stofnlánadeildin á mikið í húfi í þessu máli. Nú skilst mér að slíkur fundur verði haldinn miðviku- daginn 5. júlí, en ég geri mér ekki miklar vonir að út úr þeim fundi komi svo sem nokkuð, því ástandið í loðdýraræktinni er svo alvarlegt að menn reyna í lengstu lög að komast hjá því að horfast í augu við sannleikann, og það kann ekki góðri lukku að stýra. Ég óttast að fjöldi loðdýrabænda sé svo hart leiddur að það sé farið að spilla heilsu manna, og tel óhjákvæmilegt Fljótsdalsvirkjun og stækkun Búrfells: 68 millj. kr. veitt til rannsókna RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að heimila Landsvirkjun að veita 68 milljónum króna til rannsókna og undirbúnings Fljótsdalsvirkjun- ar og stækkunar Búrfellsvirkjunar. Munu þessar rannsóknar fara strax af stað og áæltað er að þeim ljúki fyrir ágústlok. Jóhann Már Maríusson aðstoðar- heimild nú komin. forstjóri Landsvirkjunar segir að stjórn Landsvirkjunar hafi á fundi sínum 22. júní s.l. ákveðið að veita þessari upphæð til rannsóknanna að að því tilskildu að heimild feng- ist frá iðnaðarráðherra og sé sú í máli Jóhanns kemur fram að inni í þessu rannsóknum verði könnun á línustæði frá Fljótsdals- virkjun til Þjórsársvæðisins, um Akureyri, en þar sé um 220 KW línu að ræða. Hann segir að nauð- synlegt hefði verið að hefjast handa um þetta verkefni. strax sökum áforma um stækkun álversins í Straumsvík, sem komast á í gagn- ið 1992. „Við verðum að vera á undan með rannsóknir okkar á þessum virkjanakostum til að’ vera í stakk búnir að mæta ákvarðanatökunni um álverið," segir Jóhann Már. að þeir fái svör undireins um það til hvaða ráðstafana ríkisstjómin hyggist grípa. Ef ekki stendur til að gera neitt er lang best fyrir bændur að skera niður þegar í stað,“ sagði Halldór Blöndal. Skoðanakönnun Skáís: 22% ætla til út- landa í sumar UM 22% íslendinga átján ára og eldri segjast ætla til útlanda í sumar samkvæmt nýlegri skoð- anakönnun Skáís. Tæplega 70% segjast ekki ætla til útlanda, og 8% segjast vera óákveðnir. í Reykjavík sögðust 25,5% að- spurðra ætla til útlanda í sumar, en 61% sögðust ekki ætla. 21% aðspurðra á Reykjanesi sögðust ætla til útlanda, en rúmlega 71 ekki, og í dreifbýlinu sögðust tæp- lega 19% ætla til útlanda, en 78% svöruðu neitandi. Kópavogur: Guðmundur Oddssonkjör- inn forseti bæjarstjórnar GUÐMUNDUR Oddsson var kjör- inn forseti bæjarsljórnar Kópa- vogs á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Guðmundur var einnig kosinn formaður félagsmálaráðs í stað Huldu Finnbogadóttur, sem sagði starfi sínu lausu af persónu- Iegum ástæðum. Árleg kosning í ýmis embætti hjá Kópavogskaupstað fór fram í bæjar- stjórn sl. þriðjudag. Fyrsti varafor- seti bæjarstjórnar var valinn Valþór Hlöðversson. í bæjarráð voru kjörin Heimir Pálsson, Alþýðubandalagi, Kristinn Ó. Magnússon og Sigríður Einarsdóttir, Alþýðuflokki, Richard Björgvinsson og Ásthildur Péturs- dóttir, Sjálfstæðisflokki. Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag- inn voru einnig kosnir skoðunarmenn bæjarreikninga, framtalsnefnd, hafnarstjórn og kjörstjómir. Bæjarráð Kópavogs kom saman á fimmtudaginn og var Heimir Pálsson þá kjörinn formaður þess. w ' 'mm - n - goóur kostur í bílakaupum Bein lína í söludeild 312 36 BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARvELAR HE Ármúla 13 - 108 Reykjavík - S* 681200 Framhjóladrifinn bíll á undraverði. Við hjá B & L erum sloltir af að kynna nýja og endurbætta Lada Samara. Lada Samara hefur nýja og kraftmikla 1500 cc vél og fæst nú bæöi 3 og 5 dyra. Lada Samara er rúmgóður, framhjóladrifinn fjölskyldubíll, með góða fjöðrun og aksturseiginleika, sem gerir hann sérstaklega hentugan fyrir íslenska staðhætti. Lada Samara svo sannarlega kærkomin kjara- bót fyrir íslenskar fjölskyldur. 3 dyra 1300 399.617.- 3 dyra 1500 444.091.- 5 dyra 1300 456.873.- 5 dyra 1500 485.446.- Ryðvörn innifalin í verty. Opið laugardaga frá kl. 10*°-14"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.