Morgunblaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAU^ftffljjtGlJit JpLÍ 1,989, ii. 17 Við eigiim samleið eftirJón Sigurðsson Hér birtist ávarp viðskiptaráð- herra við undirritun samkomu- lags um sölu á hlutabréfum ríkis- sjóðs í Utvegsbanka Islands hf. til Alþýðubankans hf., Iðnaðar- banka íslands hf. og Verslunar- banka íslands hf. og um samein- ingu bankanna, á Kjarvalsstöð- um, 29. júní 1989: Við erum hér saman komin á þessum sólfagra sumardegi til þess að staðfesta sögulegt samkomulag — um sameiningu íjögurra banka — um nýsköpun í íslenskum banka- málum. Það hefur verið stefnt að fækkun og stækkun banka hér á landi í meira en tuttugu ár. Arang- ur af þeirri viðleitni hefur hins veg- ar enginn orðið fyrr en nú. En nú er hann svo sannarlega mikill. Hinn nýi banki Við sameiningu Alþýðubankans, Iðnaðarbankans, Verslunarbankans og Utvegsbankans mun viðskipta- bönkunum fækka úr sjö í fjóra og öflugur alhliða banki verða mynd- aður sem mun veita öðruni lána- stofnunum samkeppni og aðhald. Nýi bankinn verður byggður á víðtækri eignaraðild og tengir sam- an helstu atvinnuvegi þjóðarinnar. Þetta verður styrkur hins nýja banka. Jón Sigurðsson Ávinningur af sameiningu bankanna Ég er sannfærður um að samein- ing þessara banka mun verða þjóð- inni til hagsbóta og skila sér í auk- inni hagkvæmni í bankarekstri og lækkun vaxtamunar. Þá er hún einnig mikilvæg forsenda þess að Islendingar geti tekið þátt í þeim breytingum sem eru að verða á við- skiptaháttum með fjármagn og fjár- málaþjónustu í nágrannalöndunum og að við getum áfram skipað okk- Engin rök fyrir því að ríkið ábyrgist öll fasteignaviðskipti - segir Halldór Blöndai alþingismaður „ÉG er þeirrar skoðunar að hús- bréfakerfið gangi ekki upp hér á landi þar sem þessi svokallaði islenski Qármagnsmarkaður er svo veikburða að ekki er á hann að treysta, auk þess sem ég sé engin rök fyrir því að ríkið .taki ábyrgð á öllum fasteignavið- skiptum í landinu. Það getur vel verið að fijálsi markaðurinn verði einhvern tíma seinna fær um að sinna húsnæðismálunum, en mér sýnist, ekki svo vera nú,“ segir Halldór Blöndal, alþingis- maður, en eins og fram hefur komið hefúr þingflokkur sjálf- stæðismanna ákveðið að tilnefiia ekki fúlltrúa til samráðs við framkvæmdanefiid um undirbún- ing að framkvæmd laga um hús- bréfakerfið. „Það er eðlilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn skuli ekki skipa fulltrúa í nefnd á vegum Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Hú^næðismálin eru komin í algjört öngþveiti, og ekki hægt að sjá hvernig hægt verður að greiða íir þeirh öðruvísi en að hugsa þau að nýju. í samræmi við yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi og síðasta flokksráðs- fundi legg ég áherslu á að Sjálf- stæðisflokkurinn berst fyrir því að allir eigi sem jafnastan kost á því að eignast þak yfir höfuðið. Ég er þeirrar skoðunar að leggja eigi nið- ur Húsnæðisstofnun ríkisins í nú- verandi mynd en færa húsnæðislán- in inn í bankana, en samtímis er nauðsynlegt að vextir verði frá- dráttarbærir eins og á árum áður. Það er í anda þessarar fijálslyndu stefnu sem ég vil vinna að hús- næðismálum,“ sagði Halldór Blönd- al. „Það er einlæg von mín að gott samstarf takist með stjórnendum og starfsmönnum um þau verkefhi sem framund- an eru. Það er mikið í húfi að vel takist til um sameiningu bankanna og ekki síst að um hana takist góður friður.“ ur á bekk með þeim þjóðum sem bestra lífskjara njóta. Samningur- inn tryggir einnig að almenningur endurheimti á sanngjörnu verði fjármuni sem bundnir hafa verið í bankarekstri en engin gild rök standa lengur til slíkrar bindingar á almannafé. Starfsfólk bankanna Mér er auðvitað ljóst að starfs- fólk bankanna fjögurra finnur til óvissu um sinn hag vegna þeirra breytinga á starfsháttum og skipu- lagi sem framundan eru. Þetta eru eðlilegar áhyggjur en ég bendi á að sú leið til bankasameiningar sem hér er farin er án efa sú sem minnstri röskun veldur á högum starfsfólksins. Bankarnir fjórir eiga einfaldlega vel saman. Ég vil líka benda á að með þessu samkomulagi hefur verið dregið úr óvissu um framtíðina. Nú vita allir hvað gert verður. í samkomulagi því sem hér verð- ur undirritað felst það að við sam- runa bankanna fjögurra hefur fast- ráðið starfsfólk Útvegsbankans sama rétt og starfsfólk Alþýðu- bankans, Iðnaðarbankans og Versl- unarbankans til starfa hjá hinum nýja banka. Hér eiga allir samleið. Þá er því lýst yfir að leitað verð- ur samkomulags við starfsmanna- félög um breytingar sem kunni að verða á starfsmannahaidi og starfs- aðstöðu við sameininguna. Jafn- framt verður starfsmannafélögum og Sambandi íslenskra banka- manna greint frá fyrirhuguðum breytingum af þessu tagi þegar á undirbúningsstigi og fulltrúar starfsmanna hafðir með í ráðum. Það er einlæg von mín að gott sam- starf takist með stjórnendum og starfsmönnum um þau verkefni sem framundan eru. Það er mikið í húfi að vel takist til um sameiningu bankanna og ekki síst að um hana takist góður friður. Við eigum samleið Skrefið sem stigið verður með sameiningu Alþýðubankans, Iðnað- arbankans, Utvegsbankans og Verslunarbankans er vissulega mik- ilvægt en þó er það aðeins eitt af mörgum á langri umbótaleið sem við eigum fyrir höndum til þess að bæta lífskjör okkar og búa í haginn fyrir afkomendur okkar. Það er ekki aðeins í bankamálunum sem tímabært er orðið að bijótast út úr sjálfheldu aðgerðaleysis. Við þurf- um að sækja fram á ýmsum sviðum atvinnumála, í sjávarútvegi, í land- búnaði og ekki síst í hagnýtingu orkulindanna í þágu atvinnuupp- byggingar en einmitt á því sviði hefur einnig orðið langt hlé á fram- kvæmdum. Markmiðið er að skapa á íslandi þjóðfélag sem byggir á skynsamlegri skipan efnahagsmála og býr öllum landsmönnum réttlát og sanngjörn lífskjör. Þar eigum við öll samleið. ry r\ cj& aa Success GUARANTSED ^ FcRFtCTíN ftfgpPi 8MINUTES Cfiicfien Almondine 'Cfííckén FUvaredn/rrwith Vasta&AÍmonis FRABÆRAR VÓRUR Á NIÐURSPRENGI 1 VERÐI Wj Framandi og ógleymanlegur hrísgrjónaréttur. Löng hrísgrjón blönduð með ses- am, möndlum og núðlum og kryddað á afar sérstæðan hátt. Svo sannarlega öðruvísi kjúktingaréttur. Fyrir 4 - suóufimi 8 mín. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSONxCO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 FÖT BLOM SKOR BARNAFOT Ferðasalernl - Kemísk vatnssal- erni fyrir sumarbústaði, hjólhýsi og báta. Atlas hf., Borgartúni 24, s(mi 621155, pósthólf 8460, 128 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.