Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 18

Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 Evrópumótið í brids að hefjast: Ánægður ef við lend- um í miðjum hópi segir Hjalti Elíasson landsliðsþjálfari HJALTI Elíasson landsliðsþjálf- ari í brids segir að Islendingar geti verið ánægðir með að lenda í miðjum hópi á Evrópumótinu í brids, sem hefst í Turku í Finn- landi á sunnudaginn. „Við erum að byija nýtt tímabil með 'endumýjað landslið og árang- urinn kemur ekki á fyrsta móti. En þetta verður innlegg í framtíð- ina,“ sagði Hjalti við Morgunblaðið. Hann hefur þjálfað bridslandsliðið í 2 ár, og á þeim tíma hefur ísland unnið Norðurlandamót og náð 4. sæti á Evrópumóti. Að þessu sinni taka 25 þjóðir þátt í Evrópumótinu, sem er met- þáttaka. Þar á meðal eru Sovétrík- in, sem eru með í fyrsta skipti, en spil vom til skamms tíma illa séð þar í landi. Það eru Eistlendingar, sem verða fulltrúar Sovétríkjanna. Eitt par þeirra varð fyrir skömmu í 2. sæti í sterku alþjóðalegu tvímenningsmóti sem haldið var í Bandaríkjunum. Það var í fyrsta skipti sem sovéskir bridsspilarar tóku þátt 1 móti utan Evrópu. Íslenska liðið er skipað Aðalsteini Jörgensen, Ragnari Magnússyni, Guðmundi Páli Amarsyni, Þorláki Jónssyni, Jónasi P. Eriingssyni og Val Sigurðssyni. Hjalti Elíasson er þjálfari og liðsstjóri en Sigurður B. Þorsteinsson er fararstjóri. Valur og Þorlákur vom í sigurlið- inu á Norðurlandamótinu 1988 og Aðalsteinn og Valur vom í liðinu sem náði 4. sæti á Evrópumótinu 1987. Jónas og Ragnar taka nú þátt í sínu fyrsta alþjóðamóti. Hjalti Elíasson sagði að róðurinn yrði þungur, sérstaklega í upphafi, en þá mætir íslenska liðið sterkum þjóðum sem spila framandi sagn- kerfi. „Ég álít að það hafi töluvert að segja ef við sleppum tiltölulega áfallalaust úr þeim viðureignum,“ sagði Hjalti. Núverandi Evrópumeistarar era Svíar, sem mæta með sama lið og vann, titilinn fyrir tveimur ámm. Hjalti sagðist telja, að Svíar myndu Morgunblaðið/Sverrir Bridslandsiðið sem keppir í Turku næsta hálfa mánuðinn. Frá vinstri eru Þorlákur Jónsson, Ragnar Magnússon, Hjalti Elíasson, Jónas P. Erlingsson, Aðalsteinn Jörgensen, Guðmundur Páll Arnarson, Sigurður B. Þorsteinsson og Valur Sigurðsson. berjast um sigurinn í Finnlandi við Austurríkismenn og Pólveija, sem hvorir tveggja em fyrrverandi Evr- ópumeistarar. Mikíl umferð um flugvöllmn í Eyjum Vestmannaeyjum. MIKIL umferð flugvéla var um Vestmannaeyjaflugvöll sl. fimmtudag. 60 lendingar voru á vellinum sem er með því mesta sem gerist. Það var margt sem skapaði þessa miklu umferð um völlinn. Miklir flutningar fólks til Eyja vegna Tommamótsins í knatt- spyrnu áttu þar stærsta þáttinn. Flugleiðir fóm 7 ferðir til Eyja á Fokker og gerast ferðir þeirra ekki fleiri, nema um þjðhátíð. Leiguflug Vals Andersens var í stöðugum fólksflutningum auk þess sem þeir vom að flytja laxa- seiði til Eyja, norðan úr Aðaldal, fyrir fiskeldisstöð Isnó. Þá var staddur i Eyjum al- þjóðlegur flugklúbbur sem ferðast hefur um landið síðustu daga. Flugklúbbur þessi heitir „Inter- national Comanche Sociation" og er klúbbur eigenda Piper Comanc- he-véla. Jón E.B. Guðmundsson er eini íslendingurinn í klúbbnum en með honum á ferð hér vom m.a. Bretar, Svíar og Frakkar. Grímur Doktorsritgerð um trúarhefð Islendinga SIGURÐUR Árni Þórðarson hefur varið doktorsritgerð um trúar- hefð íslendinga við Vanderbiltháskóla í Nashville, Tennessee í Banda- ríkjunum. Ritgerðin nefiiist Liminality in Icelandic Religious Traditi- on. Aðalleiðbeinandi var Peter c. Hodgson, en aðrir vom Jack,Forst- man, Sallie McFague og Eugene TeSelle, öll' prófessorar við guð- fræðideild Vanderbilt, og John Compton við heimspekideild sama skóla. Ritgerðin fjallar um trúar- túlkun fjögurra íslenskra höfunda, Hallgríms Péturssonar, Jóns Vídalín, Haraldar Níelssonar og Jóns Helgasonar. Meginkenning rit- gerðarinnar er, að þrátt fyrir að þessir höfundar séu mjög ólíkir, megi greina sameiginlega fmm- áherslu í skrifum þeirra, áherslu á takmörk alls; dauða, forgengileika, hverfulleika og ógnir alls konar. Samtímis reyna þeir að benda á leiðir til að bregðast við þessum þáttum. Rakin em ýmis atriði í íslenskri menningu, sögu og nátt- úm, sem gætu hafa valdið mæra- hyggju Islendinga. Ein af ástæðum þess, að þessi ritgerð var samin er staða nútímamanna, í skugga vigbúnaðar, hugsanlegrar gereyð- ingar, mengunar og takmörkunar auðlinda. Því er haldið fram, að íslensk menning og trúartúlkun, sem sprottið hefur fram úr ótrú- legri baráttu við eyðingaröfl, sé rík auðlind sem nýtast má fleimm en íslendingum einum vegna þess, að í þeirri menningu er fólgin ábyrg glíma við eyðingar- og takmörkun- aröfl. Dr. Sigurður Árni Þórðarson er sonur Svanfríðar Kristjánsdóttur og Þórðar Halldórssonar. Sigurður lauk stúdentsprófi frá MR 1973 og hóf síðan nám í guðfræði og trúar- bragðasögu í Noregi, lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1979. Hann lauk MA prófi frá Vanderbilt University 1982 og hlaut Ph.D. gráðu 1989. Maki Sig- urðar er sr. Hanna María Péturs- dóttir. Eiga þau tvö börn. Dr. Sig- urður hefur verið sóknarprestur í Ásaprestakalli í Skaftafellsprófast- dæmi og Staðarfellsprestakalli í Dr. Sigurður Árni Þórðarson. Þingeyjarprófastdæmi. Hann er nú rektor Skálholtsskóla. Hafnarff örður: Stéttarfélög gefa Skógrækt- arfélaginu 200 þúsund SEX félög hafnfirskra launþega hafa gefið Skógræktarfélagi Hafiiar- Qarðar peningagjöf að upphæð tvö hundruð þúsund krónur og var gjöfin afhent þriðjudaginn 27. júní á skrifstofu Verslunarmannafé- lags HafnarQarðar, Strandgötu 33. Orð fyrir gefendum hafði Kristín Guðmundsdóttir formaður Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar, en eft- irfarandi stéttarfélög stóðu að gjöf- inni: Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði, Sjómannafélag Hafn- arfjarðar, Starfsmannafélag Hafn- arfjarðar, Verkakvennafélagid Framtíðin, Verkamannafélagið Hlíf og Verslunarmannafélag Hafnar- íjarðar. Sú ósk fýlgdi gjöfmni að henni yrði varið til tijáplöntukaupa og landgræðslu á þessu ári. Hólmfríður Finnbogadóttir, for- maður Skógræktarfélags Hafnar- fjarðar, þakkaði gjöfina og einnig tók til máls Ólafur Vilhjálmsson, fyrrverandi formaður Skógræktar- félagsins. Það var samhljóða álit þeirra, sem viðstaddir voru afhendingu gjafarinnar að áhugi almennings fyrir skógrækt og landgræðslu færi nú ört vaxandi og er gjöf hinna hafnfirsku stéttarfélaga raunar til vitnis um það. Slík gjöf frá stéttarfélögum mun nánast einsdæmi og er gott for- dæmi öðram til eftirbreytni. Isafjörður: Menntaskólinn út- skrifar 28 stúdenta Nemendur dagskola hafa matt þola röskun vegna verkfallsaðgerða kennara öll árin í skólanum ísafirOi. Menntaskólanum á Isafirði var slitið 17. júní að þessu sinni en það er um þrem vikum síðar en venja er. Stúdentar voru 28, þar af voru sex úr öldungadeild. Hæst á stúdentsprófi var Hall- dóra Þórðardóttir úr öldungadeild með einkunnina 8,21. Hæstu eink- unn þeirra sem brautskráðust úr dagskóla hlaut Þuríður Pétursdótt- ir, 8,16. Það sem ef til vill hefur helst einkennt nám þeirra sem nám- ið stunduðu í dagskólanum er að öll árin hefur komið til röskunar á kennslu vegna kjarabaráttu kenn- ara. Þijú árin kom til verkfalla en í fyrra vom boðuð verkföll stöðvuð með lagaboði. Auk stúdentanna útskrifuðust 5 nemendur af tveggja ára verslunar- braut og tveir nemendur úr iðn- námi, en iðnskólinn hefur í vetur verið undir stjórn menntaskólans. Þá útskrifuðust í haust 7 nemendur með 30 tonna skipstjórnarréttindi. í ræðu rektors, Björns Teitsson- ar, kom meðal annars fram að í haust verði menntaskólinn og iðn- skólinn formlega sameinaðir í einn skóla. Elías Jónatansson flutti ávarp fyrir 10 ára nemendur og afhenti 50.000 króna gjöf þeirra til kaupa á slaghörpu. Ekki hefur fengist fé til að fullgera fyrirlestrarsal skólans þrátt fyrir að skólinn verði að deila Nýstúdentar á tröppum menntaskólans. Fremst hægra megin er Halldóra Þórðardóttir sem hlaut hæstu einkunn. Hún var í öldungadeild. Þuríður Pétursdóttir sem varð hæst í dagskóla er fjórða frá hægri í annarri röð. samkomusalnum með sóknamefnd um. í sumar verður unnið að frá- Af 14 fastráðnum kennurum ísaijarðar, en allar kirkjulegar at- gangi lóðar og bílastæði lögð skólans láta nú fimm af störfum. hafnir fara nú fram í samkomusaln- bundnu slitlagi. - Ulfar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.