Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 21

Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 21
21 MORGUNBLABIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 Áhrifamenn í stjórnarflokknum í Japan: Sosuke Uno segi af sér vegna kynlífshneykslis Tókíó. Reuter. ÞRÍR atkvæðamiklir félagar í Frjálslynda lýðræðisflokknum í Japan hafa hvatt Sosuke Uno, forsætisráðherra landsins, til að segja af sér sem fyrst vegna frásagna japanskra fjölmiðla af kvennafari ráðherrans. Kemur þetta fram í frétt Kyodo-frétta- stofunnar. Japanska slúð- urtímaritið Focus birti í gær grein um kynni forsætisráð- herrans af ungri og upprenn- andi geishu eða lagsmey. Fregnir af því að slík frásögn væri væntanleg ollu því að sögn ónafiigreindra heimildarmanna að Uno lagðist í rúmið af áhyggjum og vildi segja af sér. Japanskir embættismenn reyna nú allt hvað þeir geta til að draga fram bjartar hliðar á Uno fyrir leiðtogafúnd sjö helstu iðnríkja heims sem hefst í París 14. júlí. ffyodo-fréttastofan segir frá því að Takeo Fukuda, fyrrum forsæt- isráðherra, Susumo Nikaido, fyrr- um varaformaður Fijálslynda lýð- ræðisflokksins, og Raizo Matsuno, fyrrum ráðherra flokksins, telji að Uno hafi beðið svo mikinn álits- hnekki undanfarið að honum væri ekki vært öllu lengur í embætti. Sagt er að fyrrgreindir áhrifamenn í flokknum hafi rætt þá leið út úr ógöngunum að valinn yrði eftir- maður Unos úr hópi annarra ráð- herra flokksins. Tímaritið Focus segir frá því Reuter Eldsvoði íháhýsi Eldur varð laus í háhýsi í borginni Atlanta í Bandaríkjunum í gær með þeim afleiðingum að Qórir fórust og yfir 30 manns slösuðust. Á myndinni sést hvar maður nokkur hefúr dregið eitt fórnar- lamba eldsvoðans að brotnum glugga á sjöttu hæð háhýsisins. Það var um seinan en hins vegar tókst slökkviðliðsmönnum að ná þeim er björgunina reyndi úr byggingunni. Sosuko Uno Reuter að forsætisráðherrann hafi átt í ástarsambandi við lagsmeyjarlærl- ing undir lögaldri. Einnig segir frá því að náinn ráðgjafi Unos sé fé- lagi í vændisklúbbi. Haft er eftir öðrum aðstoðarmanni forsetans að Uno hafi sagt þegar ásakanim- ar vom bomar undir hann að „þær væra út í hött, til að mynda hefði hann ekki haft ráð á holdlegu sam- bandi við geishu.“ í umijöllun blaðsins segir frá því hvemig ungar, verðandi geis- hur era sviptar meydómi með mik- illi viðhöfn og í samræmi við gamla hefð. Látið er að því liggja að Uno hafi tekið þátt í slíku athæfi. Félagar í Fijálslynda lýðræðis- flokknum, sljórnarflokknum í Jap- an, segja að Uno hafi verið svo bragðið þegar fréttist um fyrir- hugaða frásögn Focus að hann hafi viljað segja af sér. Öldungar í flokknum eiga þó að hafa af- stýrt afsögn Unos með því að leiða honum fyrir sjónir að of lítill tími væri til að skipta um forsætisráð- herra fyrir leiðtogafundinn í París. Ráðgjafar Unos reyna nú allt hvað af tekur að bæta ímynd ráð- herrans. Að sögn ónafngreindra embættismanna er eina leiðin fyr- ir Uno til að rétta úr kútnum að búa sig sem best undir leiðtoga- fundinn. „Og til að forðast vand- ræði og skömm á fundinum verður hann að sýna óvænt heimspekileg tilþrif sem rista svo djúpt að fólk á borð við Margaret Thatcher og Francois Mitterrand láti hrífast,“ eins og einn embættismannanna komst að orði. Júgóslavía: Serbar og Króatar deila Belgrað. Reuter. Þjóðernisátök halda áfram í Júgóslavíu og á föstudag sökuðu Serbar forsætisráð- herra Júgóslavíu, Ante Markovic sem er Króati, um að hafa beitt þá misrétti. Serb- neska dagblaðið Politika Eks- pres sagði að forsætisráðherr- ann héldi niðri verði á raforku, en Serbar era helstu raforku- framleiðendur landsins. Hins vegar sæi forsætisráðherrann til þess að verð á afurðum Króata væri hátt. Sjónvarpið í Zagreb í Króatíu átaldi Slóbódan Milosevic, leiðtoga Serba, fyrir að segja í ræðu fyrr í vikunni, að Serbar gætu þurft að grípa til vopna til að varðveita sérstöðu sína. Sam- band Serba við nágranna sína Króata og Slóvena hefur versnað mikið síðasta ár og hafa margir áhyggjur af því að Júgóslavía sé að liðast í sundur. Argentína: Fá snilling í efnahagsmál- um Buenos Aires. Reuter. Bandarískur efnahagssér- fræðingur, Jeffrey Sachs, hef- ur verið fenginn til að aðstoða Argentínumenn í baráttunni við verðbólguna. Hann mun vinna með Carlos Menem sem tekur við embætti forseta Arg- entínu af Raúl Alfonsín 8. júlí nk. Búist var við að Alfonsín segði formlega af sér embætti í gærkvöldi. Sachs hefur áður komið Bólivíumönnum til hjálpar en efnahagsáætlun sem hann gerði kom verð- bólgunni í Bólivíu úr 8.170% árið 1985 niður í 11% árið 1987. Sachs er 34 ára og lauk prófi úr Harvard-háskólanum í Bandaríkjunum. í dag og á morgun sýnum við nýjuslu bílana, BMW Touring og RenauH 19. Hefuröu reiknaö meö hagstæöa skiptitilboöinu okkar, sem auðveldar þér aö eignast nýjan bíl á góöum kjörum? Verið velkomin í reynsluakstur um helgina. Opið í dag og á morgun frá kl. 13 til 17. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, sími 686633, Reykjavík. RENAULT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.