Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 24

Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 24
24 MOftGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 ÍS AL gefur Lífíræði- stofhun smásjár ISLENSKA álfélagið hf. hefur fært Líflfræðistofhun Háskóla Islands tvær smásjár að gjöf, sem notaðar verða í Rannsókna- stöðinni við Mývatn. í fréttatilkynningu frá Líffræði- stofnun Háskólans segir að smá- sjárnar muni auðvelda rannsóknir á lífríki Mývatns. Þær bæti úr til- finnanlegum tælqaskorti og komi í veg fyrir flutning tækja milli Reykjavíkur og Mývatns og spari þannig fé, tíma og fyrirhöfn, en gjöfin sé liður í þeirri yfirlýstu stefnu ÍSAL að leita eftir sam- starfi við Háskóla íslands og stofn- anir hans. Búðardalur: Gróðursett í Dölum Búðardal. Skógræktarfélag Dalasýslu gekkst fyrir gróðursetningu trjáplantna 17. júní. Gróðursett- ar voru 5.500 tijáplöntur af ýmsum tegundum víða um sýsl- una. Hér í Búðardal var mjög mikil þátttaka fólks við gróðursetning- una milli 30 og 40 manns þegar flest var í vinnu. í Búðardal hefur vaknað mikill áhugi fyrir fegrun umhverfis hér á auðum svæðum og eins í kring- um híbýli manna og er þetta lang- stærsta átak í skógræktarm’alum fram að þessu. Formaður skóg- ræktarfélags Dalasýslu er Vilborg Eggertsdóttir. - Kristjana * + Iþróttakennaraskóli Islands: Tuttugu nýir íþrótta- kennarar brautskráðir St. Jósefsspítali: Bergþórusystur gáfii augnskoðunartæki Rebekkustúkan nr. 1, „Bergþóra" IOOF, heim- sótti St. Jósefsspítala og færði honum gjöf í til- efhi 60 ára stofhafmælis stúkunnar. Þetta er hljóðbylgjutæki, sérhannað til augnskoðunar og er m.a. notað til greiningar á sjúkdómum inni í auganu. Myndin var tekin við afhendingu gjáfar- innar. Tónleikar í Húsavíkurkirkju TUTTUGU íþróttakennarar voru brautskráðir frá íþróttakennara- skóla íslands er skólanum var slitið 2. júní sl. í vetur stunduðu 53 nemendur nám í skólanum í tveimur ársdeildum. Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur hlutu Matthías Bjarki Guðmundsson frá Flúðum og Jónína Guðrún Kristinsdóttir frá Laugarvatni og Guð- björg Finnsdóttir fyrir störf að félagsmálum nemenda. íþróttakennarar sem brautskráð- kvæmdastjóri. Ávörp og kveðjur ust fyrir 40 árum heimsóttu skólann á útskriftardaginn og færðu honum peningagjöf, sem veija á til fegrun- ar við hús skólans. Orð fyrir þeim hafði Hjörtur Þórarinsson fram- fluttu Reynir G. Karlsson íþrótta- fulltrúi ríkisins, Hafsteinn Þor- valdsson framkvæmdastjóri er flutti kveðju og viðurkenningu Ung- mennafélags íslands til nemenda GUNNAR Guðbjörnsson og Jónas Ingimundarson halda tónleika í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 2. júlí kl. 21.00. Gunnar Guðbjömsson hefur komið víða fram sem einsöngvari á síðustu ámm en sl. vetur stund- aði hann nám í Berlín. Gunnar söng hlutverk Don Ottavíos í upp- færslu íslensku Ópemnnar á Don Giovanni árið 1988 og sama ár söng hann hlutverk Clotarcosar í ópem Haydns Armída, á cperu- hátíðinni í Buxton. Gunnar mun halda einsöngstónleika á þessari sömu hátíð síðar í júlí á sama tíma og söngvaramir Margarethe Price og Thomas Allen. Gunnar mun stunda nám í Lon- don næsta vetur en honum hefur boðist að syngja hlutverk Ferran- dos i ópem Mozarts „Cosí fan tutte“ hjá velsku Þjóðarópemnni í Cardiff að ári. Jónas Ingimundarson þarf vart að kynna. Píanóleikur hans er löngu kunnur hvort sem um er að ræða einleik eða samleik. Hann fyrir félagsstörf, Ingibjörg ívars- dóttir formaður íþróttakennarafé- lags íslands veitt viðurkenningu fyrir námsámgur og Jón Hildur Bjamadóttir fulltrúi nemenda þakk- aði fyrir þeirra hönd og kvaddi skólann. í ræðu kma Guðmundssonar skólastjóra IKI kom fram að aðsókn að skólanum væri mikil og langtum meiri en hægt yrði að sinna. Einnig að lög um skólann væm í endur- skoðun og að lagt yrði til að skólinn yrði lengdur og starfaði á háskóla- stigi í tengslum við aðrar kennara- menntunarstofnanir. Fram kom einr.ig hjá skólastjóra að vandræði hefðu skapast vegna ófullnægjandi aðstöðu til sundiðkana á Laugar- vatni. Brýn þörf væri á sksjótum úrbótum með byggingu nýrrar sundlaugar. Einnig þyrfti að endur- bæta íþróttavelli skólans hið bráð- asta. hefur leikið með öllum okkar bestu söngvurum en einnig með erlendum listamönnum sem sótt hafa okkur heim, síðast með stór- söngvaranum Jorma Hynnanen á tónleikum norðanlands í fyrra. Jónas er nýkominn úr tónleikaför um Norðurlönd ásamt Kristni Sig- mundssyni en báðum var þeim lofsamlega tekið. Gunnar og Jónas munu flytja lög úr ýmsum áttum, eftir íslenska og skandinavíska höfunda, en þeir flytja einnig ljóð eftir Schu- bert og óperuaríur. (Fréttatilkynning) Að loknum tónleikunum í Akraneskirkju 9. maí síðastliðinn. Tónleikar í Borgar- flarðarprófastsdæmi í KIRKJUNUM í Saurbæ, Staf- holti, Borgarnesi, á Akranesi og Hvanneyri hafa undanfarið verið haldnir tónleikar á vegum nefnd- ar sem skipuð var á héraðsfúndi BorgarQarðarprófastsdæmis í haust til að skipuleggja tónlistar- fllutning í prófastsdæminu. í fréttatilkynningu um tónleik- ana ségir, meðal annars: Lögð hef- ur verið áhersla á tónlist frá bar- okktímanum og á tónleikunum hafa eftirtaldir komið fram: Söngvararn- ir Erla Gígja Garðarsdóttir, Guðrún Ellertsdóttir, Helga Aðalsteinsdótt- ir, Laufey H. Geirsdóttir, Ragna Kristmundsdóttir, Unnur Amar- dóttir og Sigurður Pétur Bragason, píanóleikarinn Timothy Knappett, óbóleikarinn Ólafur Flosason, orgel- leikaramir Jón Þ. Bjömsson, Jón Ólafur Sigurðsson, Bjami Guðráðs- son, Kristjana Höskuldsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Kór Staf- holtskirkju söng í Stafholtskirkju. Gunnar Guðbjörnsson Jonas Ingimundarson Fiskverð á uppboðsmörkuðum 30. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verö verö verö (lestir) verð (kr.) Þorskur 51,00 37,00 46,95 32,675 1.534.314 Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 2,000 40.000 Ýsa 80,00 15,00 30,93 1,730 53.511 Karfi 31,50 22,00 24,62 71,011 1.748.843 Ufsi 25,00 15,00 21,12 17,082 360.780 Ufsi(smár) 7,00 7,00 7,00 4,050 28.350 Steinbítur 43,00 37,00 38,75 1,414 54,802 Langa 30,00 17,00 33,48 0,997 23.410 Lúða 150,00 85,00 126,90 0,327 41.495 Koli 30,00 30,00 30,00 0,052 1.560 Skötuselur 102,00 90,00 98,15 0,156 15.312 Samtals 29,69 131,431 3.902.377 Selt var meðal annars úr Otri HF og Óskari Halldórssyni RE. Á mánudag verða m.a. seld 40 tonn af karfa, 6 tonn af ufsa og óákveðið magn af öðrum tegundum úr Otri HF, svo og 40 tonn af þorski, ýsu, ufsa, lúðu, skötusel og fleiri tegundum úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 57,00 34,00 44,65 31,431 1.403.525 Þorskur(smár) 27,00 27,00 27,00 0,541 14.607 Ýsa 69,00 22,50 56,43 5,759 325.010 Karfi 24,50 19,00 23,24 65,513 1.522.334 Ufsi 21,00 7,00 20,01 87,525 1.751.814 Ufsi(smár) 7,00 7,00 7,00 1,599 11.193 Steinbítur 22,00 22,00 22,00 1,276 28.072 Langa 15,00 15,00 15,00 0,065 975 Blálanga 24,00 24,00 24,00 0,120 2.880 Lúða 175,00 105,00 153,35 0,342 52.445 Skarkoli 64,00 61,00 62,21 0,508 31.604 Skötuselur 120,00 115,00 116,39 0,115 13.385 Samtals 26,48 194,846 5.159.120 Selt var m.a. úr Ottó N. Þorlákssyni RE, Ásbirni RE, Valdimari Sveinssyni VE og Jóni Vídalín ÁR. Á mánudag verður m.a. seld- ur þorskur, ýsa og fleiri tegundir úr Skógey SF og fleiri bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 57,50 30,00 49,83 ■21,592 1.076,020 Þorskur(umál) 21,00 21,00 21,00 0,021 441 Ýsa 68,00 21,00 39,63 3,982 157.799 Karfi 29,00 21,50 22,96 47,433 1.089.188 Ufsi 32,00 14,50 20,18 17,665 356.508 Steinbítur 35,50 15,00 25,15 1,035 26.030 Langa 28,50 15,00 21,59 3,368 72.702 Blálanga 15,00 15,00 15,00 1,120 16.800 Lúða 215,00 145,00 177,17 0,334 59.085 Skarkoli 50,00 50,00 50,00 0,178 8.900 Keila 6,00 6,00 6,00 0,166 996 Skötuselur 375,00 112,00 204,71 0,433 88.640 Samtals 30,36 97,419 2.957.758 Selt var úr Hörpu GK, Hrungni GK, Búrfelli KE og færabátum. Á mánudag verða seld um 40 tonn af þorski, ýsu, ufsa, steinbít óg fleiri tegundum úr Eldeyjar-Boða GK. Selt úr færabátum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.