Morgunblaðið - 01.07.1989, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.07.1989, Qupperneq 26
26 MÖRGUNBLAÐIÓ LÁUGARDAGUR i. JÚLÍ 1989 .................................j Morgunblaðið/Rúnar Þór Fulltrúar Lionsklúbbanna og Lionessuklúbbsins ásamt fúlltrúum Heilsugæslustöðvarinnar við af- hendingu tveggja hjartalinuritstækja. Heilsugæslustöðin á Akureyri; Tvö hjartalínuritstæki að gjöf FJÓRIR Lionsklúbbar og einn Lionessuklúbbur á Akureyri og í Eyjafirði hafa gefið Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri tvö hjartalínuritstæki, en fé til kaupanna söfnuðu klúbbarnir á síðasta starfsári. Það eru Lionsklúbbur Akur- eyrar, Lionsklúbburinn Huginn, Lionsklúbburinn Hængur, Lions- klúbburinn' Vitaðsgjafi og Lion- essuklúbburinn Ösp sem gáfu tækin. Gunnar Oddur Sigurðsson svæðisstjóri afhenti Ingvari Þór- oddssyni yfirlækni á Heilsugæslu- stöðinni tækin með þeirri von að það ætti eftir að leysa mörg vandamál. Annað tækið verður staðsett á Heilsugæslustöðinni, en hitt í bif- reið vakthafandi lækna. Við af- hendinguna kom fram að brýn þörf hefði verið fyrir þessi tæki og. sérstaklega væri gott fyrir vaktlækni að hafa slíkt tæki með í vitjanir. í máli Magnúsar Ólafs- sonar Iæknis kom fram að nota- gildi tækjanna væri mikið, það væri til mikilla hægðarauka til að mynda fyrir aldraða að læknar gætu komið á heimili þess með hjartalínuritstæki í stað þess að þurfa að senda fólkið á sjúkrahús. Hver er FERTUGUR íár? Skólafélagar úr Gagnfræðaskóla Akureyrar, fæddir 1949! Höldum sameiginlegt fertugsafmæli í golfskálanum Jaðri laug- ardaginn 22. júlí kl. 19.00. Rífum okkur upp úr meðalmenns- kunni og stormum öll að Jaðri með maka okkar og höldum eftirminnilegt knall. Þátttaka tilkynnist til einhverra eftirtalinna fyrir 15. júlí: Gullý Ragars., sími 96-23296, Júlía Björns., 96-22163, HaddýJúl., sími 96-24778, Júlía Þórs., 96-25103. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDIEYSTRA Stórholti 1 600 AKUREYRI Forstöðumaður Vegna skipulagsbreytinga óskar Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra eftir að ráða þrjá forstöðumenn á sambýli fyrir fatlaða á Akureyri. Á hverju þessara sambýla eru átta íbú- ar og eru þeir í vinnu utan heimilis yfir daginn. Upplýsingar eru veittar á skristofu Svæðisstjórn- ar á Akureyri, sími 96-26960, kl. 9-16. Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri störfum, skulu sendartil Svæðisstjórnar málefna fatlaðra, Stórholti 1, 603 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 7. júlí nk. Nýr, glæsilegur sumarmatseðill. ★ Dansleikur í kvöld, laugardagskvöld. ★ Heimilislegur matseðill. HótelKEA. Húsbílar 520 • 550 • 610 A -610 B Útvegum allt í húsbílinn. Ýmsar vörur á lager, gas-mið- stöðvar, ofnar, vatnshitarar, elda- vélar, vaskar, plasttankar, kranar, dælur, ódýr ferða WC, léttar inn- réttingaplötur, læsingar, loftlúgur, ísskápar o.m.m.fl. Húsbílar sf., Fjölnisgötu 6, Akureyri. Sími 96-27950 milli kl. 16 og 18.30. flesta daga. Fax 96-25920. Ath.: Lokað 19. júlf- 25. ágúst. Eymar hf. og Eyland sf. í Hrísey: Nýir mög’uleikar fyrir ferðalanga FERÐALANGAR í Hrísey geta á næstunni brugðið sér í sjóferð, en fyrir skömmu festi Eymar hf. kaup á fjögurra tonna plastbáti sem ætlaður er til siglinga fyrir ferðamenn. Að Eymari standa eigendur veitingastaðarins Brekku og nokkrir einstaklingar í eyjunni, en þeir standa að auki að Eylandi sf., sem á og rekur sumarbústað þar. Narfi Björgvinsson, einn af að- standendum Eymars og Eylands, sagði, lokið hefði verið við smíði sum- arbústaðarins í fyrravor og hefur hann síðan verið leigður út. Hann sagði að viðtökur hefðu verið ein- staklega góðar, en fullbókað er út allt sumarið eða til ágústloka. í bú- staðnum eru uppábúin rúm fyrir fjóra auk svefnlofts þar sem komast fyrir allt að átta manns. Narfi sagði fyrir- hugað að reisa fleiri bústaði í framí- ðinni, en ekki yrði hafist handa nú í sumar. Fyrir skömmu stofnuðu þeir félag- ar sem standa að Eylandi, ásamt eigendum Brekku, fyrirtækið Eymar hf. og festu kaup á plastbát sem tekur um 10 manns í sæti undir þaki. Báturinn kemur til Hríseyjar á næstunni og þá er ætlunin að bjóða ferðafólki sem það kýs að fara á sjó- inn. Narfi sagði til að mynda upplagt að fara kvöldsiglingar kringum eyj- una þegar lægja tekur. Þá er einnig meiningin að hafa nokkrar veiði- stangir um borð og þeir sem áhuga hafa geta rennt fyrir fisk. „Þessir möguleikar hafa ekki verið áður fyrir hendi hér. Það sem fyrir okkur vakir er að bjóða ferðafólki sem þegar er komið hingað upp á eitthvað að gera á meðan það dvelur í eyjunni," sagði Narfi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hlutafélagið Bláhvammur hefúr tekið við rekstri Fiðlarans frá og með deginum í dag. Frá vinstri eru: Sigmundur Rafn Einarsson, Bjarni Ingvarsson, Héðinn Bech, Vignir Már Þormóðsson og Snæ- björn Kristjánsson, en þeir standa að hlutaféfaginu Bláhvammi hf. Við erum bjartsýnir menn á björtum stað — segja hluthafar í Bláhvammi hf. sem taka við rekstri Fiðlarans í dag FIÐLARINN með ferskan blæ,“ eru einkunnarorð fimm ungra mat- reiðslu- og framreiðslumanna sem stofiiað hafa með sér hlutafélagið Bláhvamm hf., en hlutafélagið rekur veitingastaðinn Fiðlarann á fimmtu hæð Alþýðuhússins á Akureyri, auk um 270 manna sals á fjórðu hæð hússins. Veitingasalurinn verður opnaður í dag, laugardag. Það eru þeir Sigmundur Rafn Ein- arsson, Héðinn Bech, Bjarni Ingvars- son, Vignir Már Þormóðsson og Snæ- björn Kristjánsson sem eru mennirn- ir á bak við Bláhvamm. „Við erum bjartsýnir menn á björtum stað,“ sögðu þeir félagar í gær, þar sem þeir voru að leggja síðustu hönd á undirbúninginn vegna opnunarinnar. Þeir sögðust leggja áherslu á góðan mat og góða þjónustu og voru bjart- sýnir á reksturinn. Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að byggja yfir svalir norð- Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið. Drottmn Guó, veit mér vernd þína, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið. I Jesú nafni. Anien. Fæst í Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, í verslun- inni Jötu, Hátúni 2, Reykjavík og í Hljómveri, Akureyri. Verð kr. 100,- Orð dagsins, Akureyri. anmegin á húsinu og koma þar upp bar. Svalirnar eru um eða yfir 100 fermetrar og sögðu félagarnir að þegar hugmyndin væri komin í fram- kvæmd yrði um að ræða stað sem engan ætti sinn líkan, útsýni væri einkar gott og ekki amalegt að fylgj- ast með miðnætursólinni úr þessu háhýsi miðbæjarins. Á ijórðu hæð hússins er stór salur sem vel hentar til ráðstefnu- og fundahalds, auk þess sem leyfi er veitt fyrir dansleiki og samkomuhald fyrir félagasamtök. Nýtinguna á salnum sögðu þeir einkum vera yfir fyrstu mánuði ársins, frá janúar og fram í maí, en yfir sumarmánuðina og fram að áramótum væri daufara yfir. „Við munum gera eitthvað í þessum máli svo nýtingin verði betri, það gengur ekki að halda úti svo stórum sal nema nýtingin sé viðun- andi.“ Leiðrétting I umfjöllun um viðurkenningar Húsfriðunarsjóðs sem veittar voru nýlega voru þau Eiður Baldvinsson og Jónína Jónsdóttir sem viður- kenningu hlutu fyrir viðhald og varðveizlu hússins númer 14 við Aðalstræti sögð vera hjón. Hið rétta er að Eiður og Jónína eru ekki hjón og um leið og það er leiðrétt eru hlutaðeigandi beðin velvirðingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.