Morgunblaðið - 01.07.1989, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.07.1989, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR L JÚLÍ 1989 29 Hótel Saga átti ekki annarra kosta völ eftirKonráð Guðmundsson Að gefnu tilefni vill Bændahöll- in/Hótel Saga láta eftirfarandi koma fram um afskipti hótelsins af innheimtuaðgerðum tollstjóra- embættisins á vangoldnum sölu- skatti Gildis hf., sem nú er gjald- þrota. Á árinu 1982 var tekin upp sú nýbreytni í rekstri Hótel Sögu, að hótelið samdi við þá nýstofnað fyrir- tæki, Gildi hf., sem hótelið hvorki átti né á neina aðild að, um það að taka að sér veitingarekstur á hótelinu og þjónustu við hótelgesti. Rekstur hótelsins var eftir sem áður í höndum Bændahallarinnar/Hótel Sögu, en Gildi hf. tók á leigu hús- næði í hótelinu til þess að geta sinnt veitingarekstrinum. Rekstur hótels- ins annarsvegar og Gildis hf. hins vegar var algjörlega aðskilinn og greiddi hvor aðili að sjálfsögðu öll opinber gjöld af sínum rekstri. í samningi hótelsins við Gildi hf. var öryggisákvæði þess efnis, að van- efndi Gildi hf. skyldur sínar um fullnægjandi þjónustu við hótelgesti gæti Hótel Saga fyrirvaralaust gripið inn í til að bæta úr því. Þetta fyrirkomulag gafst vel þar til á síðasta ári þegar vanskil urðu á leigugreiðslum Gildismanna til hótelsins. Að þeirra beiðni sam- þykkti hótelið m.a. að fresta inn- heimtu leigugreiðslna fyrir allt árið 1988. Var vonast til þess, að sá greiðslufrestur ásamt ýmsum öðr- um aðgerðum, sem Gildismenn sögðust vera að reyna, gæti fleytt þeim yfir hina erfiðu greiðslufjár- stöðu, sem þeir vonuðust til að væri tímabundin. Það var svo um kl. 15.00, föstm daginn 17. mars, sem fram- kvæmdastjóri Gildis hf. tilkynnti hótelstjóra Hótel Sögu að lögreglu- maður væri mættur á hótelinu í þeim erindagerðum að innsigla/loka (hótelinu) vegna ógreidds sölu- skatts Gildis hf. Beiðni lögmanns Gildis hf. um frestun aðgerða þess- ara var algjörlega hafnað af hálfu þeirra, sem stjórnuðu aðgerðum þessum. Á sama tíma og þetta fór fram voru allir salir hótelsins í fullri notk- un og hótelið var svo til fullbókað fyrir hótelgesti. Iðnaðarbanki ís- lands hélt aðalfund sinn og þar voru um 300 manns,. aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn- is var í öðrum sal og þar voru um 100 manns, 200 manna afmælis- veisla var haldin í veislusölum hót- elsins og fleira. Um kvöldið átti síðan að halda árshátíðir, m.a. Verkfræðingafélags íslands og fleiri, samtals eitthvað á fimmta hundrað manns. Daginn eftir, laug- ardag, voru álíka viðskipti bókuð í veitingasölunum. Þegar lögreglumaðurinn hafði rætt við framkvæmdastjóra Gildis hf., talaði hótelsljóri og lögmaður Hótel Sögu við hann. Var honum gerð grein fyrir því hvernig rekstur Gildis hf. og Hótel Sögu tengist vegna samnýtingar rýma þó hinn fjárhagslegi rekstur væri að fullu aðskilinn. Lögreglumaðurinn reyndi þá að ná sambandi við yfirboðara sína til að ráðgast við þá um hvar og hvernig ætti að standa að lokun og stöðvun Gildis hf. án þess að sú aðgerð kæmi niður á Hótel Sögu, hvort vísa ætti öllum gestum úr veitingasölum hótelsins eða loka þá inni. Lögreglumaðurinn náði ekki sambandi við yfirboðara sína sím'eiðis og fór hann því til að nálg- ast nánari fyrirmæli. Var öll hans framkoma til fyrirmyndar. Stjórnarmenn Gildis hf. voru nú allir til staðar og sögðu þeir hótel- stjóra að fyrirsjáanlegt væri að þeir gætu ekki staðið við gerðan samning um þjónustu við hótelgesti Hótel Sögu vegna erfiðrar greiðslufjárstöðu og báðu þeir Hót- el Sögu um að leysa Gildi hf. undan samningnum þá þegar. Að athug- uðu máli var fallist á þessa beiðni og rammasamningur dreginn upp. Efni hins riýja samnings var ein- faldlega það, að hinum upphaflega þjónustu- og leigusamningi var samstundis sagt upp þar eð Gildi hf. gæti fyrirsjáanlega ekki efnt hann. Sérstök ákvæði voru um yfir- töku birgða og uppgjör í því sam- bandi og var reynt að hafa efni samningsins þannig, að ekki væri gengið á rétt nokkurs aðila. Engar peningagreiðslur fóru fram á þessu stigi, enda var reiknað með því t.d. að ríkissjóður kynni að vilja tryggja söluskattskröfu sína í t.d. birgða- kaupakröfu Gildis hf. á Hótel Sögu. Samningagerð þessari lauk um kl. 17.30 sama dag. Rétt í þann mund sem samninga- Konráð Guðmundsson „Það er von forstöðu- manna Hótel Sögu, að þessi stutta samantekt sýni skýrt aðalatriði máls þessa og þar með linni hinum alröngu og mjög svo ómaklegu aðdróttunum í garð bændasamtakanna og hótelsins.“ gerð þessari lauk kom fulltrúi toll- stjóra á Hótel Sögu ásamt aðstoðar- mönnum sínum. Var honum tjáð að Gildismenn hefðu hreinlega gef- ist upp við áframhaldandi rekstur og hefði Hótel Saga ekki átt ann- arra kosta völ en taka við rekstrin- um til þess að koma í veg fyrir al- gjört neyðarástand í rekstri hótels- ins og veitingastarfsemi þess. Var fulltrúanum afhent eintak af rammasamningnum ásamt ljósriti af upphaflegum leigu- og þjónustu- samningi. Var ekki annað að sjá en að hann skildi aðgerðir Hótel Sögu. Gildi hf. var tekið til gjaldþrota- skipta nokkrum dögum eftir þessa atburði. Af því sem nú hefir verið rakið mega hverjum manni vera ljósar eftirfarandi staðreyndir: 1. Innheimtuaðgerð tollstjóraemb- ættisins beindist að söluskatts- skuld Gildis hf. 2. Hótel Saga ber ekki ábyrgð á söluskattsskuld Gildis hf. hvorki á siðferðilegum né lagalegum grundvelli. 3. Hótel Saga hvorki var né er í vanskilum með þann söluskatt, sem hótelinu ber að greiða af rekstri sínum. 4. Hótel Saga hindraði á engan hátt innheimtuaðgerðir toll- stjóraembættisins gagnvart . Gildi hf. þó að lokun hótelsins vegna skulda Gildis hf. væri mótmælt. Það er von forstöðumanna Hótel Sögu, að þessi stutta samantekt sýni skýrt aðalatriði máls þessa og - þar með linni hinum alröngu og mjög svo ómaklegu aðdróttunum í garð bændasamtakanna og hótels- ins. Höfimdur er hótelsijóri Hótel Sögu. Gönguferð í Staðarborg SÓKNARPRESTAR í Grindavík- ur- og Kálfatjarnarsóknum efiia til gönguferðar á morgun, sunnudaginn 2. júlí, í Staðarborg á Vatnsleysuströnd að loknum messum á báðum stöðum klukk- an 11. Þátttakendur úr Grindavík munu fara akandi frá kirkjunni að messu lokinni og inn á Strandarheiði. Þaðan verður gengið í Staðarborg sem er u.þ.b. hálf tímá gangur. Kálftimingar munu ganga frá sinni kirkju og hitta Grindvíkinga í Stað- arborg. Staðarborg er hringlaga fjárborg með háum veggjum, fagurlega hlaðin. Á dögum séra Stefáns Thor- arensen, sálmaskálds og prests á Kálfatjöm, hafði hann fyrir sið að greiða töðugjöld í Staðarborg þar sem fólk safnaðist saman, drakk heitt súkkulaði og gerði sér glaðan dag. Það er von sóknarprestanna, séra Braga Friðrikssonar, prófasts og séra Arnar Bárðar Jónssonar, að safnaðarfólk og aðrir sem áhuga hafa á útivist sögu og minjum, komi til messu þennan dag og taki þátt í göngunni. Göngufólk hafi með sér nesti. Gönguleiðin á að vera auðfarin og við flestra hæfi. Yiking Band á ferðalagi um landið FÆREYSKA hljómsveitin Vik- ing Band er á ferðalagi um landið um þessar mundir. Hefur hljómsveitin látið til sín taka á Húsavík þar sem hún spil- aði á þjóðhátíðinni. Einnig austur á Egilsstöðum. Færeyingarnir hafa einnig skemmt í Þórskaffí í Reykjavík. Þeir ætla að skemmta á Selfossi í kvöld, laugardagskvöld og á morgun sunnudag milli klukkan 17 og 18 skemmta þeir í Norræna húsinu. Þeir hafa lagt sig eftir að gera færeyska texta við ýmis íslensk dægurlög. Þeir eru fimm og foringi hópsins er Georg Eyst- aná. Það mun vera afráðið að Viking Band leggi sitt af mörkum á þjóð- hátíðinni í Vestmannaeyjum. Kom- in er út hljómplata með hljómsveit- inni og önnur er í vændum. Plöntukynning í samvinnu við ýmsa aðila stendur Náttúruverndarfélag Suðvesturlands fyrir kynningu á íslenskum plöntum í dag, laugar- daginn 1. júlí. I Náttúrufræðistofu Kópavogs, Digranesvegi 12 verða byijendum gefin góð ráð við að þekkja islensk- ar plöntur, m.a. með aðstoð nýs tölvuforrits. Þá verður fólki gefinn kostur á að spreyta sig á að þekkja íslensk- ar plöntur, bæði landplöntur og botnþörunga. Náttúrufræðistofan verður opin frá klukkan 13.30-16.30. Sigríður Elfa Sigurðardóttir opnar sýningu á málverkum í vinnustofii sinni í Heimahvammi, í dag laugardag. Myndlistarsýn- ing í Heima- hvammi Sigríður Elfa Sigurðardóttir opnar sýningu á málverkum í vinnustofu sinni í Heimahvammi í EUiðaárdal, í dag laugardaginn 1. júlí. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni, öll frá þessu ári. Sigríður Elfa nam myndlist í tvö ár í Barcelona og önnur tvö ár í Cartagena í Kólombíu og lauk þar prófi í desember á síðasta ári. Hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum í Barcelona, Cartagena og hérá landi auk einkasýninga í Cartagena og á íslandi. Sýningin verður opin virka daga klukkan 20-22 og um helgar klukk- an 14-20 fram til sunnudagsins 9. júlí. Helga Bachman og Helgi Skúla- son í hlutverkum sínum í Iðnó. Góð aðsókn að Virginiu Woolf Virginiu leikhópurinn, sem gerir nú tilraun með sumarleikhús í Reykjavík, sýnir sem kunnugt er „Hver er hræddur við Virgi- niu Woolf,“ eftir Edward Albee, í Iðnó. Morgunblaðið hafði samband við Arnór Benónýsson, leikstjóra og spurði hvernig þessi tilraun gengi. Arnór kvað aðsókn hafa verið prýðilega, eftir sex sýningar hafi um 1.100 manns séð þessa upp- færslu hópsins í Iðnó. Hann sagð- ist túlka þessa aðsókn á þann veg að hér væri raunverulegur grund- völlur fyrir leikhússtarfsemi að sumri til og líklega myndi sú þróun halda áfram. Aðspurður hversu lengi hópurinn áætlaði að sýna „Hver er hræddur við Virginiu Woolf,“ sagði Arnór að það færi eftir áframhaldandi aðsókn, eins og hjá öðrum leikhópum. Næsta sýning á Virginiu Woolf er i kvöld og í næstu viku verða sýningar á miðvikudag, föstudag og laugardag. Morgunganga í Heiðmörk Náttúruvemdarfélag Suðvest- urlands fer gönguferð á morgun sunnudag 2. júlí um Heiðmörk. Farið verður klukkan 10 frá gatnamótum Hraunslóðar og Heið- arvegar og gengið um skógargöt- urnar. Komið verður til baka að gatna- mótunum um klukkan 12. Á stuttri göngu um Heiðmörk 29. júní fannst 41 tegund plantna í blóma, en þar eru margar fleiri plöntur s.s. grös, starir og blómplöntur sem ekki blómstra á þessum tíma auk byrkn- inga og lágplantnanna, mosa, þör- unga, flétta og sveppa segir í frétt. Embættispróf í læknis- fræði: Nafii misritaðist ÞAU mistök urðu við birtingu Morgunblaðsins á lista yfir þá, sem útskrifiiðust á vormisseri í Háskóla íslands, að eitt nafii- anna misritaðist. Nafn Guðbjargar Jónsdóttur varð að „Guðbjöm Jónsson". Morg- unblaðið leiðréttir hér með þessa misritun og biðs um leið velvirðing- ar á henni. Danssýning á Hótel Islandi UM síðustu helgi var frumsýnd á Hótel íslandi danssýningin „Sumarkarnival". Yfir 20 dans- arar koma fram í sýningunni og sýna þeir suður-ameríska dansa. Samhliða danssýningunni verðu boðið upp á suður-amerísk- an matseðil með grilluðu grísa- og nautakjöti. „Sumarkarnival" verður sýnt á föstudags- og laugardagskvöldum í sumar. Uppsetning og stjórn sýningarinnar er i höndum Auðar Haralds. Ellen í Heita pottinum ELLEN Kristjánsdóttir söng- kona heldur tónleika i Heita pottinum, DUUS-húsi við Fisc- herssund, sunnudagskvöldið 2. júlí klukkan 22. Undirleikarar verða Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Gunnlaugur Briem, trommuleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Stefán S. Stefánsson, saxófóns- | leikari. Flutt verður djass- og blústónlist úr ýmsum áttum. Athugasemd MEÐ frétt Morgunblaðsins þriðjudaginn 27. júní, þar sem greint var frá sameiginlegum fúndi Öi yrkjabandalags íslands og Landssamtakanna Þroska- hjálpar, birtist mynd, en nafn mannsins á myndinni vantaði. Myndin var tekin af Bárði Bárð- arsyni, þar sem hann ræddi um rétt þroskaheftra til að hafa áhrif á eigið líf. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. 't NýEvrópu- frímerki Pósts og síma ÚT eru komin 25. og 26. Evr- ópufrímerkin, en þau komu fyrst út árið 1960. Tema þeirra að þessu sinni eru leikir barna og hefúr Friðrika Geirsdóttir kennari og teiknari hannað frimerkin að þessu sinni. Frímerkin tvö og öll Evrópufrí- merkin til þessa eru nú til sýn- is í anddyri Pósts og síma í Reykjavík. Friðrika sagði í samtali við Morgunblaðið, að hún hefði unnið að hönnun frímerkjanna f vetur sem leið, það hefði hjálpað til við að stytta sérstaklega erfiðan vet- ur. Hún sagði að þetta væri í sjötta sinn sem hún hannaði Evr- ópufrímerki fyrir Póst og síma og væri þetta skemmtilegt viðfangs- efni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.