Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 30

Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 30
30 MGRGUNBLAÐIÐ IíAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 Renault 19 Alitlegur kostur 1 harðri samkeppni __________BÍLAR_______________ Jóhannes Tómasson Renault 19 hefur undanfama verið kynntur fyrir lándsmönn- um i auglýsingum frá Bílaumboð- inu hf. í Reykjavík. Renault 19 er það nýjasta frá hinum frönsku verksmiðjum - kom á markað í Frakklandi í fyrra - og hefur hann verið að þróast frá hug- mynd í fullgerðan bíl tilbúinn til fjöldafiramleiðslu á síðustu fimm ámm. Honum er ætlað að keppa við bíla í svipuðum stærðarflokki eða Golf, Ford Escort og Fiat Tipo og má hiklaust telja hann fullfæran í þann slag. Verðið er milli 820 og 845 þúsund krónur fyrir bíl kominn á götuna. Re- nault 19 er í raun ætlað að koma í stað Renault 9 og 11. Eftir sem áður er Renault 5 fáanlegur, þ.e. minnsti bíllinn, sem kostar milli 650 og 700 þúsund krónur og Renault 21 og 25 en þeir kosta báðir vel yfir milljón. Við Ijöllum hins vegar um Renault 19 hér í dag en það er gerðin GTS, 5 gíra, fimm dyra og með 1400 rúms- entimetra og 80 hestafla vél. Þegar hönnuðir Renault fóru af stað var þeim uppálagt að teikna bíl sem væri kringum fjögurra metra langur, tæki fimm farþega, byggi yfír góðum aksturseiginieik- um, hefði gott rými og sæmilega kraftmikla vél. Það tók þá rúmlega þrjú ár að koma þessu heim og Framsætin eru allgóð og allt virðist fremur traustvekjandi þegar sest er undir stýri. saman og var vélarsmíðin ekki auð- veldasta verkefnið. Hefur þar verið leitast við að svara ströngustu kröf- um um mengunarvamir bæði aust- an hafs og vestan. Útkoma hönnuð- anna var straumlínulagaður Re- nault 19 og var reynt til hins ítrasta að ná niður vindmótstöðunni þar sem öryggi og ending kröfðust þess að bíllinn yrði nokkuð þungur. Re- nault 19 er þokkalega fallegur bíll og eru allar línur vel rúnnaðar og hvergi skörp horn eða kantar. Ætti þetta að gera bílinn þægilegan í þvotti og umhirðu. Renault 19 er allt að því sportlegur bíll með mjúkum línum. Morgunbiaðið/Sverrir Renauit 19 GTS vegur 940 kg og hann er knuinn íjögurra strokka 1390 rúmsentimetra 80 hestafla vél. Vélin er kölluð “Energy“ eða orka og er hún með tveggja hólfa blöndungi. Síðar verður bíllinn boð- inn með 1800 vélum, 92 eða 140 hestafla og dísilvél verður einnig fáanleg. Mælt er með blýlausu 95 oktana bensíni eða 98 oktana súper- bensíni. Vélin er þverstæð og hún hallar nokkuð en með því má lækka eða halla framendanum nokkuð nið- ur. Auk þess að draga úr loftmót- stöðu veitir það betra útsýni. Þægilegur Renault 19 er fimm dyra eða þrennra dyra og er þægilegt að umgangast bílinn. Hlerinn að aftan opnast sérlega vel og er farangurs- rýmið rúmgott. Varahjóli er komið fyrir undir farangursrýminu. Betri staðsetning er inni í farangursrými eða í vélarhúsi eins og á sumum bílum. Bíllinn er rúmgóður að innan og má hæla honum fyrir góð sæti. Einkum eru framstólarnir góðir og styðja vel við bakið og til hliðanna. Speglar eru stillanlegir innanfrá en ekki rafdrifnir. Útsýni er allgott úr bílnum en þó síst á ská aftur fyrir bílinn til beggja hliða. Getur það stundum reynst hvimleitt þegar bakka þarf út úr stæðum. í mælaborði framan við ökumann era hraða- og bensínmælar mest áberandi, einnig hitamælir, en þar er líka að finna hin venjulegu aðvö- runarljós vegna olíuþrýstings, handbremsu og fleira og til hliðar við ökumann eru rofar fyrir miðstöð og skilar hún hlutverki sínu vel. Að vísu reynir ekki á hitagjöfina á sumardegi en blásturinn er góður og stillanlegur til hliðar, aftur eftir bílnum í miðju og að sjálfsögðu upp á rúður eða niður á fætur. Rúðuupphalarar er ekki fyrir hliðarrúður við framsæti heldur eru þær rafdrifnar. Staðsetning rofans er í mælaborðinu ofan við miðstöðv- arrofana og hefði fremur mátt hafa þá í hurðunum sjálfum. Fálmar Plymouth Acclaim Jöfúr í Kópavogi hefúr umboð fyr- ir bíla frá Chrysler í Bandaríkjun- um en frá þeim er ýmislegt í boði. Dodge Aries er kannski þeirra þekktastur enda sá ódýrasti. I dag er hann boðinn á um það bil eina milljón króna. Shadow ES turbó kostar liðlega 1.400 þúsund krón- ur kominn á götuna, enda vel bú- inn með 2,5 lítra 150 hestafla vél og rafdrifnum rúðum, speglum og læsingum. Þá er kominn til sög- unnar Plymouth Acclaim sem Jöf- ur hefúr til þessa lítið haldið fram enda ekki fengið nema fáeina bíla af 1989 árgerðinni. Verður árgerð 1990 fáanleg með haustinu. Acc- laim verður til skoðunar hér í dag og er óhætt að segja að ökumaður sem sest undir stýri hans verður ekki fyrir vonbrigðum. Hér er á ferðinni stór, vandaður og vel búinn bíll sem kostar 1.484 þúsund krónur kominn á götuna og getur verðið reyndar hækkað um 80 þúsund krónur sé hann tekinn með miklum rafbúnaði. Plymouth Acclaim er boðinn hér á landi með sjálfskiptingu og er um tvær mismunandi útfærslur að ræða á bíl sem er að öðru leyti eins. Acc- laim er að mínu viti fallegur vagn með mjúkum og rennilegum útlínum en er jafnframt háreistur og sterk- legur. Framljós og stuðarar eru þannig felld inn í útlínur bílsins og hið sama má segja um afturendann nema hvað stuðarinn er verklegri þar. Acclaim er rúmgóður fimm manna bíll, 4,60 m langur, 1,73 m breiður og lengd milli hjóla er 2,62 metrar. Hann vegur kringum 1.480 kg. Stór að innan Framstólamir tveir eru góðir og hægt er að fella niður armpúða milli þeirra sem er til þæginda hvort sem er fyrir ökumann eða farþega hans. Aftursætin eru einnig góð og sér- staklega er eftirtektarvert hversu gott rými er þar fyrir fætur manna. Farangursrýmið er allgott og kostur er hve langt niður það opnast. Mælaborðið er í hefðbundnum stíl en það er vel útbúið. Sætin eru með tauáklæði. Hægt er að leggja niður allt bak aftursæta eða hluta þess og þar með fram- lengja farangursrýmið sem þó er allgott. Ættu fjórir sem ferðast í Acclaim ekki að vera í vandræðum með að koma dóti sínu fyrir þar. Allar rúður eru stórar og útsýni er gott úr fram- og aftursætum enda er setið fremur hátt ’og sætin eru með hefðbundum stillingarmöguleik- um. Acelaim er með 2,5 1, fjögurra strokka og 100 hestafla þverstæða vél sem stendur vel fyrir sínu. Hún er með rafstýrðri innspýtingu. Hing- að kemur Acclaim með vökvastýri og sjálfskiptingu enda finnst senni- lega flestum eðlilegra að aka bíl sem þessum með sjálfskiptingu. Bein- skipti bíllinn er hins vegar 60 þúsund krónum ódýrari. Þó Acclaim teljist til flokks stórra bíla er hann lipur og auðveldur í akstri. Gott útsýni, góðfr speglar, létt stýri, sjálfskipting, gott viðbragð og góðar upplýsingar og aflestur mæla gera það að verkum að aksturinn verður til ánægju. Mælaborð er í raun mjög hefð- bundið. Hraðamælir, snúningshraða- mælir, hita-, bensín-, rafmagns- og Plymouth Acclaim er allra eigulegasti vagn. Morgunblaðið/Svemr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.