Morgunblaðið - 01.07.1989, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.07.1989, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 31 Afturhlerinn opnast vel og gleypir farangursrýraið allmikið dót. ðkumaður ósjálfrátt með vinstri hendinni eftir handfanginu en grípur í tómt og man þá eftir raf- magninu. Þá er bíllinn með raf- drifnum hurðalæsingum og nýjung sem fáir bílar státa af sem er fjar- stýring á hurðalæsingum. Er sem sagt hægt að opna með þvi einu að þrýsta á lykilinn þegar ökumað- ur nálgast bílinn og setjast síðan rakleiðis inn. Finnst manni þetta meira til gamans 'gert en að það sé bráðnauðsynlegt. Sprækur Renault 19 er sprækur og skemmtilegur í borgarumferðinni. Stýrið er frekar svert og verklegt í höndum ökumanns en of þungt og hér sakna ég vökvastýris. Það kemur ekki að sök við venjulegan akstur en allt skak eins og mikið er um í borgarumferð verður of stirt án vökvastýris. Þá eru hemlar góðir. Ástigið er ekki of létt, þeir taka við sér jafnt og þétt og þarf að hemla nokkrum sinnum til að reyna þá en hér er um ABS kerfi að ræða. Þótt bíllinn vegi yfir 900 kg virðist 80 hestafla vélin gefa bílnum nægan kraft því vinnslan er góð. Gírskiptingin er einkar skemmtileg, stöngin er stutt og lip- ur og gripið á henni sérlega þægi- legt. Þá er sjálf skiptingin auðveld, stöngin rennur vel milli gíra. Bíllinn er fimm gíra og er sá fimmti lítið notaður í borgarumferð en fjórði er duglegur og ekki alltaf þörf að skipta niður í þriðja þótt auka þurfi hraðann snögglega. Hámarkshraði er uppgefinn 173 km á klukkustund og er hann 12,2 sekúndur frá kyrr- stöðu í hundraðið. Fjöðrun er góð í Renault 19 og þótt ekki væri tækifæri til að aka að ráði á malarvegum má fullyrða að bíllinn er mjúkur. Hann liggur vel á malbikinu og er hægt að bjóða honum talsverðan hraða í beygjum - mun meiri en nokkur maður ætti að þurfa og meira en leyfilegt er. Þá er bíllinn þokkalega hljóðlátur en ekkert meira en það. Áður er getið um góð framsæti og er bíllinn reyndár allur rúmgóður og farangursrýmið meðtalið. Stilla má hæð á festingu öryggisbelta til hliðar og almennt má segja að öku- maður sem farþegar geti fundið sig vel heima í þessum bíl. Hér er eng- inn íburðúr á ferðinni, allt er frekar látlaust hið ytra sem innra. Betri með vökvastýri Renault 19 hefur verið smíðaður til að ná til ákveðins kaupenda- hóps, þeirra sem vilja ekki stóra bíla og ekki alltof dýra en vilja hafa þá sæmilega vel búna. Það hefur tekist allvel því hér er í boði rúmgóður bíll og viðbragðsgóður, hann er mjúkur og góður í með- förum og hefur trúlega aðeins einn aðalgalla: Hann er of þungur i stýri. Fyrstu bílarnir koma án vökvastýris en það verður hins veg- ar fáanlegt í dýrari útfærslu og skal kaupendum eindregið ráðlagt að athuga þann kost þegar þar að kemur en ekki er enn vitað ná- kvæmt verð á þeirri gerð. Bíllinn fær plús fyrir góða aksturseigin- leika og það er margt í boði í þess- um bíl fyrir um 840 þúsund krónur. olíumælar eru beint fyrir framan ökumann, stefnuljósa- og þurrku- rofar svo og ökuhraðastilling eru á stöng vinstra megin og í mælaborði vinstra megin er aðalljósarofi en bíllinn er búinn dagljósabúnaði. Hægra megin við ökumann eru mið- stöðvarstillingar og gluggi sem gefur ýmis skilaboð um ástand vélar og vekur á sér athygli séu hurðir ekki lokaðar. Hraðamælir gefur upp bæði mílu og kílómetrahraða en ekin vega- lengd er hins vegar aðeins sýnd í mílum. Stafar það af því að hér er á ferðinni Ameríkugerð bílsins en ekki Evrópugerð. Jöfur mun hins vegar taka Evrópugerðina fremur verði hún fáanleg á svipuðu verði. Þetta skiptir kannski ekki miklu máli en þó er eðlilegra á íslandi að telja kílómetra en ekki mílur. Lipur og mjúkur Við aksturinn situr ökumaður mjög vel og getur sem fyrr segir stillt sætið eins og hann kýs best og stýrið einnig. í bæjarakstri er Acc- laim lipur eins og fyrr er sagt og ekki þarf að kvarta yfir viðbragðinu. Stundum finnst manni þó að orkan mætti vera meiri - við vissar aðstæð- ur þegar aka þarf framúr. Gripið á stýrishjólinu er gott og fyrr er nefnd- ur ágætur stuðningur af armpúðan- um hægra megin ef menn vilja. Grunar mig samt að ökukennurum þætti það ekki góð latína. Gott er að koma bílnum fyrir í stæði og meðhöndla hann á allan hátt þrátt fyrir stærðina. Góðir spegl- ar eiga sinn þátt í því og svo virðist sem ökumaður geti fljótt tileinkað sér nokkuð nákvæmlega stærð bílsins. Er það mikill kostur að öku- menn séu fljótir að venjast þeim. Acclaim er ekki síðri á malarveg- um. Mjúk gormafjöðrun tekur vel allar holur og ekki er fyrir að fara hávaða af vegi eða frá vél. Vélarlok- ið er vel einangrað og teppi á gólfum og aukamottur draga úr öllum há- vaða. Bíllinn liggur vel á vegi og virðist lítil hætta á hliðarköstum í beygjum og þótt ekki hafi verið ek- inn langur kafli á malarvegi var hann nógu langur til þess að sann- reyna það. Fyrir kröfuharða Plymouth Acclaim er óefað vand- aður bíll í alla staði. Fyrir utan hve hann er vel búinn má telja frágang vandaðan, hann kemur á óvart hvað varðar rými fyrir farþega og farang- ur og hann svarar vel miklum kröfum sem gera verður til ökutækis sem kostar nærri 1.500 þúsund krónur. Chrysler hefur í yfirlýsingum sínum að undanfömu sagst fara eftir óskum viðskiptavinanna og þess vegna sé hér kominn bíll sem svari kröfum þeirra. Undir það má hiklaust taka og benda þeim sem á hugsa sér að kaupa bíl í þessum verðflokki að þeir ættu ekki að ganga framhjá Plymouth Acclaim í athugun sinni. jt Molar: Góð frammistaða Mitsubishi Mitsubishi Colt og Lancer hafa mælst með lægsta bilanatíðni þriðja árið í röð í athugun sem fram fer á vegum vestur-þýska bíleigendafélagsins. Colt og Lancer ganga undir samheitinu Mirage í Vestur-Þýskalandi en athugaðir voru bílar af árgerðun- um 1986, 1987 og 1988 og skyldu ekki fáerri en 10 þúsund vera skráðir af hverri árgerð. Bílunum er skipt í flokka eftir stærð; smábíla, minni gerð meðalstórra bíla, meðalstóra, stóra bíla og jeppa svo nokkrir flokkar séu nefndir. Athugunin stóð allt árið 1988 og í niðurstöðum kom fram að næst minnsta bilanatíðni hafði Honda Civic, þá Mazda 323, Toyota Corolla og Nissan Sunny var í fímmta sæti. Oft er sagt að allt sé stærst í Ameríku en frá Japan geta líka komið stórar tölur. Þar í landi seldust nærri 5 milljónir bíla á síðasta ári. Alls voru seldir 2.120.194 bílar frá Toyota, Niss- an seldi 1.160.260, Honda 389.946, Mazda 372.972 og frá Mitsubishi seldust 350.134 bílar. Volvo fær verðlaun Volvo 440 hinn nýi hefur feng- ið sérstök verðlaun í Svíþjóð í árlegum dómi sænska bílablaðsins Motor. Verðlaunin eru veitt fyrir góða handbók bílsins og hljóta Volvo verksmiðjurnar þessa viður- kenningu í fimmta sinn á 19 árum. Handbókinni er hælt fyrir góða kynningu á þessum nýja bíl, vand- aðar myndir sem sýni vel t.d. hina einstöku vélarhluta sem til um- fjöllunar eru og fyrir góða atriðis- orðaskrá þar sem sé nánast útilok- að að láta framhjá sér fara það sem notendur bílsins kunna að leita eftir. Bílasímar - ekkert vandamál? Bflasímar eru í mikilli notkun hérlendis eins og vegfarendur hafa tekið eftir. Oft má sjá öku- menn hálf gleyma sér við akstur- inn því það er verið að ræða svo áríðandi mál í símann (hvað er í matinn?) og þar fram eftir götun- um. Stundum er líka erfitt að þurfa að skipta um gír í miðri setningu og verst að þurfa að hafa hina hendina svona upptekna á stýrinu. (Það eru nefnilega ekki allir sem hafa efni á bílasíma og sjálfskiptingu í senn!) En geta tæknimenn ekki leyst þetta hvim- leiða vandamál með því að útbúa heyrnartól á höfuðið? Og það verður að gæta þess að það nái aðeins yfir annað eyrað - hitt verð- ur að vera opið fyrir öllum út- varpsstöðvunum. jt jfleösíur á morgutt Guðspjall dagsins: Matt. 5.: Réttlæti Faríseanna. ÁRBÆJAR- og Grafarvogssókn: Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju sunnudag kl. 11 árdegis. Organ- leikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Guðný Hallgrímsdóttir stud. the- ol. predikar. Sr. Árni Bergur Sig- urþjörnsson. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Altarisganga. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Sr. Gísli Jónsson. menn guðsþjónusta kl. 11. Síðasta messa fyrir sumarfrí. Organisti Jónas Þórir. Þórsteinn Ragnarsson. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Þessi messa er stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugar- dögum þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálp- ræðissamkoma kl. 20.30. Ragnar Henriksson talar og off./laut. Guðfinna Jóhannesdóttir stjórn- ar. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ólafur Jens Sig- urðsson messar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sóknarnefnd- in„ DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Dóm- kórinn syngur. Sr. Hjalti Guð- mundsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Organisti Kjartan Ólafsson. FELLA- og Hólakirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organ- isti Guðný Margrét Magnúsdótt- ir. Sóknarprestar. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14. Orgelleikari Kristín Jónsdóttir. Sr. Cecil Har- NÝJA postulakirkjan: Messa á Háaleitisþraut 58-60 kl. 11. BESSAST AÐ AKIRKJ A: Guðs- þjónusta kl. 11. Álftaneskórinn syngur undir stjórn J. Speight. Organisti Þorvaldur Björnsson. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Kristín Jó- hannesdóttir. KórVíðistaðasókn- ar syngur. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunsöngur kl. 11. Sr. Gunn- þór Ingason. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa aldsson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðju- dagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju á vegum Kársnessafnaðar fellur niður nk. sunnudag vegna safnaðarferðar að Ökrum á Mýrum þar sem messað verður kl. 14. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þórhallur Heimis- son. LAUGARNESKIRKJA:- Minni á guðsþjónustur í Áskirkju. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Miðvikudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Elín Ósk Óskarsdóttir sópr- ansöngkona syngur einsöng. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sighvat- ur Jónasson. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. KIRKJA óháða safnaðarins: Al- kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Frank Herlufsen. Sr. Bragi Friðriksson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 9.30. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organ- isti Örn Falkner. Ath. breyttan messutíma. Sr. Ólafur Oddur Jónsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Örn Falkner. Sóknarprestur. KAPELLAN Hafnarg. 70, Keflavík: Messa kl. 16 á sunnu- dögum. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Að henni lokinni verður ekið inn á Strandárheiði og geng- ið þaðan í Staðarborg. Þar mun göngufólk hitta safnaðarfólk úr Kálfatjarnarsókn. Bænasamkom- ur alla þriðjudaga kl. 20.30. Sr. Örn Bárður Jónsson. HVERAGERÐISPRESTAKALL: Messa í Hveragerðiskirkju kl. 10.30. I Þorlákshöfn: Helgistund við vígslu íbúða eldra fólks kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Einar Sig- urðsson. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: [ dag, laugar- dag, messa kl. 14.30 á dvalar- heimilinu Höfða. Sunnudag, messa í kirkjunni kl. 10.30. Fyrir- bænaguðsþjónusta á mánudög- um kl. 18.30. Síðustu guðsþjón- ustur fyrir sumarleyfi kirkju- starfsfólks. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Messa í Akrakirkju kl. 14. Sóknarprestur. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða býður lægst TIU tilboð hafa borizt í efnis- vinnslu á níu kílómetra vegarkafla milli Víðivalla og Uppsala á Norð- urlandsvegi. Lægsta tilboð átti Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, 29.787.500 kr., sem er 85% af rúmlega 35 milljóna kostnað- aráætlun Vegagerðar rikisins. Önnur tilboð bárust frá Jarðverki í Nesi, 31.447.200 kr.. Jóhann Bjamason á Hellu bauð 32.960.510 kr., Ytan hf. á Akureyri bauð 31.497.600 kr., Hvítserkur hf. 30.719.590 kr., Kráksverk hf. 30.419.835 kr., Klæðning hf. 39.793.500 kr., Árvélar sf. á Sel- fossi 34.428.850 kr., Hagtala hf. í Hafnarfirði 37.345.300 kr. og Ellert Skúlason hf. 39.605.440 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.