Morgunblaðið - 01.07.1989, Síða 34

Morgunblaðið - 01.07.1989, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 fclk í fréttum Sex ungum og efnilegum íslenzkum kylfingum var í vor boðið til Englands þar sem þeir dvöldu í vikutíma við æfingar á Sundridge Park golfvellinum skammt frá London. Það var Jóhann Sigurðsson sem átti hugmyndina að þessum æf- ingaferðum íslenzkra unglinga og Ungir kylfingar í Englandi sagði hann í samtali við Morgun- blaðið, að hann stefndi að því, að ferðir sem þessar gætu orðið ár- vissar og þriðji hópurinn færi til Englands næsta vor. Auk Jóhanns taka Golfsamband íslands og Flugleiðir þátt í kostnaði við ferð- ina, en hóparnir hafa búið hjá enskum fjölskyldum, meðlimum í Sundridge Park-golfklúbbnum í Bromley. Kennari golfklúbbsins, Bob Cameron, hefur leiðbeint strákun- um og hafa þeir einnig leikið gegn enskum jafnöldrum sínum. Vell- imir á Sundridge Park eru skógi vaxnir og ólíkir golfvöllum hér- lendis, en um dvölina þar hafði einn sexmenninganna, Órn Arn- arson, unglingalandsliðsmaðurfrá Akureyri, þetta að segja meðal annars: „Ég hafði mjög gott af ferðinni, maður lærði margt og þetta var skemmtilegt." Jóhann Sigurðsson sagði að samskipti íslendinga við golf- klúbbinn í Sundridge Park færu stöðugt vaxandi og „koma strá- kanna er toppurinn á góðum kynnum," sagði Jóhann Sigurðs- son. Þess má geta að í haust er á döfinni ferð eldri kylfinga þang- að. GOLF íslenzku strákarnir sem æfðu á Sundridge Park-golfvellinum í vor með fjölskyldunum sem þeir bjuggu hjá meðan á dvölinni stóð. Það var óvænt ánægja íyrir íslenzku piltana að hitta ekki ómerkari kylfing en Bernard Langer, sem fram á síðasta ár var í fremstu röð kylfinga í heiminum. Á myndinni eru frá vinstri: Om Amarson, GA, Jóhann Pálmason, GV, Araar Ást- þórsson, GK, Langer, Húnbogi Jóhannsson, GG, Húbert Ágústs- son, GK, og Sigurður Oddur Sigurðsson, GA. Gæti Whitney Houston ekki verið rétta manneskjan ? SLAGUR Barist um hlutverk Josephine Baker Eftir að upp komst að Hugh Hudson hefði í hyggju að kvikmynda ævisögu Josephine Baker hafa ýmsar þekktar kvikmyndastjömur gefið til kynna að þær væru tilbúnar til að taka að sér hlutverk Josephine í myndinni. Josephine Baker komst upp á stjömuhimin í París árið 1925 þar sem hún skemmti með söng og dansi. Josephine vakti sérstaka athygli fyrir djarfan leikbúning sem hún hún hafði dálæti á, bananapils og perlufesti. * Ýmsar þekktar kvikmyndastjömur, söngkonur og fyrirsætur þykja koma til greina í hlutverk ■Josephine. Þeirra á meðal em Meryl Streep, Whitney Houston, Diana Ross og Naomi Campbell. Naomi Campbell hefúr útlitið með sér en getur hún leikið? Diana Ross vill taka hlut- verkið að sér. Sumir segja að Meryl Streep geti leikið allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.