Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 40

Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 40
MORGUN'BLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 19'89 4Ö nmnmn „ SCjndU mér bcxra. þcé> Ód^mSta_ £&m til er í búSinn'i 09 'exg Staal netjba mig til ab L’itost veL a. þdb-" ASTER... 5--J/ ... að losa sig við deilumál- irt. TM Reg U S Pat Off —all nghts reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkafftnu Allt í lagi vinur. HÖGNI HREKKVISI HANJN F/EP2IR /VláR alltaf PÓSTIHH . " m ^ ...0(3 OPHAie HANN VFII? ©OFU." Var áróðurinn bara mannleg mistök? - eftirþankar um grein Úlfars Þormóðssonar Til Velvakanda. Það er ekki á hveijum degi sem andstæðingar sem fjandskapast hafa um áratuga skeið verða allt í einu og fyrirvaralaust sammála. Slíkt þyrfti þó ekki að æra óstöðug- an væri um einhvers konar mála- miðlun að ræða. En nú hefur það gerst að kommamir hafa viður- kennt að Morgunblaðið hafði alltaf rétt fyrir sér um Lenín, Stalín og alla þessa fauta hvort sem er í Kína eða á Kúpu eða Póllandi. Þetta kemur fram í gagnmerkri grein eftir Úlfar Þormóðsson er birtist í Morgunblaðinu 28. júní, bls. 17, og er hún einkar skemmtileg aflestrar. Það er sem sagt allt lýgi sem I love you — Ég elska þig. Allir geta sagt I love you, en þegar þú kemur að kjarna málsins er íslenskan best. Þjóðviljinn var að predika öll árin og ég var nógu vitlaus til að trúa. þegar ég var í menntaskóla. Veit ég um marga sem líkt var farið um en síðan hafa vitkast og eru sárir út af þessu. En það er auðvitað gott hjá þeim að viðurkenna mistök- in þó seint sé, ef til vill eru þetta bara svokölluð mannleg mistök! Guðmundur Ólafsson, stúdent, gerir þessa játningu við mikil fagnaðar- læti á þingi þar sem flestir yfir- kommarnir virðast hafa verið sam- an komnir, allt frá Össuri niður í Skara, og hér vitna ég beint í grein Úlfars: „Hvað um það. Stúdentinn sagði að Stalín hefði verið fífl, Lenín enn- þá meira fífl og að öllum líkindum hefði Marx verið það líka. Þeir hefðu komið á ofvitasósíalisma, sem nú ríkti í Kína, Sovét og Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík. Þá til- kynnti Guðmundur Óiafsson, stúd- ent, að pólskir kommar væru fífl, og að kínverskir kommar væru að drepa fólk á torgum. Fundarmenn skyldu átta sig á þessu, og því jafn- framt að þeir, fundarmenn, væru nákvæmlega sama fólkið og Kína- kommarnir væru að drepa og Pól- akkarnir að kvelja fyrir þátttöku í Samstöðu . . . Og þessi efnilegi stúdent heldur áfram og segir, að Mogginn hefði sko alltaf sagt satt um illvirki Leníns, Stalíns og þessara ofvita allra á árum áður. Ef eitthvað væri hefði hann, Mogginn, sagt of lítið satt og of mildilega frá illvirkjum þessara drjóla. Mogginn væri fínt blað og léti þá illu heyra það og þar fengju þeir það sko óþvegið! (tilvitnun lýkur). Þarna er hvergi dregið úr og vil ég meina að brotið hafi verið blað í stjórnmálasögunni. Þegar ég bar þessa grein undir lögmann minn' sagði ég hikandi: Það er nú ekki talað vel um lög- menn í þessari grein. Þetta er eigin- lega verra en bölva mönnum í sand og ösku, að líkja þeim við Lenín og Stalín og þessa stórkommúnista. Ef til vill ætti ég ekkert að vera að vekja svona athygli á henni? Mér er alveg sama, sagði lögmað- ur minn. Auðvitað eru sumir lög- menn ekki til mikillar fyrirmyndar. En mundu bara að um 90 prósent alþingismanna hafa jafnan verið lögmenn og það eru mikil meðmæli með þeim er stunda þessa starfs- grein, eða geturðu borið á móti því? Þessu gat ég ekki borið á móti. Því læt ég slag standa og sendi þennan pistil. Vonandi fer hann ekki fyrir bijóstvitið á neinum. Þakka Úlfari fyrir skemmtilega skrifaða og líflega grein og vona að hann þrífist. Fyrrum kommi Sýnið þætti með U2 Til Velvakanda. Mig langar til að taka undir með U2 aðdáendum sem skrifuðu fyrir nokkru og báðu um U2 tónleika í sjónvarpi. Fyrir nokkuð iöngu síðan var þáttur í tveimur hlutum um U2. Hverig væri nú að endursýna þessa þætti og taka svo upp þráðinn þar sem frá var horfið? Einnig mætti bæta við eldra efni þar sem ekki nærri öll lögin þeirra voru sýnd í þessum þáttum. Með fyrirfram þökkum fyrir hönd allra U2 aðdá- enda. H.S. Víkverji skrifar Fyrir nokkru sagði Víkverji frá kunningja sínum og viðskiptum hans við Flugleiðir. Þar kom fram að starfsfólk Flugleiða í New York gerði mistök við farskráningu sem ekki reyndist hægt að leiðrétta og komst því vinur Víkveija og sex ára gömul dóttir hans ekki heim frá Bandaríkjunum fyrr en nokkrum dögum síðar en áætlað var. í bréfi sem Flugleiðir rituðu viðkomandi fyrir skömmu er beðist afsökunar á umræddum mistökum og sendu Flugleiðir dótturinni armbandsúr, sem þegið var með þökkum. í bréfi Flugleiða kemur fram að Flugleiðamenn telja sig ekki hafa einokun á flugi milli Bandaríkjanna og íslands, þar sem hvaða bandaríákt flugfélag sem er hafi leyfi til að fljúga til íslands, auk þess sem SAS hafi heimild íslenskra stjórnvalda til að fljúga milli Reykjavíkur og New York. Þá seg- ir einnig að Flugleiðir kappkosti að veita farþegum sem besta þjónustu, hvort sem félagið flýgur eitt ákveðna flugleið eða er i samkeppni við aðra. Víkveiji ætlar svo sem ekkert að skattyrðast við Flugleiðir. Það er rétt að félagið .hefur ekki einokun á flugi milli íslands og Banda- ríkjanna. En félagið er i einokunar- aðstöðu, þar sem ekkert annað fé- lag flýgur á þessari leið. Fyrir Vikveija og aðra viðskiptavini Flug- leiða er útkoman sú sama. að er hreint með ólíkindum, hvers konar vitleysu sumir menn setja saman og ætla blöðun- um að birta. Víkveiji hefur áður gert slíkar sendingar að umtalsefni og getur ekki stillt sig um að segja eina sögu í viðbót. Fyrir nokkru barst fréttatilkynn- ing um þátttöku íslendings í Evr- ópumeistaramóti. Og þar stóð: „Einn þátttakandi var frá íslandi í Evrópumeistaramótinu... (Víkveiji sleppir nöfnum viðkom- andi og keppnisgreininni.) Hann stóð sig með ágætum og sem dæmi hefði hann náð bronsinu, ef þetta hefði verið Norðurlandamót.“! Skyldi maðurinn ekki hafa náð gullinu í Grímsey? xxx Víkveiji dagsins er satt að segja alveg öskureiður út í ríkisút- varpið. Það ná engin orð yfir stirð- busaháttinn þar á bæ. Nú inn- heimtir ríkissjónvarpið afnotagjöld- in mánaðarlega sjálfu sér til hags- bóta. En þegar notandi vill sjálfum sér til hagsbóta losna við að greiða afnotagjald á meðan hann bregður sér af bæ, þá er engin leið að gera það öðru vísi en að innsigla tæki hans og það er ekki gert fyrir minna en þijá mánuði. Og vilji menn losna við að greiða fyrir ríkisfjölmiðilinn engu að síður, þá verða þeir sjálfir að borga fyrii innsiglið og rof þess. Aðrir ijöl- miðlar bera sjálfir kostnaðinn ai því, þegar notandi hættir áskrifl um stundarsakir. En auðvitað ekk ríkisútvarpið! Víkveiji sá útvarpsstjóra og fjár málastjóra hans hrökkva við vegm ummæla fjármálaráðherra un rekstur útvarpsins. Báðir bentu 1 að nú skili reksturinn hagnaði. Þ: spyr Víkveiji: Að hve miklu leyi er sá hagnaður fenginn með þein rangsleitni að þvinga menn til a greiða afnotagjald fyrir enga notk un? Og svo skýla útvarpsmenn sér bak við reglugerð, þegar neytanc inn sækir á um sjálfsagða þjónusti Það tók starfsfólk Hagvirkis hádeg ið að framkalla sinnaskipti hjá fjái málaráðherra varðandi Hagvirki 0 söluskattsmál. Og ráðherrann gen meira en breyta reglugerðinni, þef ar hann sá mátt fólksins og mum eftir Reykjaneskjördæmi. Hann gi út tvær nýjar, sem kúventu öllu fi því sem var fyrir hádegið. Æ1 menntamálaráðherra yrði ekki jafl handfljótur við að breyta útvarp reglugerðinni, ef neytendur tæk sig saman til aðgerða líkt og starf menn Hagvirkis? Víkveiji trúir þi að ráðherrann myndi þá ráma Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.