Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 1

Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 1
1989 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ BLAD KNATTSPYRNA Æfingaleikur úr sögunni Landsliðið í knattspyrnu leikur ekki æfingaleik fyrir viðureignina gegn Austurríki 23. ágúst í undankeppni Heismmeistaramótsins, eins og stefnt var að. Landsliðsnefnd KSÍ vann í því að fá leik, en þegar það var frágengið, kom í ljós að margir leikmenn íslenska liðsins gátu ekki fengið sig lausa frá félögum sínum. „Yið gátum fengið leik gegn Hearts í Skotlandi 8. ágúst, en leikmennirnir voru ekki á lausu. Það hefur engan tilgang að leika nema flestir af fasta- mönnunum séu með og því afþökkuðum við boð- ið,“ sagði Gylfi Þórðarson, formaður landsliðs- nefndar KSÍ, við Morgunblaðið. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA / ENGLAND Sigurðurtil Arsenal eða Nottingham Forest: Brian Clough á leik m Brian Clough. SIGURÐUR Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hitti George Graham, stjóra Englandsmeistara Arsenal, í gær og ræddu þeir hugsanlegan samning. „Það kom margt athyglisvert f ram og vissulega kemur Arsenal til greina," sagði Sigurður við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Qraham, sem ætlar sjálfur að gera fimm ára samning við Arsenal, hefur lengi haft augastað á Sigurði með framtíðina í huga, en Sigurður er aðeins 22 ára. „Fram- kvæmdastjóri ársins“ vildi gera fjögurra ára samning við Sigurð, sem sagðist ekki vilja binda sig lengur en í þrjú ár og var Graham sáttur við það. „Það var smá ágreiningur, sem auðvelt ætti að vera að ná samkomulagi um, en nú er bara að sjá hvað Brian Clough hefur fram að færa,“ sagði Sigurður, en þeir hittast í Nottingham í dag. Clough vill fá Sigurð í raðir Nottingham Forest, en John Sheridan hjá Leeds er einn- ig inni í myndinni. Sigurður hefur sagt að hann sé spenntastur fyrir að fara til For- est, en málið ætti að skýrast í dag. Reyndar er Sigurður ekki Iengur með atvinnuleyfi í Englandi, en það var bundið við að leika með Sheffield Wednesday. Hann getur ekki gert samning nema atvinnuleyfi sé fyrir hendi. „Þetta gæti orðið vandamál, en ég á samt erfitt með að trúa því,“ sagði Sigurður. Guðmundur til St. Mirren? GuðmundurTorfason æfði meðskoska úrvalsdeildarliðinu í gær GUÐMUNDUR Torfason, landsliðsmaður í knattspyrnu, æfir nú með liði St. Mirren í Skotlandi. Guðmundur fór utan á sunnudaginn og hefur æft með liðinu síðan. Hann hefur einnig fundað með forráða- mönnum félagsins en ekki hef- ur verið gengið frá samningum. St. Mirren er eitt af þekktari liðum Skotlands og hafnaði í 7. sæti í úrvalsdeildinni ívor. Einn íslendingur hefur leikið með liðinu, Þórólfur Beck á árunum 1961-63. Guðmundur lék sem lánsmaður með austurríska liðinu Rapid Vín í vetur, en belgíska félagið Genk, sem Guðmundur lék með í Belgíu, á söluréttinn, gerist Guð- mundur leikmaður með öðru félagi. Ef St. Mirren vill fá hann í sínar raðir verður liðið því að setnja við Genk. Guðmundur æfði með St. Mirren í gær og verður í Glasgow til morg- uns og mun ræða við John Lambie, framkvæmdastjóra liðsins. Þá verð- ur tekin ákvörðun um framhaldið. St. Mirren seldi Hamilton Þess má geta að í gærkvöldi seldi St. Mirren einn sterkasta leikmann sinn, Brian Hamilton, til Hibemian fyrir 275.000 pund. Spurningin er því hvað liðið ætlar að gera við peningana. í fótspor Þórólfs KR-ingurinn Þórólfur Beck hóf feril sinn í atvinnumennskunni hjá St. Mirren árið 1961 og lék með liðinu í tvö ár við góðan orðstír. En frá félaginu fór Þórólfur til Glas- gow Rangers. Guðmundur Torfason er nú í herbúðum St. Mirren. Gerist hann leikmaður hjá félaginu?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.