Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 2
2 B
MOEGUNBLAÐlV IÞRO í IIR ÞRJBJUÐAGUR 18. JÚLÍ 1989
■ MARSEILLE safnar nú að sér
snjöllum knattspyrnumönnum, en
miljónarmæringurinn Bernard
Tapie, eigandi félagsins, er ákveð-
inn að gera Marseille að stórveldi
í Evrópu. Jean Tigana, miðvallar-
spilarinn knái, skrifaði undir
tveggja ára samning við félagið í
gær, en hann var leikmaður með
Bordeaux. Aður hafði Marseille
keypt enska landsliðsmanninn
Chris Waddle frá Tottenham og
Brasiliumanninn Carlos Mozer,
sem er varnarleikmaður. Einnig
íranska landsliðsmanninn Alain
Roche frá Bordeaux.
■ MARSEILLE hefur lánað
franska landsliðsmanninn Car-
melo Micciche til Metz í eitt ár.
■ BRASILÍUMENN eru að
eignast mjög skemmtilegt landslið
- og lék það geysilega vel í S-
Ameríkumeistarakeppninni, eftir
að það fór að leika 3-5-2. Azeglio
Vicini, landsliðsþjálfari ítaliu, sá
Brasiliumenn leika og sagði hann
vonast til að Chile myndi slá Bras-
ilíu út úr heimsmeistarakeppninni.
Astæðan? „Ég vil vera laus við að
mæta Brasilíumönnum á Italíu
næsta ár.“
■ BRASILÍA leikur í riðli með
Chile og Venezuela í heimsmeist-
arakeppninni og kemst sigurvegari
riðilsins til Ítalíu'. Brasilíumenn
hafa alltaf verið með í lokakeppni
HM.
■ FORRÁÐAMENN Ham-
burger eru ákveðnir að efla
stemmninguna á heimaleikjum liðs-
ins. Þeir eru með margar hugmynd-
ir í sambandi við að gera ýmislegt
fyrir áhorfendur - til að fá þá til
að fjölmenna á völlinn.
FRJALSIÞROTTIR / SPJOTKAST
Iris
Grönfeldt
úrleik
Keppirekki ísumarvegna
meiðsla. Methennaríhættu
„ÁLAGIÐ á öxlina hefur verið
of mikið. Ég hvíldi eftir
Ólympíuieikana í Seoul til ára-
móta, en æfði síðan mjög vel
fram að Smáþjóðaleikunum í
maí, en þartóku meiðslin sig
upp aftur. Örvefur hefur mynd-
ast í vöðva og nú er bara að
bíða eftir hvað læknarnir vilja
gera,“ sagði íris Grönfeldt, Is-
landsmeistari kvenna í spjót-
kasti, við Morgunblaðið.
Islandsmet írisar er 62.04 m. Hún
reif vöðva fyrir ári og meiðslin
tóku sig upp í Seoul. „Eg er mun
verri í öxlinni nú en áður og hef
verið að kasta um 50 metra á æfing-
um. Það gengur ekki og því hef ég
ákveðið að keppa ekki meira í ár,
heldur leggja áherslu á að ná mér
af meiðslunum. En ég er ekki hætt
— meðan löngunin er fyrir hendi
held ég áfram,“ sagði íris.
Metin í hættu
íris þjálfar hjá UMSB og kennir
m.a. 40 til 50 krökkum 10 ára og
eldri spjótkast. í hópnum er 11 ára
stúlka úr Borgarfirði, Halldóra Jón-
asdóttir, sem keppti á sínu fyrsta
móti fyrir skömmu og setti íslands-
met í stelpnaflokki — kastaði
kvennaspjótinu 29,54 m og 400 gr
spjóti 31,00 m. íris á met í öllum
flokkum, en keppti ekki í telpna-
flokki, þar sem hún byijaði ekki
að æfa spjótkast fyrr en 13 ára.
„Hún er náttúrubarn og mikið
efnilegri en ég var,“ sagði Iris, „og
ég er viss um að hún bætir metið
í telpnaflokki á næsta ári,“ bætti
hún við, en met írisar þar er 36,86
m.
KORFUKNATTLEIKUR
Lakers í vandræðum
Pétur í stað Júgóslavans
Los Angeles Lakers á í mestu
vandræðum þessa dagana.
Liðið valdi Vlade Divac, miðheija
júgóslavneska landsliðinu, í ár-
legu vali NBA-liðanna fyrir
skömmu. Nú hafa þær fréttir bor-
ist frá Júgóslavíu að hann fái
ekki að fara því Júgóslavar ætli
sér ekki að láta frá sér alla lands-
liðsmenn sína. Boston Celtics valdi
einnig Júgóslava en ólíklegt er
að hann leiki með liðinu næsta
vetur.
Lakers vantar því enn miðheija
og svo gæti farið að Pétur Guð-
mundsson fari aftur til Lakers því
hávaxnir miðheijar eru ekki á
hveiju strái. Forráðamenn Lakers
hafa rsétt við Pétur og boðið hon-
um að leika með liðinu í sumar-
móti í Los Angeles. Að því loknu
munu forráðamenn Lakers ræða
við Pétur.
íris Grönfeidt mun ekki kasta spjótinu meira í sumar.
ÚTlJISPORT
Verslunarhúsinu,
Gerðubergi 1,
sími 72277.
Breiðholtsbúar ath!
Hm vörur daglega
gjggg íþróttagallar, töskur, íþróttaskór, fótboltaskór
Nýkomnir meiriháttar krumpugallar
S TíGtk
gJKf^
Hinir vinsælu NIKE íþróttaskór, margar gerðir,
töskur, bolir o.fí.
Mikið úrval af sundfatnaði, bæði á börn og fullorðna,
m.a. 11 litir af krumpusundbolum.
Einnig golfkylfur, golfpokar, golfkerrur og margt fleira
fyrir kylfinga, t.d. byrjendasett, þ.e. 4 járn, 2 tré + pútt-
er, á kr. 11.200,-
Ath.: Hjá okkur er besta verð í bænum!
Sendum í póstkröfu
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA
KR náði stigi
af meist-
urum Vals
Breiðablik mætti ekki til leiks
VALSSTÚLKURtöpuðu sínu
fyrstu stigum í 1. deild er þær
gerðu markalaust jafntefli við
KR í gærkvöldi. Liðið hefur
samt sem áður örugga forystu
í deildinni en Skagastúlkurnar
eru í 2. sæti.
Valsliðið byijaði mun betur en
þegar á leið komst KR meira
inn í leikinn. Liðin skiptu færunum
bróðurlega á milli sín en hvorugu
tókst að skora.
Síðari hálfleikur var tíðindalítill
framan af. Bæði liðin höfðu tæki-
færi til þess að gera út um leikinn
en færin nýttust ekki. Undir lokin
gerðu Valsstúlkur harða hríð að
marki KR án þess þó að skora og
markalaust jafntefli því staðreynd
þegar upp var staðið.
Jafnt í Garðabænum
Stjarnan og KA skildu jöfn í Garða-
bænum á Iaugardag, en hvort lið
skoraði eitt mark. Guðný Guðna-
dóttir kom Stjömunni yfir eftir 15
mínútna leik en KA-stúlkur jöfnuðu
með sjálfsmarki Stjörnunnar.
Breiðablik mætti ekki til leiks
Þórsstúlkur nældu í sín fyrstu stig
í 1. deild þegar þeim var dæmdur
sigur f fyrirhuguðum leik við
Breiðablik á sunnudag. Samkvæmt
mótabók átti leikurinn að fara fram
á mánudag en því var breytt og svo
virðist sem einhver miskilningur
hafi síðan orðið þess valdandi að
Breiðabliksliðið mætti ekki til leiks.
Dómarinn beið eftir liðinu tilskilinn
tíma en flautaði síðan leikinh af.
■ Staðan / B6
UfÚOK
FOLK
■ ÍSLENSKA drengjalandslið-
ið í golfi hafnaði í 17. og næst
síðasta sæti á Evrópumótinu, sem
fór fram í Svíþjóð og lauk um helg-
ina. íslendingarnir unnu Portú-
gali 5-2 í keppni um 17. sætið.
Mótið verður á Islandi á næsta ári.
■ HANS Guðmundsson, sem er
11 ára og keppir fyrir Reyni, Hell-
issandi, sigraði í spjótkasti á hér-
aðsmóti HSH um helgina. Hann
kastaði 400 gr spjótinu 36.59 m
og bætti héraðsmet Atla Sigur-
þórssonar, Snæfelli, sem var
31,94 m og sett í fyrra, en íslands-
met Gunnars Gunnarssonar,
UDN, er 39.02 m. Gunnar Smith,
FH, á metin með 600 gr spjóti
(33,66 m) og 800 gr spjóti (24,80
m).
■ VALUR og Akranes leika
saman í undanúrslitum bikarkeppni
kvenna í knattspyrnu. í hinum
leiknum mætast Akureyrarliðin
KA og Þór.
■ SIGRÚN i Jóliannsdóttir,
KR, setti meyjamet í sjöþraut á
innanfélagsmóti KR um helghm -
fékk 4.035 stig. Bryndís Hólm, IR,
átti fyrra metið; 3.963 stig.