Morgunblaðið - 22.07.1989, Side 3

Morgunblaðið - 22.07.1989, Side 3
og í sjónvarpsmyndunum hjá mér báru þau verkin uppi. Það er svo undarlegt, að það er æfingatíminn sem er krökkunum erfiðastur í leik- húsinu. Það er út af þessum sífelldu endurtekningum. Þau eru fljót að læra textann sinn og muna hvað þau eiga að gera, þannig að þau verða leið á endurtekningum og fara jafn- vel að segja eldri leikurum til, til að hafa eitthvað að gera. Þau fara jafn- vel að skipta sér af tæknivinnunni og öllu mögulegu. Þau geta því orð- ið erfið í samstarfi. Þau eru einfald- lega svo snögg og klár en eru svo kölluð „uppivöðslusöm". En svo þegar kemur að sýningum, eru þau eins og englar. Þá eru þau bara þau sjálf. Og í því liggur kúnst- in, þegar unnið er með börnum; að fá þau til að vera þau sjálf og vera ekki með neinn leikaraskap.“ Yngstu böm sem Þórhallur hefur leikstýrt í Þjóðleikhúsinu eru 10-12 ára, en í Lóu litlu rauðhettu, hjá Sjónvarpinu, var sjö ára stúlka í aðalhlutverki, og þar sem hún var í hvetjum einasta ramma myndarinn- ar, varð að gera tii hennar miklar kröfur, sem hún stóð fyllilega undir. Og Þórhallur heldur áfram: „Sjón- varpsleikritið Elías og örninn er saga um fatlaðan dreng. Þegar velja skyldi leikara í aðalhlutverkið, fór ég á ýmsar stofnanir og talaði við fólk sem vinnur með fötluðum börnum. Ég fékk mikið áfall, þegar ég sá hversu mörg börn eru fötluð vegna umferðarslysa. En ég fann dreng í aðalhlutverkið. Hann var tólf ára og fatlaður og hann er einn sá alduglegasti leikari sem ég hef nokkurn tímann unnið með. Það fóru þijár vikur í tökur og þetta var erfið vinna. En hann kveinkaði sér aldrei, eða kvartaði. Vinnugleðin var ótrúleg og viljinn sömuleiðis. Ég verð að segja eins og er, að í heildina hef ég mjög góða reyrislu af því að vinna með bömum. En það er öðruvísi álag. Venjulega er það svo í barnaleikritum, að eitt barn er í aðalhlutverki, en aðrir leikarar eru fullorðnir. En í Krukkuborg vorum við með hóp af börnum. Þau komu úr Listdansskóla Þjóðleikhússins og voru þá þegar undir vissum aga. Þau þekktu leikhúsið og þær reglur sem þar gilda. Bæði leikritin í Þjóðleikhúsinu, Kmkkuborg og Amma þó, vora tilr raun til að bijóta upp hefðbundið form ' barnasýninga leikhússins. Krukkuborg var leikur með brúðum og leikurum á stóra sviðinu. Við notuðum ljósatækni, sem ekki hafði verið notuð hér áður, til að búa til neðansjávarveröld. Ég man að einn gagnrýnandinn hélt að börnin hefðu ekkert gaman haft af sýningunni, MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989 B 3 Þórhallur Sigurðsson Rætt við Þórhall Sigurðsson leikara og leikstjóra af því þau hrópuðu ekkert utan úr sal og gripu ekkert fram í fyrir leik- urunum. En það var einmitt mark- miðið með uppsetningunni, að fá þau til að sitja og njóta. Þetta verk mark- aði síðan upphaf að vinnu minni með Leikbrúðulandi." Hentar brúðuleikhús börnum fremur öðrum leikhúsum? „Það er vafasamt að setja of ströng mörk á milli fullorðins- og barnasýninga. Leikhúsupplifun fer ekki eftir aldurshópum. Auðvitað er hægt að setja sér markmið með sýn- ingu, þar sem maður þarf að koma einhveiju sérstöku til skila til barna. Þá setur maður það í vissan búning, til að þau yngstu geti skilið það, en það er ekki þar með sagt að sýning- in sé ekki fyrir alla aldurshópa. Hvað varðar brúðuleikhús* þá era ákveðnir fordómar hjá foreldram í garð brúðuleikhússins ~og auðvitað . eigum við litla hefð í þéssum efnum. Ef við lítum á hinar hefðbundnu barnasýningar Þjóðleikhússins, þá era 40-50% áhorfenda fullorðið fólk. Foreldrar fara þangað með bömin sín og þessar sýningar hafa oftast verið bomar uppi af helstú leikurum þjóðarinnar — og mikið í þær lagt. Þjóðleikhúsið hefur þegar náð for- eldrum með bömin inn í leikhúsið. Það á brúðuleikhúsið ennþá eftir. Þetta er dálítið undarlegt þegar á það er litið að Leikbrúðuland hefur unnið sér nafn erlendis sem atvinnu- leikhús af bestu gerð. A hveiju ári berast því mörg boð um að sýna á hátíðum. í vor var til dæmis farið til Hollands og i haust verður farið til Svíþjóðar.“ Eru börnin, sem áhorfendur, ekki meiri þátttakendur í brúðu- leikhúsi en í hinu hefðbundna leik- húsi? „Stundum. Eins og í sýningunum um Meistara Jakob. En það er bara ein hefðin í brúðuleikhúsi og gengur út á það að börnin hjálpi söguhetj- unni. Hún getur spurt börnin ráða. Þetta er einfaldasta form brúðuleik- húss, en Leikbrúðuland er komið miklu lengra. Samt sem áður er það algengur misskilningur á íslandi að brúðuleikhús sé ekkert annað en þessi einfaldi kassi. En eins og ís- lendingar hafa eflaust séð í sjón- varpinu, þá hafa alls konar hlutir verið að gerast í brúðuleikhúsheimin- um, með saiftspili brúða, ljósa og leikara. Maður sér þannig sýningar líka mikið á brúðuleikhúshátíðum erlendis. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt að fólk spyr: hvar era brúð- umar? Hinsvegar hafa þessar sýningar oft verið stórkostlegasta leikhús sem ég hef séð og í þeim tekist að sam- eina alla þætti leikhússins. En þessar sýningar verða ekki til fyrr en eftir margra ára samstarf í tæknilega vel búnu leikhúsi. Það er auðvitað auð- veldara að þróa þessa tegund leik- húss erlendis, þar sem brúðuleikhús- hefð er fyrir hendi, og svo geta leik- hóparnir sífellt náð sér í nýja áhorf- endur með því að ferðast milli landa. Það má segja að hér búi brúðuleik- húsið og fijálsu leikhóparnir við mjög svipaðar aðstæður: Það er verið að sýna í litlu húsnæði og fýrir fáa áhorfendur. Þótt frjálsir leikhópar og brúðuleikhús erlendis hafa fastan samastað, eru þeir stöðugt að ferð- ast. Það er ekki eins óskaplaga dýrt. fyrir þá og okkur að skreppa milli landa. Ástæðan fyrir því að Leikbrúðu- land hefur ferðast eins víða og raun ber vitni er sú að það er orðið stórt nafn í greininni og er boðið mjög víða. I rauninni er enginn eðlismunur á því að fara i leikhús og brúðuleik- hús. Það að fara í leikhús er það ánægjulegasta sem maður man úr sinni eigin æsku. Maður skildi ekki endilega allt sem maður sá og það gerði leikhúsið spennandi — það voru töfrar. Ef leikhús er vel gert, koma bömin aftur og aftur. Þau láta ekki plata sig. Ég get ekki hugsað mér betri samvera barna og fullorðinna en leikhús — og geta svo rætt um það sem gerðist f sýningunni þegar heim er komið." Hafa þá öll leikrit uppeldislegt gildi? „Uppeldislegt gildi leikhúss felst í því að börnin sjái í hverri sýningu eitthvað sem þau þurfa að spyija um. Ef ég má nefna Inúk, sem dæmi, þá tengdist sú sýning kennslu í sam- félagsfræði í skólunum og teikni- kennslu. í Heyrnleysingjaskólanum léku þau sýninguna meira að segja sjálf á eftir. Það var stórkostlegt að sjá! Leikhúsið og skólarnir þurfa að taka upp nána samvinnu, því það er endalaust hægt að spjalla við börn með aðferðum leikhússins." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir slnn í liíðwn af lífinu Þá máttu þau velja sér þrjú ljóð. Þegar inn í prófíð kom fluttu þau ljóðið, sögðu frá höfundinum og frá því hvaða tilfínningar ljóðið vekti hjá þeim — um hvað þeim fannst það ^jalla. Þetta krafðist þess í kennsl- unni, að ég varð að kenna þeim að flytja ljóðin og láta þau koma sínu skáldi sem best til skila, því þau þurftu að standa frammi fyrir öllum bekknum. Mér finnst alltaf að þetta sé nauðsynlegur þáttur í kennslu; að kenna börnunum að standa upp og tala frammi fyrir heilum hóp. Og þau gerðu þetta vel — hver og einn nem- andi vildi virkilega koma sínu skáldi vel til skila. Ég hafði venjulega tvær bekkjardeildir í íslenskukennslu en ég var með einn umsjónarbekk og það var sá bekkur sem naut þessarar kennslu." En afliverju bara ljóðskáldin? „Það voru ekki bara Ijóðskáldin. Þau kynnti ég í 7. bekk. í 8. bekk tók ég smásögur fyrir og þá voru þau einnig prófuð munnlega að við- stöddum prófdómara. í 9. bekk voru það heimsbókmenntirnar," og Jenna sýnir mér kennslugögnin sín um Sartre, Camus, Kafka, Söru Lidman og fleiri. í 9. bekk kenndum við Helga Jónasdóttir íslenskuna sam- eiginlega. Hún er hreint sá besti og yndislegasti kennari sem ég hefi kynnst bæði í kennslu og öllu sam- starfi. „En ég byijaði á ljóðunum,“ heldur hún áfram, „kannski vegna þess að ljóð eru frá mínu sjónarmiði séð æðsta tjáningarformið. Ég hafði möguleika á meiri fjölbreytni, meðal annars með því að láta þau syngja. En þú mátt ekki skilja mig svo að ég hafi bara valið skáld um og yfir tvítugt. Ég tók eldri"skáldin með til að leiða nemendur inn í þessi verk- efni, því það hefði verið of mikið að hella þessu öllu yfir þau. Það var nauðsynlegt að byija á Ijóðunum, þegar maður ætlaði að kynna nútíma skáldskap. Sumir nem- endur komu með neikvæða afstöðu til órímaðra ljóða inn í 7. bekk. Þá þurfti ég að Ieiða þau í gegnum hefð- bundinn skáldskap, yfir í nútíma- skáldskap. Ég lagði líka áherslu á að kynna fyrir þeim nýjar ljóðabækur yngstu skáldanna um leið og þær komu út, lærði þá gjarnan eitt ljóð utan að, til að þau fengju tilfinningu fyrir hugsun þeirra — allur bekkur- inn, því þau þurftu öll að fylgjast með. Svo fannst mér nauðsynlegt að Rætt við Jennu Jensdóttur rithöfund og kennara kenna ljóðið ekki gagnrýnið á þessu stigi, heldur lét ég þau segja- um hvaða tilfinningar þau héldu að skáldið væri að túlka.“ Vissulega var það öðruvisi, en þegar maður fer i gegnum kennslu- gögn Jennu, koma í ljós fyrirlestrar um flestallar leiksýningar sem sýnd- ar vora í leikhúsunum á þessum árum og greinar um verðlaunahafa bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs og Nóbels. „Ég lét krakkana aldrei fara óundirbúna í leikhús. Daginn sem við fóram á sýningar, eða dag- inn áður, sagði ég þeim frá höfund- unum, verkum þeirra, og því verki sem við vorum að fara að sjá. Talaði um byggingu verksins, persónur, hvort verkin væru tengd raunveru- legum atburðum og þá hvaða. Og þetta með verðlaunahafana, þá sagði ég bekknum alltaf frá þeim, daginn eftir tilnefningu þeirra." Hvaða áhrif fannst þér þessi kennsla helst hafa á krakkana? „Fyrir utan það að kenna þeim að koma fram og flytja sín erindi, fannst mér þetta auka tilfinningu þeirra fyrir mæltu máli. Þau kynnt- ust samtímaskáldunum og lærðu að meta þau. Þegar ég byijaði á þessu snemma á 7. áratugnum, voru Jenna Jensdóttir yngstu skáldin þau sem voru fædd upp úr 1942, þegar ég hætti, árið 1984, voru yngstu skáldin þau sem vora fædd upp úr 1960. Ef til vill hafa nemendumir líka fundið hvað er góður skáldskapur, hvort sem hann er rímaður eða órímaður. Einn- ig þurftu nemendur að skila veiga- miklum ritgerðum, hver um sitt við- fangsefni. Ég held að þessi kennsla hafi vakið nemendur til að leita lengra og lesa meira af ljóðlist. En veistu, ég vil endilega að það komi fram, í sambandi við skáldakynning- una, að margir kennarar við skólann hjálpuðu mér mjög mikið. Þá sérstak- lega Nanna Jónsdóttir tónlistarkenn- ari sem samdi lög við ljóð og æfði sönginn og síðan leikfimikennarinn, Aðalheiður Helgadóttir í sambandi við leikræna tjáningu. Einn veturinn var ég líka í nánu og góðu sam- starfi við teiknikennarann, Sigfús Halldórsson lét krakkana mynd- skreyta ljóðin." Að lokum, Jenna, var þetta hug- sjónastarf? Hún hlær brosir og segir: * „Já. Nemendumir græddu vonandi, það var nóg.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.