Morgunblaðið - 25.07.1989, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
FRJALSAR / SPJOTKAST
Sigurdur tapaði
fyrir Finnunum
Ráty og Korjus
Sigurður Einarsson spjótkastari varð fjórði á
alþjóðlegu spjótkastsmóti í bænum Toh-
majárvi í Finnlandi á laugardag. Kastaði hann
75,38 metra og varð að lúta í lægra haldi fyrir
þremur Finnum.
Finninn Seppo Raty sigraði í spjótkastinu, kast-
aði 80,36 metra, en mótið fór fram í heimabæ
hans. Ráty varð heimsmeistari í spjótkasti á HM
í Róm 1987. Ólympíumeistarinn frá í Seoul, Tapio
Koijus, varð annar með 79,64 og þriðji varð Yki
Laine með 76,62. Fimmti maður, Mikko Anttonen,
kastaði 72,82.
HANDKNATTLEIKUR
GOLF
HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKALAND
Bjami í lidi ársins
Bjami Guðmundsson, fyrrum
landsliðsmaður í handknatt-
leik, var valinn í lið ársins í 2.
deild norður í v-þýska handknatt-
leiksblaðinu Handball. I liðinu eru
leikmenn sem hafa oftast verið í
liði mánaðarins hjá blaðinu.
Bjarni leikur með Wanne-
Eicken, sem vann sér rétt til að
leika í Bundesligunni í vetur.
Hann hefur verið ein.i besti leik-
maður liðsins og er talinn einn
besti Vinstri homarmaður í
V-Þýskalandi. Bjarni skoraði flest
mörk fyrir Wanne-Eicken, eða
93/32 og var hann sjötti marka-
hæsti leikmaðurinn í 2. deildar-
keppninni norður.
Bjarni er eini íslenski leikmai
urinn sem leikur í Bundesligun
í vetur, en aftur á móti leika þe
Sigurður Sveinsson og Aðalsteir
Jónsson í 2. deild. Sigurður m<
Dortmund og Aðalsteinn rm
Shutterwald.
Kristján
Arason
fimiriti
besti leik-
maður heims
- og valinn í heimsliðið ásamt valinkunnum köppum
Morgunblaðið/Einar Falur
Fékk bíl fyrir að fara holu í höggi
Arnar Baldursson, kylfingur frá ísafirði, vann það afrek á opnu móti
hjá Golfklúbbi Keilis að fara holu í höggi og tryggja sér bifreið.
Arnar, sem fór holu í höggi á sautjándu braut - notaði sjöjárn, tryggði
sér Peugerot 206 JR 1989, sem Jöfur hf gaf. Hér á myndin'ni sést Börk-
ur Ingvarsson, sölustjóri hjá Jöfri, afhenta Arnari lyklana að bifreiðinni.
1989 ■ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ
IKristján Ara-
son, landsliös-
maður í hand-
knattleik, sem
leikur meö
spænska fé-
laginu Teka, er
I hópi bestu
handknatt-
leiksmanna
heims.
KRISTJÁN Arason, landsliðsmaður í hand-
knattleik, sem leikur með spænska liðinu
Teka, varð ífimmta sæti á listanum íkjöri
besta handknattleiksmanns heims. Kristján
fékk 162 stig í kjörinu, sem Alþjóðlegu
samtök íþróttafréttamanna sáu um f sam-
vinnu við Adidas.
Jae-Wong Kang frá S-Kóreu var
útnefndur besti handknattleiks-
maður heims - hann fékk 348 stig.
Tólf stigahæstu leikmennimir voru
útnefndir sem leikmenn í heimsliðið
1988-1989. Tveir Norðurlandabúar
eru í liðinu. Kristján og Svíinn
Magnús Wislander, sem var í fjórða
sæti í kjörinu, með 183 stig.
Þetta er annað skipti sem kjörið
fer fram. íslendingar áttu einnig
leikmann í heimsliðinu þegar kjörið
fór fyrst fram. Það var Sigurður
Gunnarsson, sem var þá í tíunda
sæti.
Þess má geta til gamans að tveir
leikmenn Teka eru í heimsliðinu.
Kristján og félagi hans Melo.
Bestu leikmenn heims
Þeir tólf leikmenn, sem eru taldir bestu hand-
knattleiksmenn og skipa heimsliðið, eru:
1. Jae-Wong Kang, Surður-Kóreu........348
2. Wjacheslav Atavin, Sovétríkjunum....330
3. Zlatko Portner, Júgóslavíu..........211
4. Magnús Wislander, Svíþjóð...........183
5. KRISTJÁN ARASON................... 162
6. Jochen Fraatz, V-Þýskalandi.........147
7. Frank Michael Wahl, A-Þýskalandi...141
8. Peter Kovacs, Ungveijalandi.........115
9. Aleksandr Karshakevich, Sovétríkjunum.102
10. Juan Mole Munoz, Spáni............... 87
11. MichalBarda, Tékkóslóvakíu........... 84
12. Wieland Schmidt, A-Þýskalandi..,.... 48
✓