Morgunblaðið - 25.07.1989, Side 2
MORGUNBLAЌ)
ÍHBrt’TmTIB(f (: > H/ h ) u i y
IPKUI IIK ÞRŒXJUDAGUR 25. JUU 1989
Mm
FOLX
■ STEFANO Tacconi, mark-
vörður Juventus, hefur ákveðið að
leggja sitt af mörkum til þess að
draga úr ofbeldi meðal ítalskra
knattspyrnuáhugamanna. Tacconi
hyggst veita 14 þúsund dollurum
til þess að verðlauna þann aðdá-
endaklúbb ítalskrar knattspyrnu
sem hegðar sér best á komandi
keppnistímabili. „Það er kominn
tími til þess að þessir krakkar, sem
eru margir hveijir mjög ungir, geri
sér grein fyrir hve mikils virði hinn
sanni íþróttaandi er,“ sagði Tac-
coni. Sá íþróttaandi ætti að vera
alls ráðandi á íþróttavöllum um all-
an heim.“
■ MARADONA skoraði sigur-
mark liðs síns í góðgerðaleik sem
haldinn var í Argentínu á dögun-
um. Carlos Menem, forseti Arg-
entínu, var í liði atvinnumannanna
og átti að sögn Maradona stóran
þátt í markinu. 40 þúsund áhorf-
endur sáu leikinn sem var til styrkt-
ar fátækum í Argentínu. Menem,
sem er mikill íþróttamaður, kom á
óvart með góðum leik á miðjunni
en þegar hann var spurður að því
eftir leikinn hvers vegna hann hefði
ekki tekið meiri þátt í sóknarleikn-
um svaraði hann: „Ég reyndi, en
þeir vildu ekki gefa knöttinn til
mín.“
■ EKKERT grunsamlegt kom
í ljós í kjölfar lyfjaprófs í Tour de
France hjólreiðakeppninni sem
lauk á sunnudag. 87 próf voru tek-
in þá 23 daga sem keppnin stóð
yfir og reyndust öll vera neikvæð.
I fyrra féll sigurvegari keppninnar,
Pedro Delgado, féll á lyfjaprófi
en hélt titlinum eftir að kunngert
var að lyfið sem hann tók væri
ekki á bannlista hjólreiðamanna.
H GRÓÐINN á keppni V-
Þýskalands og Bandaríkjana í
undanúrslitum Davis Cup var 180
millj. ísl. kr., en keppnin fór farm
í Miinchen um helg-
Frá ina. V-Þjóðverjar
Einari unnu og mæta
S!flýíns.sy.n' .. Svíum í úrslitum.
/ V-Þyskalandi a ^ áhorf_
endur borguðu 30 þús. á dag í þrjá
daga á viðureignina. Þetta þótti
hátt verð í Miinchen, en innifalið
í miðaverðinu var veislumatur,
kampavín og annað góðgæti. Nú
er rætt um að úrslitaleikur Davis
Cup fari einnig fram í Miinchen.
■ SIG UR VEGARINN í leik
Bayern Miinchen og Dortmund í
„Super Cup“ fær sex millj. ísl. kr.
í sinn hlut. Jiirgen Wegmann mun
leika með Dortmund gegn sínum
gömlu félögum í Bayern.
FRJALSAR / LANGHLAUP
Martha Emstdóttir setti
%
Islandsmet í Belgíu
MARTHA Ernstdóttir IRsetti
nýtt Íslandsmetí 5.000 metra
hlaupi á alþjóðlegu stórmóti
í borginni Leopoldsburg í
Belgíu á laugardag er hún
hljópá 16:23,14 mínútum.
artha átti sjálf eldra metið,
en það var 16:23,78 mínút-
ur, sett á móti í Köln í Vestur-
Þýskalandi í fyrrahaust. Bætti
hún metið því um rúmlega hálfa
sekúndu. Hlaupið i Leopoldsburg
var sterkt því Martha varð tíunda.
Heimsmeistarinn og heimsmet-
hafinn í 3.000 metra hlaupi innan-
húss, hollenska stúlkan Elly van
Hulst, sigraði á 16:44 mín.
Minnstu munaði að Martha
næði ekki til hlaupsins því hún
missti af flugvél til Þýskalands
vegna mistaka. Komst hún þó
þangað á endanum eftir króka-
leiðum. Skömmu eftir hlaupið fór
rafmagn af allri borginni og varð
því vinkonna hennar, Hulda Páls-
dóttir ÍR, af keppni; greinin henn-
ar gat ekki farið fram vegna
myrkurs.
Áður höfðu þó greinar þeirra
Oddnýar Árnadóttur ÍR og Margr-
étar Brynjólfsdóttir UMSB farið
fram. Oddný varð Ijórða í 400
metra hlaupi á 56,51 sekúndu og
Margrét stórbætti árangur sinn í
míluhlaupi, hljóp á 6:00,9 mínút-
um. Tekín var millitími á henni
eftir 1.500 metra og reyndist hann
4:42 mfnútur, sem er þremur sek-
úndum betri tfmi en hún á löglega
í þeirri grein.
Martha Ernstdóttir
KNATTSPYRNA / 2. DEILD KVENNA
Morgunblaðið/Rúnar Jónatansson
Sigurvegarar BÍ 1989
Keppni í 2. deild kvenna í knattspyrnu er lokið. BÍ vann FH 2:0 í báðum leikjum mótsins. Á myndinni eru sigurvegarnir
eftir seinni leikinn á ísafirði á laugardag. Aftari röð frá vinstri: Rúnar Guðmundsson, þjálfari, Ágústa Jónsdóttir, Kol-
brún Kristinsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigurlín Pétursdóttir, Þórunn Pálsdóttir, Ólöf Björnsdóttir, Sigrún Sigurðar-
dóttir og Jóna Lind Karlsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Karitas Kristjánsdóttir, Sigríður L. Sigurðardóttir, Þórunn Sigurð-
ardóttir, Stella Hjaltadóttir, fyririiði, Ragnheiður O. Agnarsdóttir, Fanney Pálsdóttir, Þórdís Þorleifsdóttir og Sonja Sig-
urðardóttir.
EYJALEIKARNIR I FÆREYJUM
Sigursælir
badminton-
spilarar
Islenska badmintonliðið var sigur-
sælt á nýafstöðnum Eyjaleikum
í Færeyjum. Þórdís Edwald, Sigríð-
ur M. Jónsdóttir, Ármann Þorvalds-
son, Frímann Ferdinandsson, Snorri
Ingvarsson og Haraldur Kornelíus-
son skipuðu íslenska liðið sem sigr-
aði í liðakeppni á leikunum og
hreppti að auki gullið í þremur
greinum í einstaklingskeppninni.
í liðakeppninni voru íslendingar
í riðli með Wighteyjum, Mön og
Álandseyjum og sigruðu 4:1, 4:1
og 5:0.1 útsláttarkeppni milli efstu
liðanna sat ísland hjá í fyrstu um-
ferð en tryggði sér síðan sæti í
úrslitum með 3:2 sigri á Jersey sem
var álitið sigurstranglegast á leik-
unum. í úrslitum sigruðu íslending-
ar Guernsey 3:2.
íslensku keppendurnir stóðu sig
einnig mjög vel f einstaklingskeppn-
inni og komust á verðlaunapall í
öllum greinum. Ármann Þorvalds-
son hlaut gullið í einliðaleik karla
eftir sigur á félaga sínum Snorra
Ingvarssyni og Þórdís Edwald sigr-
aði í einliðaleik kvenna í tvíliðaleik
karla tryggðu Ármann og Snorri
sér gullið en Þórdís og Sigríður
lentu í 3.-4. sæti í tvíliðaleik kvenna.
í tvenndarleik höfnuðu Ármann og
Þórdís í öðru sæti.
Badmintonlið íslands var sigursælt á Eyjaleikunum. Á myndinni eru
Snorri Ingvarsson, Ármann Þorvaídsson, Frímann Ferdinandsson, Þórdís Ed-
wald, Haraldur Kornelíusson og Sigríður M. Jónsdóttir.
ÍÞfémR
FOLK
■ BORIS Becker skrifaði undir
tvo nýja samninga um helgina.
Hann skrifaði undir auglýsinga-
samning við mjólkurfyrirtæki og
fær hann 150 millj. ísl. kr. fyrir
samninginn, sem var upp á þijú ár.
Þá samþykkti hann að fara að nota
nýja gerð af tennisspöðum og fékk
hann 600 millj. ísl. kr. fyrir fimm
ára samning.
■ JUPP Heynckes, þjálfari
Bayern Miinchen, hefur fyrirskip-
að Júgóslavanum Radomir Miha-
ilovic, sem Bayem keypti fyrir
stuttu, að létta sig um sex kíló.
■ EIGINKONA Alan Mclnally,
sem Bayern Miinchen keypti frá
Aston Villa, er komin með heim-
þrá. Maður hennar hefur verið á
ferð og flugi með Bayern að und-
anförnu og hefur hún verið ein í
Miinchen.
HNEFALEIKAR
Tyson fékk
4,5 millj. kr.
á sekúndu
MIKE Tyson, heimsmeistari í
hnefaleikum, átti ekki í erfið-
leikum með að verja titil sinn
gegn Carl Williams á föstudag.
Tyson sló Williams „truth“ í
gólfið í fyrstu lotu eftir aðeins
93 sekúndur og stöðvaði dóm-
arinn þá leikinn. Tyson fékk
420 millj. ísl. kr. fyrir leikinn,
eða 4,5 millj. kr. á sekúndu.
Þessi fyrirhugaða 12 lotu keppni
hlaut þarmeð snöggan endi og
var viðureignin aðeins tveimur sek-
úndum lengri en þegar Tyson rot-
aði Michael Spinks í júní í fyrra.
Dómarinn hafði aðeins talið upp
að sex þegar Williams stóð á fætur
og vildi halda áfram. Þrátt fyrir það
var dómarinn, Randy Neumann, á
þeirri skoðun að Williams væri ekki
í ástandi til þess að slást. „Það
fyrsta sem að hnefaleikari gerir
eftir að hafa verið barinn í gólfíð
er að reyna að sannfæra dómarann
um að hann sé fullfær um að slást
áfram,“ sagði Neumann. „Williams
gat ekki svarað mér og handleggir
hans voru máttlausir."
„Ég var sleginn í gólfið en ekki
úr leik. Þetta er örugglega óreynd-
ur dómari," sagði Williams sem var
niðurbrotinn þegar Neumann stöðv-
aði leikinn.