Morgunblaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 2
2 B MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989 Traustur vinur getur gert kraftaverk" segir í einu íslensku dægurlagi. Þau eru reyndar mörg dægur- lögin sem um árin hafa fjallað um vináttu og bæði innlend- ir og erlendir höfundar þar lagt sitt af mörkum. Hver er munurinn á vini og kunn- ingja? Flestir myndu líklega svara þannig að vinur er sá sem maður getur treyst í blíðu og stríðu en í kunningsskapnum skortir dýptina sem í vináttunni felst. „Alltaf vinir" er kvikmynd sem verið er að sýna um þessar mund- ir í Bíóborginni og tvær konur eru þar í aðalhlutverkum. Myndin fjall- ar um vináttu tveggja kvenna sem hittast fyrst sem litlar stúlkur. Þær hafa ólíkan bakgrunn, eru mjög ólíkar persónur og í myndinni er fylgst með þeim í gegnum súrt og sætt. Tilfinningar koma ríkulega við sögu og þær eru ekki alltaf Ijúf- ar eins og gengur og gerist, af- brýði og öfund er fíkur þáttur í sambandi þeirra sem þó stendur allt af sér. Það voru ekki margir karlmenn í bíó kvöld eitt fyrir nokkru þegar verið var að sýna þessa mynd. Þegar Ijósin kviknuðu voru það grátbólgin augu og rauð nef sem blöstu við — nema hjá karlmönn- unum. Þeir voru alvarlegir og leyfðu sér ekki að sýna svipbrigði. Þeir sem eiga tryggan vin vita líklega hversu dýrmætt það er að geta leitað til hans öllum stundum, rakið raunir sínar og deilt með honum gleði. Ein kona sem vill alls ekki láta nafns síns getið sagði að hún hefði skilið við manninn sinn og um svipað leyti misst bestu vin- konu sína vegna öfundar og af- brýði. Hún gekk svo langt að segja: „Það er orðið langt um liðið og núna eftirá er það spurning hvort var sárara, að skilja eða missa besta vininn sinn." Hún sagði þetta hafa kennt sér ýmislegt í leiðinni, meðal annars að vináttan er hverful eins og annað. „Það er nokkuð til í gömlum málshætti sem segir svo: „Ef þú eignast einn sannan vin um ævina ertu lukkunn- ar pamfíll." Karlmenn vildu ekki vera með í upphafi var ekki meiningin að þessi grein yrði „væmin" eða ætti að fjalla sérstaklega um vináttu kvenna. Hún átti að vera um vin- áttu almennt. Þegar farið var af stað í leit að efni kom í Ijós að ákaflega erfitt var að fá karlmenn til að tjá sig um þetta efni. Alla jafna er mun auðveldara að fá karl- menn í spjall en kvenfólk. í þessu tilfelli baðst jafnvel karlkyns sál- fræðingur undan viðtali um þetta efni. Það voru ekki færri en tuttugu símtöl sem undirrituð átti við karl- menn hingað og þangað um bæinn til að fá þá í spjall um vináttu. Svörin voru margvísleg en öll stefndu þau að því að koma sér undan þátttöku. Sumir báru því við að karlmenn ættu ekki vini — bara kunningja, aðrir sögðu að þetta væri ekki efni sem karlmenn hefðu áhuga á, væri væmið og bara fyrir konur. Nokkrir sem gáfu sér tíma til að rabba um vináttu í símann sögðust ekki vilja láta hafa neitt eftir sér um þetta á prenti og sögðu að konan væri eini trúnaðar- vinurinn og það vildu þeir ekki að kæmi fram. Viðbrögð kvenna voru í flestum tilfellum á annan veg. Þær sýndu efninu áhuga og flestar töldu sig eiga trygga og góða vinkonu. En hvernig er það með vináttu? Endist hún heilan mannsaldur. Er algengt að krakkar eigi vini sína fram á fullorðinsár? í bresku mánaðarriti er nýlega fjallað um vináttu og þar segir að konur eigi miklu oftar vini úr barn- æsku en karlar þar sem vinátta kvenna sé mun innilegri og dýpri en h'já karlkyninu. í greininni er því haldið fram að karlmenn haldi vin- um sínum svo framarléga sem áhugamálin séu þau sömu eða starfið áþekkt. Þetta kann að eiga við nokkur rök að styðjast hérlendis þó auðvitað séu undantekningar á þessu eins og öðru. Það ýtir dálítið undir þessa kenningu í breska tímaritinu sem einn karlmaður í heilbrigðis- stéttinni hérlendis sagði: „Þegar ég var við framhaldsnám í læknisfræði vorum við nokkrir saman og héldum hópinn. Konur okkar tengdust brátt nánum bönd- um. Þetta hefði aldrei þróast í þessa átt hefði dæminu verið snú- ið við og hópur karla átt að halda saman vegna þess að konurnar væru í sama starfi. Þeir hefðu aldr- eigetað myndað náin tengsl með með það eitt sameiginlegt að eiga konur í læknastétt. Margrét Bárðardóttir sálfræð- ingur segir að í starfi sínu sjái hún glöggt að þeir sem njóti góðrar vináttu séu betur settir en þeir sem af einhverjum ástæðum eiga í erfiðleikum með að tengjast náið annarri manneskju eða þurfa að hafa tilfinnanlega mikið fyrir því að nálgast aðra. „Flest höfum við þörf fyrir að vera í nánu sambandi eða tengjast vináttuböndum á ein- hvern hátt.“ Hvað ervinátta? Hvað felst í orðinu vinátta? „Vinátta er fyrirbæri sem til er hjá hinum ólíkustu þjóðum og má kannski í stuttu máli skilgreina sem náið tilfinningasamband byggt á gagnkvæmum væntingum og skuldbindingum milli tveggja aðila eða fleiri. Vinátta lýtur ákveðnum reglum sem vinir gera ósjálfrátt sín á milli. Þetta sjáum við fljótlega í fyrstu vináttusamböndum barna á ákveðnu aldursskéiði. Flestir for- eldrar taka líklega eftir, að börn þeirra byrja að mynda nánari vin- áttutengsl við önnur börn á árun- um milli sex og níu ára. Á þessum árum tekur barnið mikinn kipp í vitsmuna- og tilfinn- ingaþroska. Barnið hverfur sífellt meir frá sjálflægum hugsunar- hætti. Það lærir á þessum árum að setja sig í spor annarra. Það sér hluti með augum annarra og innlifunarhæfni á tilfinningar og hugsanir annarra þróast. Fram að þessu var „vinurinn" fremur til að uppfylla leikþörf augnabliksins. En á þessu tímabili frá sex til níu ára hefst þróun á nánari tengslum sem byggjast upp á gagnkvæmni." Margrét segir að barnið öðlist hæfileika til að hugsa sem svo: „Hvað get ég gert okkur báðum til ánægju?" Það lærir að sam- hæfa fleiri en eitt sjónarmið og þar með breiðari samskiptamöguleika á tilfinningalegu og vitrænu sviði. Þegar Margrét er innt eftir því hvort munur sé á stelpum og strák- um segir hún að í rannsókn sem hún gerði á samskiptaskilningi sex til níu ára barna hafi niðurstöður leitt í Ijós að enginn munur sé á kynjunum. „Aðrar álíka rannsóknir hafa leitt svipað í ljós.“ Konur eiga frekar vini úr barnæsku „Það sem hinsvegar gerist er að stelpur, konur, virðast nýta sér þessa færni á annan hátt en strák- ar. Við sjáum mjög snemma tölu- verðan mismun í hefðbundnu hegðunarmynstri kynjanna og þar á meðal, að konur eiga frekar vin- konurfrá barnæsku en karlmenn. Konur virðast eiga greiðari að- gang að tilfinningum sínum og tjá sig frekar um þær en karlmenn. Það á ef til vill sinn þátt í því að konur mynda fremur langvarandi vináttusambönd en karlar. í ný- legri könnun sem gerð var í Banda- ríkjunum kom fram að karlmenn hafa samt sem áður jafn ríka þörf fyrir náið tilfinningasamband en þeir tjá sig á annan hátt eða mest lítið um þá þörf.“ Margrét Bárðardóttir sálfræðingur BJE Arni Sæberg Eins og hálfgert hjónaband Hvað veldur þessu? „Það er kannski ekki úr vegi að líta aðeins nánar á það hvernig börn mynda samkynja vináttusam- bönd. Börn innan við tveggja ára aldur geta greint á milli kynja, þó það sé fremur tengt lit á klæðn- aði, hárgreiðslu eða öðrum slíkum ytri einkennum. I kringum fjögurra ára aldur eru börn mjög næm á hvað sé „kynrétt" hegðun og halda stíft í þær leikreglur og hafa þar sterk mótandi áhrif á hvort annað. Skömmu síðar gera þau sér grein fyrir hvaða kyni þau tilheyra og hvað það felur í sér. Strákar vilja þá vera eins og strákar eru vanir að vera og sömuleiðis fylgja stelp- ur þeim væntingum og reglum sem því fylgir að vera stelpa. Þegar stelpur mynda vináttu- sambönd eru þær oftast tvær og tvær saman og sambandið verður oft mjög tilfinningalegt, stundum eins og hálfgert hjónaband. Strák- ar halda sig aftur á móti frekar í hópum. Kannarnir hafa leitt í Ijós að strákar halda sig frekar við kyn- bundna leiki og eru þar undir meiri félagslegum þrýstingi en stelpur." Margrét segir að kynbundin samskiptamynstur milli foreldra og barna myndist snemma og hafi mótandi áhrif á síðari vináttusam- bönd og önnur tilfinningatengsl barna. „Faðirinn myndar yfirleitt fyrstu tengslin við barnið í gegnum leiki og ýmiss konar athafnir en móðirin er sá aðili sem í flestum tilfellum sér um nánustu umönnun barnsins á fyrstá æviskeiði þess. Hún uppfyllir þörf þess fyrir líkam- lega nálægð og hlýju. Þetta hefur verið staðfest í fjölda rannsókna hjá hinum ólíkustu þjóðum og á ekki einungis við um millistéttar- fjölskyldur í Mið-Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Hvaða eiginleikum finnst Mar- gréti að góður vinur þurfi að vera búinn? „Ég myndi heldur vilja svara því hvað „góð vinátta" sé og þá til að undirstrika hina gagnkvæmu eigin- leika í góðri vináttu. Eiginleika eins og virðingu, skilning, traust og svo framvegis. Góð vinátta er nærandi og gef- andi. Hún leyfir ágreining og deilur og getur, þegar úr þeim er leyst fært góða vini nær hvor öðrum." GRG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.