Morgunblaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989 B 7 C-vítamín auðug, hún hefur mildan ilm og þægilegt bragð og blandast vel öðru kryddi. Hún er notuð til skreytingar og bragðbætis og á vel við flestar matartegundir nema sætar. Hæfir vel í súpur, blandað salat, kryddsósur, fyllingar fyrir fisk og kjöt, steiktan fisk, kjöt og fugla. Rosmarin: Kemur frá Miðjarðarhafssvæð- inu, — og eru þurrkuð lauf af sígrænni plöntu, sem minna á greninálar. Þau eru grágræn að lit og af mintuætt. Rósemarin hefur sérstakt bragð, ferskt sætt og minnir á viðartegund. — Er bragðmikið skal notað í hófi. Mulið á það mjög vel við lambakjöt og kálfakjöt, grænar baunir, spínat og pizzur, sjávarrétti, ítalska tóm- atsósu fyrir fisk. Stráið rósmarin yfir kol þegar verið er að glóð'ars- teikja, það gefur gott bragð. Tarragon eða estragon: Eru nöfn á sama kryddinu. Kem- ur það upphaflega frá Suðaustur- Asíu og er nú ræktað í Evrópu aðal- lega í Frakklandi. Tarragon er eitt | bragðmesta kryddið og er, vegna bragðsins, uppáhald fagurkera á matvælasviðinu. Græn lauf fást í þurrkuðu formi og minnir bragð þeirra á anise. Það er bragðmikið og má nota eitt og sér, en í hófi. Tarragon gefur béarnesósu sitt sérstaka bragð. Það er frábært á steiktan kjúkling og fuglakjöt. Einn- ig stráð yfir ferskt blandað græn- metissalat. Það er einnig notað í marinaði, í edik, á villibráð í túna- fisksalat, á fisk, skelfisk og í eggja- rétti. Thymian eða blóðberg: Nokkrar tegundir eru til af blóð- bergi m.a. íslenskt. Það eru grá- græn lauf plöntu af mintuætt sem vex best við svalt sjávarloft. Verð- mestu tegundirnar á markaðnum koma frá Frakklandi, það eru — franskt thy mian og — sítrónu thym- ian. Blóðberg hefur nokkuð sér- stakt, þægilegt bragð, örlítið beiskt. Það hefur m.a. verið notað í osta og sem aðal bragðefnið í Benedic- tine-líkjör. Blóðberg skal nota í hófi, það er gott á lamba-, kálfa- og fugla- kjöt. Blóðberg í bráðnu smjöri má . i bera fram með grænmeti og bökuð- um sjávarréttum, en er einnig gott í fyllingar fyrir fisk og kjöt. Ef verið er að prófá sig áfram með nýtt krydd er rétt fara hóflega af stað og bæta síðan við eftir smekk. Þegar notað er vín, soya-sósa eða kryddsalt til að bragðbæta matinn, er rétt að kanna áður salt- magnið í matnum. Ef ókryddað kjöt- meti eða grænmeti er látið út í kryddaða sósu er rétt að kanna bragðstyrkleikann á eftir. Gætið þess vel að hitað krydd- aðan mat með mikilli varúð, þar sem ákveðið krydd eins og Cayenne, paprika og karríblöndur dafna auðveldlega við mikinn hita. Annað krydd getur orðið beiskt ef það er yfirhitað. Andlitshreinsun ætti að vera þaó einfaldasta sem hægt er aðgera fyrir húðina, en því miðurgetur athöfnin orðið ansi flókin miðað við ólík skilaboð sem berast frá snyrtivöruframleiðendum. Þeir eru að vísu allir sammála um aó hrein og mjúk húó se' það fallegasta sem nokkur kona geti státað sig af, en þeir eru ekki jafn sammála um hvernig konur eiga að náþví takmarki. Sumir húðsjúkdómafrœðingar telja að vatn ogsáþa sé besta leiðin. Aðrir eru þeirrar skoðunar að sáþa eyði náttúrulegum olíum íhúðinni ogsé hreinlega ofsterk fyrir andlitshúð. Þá erum að ræða ýmsa möguleika aðra, eins og hreinsikrem, hreinsimjólk eða hreinsiolíur. En þaó sem gerir málió flóknara er aó húð manna er afskaþlega misjöfn og reyndar eru það öðrum snyrtivörum fremur, vórur sem ætlað er aó hreinsa húó, sem orsaka óþægindi eða ofnæmi. Og íöllu þvíframboði . sem er afslíkum vörum, getur það tekió óratíma að finna þaó sem hentar hverjum ogeinum. Við skulum líta hér á fimm mismunandi leiðir til húðhreinsunar, sem fengnar eru úr bókinni „ Take Care Of Your Skin “ eftir Elaine Brumberg. /. SfylMS* Sápur eru hefðbundnasta leiðin, hvort sem notað er sápustykki eða fljótandi sápa. Sápan er þannig gerð að blönduð vatni brýtur hún upp yfirborðsóhreinindi og fitu, sem skolað er af. J?. Þar er um tvær tegundir að ræða. Gamaldagskrem sem inni- halda olíur og borið er á andlitið með t.d. bómullarhnoðra, eða þá nýrri útgáfur sem eru bornar á andlitið og skolaðar burt með vatni. Andlitsvötn eru til í ýmsum gerðum, en oftast þannig að þeim er ætlað bæði að hreinsa húðina og fríska. Þau innihalda oftast alkóhól til að Heysa upp fitu og óhreinindi. 4. Þau innihalda svarfefni til að pússa yfirborð húðarinnar í orðsins fyllstu merkingu og hreinsa þannig burt olíu, óhreinindi og dauðar húðfrumur. Maskarnir eru gerðir til að „djúphreinsa" svitaholurnar í and- litinu, auk þess að hreinsa yfir- borðsó hreinindi og aukaolíur. Maska á ýmist að hreinsa af með vatni eða rífa af húðinni eftir ákveð- inn tíma. Talið er að Fönikíumenn hafi fund- ið sápuna upp fyrir einum 2.300 árum. Á þeim tíma var sápa mikil- vægari í baráttunni gegn húðsjúk- dómum en sem sú snyrtivara sem hún er talín vera nú. En það sem skiptir máli varðandi sápur nú til dags er ekki bara hvaða sápa hreinsar best, heldur hvaða sápu- tegund hreinsar án þess að erta húðina eða þurrka hana um of. Gamaldags sápa er ennþá búin til eftir aldagamalli uppskrift. Þá er blandað saman alkali, sem er vatnsuppleysanlegt málm- hydroxíð, fitu, oftast olíu unninni úr grænmeti og svo vatni. Þvottaefni er orð sem við tengj- um líklegar heimilishaldinu fremur en húðinni á okkur, enda gefur orðið til kynna eitthvað sem er niun harkalegra við húðina en venjuleg sápa. Það er líka rétt, en þó er talsvert um sápur, sem í raun eru þvottaefni með viðbætt- um mýkjandi smyrslum. pH-jafnvægi er stóri kosturinn við að nota þvottaefni í sápu. pH er skali yfir sýrustig sem gefur til kynna hvort sápan er sýrumynd- andi, hlutlaus eða sýrueyðandi fyr- ir húðina. Sýrustig heilbrigðrar húðar er yfirleitt á bilinu 4,5-5,6 pH stig. Þess vegna er það til í dæminu að gamaldagssápur, sem innihalda alkali, séu sýrueyðandi, þannig að húðin verður þéttari og þurrari eftir notkun. Það varir þó ekki lengi, því heilbrigð húð erfljót að ná sínu fyrra sýrustigi. Þegar sápur eru merktar með pH-jafn- vægi (pH-balance) þýðir það oftast að viðkomandi vara inniheldur ekki alkali og líkur á húðertingu ættu að vera minni. Sápur með aukaolfum innihalda þá meiri olíur en ella og hefur þá yfirleitt verið bætt við lanolín- eða kókoshnetuolíu við sápuna eða þvottaefnið. Tilgangurinn með þvi er að láta aukaolíurnar bæta húð- inni upp þær náttúrulegu olíursem,.* tapast við þvottinn. Það segir sig ’ sjálft að slíkar sápur geta verið heppilegar fyrir þá sem hafa mjög þurra húð. Glýserólsápur eru oftast glærar og innihalda rakagefandi efni. Kastalía er kunnugt heiti á spánsku landssvæði, en við það er einnig kennd Kastalíusápa, sem er sérstaklega hrein og hörð sápa, frábrugðin öðrum að því leyti að hún inniheldur ólífuolíu í stað ann- arrar fitu. Græðandi sápur teljast oft fremur til lyfja en snyrtivara, s.s. þær sem innihalda bakteríueyð- andi og sótthreinsandi efni. Fljótandi sápur eru í engu frá- brugðnar sápum í föstu formi hvað innihaldið varðar. Þær eru ýmist . ætlaðar fyrir þurra húð, viðkvæma eða feita og geta verið ýmist al- vöru sápur eða þvottaefni. Sápur með svitalyktareyði eru gerðar til að hreinsa og ekki síður til að vinna á bakteríuum sem or- saka svitalykt. Það þarf vart að taka fram að þessi tegund sápa er alls ekki ætluð til andlitsþvotta. Upprunalega voru hreinsikrem út- búin til þess að hreinsa húðina án þess að fjarlægja náttúrulegar ol- íur hennar í leiðinni. Það er ekki langt síðan konum var sagt að sápa væri það versta sem hægt væri að hreinsa andlitið með, hreinsikrem væru það eina sem dygði. Áherslurnar hafa þó breyst upp á síðkastið og núorðið leggja framleiðendur mesta áherslu á að auglýsa hreinsikrem sem leið til að hreinsa húðina án þess að skilja fitulag eftir á henni. Þurrkað af/skolað af þarna er talsverður munur á, en í raun er um að ræða sama hlutinn, þ.e. hreinsikrem, en mismunandi leiðir til að taka hann af andlitinu. Hreinsikrem sem eru fjarlægð af andlitinu t.d. með bómullar- hnoðra eru eldri og algengari teg- undin. Þau eru búin til úr vaxi, jarð- olíu og vatni til viðbótar sápu eða þvottaefni. Konur með þurra húð halda oft að það sé húðinni fyrir bestu að skilja örlítið lag eftir á húðinni, en í sumum tilvikum er slíkt óráðlegt þar sem kremin inni- halda sápuefni, sem geta ert við- kvæma og þurra húð. Þá er ráð- legra að fjarlægja hreinsikremið vandlega, t.d. með andlitsvatni og bera svo rakakrem á húðina. Konur sem á hinn bóginn eru með feita húð, þurfa ekki á auka- olíu.að halda og því eru hreinsi- krem sem á að skola af andlitinu, besta lausnin fyrir þær. Þó slík hreinsikrem séu oft auglýst á sama hátt og hin, þ.e. mýkjandi og inni- haldi olíur, þá innihalda þau fyrst og fremst sápu eða þvottaefni, en minna af olíum en þau sem strok- in eru af andlitinu. Það er heldur ekki alls kostar rétt að kalla þessi hreinsikrem „krem“ því þau eru oft í formi froðu eða gels. Svo, til að flækja málið lítillega, eru einnig framleidd hreinsikrem sem bæði má strjúka af andlitinu eða skola burt. En ef það er vand- kvæðum bundið að finna út hvort á að gera og ekkert er um það sagt á pakkningum, er bara að Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.