Morgunblaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 8
3 B ÞjOÐLIFSÞANKAR að virðist manninum í blóð borðið að veiða. Ekkert nema frumhvatir geta megnað að halda mönnum föngn- um úti í miðri ískaldri á, í klofháum stígvélum. Sömu frumhvatir fá menn til þess að búa sig út með nesti og byssu- hólk og halda fram til heiða til þess að drepa þar þlásaklausa fugla sem veiði- mönnunum þykja oft á tíðum ekki einu sinni gómsætir. Ég hef líka lúmskan -*-?grun um að frumhvatirnar séu enn að , verki þegar menn sitja langtímum sam- an yfir erfiðum tölvuleikjum þar sem leikurinn gengur út á að koma alls kyns kvikindum skjásins fyrir kattarnef. Gleði manna þegar þetta tekst er slík að hún verður aðeins skýrð sem afsprengi frumhvatar. Ég ætla ekki að gera að umtalsefni hér þær veiðiferðir sem fólk leggur á sig inn í reykfyllta sali þar sem rafmagnshljóðfæri slá í einu vetfangi niður nánast hverja hugsun. Það er vafalaust frumhvötin ein sem megnar að halda fólki í svo óyndislegum kring- umstæðum. En það eru fleiri veiðiferðir farnar sem ekki er kannski alveg eins Ijóst að verða til fyrir atþeina frum- hvatar. Hver kannast ekki við vígalegar konur sem koma stormandi einbeittar á svip hvar sem verulega góðar útsölur eru auglýstar. Fyrstar af öllum eru þær mættar á staðinn og það er hverjum og einum augljóst að það sækir enginn gull ígreiparþeirra. Þæreru komnar til að gera góð kaup en ekki til þess að láta féfletta sig. Samanhertar í hin- um glerharða ásetningi sínum bíða þær þartil húsið opnar, þá leggja þærtil atlögu og það er eins gott að vera ekki fyrir þeim. Þegar það gerist að tvær slíkar konur stefna á sama hlutinn þá mætast sannarlega stálin stinn. Þá dugarekki minna en þrautþjálfaðuraf- greiðslumaður ef koma á í veg fyrir að þær láti hendur skipta. Fyrir mörgum árum fór ég á brunaút- sölu sem valinkunn verslun stóð fyrir. Þá sá ég í fyrsta skipti margar konur af þeirri gerð sem ég áður lýsti, saman komnará einn stað. Það ríkti uggvæn- leg þögn íþétttroðinni röðinni. Hinar vígalegur konur sáu um að enginn reyndi nema einu sinni að trana sér framfyrir þá sem þegar voru komnir. Einhvern veginn hafði síast út að sumar þessara kvenna væru búnar að standa í röðinni frá því löngu fyrirvenjulega fótaferð. En það sáust ekki á þeim nein þreytumerki, þvert á móti. Það var hleypt inn í hollum og það var aðdáan- legt að sjá hversu vasklega og skipu- lega þessar konur gengu að verki. Sum- ar þeirra voru með eiginmenn sína með sér. Þeir voru flestir mjög auðmjúkir og létu teyma-sig fram og aftur og voru klæddir og afklæddir eins og sýningar- brúður. Flestir þessara manna fengu ný föt frá toppi til táar á þessari útsölu og ég þori að fullyrða að þeir þurftu ekki að borga mikið fyrir þau. Árvökur augu kvennanna sáu við öllum gildrum. Ég flæktist hins vegar í fullkomnu reiði- leysi um búðina og það sem ég loks keypti passaði ekki á nokkurn mann í fjölskyldu minni. Ég fann þá sárt til þess að ég átti mikið ólært í þessum efnum. Síðan hef ég oft komið á útsölur og mér hefur vissulega farið fram í kaup- skapnum. En það var ekki fyrr en ég kom í Kolaportið á dögunum að mér vitraðist hvað það er sem rekur mig og aðra á útsölur. Það erfrumhvöt sem þarna ræðurferðinni, hvorki meira né minna. Þessi hrollsári spenningurog Ijúfsári fiðringur getur aðeins átt sér upptök í óhóflegri adrenalínframleiðslu líkamans. Það kom yfir mig einsog opin- berun að ég og aðrir sem þarna voru samankomnir værum ekki dunda þarna að gamni okkar eða drepa tímann. Ekki aldeilis, við vorum öll þarna þátttakend- ur í einni alsherjar veiðiferð. Við vorum komin þarna öllsömul til þess að veiða okkur ódýr föt og alls kyns hluti aðra sem hugur okkar stóð til. Með þanin skilningarvit stóðum við þarna and- spænis bráðinni og gættum þess að láta höggið ekki ríða fyrr en við hefðum fullvissað okkur um að það myndi ekki geiga. Með stolti sigurvegarans stung- um við svo bómullarbuxum og bolum í plastpoka. Við höfðum yfirbugað bráð okkar. Sigurinn var okkar. Ég sá hvern- ig sigurhrósið fylgdi hverjum og einum út í sólskinið og ég vissi af reynslu að sigurvíman mundi endast þeim langt fram á næsta dag og hjá sumum kannski alveg fram að næsta sauma- klúbbi. Þó ég nefni saumaklúbba þá eru það ekki bara konur sem taka þátt í þessum hörkuspennandi veiðiferðum. Hreint ekki, margir karlmenn eru komn- ir á bragðið og bera sig sumir ekki síður fagmannlega að en konurnar. Nú er svo komið að þegar kræsilegar útsöluaug- lýsingar birtast í fjölmiðlum þá finn ég frumstæða veiðilöngun villimannsins gagntaka mig og það dregur ekki úr henni að vita að allir hinir eru líká farn- ir að brýna klærnar heima í eldhúsum sínum. [ fyllingu tímans stormum við öll af stað og í fullkominni nautn veiði- mannsins köstum við okkur einbeitt yfir lostfagra bráðina. Það er ekki ónýtt að ganga í gallabuxum og peysum sem fengnareru á þennan hátt, eða hvað finnstykkurhinum? Guðrún Guðlaugsdóttir rmmm fémírul andlilshreinsunor lesa sig til um innihaldið. Það er alltaf talið upp í þeirri röð sem mest er af og því er auðvelt að finna út hvort hreinsikremið inni- heldur fyrst og fremst olíur og á að strjúka af, eða hvort það er aðallega sápa og á þá að skolast burt. Andlitsvötn eru enn ein leið til að fjarlægja olíur af húðinni. Yfirleitt eru þau notuð eftir húðhreinsun með hreinsikremi, en það erstund- um mælt með þeim í kjölfarið á þvotti með vatni og sápu, til að auðvelda húðinni að ná sínu fyrra sýrustigi. Það eru tvær megingerðir til af andlitsvötnum. Þau sem innihalda alkóhól og þau sem gera það ekki. Þeim mun meira sem er af alkó- hóli í blöndunni, þeim mun þurrari verður húðin. Ef stafirnir SD standa á pakkningunni gefur það m.a. til kynna að alkóhólið í blönd- unni sé eitrað og ekki megi drekka hana. Þegar ekkert alkóhól er í innihaldinu er þar yfirleitt að finna glyseról og jurtaefni. Andlitsvötn sem herpa húðina og gera það að verkum að svitahol- ur húðarinnar dragast saman, inni- halda yfirleitt alkóhól og stundum sölt sem einu nafni nefnast álúm, en verkan þeirra er þannig að svitaholurnar virðast minni. Sú verkan er þó tímabundin, á meðan húðin umhverfis svitaholurnar bólgnar örlítið undan alúminu. Hreinsivötn sem svo eru nefnd eru andlitsvötn sem innihalda ase- ton (já, það sama og við notum á naglalakkið), en það veldur því að efsta lag dauðra og þurra húð- fruma flagnar af og húðin virkar því „frískari". Frískandi andlitsvötn kallast þau sem fyrst og fremst er ætlað að fjarlægja olíu af húðinni og fríska hana þannig. í andlistvötnum er oft að finna ýmis efni sem geta valdið húðert- ingu s.s. kamfóru, mentol, bósýru- salt eða gúmmítrésolíu. Sumar konur, sérstaklega þær með feita húð, halda oft að sú örlitla húðert- ing sem stundum má finna eftir að hafa notað andlitsvatn, sé merki þess að það „virki". Finni konur hins vegar fyrir slíkri húðert- ingu ættu þær að breyta yfir í and- litsvatn sem ekki hefur þau áhrif. Svonefnd skrúbbkrem eru mjög virk í baráttunni við að fjarlægja óhreinindi og olíur af yfirborði húð- arinnar, en það sem þau gera fyrst og fremst er að skrúbba burt dauð- ar og þurrar húðfrumur á yfirborð húðarinnar sem láta hana virka líflausa og grámyglulega. Skrúbbkrem innihalda svarfefni í bland við hreinsikrem. Svarfefnin geta verið náttúruleg, s.s. úr aprí- kósufræum, valhnetum, möndlum, maísmjöli eða haframjöli. Þau geta líka verið úr gerfiefnum s.s. nælon dufti eða kísl. Skrúbbefni fyrir þurra húð innihalda einnig rakagef- andi efni og olíur, en þau sem ætluð eru feitri húð innihalda þvert á móti efni sem hjálpa til að fjar- lægja náttúrulegar olíur húðarinn- ar. Kæri fólk sig hins vegar ekkert um aukaefnin má útbúa skrúbb- krem heimafyrir með handfylli af maísmjöli, möndlum og haframjöli og hræra út með vatni þar til það er orðið að þykku deigi. Það má nefna fjórar góðar ástæður fyrir því að nota skrúbb- krem. 1. Það hreinsar frumur af yfirborði húðarinnar. Einn helsti munurinn á ungri húð og gamalli er tíminn sem það tekur húðfrumurnar að komast frá neðsta húðlaginu, þar sem þær myndast, og upp á yfir- borðið. Með því að fjarlægja ýfir- borðsfrumurnar og koma um leið hreyfingu á húðina örvast myndun nýrra húðfrumna, og þó það sé ekki með öllu sannað, er talið að með því að hraða myndun nýrra frumna verði húðin unglegri. 2. Heilbrigðara útlit. Þegarskrúbb- kreminu er nuddað í húðirra, örv- ast blóðrásin og stuðlar að heil- brigðara útliti húðarinnar. 3. Skrúbbkrem losar um „olíu- stíflur" í húðinni, en einn af ókost- unum við feita húð, er að olían festist í.efsta lagi húðfrumnanna og er oft erfitt að ná henni burt, nema með því að skrúbba. Eins geta skrúbbkremin hjálpað við að koma í veg fyrir bólur með því að halda svitaholunum óstífluðum. Hins vegar þýðir ekki að nota skrúbbkrem til að vinna á bólum og fílapenslum sem þegar eru til staðar. 4. Síðasti kosturinn við skrúbb- kremin er að þau gera húðina dún- mjúka viðkomu. Ein elsta andlitshreinsunarleiðin er að bera á sig andlitsmaska og reyndar hafa maskarnir lítið breyst í tímans rás. Uppistaðan í flestum þeirra er ennþá einhvers konar leir eða hreinsuð mold. Hins vegareru maskarnir breyti- legir, til að mynda eru þeir sem hreinsaðir eru af með vatni og svo maskar sem flagna af húðinni. Eins má velja á milli andlitsmaska sem ætlaðir eru feitri húð og vinna á húðolíu og þeirra sem innihalda aukaolíur og rakaefni fyrir þurra húð. Þegar leirkenndur andlitsmaski er borinn á húðina harðnar hann eftir því sem rakinn gufar upp. Maskinn hreinsar - djúphreinsar segja sumir'- húðina með því að sjúga í sig óhreinindi, olíur og dauðar frumur af efsta lagi húðar- innar og úr svitaholunum. Andlitsmaskar sem flagna eða eru rifnir af húðinni, innihalda yfir- leitt efni á borð við alkóhól, vínýl og ediksýru. Örþunnt lag ér borið á andlitið. Það þornar og verður að gegnsærri filmu sem sýgur í sig sömu óhreinindi og leirmask- inn. Það eru sem sé margar leiðir til að hreinsa húðina og best fyrir hvern og einn að leggja svolitla vinnu í að finna út hvað hentar best. Hitt ber líka að hafa í huga að þótt hreinlæti sé heilbrigðri húð nauðsynlegt, þá er líka hægt að skaða hana með því að láta það ganga út í öfgar. JF Utgerðarmenn Sandblástur og málun Fulltrúi frá fyrirtækinu NORD-BLAST-INDUSDRIER as., Kristiansund, verður til viðtals varðandi tilboð sandblástur og málun skipa á skrifstofu Hydrolik- þjónustunnar Hyd hf., Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði, mánudaginn 21. ágúst. NORD-BLAST-IIMDUSDRIER as., _________Hydrolikþjónustan Hyd hf., si'mi 651236. ÚTSALA - ÚTSALA Mikil verölækkun GLUGGM, Laugavegi 40 BÍLAR TIL SÖLU Pontiac STE 6000 árg. ’84. Framhjóladrifinn með öll- um aukahlutum. Nýupptekin vél og nýlega sprautaður. Fornbílaáhugamenn: Til sölu Prins Gloría Nissan árg. ’66 í góðu ásigkomulagi. Mikið af varahlutum fylgir. Einnig til sölu Citroen Athena cx árg. ’81, með raf- magni í rúðum og sóllúgu, og Mazda 323 sendibíll árg. ’83. Upplýsingar í síma 71627. VE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.