Morgunblaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989 B 3 Traustur vinur er heiðar- legur Eg á tvo til þrjá mjög góða vini," segir Hallsteinn Arn- arson. „Þetta eru vinir síðan í barnaskóla og við höfum alltaf haldið hópinn." Hann segir að góð- ir vinir séu ekki auðfundnir og traustur vinur þurfi að vera búinn þeim eiginleikum að vera heiðar- legur. „Vini þarf ég að geta sagt hvað sem er.“ Besti vinur hans? „Það er stelpa — kaerastan mín.“ ———— Getum sagt allt r Eg á eina sérstaklega góða vinkonu sem heitir Sigríður óg við höfum þekkst frá því við vorum stelpur," segir Heiðrún Ól- afsdóttir. „Við getum sagt hvað sem er við hvor aðra og ef við þurfum að hafa samband skiptir engu á hvaða tíma sólarhringsins það er. Auðvitað á ég aðra góða vini en trúnaðurinn er ekki sá sami." Heiðrún segist halda að flestir eigi einhvern vin sem sé tilbúinn að hlusta og vera nálægt þegar á reynir. „Vináttan verður auðvitað að vera gagnkvæm." MM „Vináttan er ómetanleg segja þær sem hafa verið vinkonur í áratugi - ær eru eins og svart og hvítt í útliti, önnur Ijós, hin dökk yfirlitum. Reyndar segjast þær líka vera mjög ólíkar í sér og eru ekki frá því að það hafi styrkt vináttusamband þeirra um árin eða eins og þær orða það „Við vegum hvor aðra upp.“ Margrét Konráðsdóttir og Indi- ana M. Friðriksdóttir hafa verið vinkonur í áratugi, muna vart eftir sér öðruvísi en nálægt hvor ann- arri þar sem þær ólust upp á Blönduósi. „Við vorum örugglega óþol- andi heima hjá okkur alltaf með hvor aðra í eftirdragi hvert sem við fórum og mjög uppfinningas- amar" segja þær og brosa við til- hugsunina. „Okkur leiddist aldrei saman og fundum upp á ótal belli- brögðum." Þær fundu líka upp sitt eigið tungumál sem þær segjast jafnvel bregða fyrir sig enn í dag gerist þess þörf. „Við gátum ekki verið- að láta aðra skilja allt sem við þurftum að segja svo við fundum upp okkar eigin orðaforða. Það kemur fyrir að við notum eitthvað af orðunum ennþá, pn bara ef það á ekki að skiljast sem við þurfum að segja hvor annarri." En slóst þá aldrei alvarlega upp á vinskapinn? „Nei, ekki nema nokkrar klukku- stundir" segja þær og bæta við að það hafi aldrei verið alvarlegt. „Þegar við vorum tólf ára varð önnur okkar fyrir miklu áfalli og þá hélt hin að hún væri að missa vinkonu sína. Það voru erfiðir dag- ar. En við höfum aldrei reiðst hvor annarri það mikið að hætta hafi verið á að upp úr vinskapnum slitn- aði.“ Þegar Margrét hitti manninn sinn og flutti suður fór Indiana að vera mikið með annarri vinkonu. „Við höfum líklega báðar orðið af- brýðissamar hvor á sinn hátt og þarna kom tímabil þar sem við höfðum ekki eins oft samband og annars." Þegar Indiana hitti sinn mann og flutti suður varð samband þeirra strax náið á ný. Þó þær eigi báðar fjölskyldu, mann og börn, Margrét á tvö börn og Indiana þrjú, hefur það á engan hátt rask- að vinskapnum. „Við lögðum á okkur að fara gegnum hálfan bæ- inn í strætisvagni til að hittast og með krakkana þegar því var að skipta." En hverju skiptir vináttan þær? Þær eru báðar sammála um að hún sé í raun ómetanleg fyrir þær í orðsins fyllstu merkingu. „Við getum haft samband við hvor aðra á hvaða tíma sólarhringsins sem er og fundið styrk af hvor annarri ef eitthvað bjátar á og líka í gleði. Einhvern veginn getum við sagt hluti við hvor aðra sem enginn annar fengi að heyra eða öðrum væri ekki liðið að segja við okkur." Þær segja vináttuna hafa vaxið mjög mikið undanfarin ár, sérstak- lega eftir að börnin tóku að eld- ast. „Við getum farið í grunninn á öllum hugsanlegum málum, segj- um jafnvel hluti við hvor aðra sem ekki einu sinni færu á blað í dag- bók.“ Þær eru á einu máli um að það sé gott að geta hreinsað svona til í sálartetrinu og vita að þær eru hreinskilnar í garð hvor annarrar og gagnkvæmt traust sem ríkir á milli þeirra. Indiana og Margrét hafa unnið á sama vinnustað undanfarin fimm ár og una því vel. „Við sjáumst auðvitað í vinnunni daglega en ef við erum í fríi og hittumst ekki í nokkra daga erum við farnar að sakna hvor 'annarrar. Indiana segir að þegar hún fari í sumarfrí sakni hún Margrétar og hafi jafnvel tekið upp tólið á ferðalagi sínu í útlönd- um til að heyra í Margréti hljóðið. Ef einhvern tíma kemur upp sú aðstaða að þær eru að reyna að leyna hvor annarri einhverju eru þær fljotar að taka við sér. „Það þýðir ekkert að ætla að leyna hlut- um fyrir hvor annarri. Við þekkjum orðið hvert svipbrigði og það líður ekki á löngu þar til við vitum hvað það er sem amar að.“ Góður vinur. Hvaða eiginleikum er hann búinn? „Svarið kemur fljótt og þær búa það til í sameiningu: „Góðir vinir geta treyst hvor öðrum. Þeir taka tillit til hvors annars og hjá þeim ríkir gagnkvæm virðing." grg Margrét Konráðsdóttir og Indiana M. Friðriksdóttir N eytendahornið Spekingur sagði eitt sinn: „Það er alltaf hægt að finna bestu leiðina til að gera hlutina, jafnvel sjóða egg. Við neytendur segjum, að það geti einnig gilt um meðferð eggja í verslunum. Nú við upphaf síðasta mánað- ar eða 1 júli, átti reglugerð um réttar merkingar á matvælum að vera komin til framkvæmda, en þær virðast ekki hafa náð til eggja. Geymsla á þeim hefur í mörgum veslunum, verið vægast sagt frumstæð. Eggin eru víða látin standa í rekkum utan kælis svo lengi sem þurfa þykir, fer það að sjálfsögðu eftir umsetningu verslunarinnar. Ákveðið var að sannprófa þá fullyrðingu að neytandinn væri besta matvælaeftirlitið og fórum við inn í matvælaverslun, sem hefur stóran góðan kæli, en geymdi eggin í rekka á gólfinu. Við spurðum starfsmann þar hverju þetta sætti. Eggin sem eru ekki niðursuðuvara ættu ekki að vera meðhöndluð sem slík. Þá bendir þessi ágæti maður á eggjaumbúirnar og segir: „Ef á umbúðunum stæði einhverstað- ar að eggin væru kælivara, þá myndi ég setja þau í kæli strax.“ — Já, mikið rétt, á umbúðunum var ekki staf að finna sem bent gæti til þess að eggin ætti að geyma í kæli. Við höfum fregnað síðan, eftir talsverða eftirgrennslan, að reglugerð um þetta efni hafi ver- ið í smíðum lengi og sé sennilega „flækt“ einhverstaðar í kerfinu. Nú er að sjá hvort fullyrðingin um að neytandinn sé besta mat- vælaeftirlitið, reynist rétt! Matur og megrun Eitt helsta vandamál hins vestræna manns nú til dags, virðist vera ofneysla og þá ekki síst þegar matur er annars vegar. Afleiðingin er oft útþaninn kroppur, stundum nokkuð ólögu- legur og svo vansæld yfir því hömluleysi sem tekur stjórnina þegar eitthvað gómsætt er innan seilingar. Það hefur trúlega ekki farið fram hjá neinum, að blöð og tímarit eru um þessa mundir uppfull af umræðu um vanda og áhrif ofáts á einstaklinginn, enda er megrun orðið eitt vinsælasta lesefnið í dag. Fyrir þá sem telja sig eiga við vandamál að stríða í þessum efn- um, nægjanlega miklum til að gera eitthvað róttækt í málinu, drögum við hér fram áherslu- punkta sem sagðir eru skila ein- staklingnum góðum árangri, þegar til lengri tíma er litið. Þeir byggja einfaldlega á almennri skynsemi og örlitlum sjálfsaga. Matarkúr Við upphaf baráttunnar gegn ofáti er að gera sér fulla grein fyrir ástandinu. En til að geta breytt einhverju þar um, þarf að gera sér grein fyrir hvernig megi hafa áhrif á það. Það má gera með því að fylgja 10 gullvægum reglum. 1. Haldið skrá yfir það sem borðað er. 2. Borðið ekki á meðan þið eruð að störfum. 3. Setjist niður á meðan borð- að er. 4. Borðið hægt. 5. Borðið aðeins á fyrirfram ákeðnum stöðum. Matarhöft 6. Fjarlægið freistingarnar. Hafið ekkert matarkyns fyrir aug- unum. 7. Setjið ákveðna matar- skammta á diskana, berið ekki fram mat á matarfötum. Haldið ykkur frá afgöngum (gerið ykkur ekki að lifandi sorpílátum.) Hrein- sið afganga af diskunum í ruslílát við borðið og haldið ykkur frá þeim. Látið aðra sjá um að hreinsa matarílátin. 8. Útbúið ekki meiri mat í hvern málsverð en nauðsynlegt er. Gangið frá afgöngum strax. 9. Borðið af litlum diskum. Þannig er hægt að telja sjálfum þér trú um að hafa borðað meira en gert var! 10. Hafið einhverstaðar í ná- lægð kaloríusnautt snarl í stað þessa venjulega snarls sem oft inniheldur mikið magn af fitu, sykri og salti. Saltið hefur til- hneigingu til að binda vatn í líka- manum. Aukaregla: Stundið líkamsæf- ingar. M. Þorv !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.