Morgunblaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1989, Blaðsíða 6
6 B n-u 'i’íi-'ir.-Á At innArmTaða nm/. rffMrrnqAM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. AGUST 1989 I í tilveruna oraqóefni í mat Krydd er einskonar samheiti fyrir efni úr jurtaríkinu, sem gefa matnum „ilmandi bragð“. I daglegu tali er þó geröur munur ó kryddi og kryddlaufi. Sarnkvæmt skilgreiningu þó er krydd; nóttúrulegar afuróir, oft bragósterkar, úr þurrkuóu fræi og brumhnöppum, úr óvöxtum eóa blómhlutum og úr berki eða rótum jurta, venjulega fró hitabeltissvæðum. Kryddlauf: Lauf og oft blóm plantna, venju- lega bragðmild. Mikill munur er á bragði krydd- tegunda og getur því verið erfitt að gefa nákvæmar upplýsingar um hæfilegt magn. Það sem hæfir ein- um í þeim efnum hentar oft ekki öðrum. En krydd skal alltaf notað í litlu magni, sérstaklega þegar um nýtt bragð er að ræða, betra er að bæta við eftir smekk. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því, að krydd á aðeins að bæta náttúrulegt bragð matarins, en ekki að kæfa það. Hér verða aðallega notuð erlend nöfn kryddtegunda eða þeim nöfn- um sem við kaupum það. Kryddtegundir: Kardimommur: Stór fræ elletaria-plöntunnar. Hún er upprunnin á Indlandi en kemur einnig frá Sir Lanka og Guatemala. Kardimommur hafa örlítið beiskt sætkennt bragð. Þær eru stundum notaðar í stað kanils eða neguls. Lítið þarf af kryddinu og er það aðallega notað í sætt kaffibrauð, vínarbrauð og kleinur og í ávaxta- salat, marinaði, salatsósur fyrir ávexti, engiferbrauð, kryddblöndur fyrir sætsúrsað grænmeti. Kardi- mommur er ein aðalkryddtegundin í karríblöndu. Kanilstangir eru börkur af trjá- tegund sem vex í Suðaustur-Asíu og Indonesíu. Aðallega er um þrjár tegundir að ræða: Cinnamomum zeylánícum, sem er sætur og mild- ur á bragðið og fágætur og kemur frá Sir Lanka, og C. lour eíríf og C. cassia og er hún algengasta kaniltegundin á markaðnum. Kanill hefur sætan, lítið eitt beiskan ilm, en gefur gott krydd- bragð. Heill er kanillinn notaður í pækil, drykki, ýmsa eplarétti, í blandaða ávexti, grauta úr þurrkuð- um ávöxtum og í heitt súkkulaði. Malaður er hann notaður sem krydd í sætt brauð, ávaxtapúns, eplakökur, sultur, í gljáhjúp á kjöt- meti eins og skinku, svína- og lambasteikur. Cloves eða negull: Rauðbrúnn brumhnappur af neg- ultré — Caryophyllus aromaticus. Kollur brumhnappsins inniheldur bragðsterka olíu og er hann oft fjar- lægður til að kryddið verði bragð- mildara. Þessi mildari hluti er oft notað í malaðan negul. Bragð neguls er sætt og oft mjög bragðsterkt. Heill negull er notaður í drykki eins og púns, á skinku (stungnum í heilum), á svínasteikur, og í marinaði. Negulnaglar skulu fjarlægðir áður en rétturinn er bor- inn fram. Malaður negull er notað ur m.a. í krydd- og ávaxtakökur, í einstaka brauðtegundir, smákökur, ávaxtasalöt og soðna ávexti. Karrí: Blanda af mörgum kryddtegund- um, upphaflega komin frá Indlandi. Karríblöndur eru til í mismunandi styrkleika og er madras-karrý bragðsterkast. Karrí þykir best þeg- ar fersk-malaðar kryddtegundir eru blandað í hvern rétt fyrir sig. Karrý, hvort sem það er í duft- eða pasta- formi, skal leysa upp í olífuolíu eða bráðnu smjöri til að ná fram hinu rétta bragði. Rétt er að fikra sig áfram með styrkleikann. Með bragðmiklum karríréttum er gott að bera fram sæt-súran ávaxtasafa eða pilsner. Engifer: Rót af mjög lyktarsterkri liljuteg- und (ginger sem upphaflega kemur frá Suðaustur-Asíu, en einnig frá Jamaica. Á ferskri engiferrót á hýð- ið að vera slétt, mjúkt og hafa jafna litaráferð. Rótin skal geymd á þurr- um, köldum stað svo nái ekki að spíra, en þá er hún ónothæf sem bragðefni. Afhýdd og þunnt niðursneidd engiferrót er oft notuð í pottrétti og einnig má nudda hana inn í skinn á önd fyrir steikingu eða á fisk á sama hátt og hvítlauk. Rótin eyðir sterkri fisklykt. Engifer blandast vel öðrum kryddtegundum. I duftformi er engifer m.a. notaður í austur- lenska rétti, hann bragðbætir t.d. fisksósur, lamba-,kálfa-, nauta- og svínakjöt og kjúklinga. — Hann er einnig settur í kökur og brauð, í ávaxtapæ og bakaða ávexti, sultur og marmelaði. Múskat og Mace: Bragð þessara beggja krydd- tegunda er mjög líkt, það kemur úr ávexti sömu jurtarinnar eða Myri- stica fragrans, sem upprunnin er á Molucca-eyjum. Múskatið er kjarn- inn en mace hýðið. Mulið múskat bragðbætir græn- metisrétti eins og stappaðar kart- öflum, sósur, bakstur eins og kleinuhringi, kryddkökur, smákökur og annað kaffibrauð. Múskt er bragðmikið og á að nota fremur sparlega. Hvítur pipar og svartur: (Piper nigrum) Báðar þessarteg- undir eru ber eða ávöxtur plöntu sem kemur upphaflega frá Austur- löndum fjær. Hvíti piparinn er unn- inn úr fullþroskuðum berjum og hefur dökkt hýði sem fjarlægt er áður en piparinn er mulinn. Svarti piparinn er aftur á móti græn óþroskuðum ber, sérstaklega með- höndluð og þurrkuð. Svartan pipar á helst að merja svo olíur tapist ekki. Hann er best- ur nýmalaður og á að setja hann ,t.d í sósur á síðustu mínútunum eða rétt áður en sósan er síuð. Helstu eiginleikar piparsins er að hann að styrkir eðlilegt bragð mat- arins án þess að kæfa það. Hann blandast einnig mjög vel öðru kryddi. Rauður pipar og cayenne pipar (Capsiscum frutescens og C. annuum) kemur frá Mið-Ameríku og eyjum í Karabískahafinu. — Pi- partegundirnar er ávextir piparp- löntu sem ekkert er tengd svörtum pipar á neinn hátt. Rauður pipar og cayenne hefur sterkrauðan og appelsínurauðan lit. Pipar þessi er bragðsterkur og skal nota með varúð. Hann er mik- ið notaður í mexíkanska og ítalska rétti. Einnig í kjöt og fiskrétti, eggja- rétti og súpur. Þumalfingursreglan er, að nota aðeins um 1/8 tsk. í flesta rétti (fyrirfjóra), nema matur- inn eigi að vera þeim mun bragð- sterkari. Turmeric: (Curcuma longa) kemur upphaf- lega frá Kína, en nú frá Indlandi, Jamaica og Perú. Turmeric er rót plöntu af engiferætt sem hefur ver- ið hreinsuð, þvegin og sólþurrkuð. Bragið er örlítið beiskt og skilur eftir hitatilfinningu í munni. Kryddið er notað í litlu magni og til að gefa lit. Það er ein helsta uppistaðan í karrídufti og sinnepi og. er mikið notað austurlenska rétti, mayones, salatsósur, núðlur og súpur. Einnig er það oft notað í stað saffrons, vegna litarins. Anis fræ: Hafa einnig lakkrísbragð. Þau eru notuð í kökur, brauð, sælgæti, drykki, í ávaxtasalöt, bökuð epli, salatsósu og í fisk- og skelfiskrétti. Basil eða sætur basil: Hefur verið nefnd „konungleg kryddjurt" og eru lauf jurtar af mint- arætt. Basil blandast mjög vel öðr- um kryddtegundum, hann á mjög vel við tómata, fisk- og eggjarétti, í fyllingar, á núðlur og grjón, í kjöt- pottrétti, skelfiskrétti, með græn- meti og í súpur. Lárviðarlauf eða lárberjalauf: llmandi þurrkuð lauf af sígrænu tré. Laufið hefur sterkt og nánast beiskt bragð, og verður bragðið sterkara eftir því sem magnið er meira og það er soðið lengur. Lauf- ið er því oft fjarlægt áður en eldun- artíma er lokið. Nota skal græn lauf og óbrotin í matargerð. Brúnleit lauf gefa mengt beiskt bragð. Lárviðarlauf er notað í súpur, í sætsúran pækil, í vökva við suðu á fiski og skelfiski, í tómatsafa, sem bragðbætir í hlaup (aspice), í súr- steik, villibráð, í vökvann þegar soð- ið er grænmeti og pottrétti úr kjöti og fiski. Kapes og kapes-lík fræ og brumhnappar: Nýtíndir kapeshnappar eru á bragðið eins og bragðsterkar gúrk- ur. Þeir eru notaðir m.a. í tartar- sósu. Einnig er til enskur kapes, hann er ekki jafn þéttur í sér og er bragðminni. Celeryfræ, -salt og -flögur: Seleryfræ koma frá Indlandi og Frakklandi, þau eru þurrkuð blóm eða fræ af seleryjurt. Fræin eru bragðmikil með örlitlu beisku bragð og eru nokkuð bragðstrerk. Þau skal nota af hófsemi. Selerysalt er blanda af möluðu seleryfræi og salti. Seleryflögur er þurrkuð lauf af selerystönglum. Seleryfræ eru notuð í súrsun, í ídýfur, brauð, tómatsafa, sósur, salatsósur, í lax- og túnafisksalöt, í hvítkálssalat og í fyllingar. Selery- salt má nota í staðinn fyrir selery- fræ, en þá verður að draga sama magn af salti frá uppskriftinni. Sel- eryflögur eru notaðar í súpur, pott- rétti, fyllingar, eða við steikingu á gæs eða önd. Chervil: Ein af þessum fínu bragðmildu kryddjurtum. Laufin eru notuð með kjúklingum, kálfakjöti, í eggjakökur, í grænt blandað salat, og til skreyt- ingar á mat. Chervil þykir sjálfsagð- ur í béarnisesósu og edik-olíusósur. Dill: Lauf og fræ fjaðurkenndrar jurtar af steinseljuætt. Dill-lauf eru græn að lit og dálítið beisk. Þau má nota í sýrðan rjóma, graflaxsósu, með fiski, belgbaunum og agúrkum, í alla hvítkálsrétti, í kartöflusalat og á nýjar kartöflur. Ef dill er notað í sósur má ekki brúna smjörið. Marjoram: Kemur upphaflega frá Miðjarðar- hafslöndum. Þetta eru grá-græn lauf plöntu einnar af mintarætt. Laufin hafa nokkuð sérstakt þægi- legt bragð með beiskum undirtón. Nota skal lítið fyrst en auka síðan við eftir smekk. Marjoram má nota í flestar mat- artegundir nema sætar. Það er notað á pylsur, í pottrétti, tómata- rétti, með lambakjöti, svínakjöti, kjúklingum og gæs, í eggjakökur, pizzur, rjómaost, og með öllum hvítkálsréttum. Oregano: Á upphaf sitt við Miðjarðarhaf. í Mexíkó er önnur tegund oregano algeng. Lauf oregano hefur sterkt bragð með beiskum undirtón, hefur það stundum verið nefnt „villt marj- oram". Bragðið minnir á sætt marj- oram en er sterkara. Það þykir nauðsynlegt í ítalska rétti eins og í pizzur, í flesta tómatrétti, tómat- safa, í spagetti, grillsósur, græn- metissúpur, í eggja- og ostarétti, í fiskisalöt, fyllingar fyrir kjöt og fugla, í sósur fyrir fisk, á lambakjöt, svínakjöt og kjúklinga. Mint: (Mentha spiacata) oft kallað Spe- armint og er þurrkað lauf af spear- mint jurt. Mint fæst mulið eða í fljót- a’ndi formi (extract)og hefur sterkt sætt bragð sem skilur eftir kalda bragðtilfinningu. Mint er notað í púns og te, í sósur á lambakjöt og lambasteikur, í mint hlaup, ávaxta- súpur og soðna ávexti, í kökukrem, ís, súkkulaði, ábætisrétti og sæl- gæti. Mustard: (Brassica juncea) eru lítil fræ kryddplöntu. Tvær tegundir eru notaðar í mustardduft, það eru gul fræ og brún fræ og er duftið malað úr báðum tegundunum. Þetta er uppistaðan í Dijon-sinnepið sem hér er þekkt, til er einnig sterkt enskt sinnep og enn sterkara Jama- ica sinnep og svo kínverskt sinnep. Úr mustarddufti getur hver sem er útbúið sitt eigið sinnep: í það fer mustardduft, vatni edik eða bjór, — í ákveðnum hlutföllum. Paprika: (Capsícurr/annuum) kemur upp- haflega frá Mið-Ameríku. Spænskir landkönnuðir tóku plöntuna með sértil Spánar. Hún inniheldur meira af C-vítamíni en sítrusávextir, hún inniheldur einnig A-vítamín. Fræ og hvíta vefi, sem liggja inni í paprik- unni, á alltaf að fjarlægja fyrir notk- un, þeir geta verið mjög ertandi fyrir magann. Sætar þurrkaðar rauðar paprikur má fá í duftformi og það er eitt vin- sælasta kryddið sem notað er í matargerð, — það er m.a notað í súpur og sósur, ungverskt gullash og í salatsósur og í hveiti/brauð- mylsnu fyrir steiktan fisk og kjúkl- inga. Steinselja eða parsley: Kemur upphaflega frá grýttri strönd Miðjarðarhafsins. Jurtin er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.