Morgunblaðið - 22.08.1989, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1989
ÞRIÐJUDAGUR 22. AGUST
BLAD
B
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Ólrúleg vinnubrögð
- segir Sigi Held landsliðsþjá.lfari um undirbúning landsliðsins.
Óljóst hvort hann stjórnar leiknum gegn Tyrkjum
SIEGFRIED Held, þjálfari íslenska
landsliðsins, er langt f rá því að
vera ánægður með undirbúning
liðsins fyrir leikinn á morgun gegn
Austurríkismönnum. Hann segist
ekki skilja af hverju leikmenn með
íslenskum liðum geti ekki mætt á
réttum tíma. Held segir jafnframt
að ekki sé Ijóst hvort hann geti
stjórnað íslenska landsliðinu í
síðasta leik liðsins í undankeppn-
inni gegn Tyrkjum á Laugardals-
velli þann 20. september.
Eg skil ekki af hveiju leikmenn
r f Fram geta ekki fylgt öðrum leik-
monnum í íslenskum liðum og það eru
ótrúleg vinnubrögð að setja leik á um
helgina einmitt þegar við
LogiB. þurfum að ná landsliðinu
Eiðsson saman,“ sagði Held. „Is-
lendingar eiga ekki gott
með að færa leiki í öðrum
löndum en ég hefði haldið að þeir gætu
að minnsta kosti komið því þannig fyrir
að ekki væru leikir rétt á meðan á undii1-
skrifar
Austurríki
Siegfried Held, þjálfari islenska lands-
liðsins, er langt frá því að vera ánægður
með undirbúning liðsins fyrir leikinn á
morgun gegn Austurríkismönnum.
búningi landsliðsins stendúr, hann er nú
ekki svo mikill.
Það er að vissu leyti mjög mikil bjart-
sýni að búast við að ná stigi hér í Salz-
burg, einkum ef litið er á undirbúninginn
og það hver marga leikmenn vantar í
hópinn. En ég veit að ef strákarnir leika
eins og þeir best geta er allt mögulegt.
Við þurfum líklega að fá níu stig og
megum því ekki við því að tapa stigi eða
stigum hér.“
Held mun þjálfa tyrkneska liðið Galat-
asaray Istanbul næsta vetur en Tyrkir
eru með íslendingum í riðli. „Því er ekki
að neita að hagsmunir landsliðsins og
Galatasaray fara ekki saman. Ég mun
stjórna liðinu í leiknum gegn Austur-
Þýskalandi, en það verður líklega meira
mál með leikinn gegn Tyrkjum. Það er
þó mál sem vonandi er hægt að leysa.
Ég reikna með því að fá frí til að stjórna
liðinu á Ítalíu, ef til þess kæmi, en það
er þó ekki alveg víst. Hins vegar reyni
ég bara að hugsa um einn leik í einu
og mun fást við hina þegar þar að kem-
ur. Þessi leikur er mjög mikilvægur og
þrátt fyrir að við verðum að vera bjart-
sýnir verðum við einnig að reyna að
halda okkur við jörðina," sagði Held.
FRJALSIÞROTTIR
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Spjótkastarar í fremstu röð
Spjótkastararnir Sigurður Einarsson og Einar Vilhjálmsson komu til landsins í gær eftir frækna frammistöðu á stigamót-
um Alþjóða fijálsíþróttasambandsins. Þeir náðu að tryggja sér sæti í 8-manna úrslitakeppni sem fram fer í Mónakó
1. september. Myndin er tekin á Keflavíkurflugvelli í gær. Einar heldur á dóttur sinni, Gerði Rún, sem er vissulega ánægð
með árangur pabba síns.
■ „Árangurinn framar vonum“/ B2
REYKJAVÍKURMARAÞON
, Morgunblaðið/Július
Halldór Kalldórsson, hjartaþegi, sem sést hér til
vinstri á myndinni, átti ekki í neinum erfiðleikum með
að skokka 7 km skemmtiskokk ! Reykjavíkunnaraþon-
inu á sunnudag og var hinn hressasti er hann kom í
mark. Við hlið Halldórs er Magnús B. Einarsson lækn-
ir en hann hefur annast þjálfun Halldórs undanfarið
og fylgdist með honum í skokkinu. Fyrir framan þá
eru tveir hlauparar af kynslóðinni, sem erfa skal land.
Fyrsta
keppnishlaupið
- hjá Halldóri Halldórssyni
„Mér gekk bara vel í hlaupinu. Þetta er reyndar
í fýrsta skipti, sem ég tek þátt í keppni í hlaupi
en ég hef æft daglega á Reykjalundi undanfarið
og einnig æft með 4. deildarliðinu Augnabliki í
sumar,“ sagði Halldór Halldórsson, l\jartaþegi en
hann var með í skemmtiskokkinu.
„Framundan hjá mér er Reykjalundarhlaupið
2. september og síðan hlaup hjartaþega í Harefield
í Englandi en ISÍ styrkir mig til þátttöku í því,“
sagði Halldór Halldórsson. Hann vildi koma á fram-
færi sérstökum þökkum til Magnúsar B. Einarsson-
ar, læknis, sem hefur annast þjálfun hans undan-
farið.
■ Úrslit/ B4, B5, B6.
KNATTSPYRNA
Brotið blað í
í knattspyrnu-
sögu IA
Skagamenn brutu blað í knattspyrnusögu sinni
í gærkvöldi er þeir unnu UBK, 6:0, í úrslita-
leik bikarkeppni 3. flokks. ÍA hefur þar með unn
ið alla titla sem hægt er að vinna til í knatt-
spyrnu. Tvíburarnir, Bjarki og Arnar Gunnlaugs
synir gerðu fimm af mörkum IA gegn UBK
gærkvöldi og Pálmi Haraldsson það sjötta.ÍA átti
aðeins eftir að vinna bikarkeppni kvenna og 3.
flokk karla. Meistaraflokkur kvenna vann bikarinn
á sunnudaginn með því að leggja Þór að velli 3:1.