Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.1989, Blaðsíða 8
ÍPROmR KNATTSPYRNA / BIKARURSLIT KVENNA Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Jónína Víglundsdóttir, fyrirliði ÍA, hampar hér bikamum eftir sigurinn á Þór, 3:1. Þetta var í fyrsta sinn sem bikarinn í meistaraflokki kvenna fer upp á Skipaskaga. Skagastúlkur bikar- meistarar í sjöttu tilraun SKAGASTÚLKUR brutu blað í sögu bikarkeppni kvenna þeg- ar þær tryggðu sér bikarmeist- aratitilinn ífyrsta skipti á sunnudag með því að sigra Þór 3:11 úrslitaleik. ÍA hefur sex sinnum leikið til úrslita um bik- arinn og alltaf lotið í lægra haldi þartil nú. Þórsstúlkur komust alla leið í úrslit t sinni fyrstu bikarkeppni, en máttu þar játa sig sigraðar af f rísku Skagaliði. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Þór lék undan strekkinsvindi V-ÞYSKALAND Þrjú bikar- lið úr leik Þrjú félög sem hafa orðið bikar- meistarar síðustu fimm árin féllu úr vestur-þýsku bikarkeppn- inni um helgina. Þetta eru HSV, Bayer Uerdingen og Frankfurt. Stuttgart lék gegn Walsburg á útivelli og sigraði 1:3. Buchwald gerði tvö og Katle eitt fyrir Stuttgart á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik. Ásgeir Sigur- vinsson lék með liði sínu. Bayern Munchen sigraði Frank- furt, 0:1, í fyrsta sinn Frankfurt í 19 ár. Fyrirliðinn, Klaus Augenthal- er, skoraði sigurmarkið af 45 metra færi. Það vakti athygli að nýliðarn- ir í 2. deild, Duisburg unnu HSV, 4:2, í Hamborg og Kicker Offen- bach sigraði Bayer Uerdingen, 2:1. Frá Jóni Halldóri ÍÞýskalandi Katrín Friðriksen skrifar en náði ekki að skapa sér umtals- verð marktækifæri. Framan af var jafnræði með liðun- um, en sóknir Skagaliðsins þyngd- ust er á leið og þau fáu marktækifæri sem fengust voru þeirra megin. Jónína Víglundsdóttir, Ásta Bene- diktsdóttir og Ragna Lóa Stefáns- dóttir voru allar nálægt því að skora en Eva Eyþórsdóttir, markvörður Þórs og besti maður vallarins, varði vel frá Jónínu og Ástu og skot Rögnu Lóu frá markteig fór fram- hjá. Síðari hálfleikur var rétt nýbyrj- aður þegar Þórsliðið náði forystunni þvert gegn gangi leiksins. Ellen Óskarsdóttir óð upp hægri kantinn og gaf fyrir á Láru Eymundsdóttur sem var felld innan vítateigs. Góður dómari leiksins, Egill Már Markús- son, dæmdi umsvifalaust víta- spyrnu sem Steinunn Jónsdóttir skoraði örugglega úr. Gleði Þorsara stóð þó ekki lengi því aðeins þrem- ur mínútum síðar jafnaði Jónína Víglundsdóttir eftir slæm varnarmi- stök Þórsliðsins. Skagaliðið tók eft- ir það öll völd á vellinum og aðeins stjörnuleikur Evu í marki Þórs kom í veg fyrir slæma útreið Þórsara. Annað mark ÍA kom á 21. mínútu upp úr hornspyrnu. Vanda Sigur- geirsdóttir Skagastúlka komst á auðan sjó inn í markteig Þórs og skoraði örugglega. Þar svaf Þórs- vörnin á verðinum en Eva lá í teign- um eftir að hafa varið skot frá Jónínu án þess að halda knettinum. Stórskotahríð Skagastúlkna hélt áfram og Jónína innsiglaði sann- gjarnan sigur með glæsilegu marki, þrumaði boltanum í netið með við- komu í stöng Þórsmarksins. BIKARINN Okkar tími var kominn - segirJónína Víglundsdóttir, fyrirliði ÍA Þetta var okkar sjötti bikar- úrslitaleikur og löngu orðið tímabært fyrir okkur að vinna, en það hefur ekki tekist áður,“ sagði Jónína Víglundsdóttir í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „Þórsliðið kom okkur á óvart með góðri baráttu, en þeim hefur gengið illa í deildinni í sumar. Það var mikilli pressu af okkur létt þegar við unnum Val í undanúrslitum. Við vorum ákveðnar í að gefa okkur allar í þennan úrslitaleik og ekkert annað en sigur kom til greina," sagði Jónína sem skoraði tvíveg- is fyrir lið sitt í leiknum. „Ánægðar þegar upp er staðið“ - sagði Kolbrún Jónsdóttir, fyrirliði Þórs Þetta er í fyrsta skipti sem við tökum þátt í bikar- keppninni og þegar litið er út frá stöðu okkar í deildinni er ekki hægt annað en vera ánægð- ur með frammistöðuna. Fyrir- fram bjuggumst við alls ekki við að komast alla leið í úrslitaleik- inn í fyrstu tilraun," sagði Kol- brún Jónsdóttir í samtali við Morgnnblaðið. „Það má kannski segja að við höfum verið heppn- ar á leið okkar í úrslitin en Skagastúlkumar yfirspiluðu okkur í þessum leik, voru mun betri.“ M ATLI Eðvaldsson fær 15.000 þýsk mörk á mánuði, eða 465.000 íslenskar krónur, hjá tyrkneska lið- inu Genglerbirligi í Ankara. Frá þessu er skýrt í vestur-þýska íþróttablaðinu Kicker í síðustu viku. Þar er einnig sagt að Atli hafí gert tveggja ára samning við félagið. KNATTSPYRNA / ENGLAND Manchester United í stuði - lagði Englandsmeistarana að velli 4:1 Þetta var frábær leikur og alvég einstök byrjun fyrir bæði liðið og áhorfendur," sagði hinn nýi eigandi Manchester United, Michaei Knighton, eftir að lið hans hafði lagt Englandsmeistara Arse- nal að velli í fjörugum leik á Old Trafford. Lokatöl- ur leiksins urðu 4:1 og George Graham, fram- kvæmdastjóri Arsenal, sagði eftir leikinn að Arse- nal hefði átt þennan skell fyllilega skilið, slík hefði frammistaða United verið. Einungis tvær mínútur voru liðnar af leiknum þegar United náði forystunni með skallamarki Steve Bruce og 16 mínútum síðar fékk liðið víta- spyrnu, sem John Lukic, markvörður Arsenal varði. Arsenal jafnaði svo metin með marki Davids Roecastle, en sú sæla stóð stutt yfir því Hughes, Webb og McClair létu knöttinn þenja út netmösk- vana fyrir United áður en yfir lauk. Tottenham átti í nokkrum erfiðleikum með Lu- ton. Eftir að Paul Stewart hafði skorað snemma í leiknum, jafnaði Luton á fyrstu sekúndum síðari hálfleiks með marki Roy Wegerle. Það var sVo Paul Allen sem bætti öðru marki Tottenham við. Gary Lineker náði sér ekki á strik í þessum leik, og hvað eftir annað féll hann í rangstöðugildrur Luton-manna. Liverpool átti ekki í vandræðum með Manc- hester City, sem nýkömið er upp úr annarri deild. Lokatölur leiksins urðu 3:1, og þurfa þau úrslit ekki að koma á óvart. Glenn Hysen, hinn nýi bak- vörður Liverpool, sem keyptur var frá Fiorentina á Ítalíu, var alveg undrandi á hraðánum í leiknum, og sagði að hann væri ekki svona mikill á Ítalíu nema bara í leikjum toppliðanna. Coventry kafsigldi Everton, 2:0, þrátt fyrir að Everton liðið eigi að vera stjörnum prýtt, en iiðið Gary Lineker leikur nú með Guðna Bergs- hefur ráðstafað ógrynni fjár til kaupa á nýjum syni og félögum hjá Tottenham. Hann náði sér leikmönnum. ekki á strik gegn Luton. GETRAUNIR: X11 1X1 221 21X LOTTÓ: 3 10 15 20 23 +13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.